Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
15
Jón Sigurbjörnsson og fleiri 1 óperunni Þrymskviðu sem flutt var fyrir nokkrum
árum f Þjóðleikhúsinu.
smiðjuþilinu, en inni í smiðjunni var
rökkur og Jaessi munur á birtunni,
skjannahvítt úti en dimmt inni, hefur
á einhvern undarlegan hátt greypt sig
í huga mér og aldrei yfirgefið mig.
í ruslabing við smiðjudyrnar fann
ég litinn hamarshaus. Ég fór með
hann inn og sýndi smiðnum, Jóni
Stefánssyni, sem enn er á lift. Hann
tók við hamarshausnum án þess að
segja orð, hann var afar þögull og
hsegferðugur, og ég fór aftur út að
leika mér. Stuttu seinna kom Jón út
úr myrkri smiðjunnar og rétti mér
hausinn með nýgerðu skafti á. Síðan
hvarf hann aftur inn í smiðjuna og
þögnina.”
Smámennum er
smátt skammtað
Að gefa barni verkfæri, það má
leggja út af því. Og þegar talið snýst
aftur að menningarmálum þjóðar-
innar og sérstaklega að hlut sjón-
varpsins í þvi efni er Jón ómyrkur í
máli. HoVium finnst sjónvarpið ekki
rétta íslenzkum listamönnum verk-
færi.
Auðvitað er hann dálítið sár af því
að sjónvarpið sýndi að hans dómi
mjög lítinn áhuga á því að filma ball-
ettinn Blindisleik.
,,En eru þeir ekki svo félitlir,”
segjum við í afsökunarskyni þótt við
séum sammála Jóni um það að sam-
vinna sjónvarpsins við leikhúsin sé
átakanlega ósýnileg.
„Smámennum eru alltaf skammt-
aðir smáaurar,” segir Jón og verður
eins og jökulfljót í leysingu. „Ef fólk
liti upp til sjónvarpsmanna fyrir stór-
huga menningarpólitík og frumlega
sköpun þá fengju þeir meira fé.”
Hann bendir á hve mikil tækifæri
liggja ónotuð. „Það þyrfti að fá
menn til að sýna þjóðinni málverk
gömlu meistaranna, eins og Ásgrím
til dæmis, og síðan samtíðina. Nú eru
allir komnir með dýrindis litsjónvörp
og þetta er kjörið efni — ekki dýrt.”
Alltaf til nógir
peningar í poppið
„Það er ekki af hégómaskap,
minnsta kosti ekki tintómum, sem
mig langaði að fá Blindisleik í sjón-
varpið. Ég hefði haft af því tekjur
sem hefðu gert mér fært að minnka
við mig kennslu og vinna að tónlist. ”
Svo segir hann að popp-tónlistin
fái stórar fjárveitingar hjá sjónvarp-
inu. „Það var eytt 40 milljónum í
prógramm um Hauk Morthens, 70
milljónum í söngvakeppnina og þetta
eru bara plötuauglýsingar!!!”
Það er þó fjarri því að Jón Ásgeirs-
son láti fálæti sjónvarpsmanna alvar-
lega á sig fá. Það er hugur í honum
og hann hefur mikið á prjónunum.
Hann ætlar að ráðast í aðra óperu
og hefur fengið Friðrik Guðna Þór-
leifsson Hornstrendings til að semja
með sér texta upp úr Fornaldarsögum
Norðurlanda. Aðalhetjan er Norna-
Gestur sem segir bardagasögur af
langri ævi sinni en hann varð þrjú
hundruð ára gamall, eins og elztu
menn muna. Þar koma riddarar til
skjalanna og möttull einn sem þeir
notuðu til að sannreyna hvort konur
þeirra hefðu gamnað sér með hesta-
sveinunum meðan riddararnir voru
úti að striða. „Tómt grin,” segir Jón
og segir okkur að lokum frá kórverki
sem hann hyggst semja við texta upp
úr gömlum annálum og eru þeir öllu
alvarlegri. Þar segja örstuttar setn-
ingar frá hungri og drepsóttum sem
næstum höfðu gjöreytt þjóðinni í lok
fimmtándu aldar.
„En það sem ég skrifa næst verður
þó selló-konsert sem búið er að panta
hjá mér,” segir Jón.
Er það pöntun frá sinfóníunni?
spyrjum við.
„Nei, það er pöntun frá konunni
minni,” segir Jón, og þar með þykj-
umst við hafa tafið hann nógu lengi
og sláum botninn í samtalið.
-IHH.
Ur ballettinum Blindisleik.
„Það sem einkennir Jón Ásgeirsson er þor til að leggja við atlögu við verkefni, sem enginn tslendingur hefur unnið áður...
og það hefur orðið til þess að við eignuðumst bæði óperu og ballett,” sagði Eyjólfur Melsted fyrir hönd dómnefndar, sem
veitti Jóni verðlaun fyrir Blindisleik.
-DB-mynd: Bjarnleifur.
lEjnsTPEDim
BOHfiPlOKKftR
Viö erum meö sérstaka kynningardeild á
bókamarkaöinum í Ársölum viö Bílds-
höföa og kynnum þar þrjá einstæða
bókaflokka meö allt aö
55% afslætti.
HVAÐ GERÐIST A ÍSLANDI
1979
Þessi merki bókaflokkur hóf
göngu sína fyrir síöustu jól.
Fyrsta bókin nefndist
HVAÐ GERÐIST Á ÍSLANDI
1979
Næsta bók fjallar um áriö
1980 og árlega mun bætast
bók í flokkinn.
Nú getur þú gerst áskrifandi
þessa stórfróðlega og yfir-
gripsmikla bókaflokks og
notiö sérstakra áskriftarkjara
og jafnframt keypt fyrstu
bókina meö 25% kynningar-
afslætti.
Þessar bækur vaxa aö verö-
mæti meö árunum. Fylgist
meö frá byrjun.
Kynniö ykkur sértilboö okkar
á bókamarkaöinum,
komið viö í kynningardeild fyrirtækisins.
LOND OG LANDKONNUN
Könnunarsaga veraldarinnar
í fjórum litprentuðum bindum
fyrir aðeins 100 krónur.
Mannkynssagan er ekki bara
morö og dráp undir stjórn
frægra hershöföingja, heldur
einnig og ekki síöur saga
þeirra sem af óbugandi
kjarki og brennandi þrá til
þess aö kanna ókunna stigu
lögöu af staö út í óvissuna og
færöu út landamæri heims-
ins og þekkingarinnar.
Viö bjóöum fjögur bindi
bókaflokksins LOND OG
LANDKÖNNUN meö 55% af-
slætti á sléttar 100,00 krónur.
I LEIT AÐ HORFNUM HEIMI
Fjögur litprentuö bindi fyrir
aöeins 44 krónur.
í þessum einstæöa bóka-
flokki eru bækurnar Fall og
eyöing Troju, Hin sagnfræöi-
legu ævintýri víkinganna,
Leyndardómar Faraóanna
og Hin týnda borg Inkanna.
Þessar bækur bregða
skemmtilegu Ijósi á liðna tíö
og eiga erindi í öll heimilis-
bókasöfn.
Viö bjóöum fjögur bindi meö
55% afslætti á aöeins 44,00
krónur.
ÖRN&ÖRLYGUR
Síöumúlall, sími 84866
SGS