Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 18

Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. íþróttir Framarar í úrvalsdeild áný — en Þórsarar vilja ekki fallaátakalaust Framarar endurheimt'i úrvalsdeildar- sæti sitt í körfunni um helgina er þeir rótburstuðu Grindvikinga 104—79 i Njarðvík. Á sama tima sigruðu Kefl- vikingar Skallagrim 95—90 í Borgar- nesi, en sigurinn dugði þeim ekki. Geta þeir nagað sig i handarbökin fyrir að tapa leik við Þór á Akureyri fyrir skemmstu. Þór og Skallagrímur verða nú að leika tvo aukaleiki um hvort liðið fellur í 2. deildina. Þórsarar hafa hins vegar gefið upp alla von í kærumálinu gegn Grindavik og ætla ekki að gefa sig fyrr en i fulla hnefana. Hafa þcir hug á að sækja málið eins langt og kostur er. Hvort svo það dugar þeim verður að koma í Ijós siðar. -SSv. Ármann á leið í 3. deild Tvcir leikir fóru fram i 2. deild karla i handknattleik um helgina. A Akureyri sigraði KA Þór 25—18 í slökum leik. Þórsarar höfðu yfir- höndina framan af en i hálfleik hafði KA forystu, 10—8. Síðari hálf- leikurinn var svo að mestu eign KA, sem jók muninn jafnt og þétt. Flest mörk KA skoraði Gunnar Gíslason, átta talsins. Erlingur og Þorleifur voru með 4 hvor. Fyrir Þór skoraði Sig- tryggur Guðlaugsson 5, en Sigurður Sigurðsson 4. KA á góða möguleika á að komast í 1. deild, en á eftir erfiða leiki syðra gegn Tý og ÍR m.a. í hinum leiknum sem fram fór sigraði Aftureld- ing Ármann 24—19 og má þar með telja vonir Ármenninga um að halda sér i deildinni harla litlar. -SSv. Lundbackvann Vasa-gönguna Svíinn Sven-Aake Lundbáck sigraði í gær í 58. Vasagöngunni, sem fram fór að vanda i Mora í Sviþjóð. „Þetta er í fyrsta og eina skipti sem ég mun keppa í þessari göngu, en það er dásamleg tilfinning að hafa sigrað,” sagði hann aðlokinni göngunni. Hann gek hina 85,8 km löngu vega- lengd á 4 klukkustundum, 29 mínútum og 32 sekúndum. Hann varð tveimur mínútum á undan landa sinum, Bengl Hassis. Þriðji varð Ingibjörn Lunde- vall frá Sviþjóð og Frakkinn Jean-Paul Pierrat, sem sigraði i Vasagöngunni 1978, varð fjórði. Bandarikjamp.ðurinn Bill Koch varð fyrstur af þeim keppendum, er komu ekki frá Evrópu. Hann varð i 7. sæti. Sigurvegarinn frá i fyrra, Walther Mayer frá Austurriki, varð 18. Keppendur i göngunni voru nú um 12.000 talsins, þar af 200 konur, sem fengu loks að taka þátt í henni. Sú þeirra er varð hlutskörpust heitir Meerli Bodelid frá Sviþjóð og varð i 411. sæti — klukkustund á eftir sigur- vegaranum. Einvígi Keppnin í frönsku 1. deildinni er að snúast upp í algert einvigi á milli Nantes og St. Etienne. Nantes sigraði Lille 3—0 á útivelli um helgina á sama tíma og St. Etienne vann Valenciennes 1—0 — einnig á útivelli. Nantes hefur 44 stig, St. Etienne 43 og síðan kemur Bordeaux með 38 og Mónakó með 37. íþróttir Sþróttir Íþróttir íþrótt íslandsmeistarar Vikings eftir sigurinn á Fram í gærkvöld. DB-mynd Friðþjófur. Víkingur varð meistari! —rauf þriggja ára sigurgöngu Vals á innanhússmeistaramótinu í knattspymu. Valur meistari í kvennaflokki Víkingar urðu íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu f gærkvöld er þeir sigruðu Framara veröskuldað 6—3 i úrslitaleik mótsins eftir að staðan hafði verið jöfn, 2—2, í hálf- leik. Það var mál manna að Víkingarnir væru vel að sigrinum komnir — þeir hefðu að öllu jöfnu sýnt beztu knattspyrnuna. Þeir lögðu m.a. Valsmenn, íslandsmeistarana sl. þrjú ár, að velli, 10—9, i tvíframlengdum leik. Leikurinn var talinn sá bezti á mótinu. Geysilega vel leikinn og spennandi. í úrslitaleiknum var mikil spenna framan af en svo skoruðu Víkingarnir Standard fékk Ijótan skell! Standard Liege fékk heldur betur á baukinn i belgisku 1. deildar- keppninni um helgina er liðið mætti Antwerpen. Antwerpen sigraði 5—1 og átti Standard aldrei vonarglætu. Lokeren, sem sýnt hefur meiri stöðugleika undanfarið, notaði tækifærið sem gafst og skauzt upp fyrir Standard með 5—3 sigri yfir Molenbeek. Úrsiit urðu annars þessi í Belgfu: Waregem-Berchem 3—0 FC Liege-Beerschot 0—1 Beringen-Courtrai 1—1 Lokeren-Molenbeek 5—3 FC Brugge-Lierse 3—1 Gent-Beveren 1—0 Antwerpen-Standard 5—1 Anderlecht-CS Brugghe 2—1 Waterschei-Winterslag frestað Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Standard þar sem hann var að ljúka leikbanni. Karl Þórðarson og félagar í La Louviere gerðu jafntefli á útivelli við St. Niklaas, 1 — 1. Anderlecht 23 19 2 2 45—13 40 Beveren 23 14 4 5 38—19 32 Lokeren 23 13 4 6 50—26 30 Standard 23 12 5 6 43—32 29 FC Brugge 22 11 3 8 49—31 25 Gent 23 9 6 8 38—31 24 Lierse 22 8 7 7 35—30 23 Antwerpen 22 8 7 7 32—34 23 Molenbeek 23 10 3 10 33—36 23 Waregem 23 8 6 9 30—31 22 Winterslag 22 10 2 10 28—34 22 Courtrai 23 7 5 11 25—35 19 CS Brugge 23 6 5 11 35—52 17 Waterschei 21 7 2 12 40—50 16 FC Liege 22 6 4 12 29—43 16 Valsmenn halda afmælishátíð Körfuknattleiksdeild Valsmanna gengst fyrir heljarmiklu skemmtikvöldi i kvöld í Laugardalshöllinni og er þetta fyrsti liðurinn i hátiðahöldum í tilefni af 70 ára afmæli félagsins, sem er í ár. Margt verður til gamans gert en dag- skráin hefst kl. 19.30 með leik Vals og KR í 3. flokki. Að þeim leik loknum mun formaður Vals, Pétur Svein- bjarnarson, halda stutta ræðu, en síðan tekur við „nýstáriegur kappleikur” eins og Halldór „Henson” Einarsson komst að orði í gærkvöld. Munu þar etja kappi saman glímumenn og lyftingakarlar og er ætlunin að þeir leiki handknattleik. Þar á eftir munu Valur og Fram ieika innanhússknattspyrnu. Að þeim leik loknum mun Baldur Brjánsson frenja töfrabrögð eins og honum einum er lagið (það er heizt að Jói Ámunda geti haft roð við honum) og lokaatriði skemmtunar þessarar er viðureign Valsmanna og stjörnuliðs Jóns Sig- urðssonar. Innan vébanda þess kennir margra grasa og má búast við hörkuleik. -SSv. 3 mörk í röð og erðu út um leikinn Lárus Guðmunsdson skoraði þrívegis. Magnús Þorvaldsson tvívegis og Heimir Karlsson einu sinni. Fyrir Fram skoraði Guðmundur Steinsson tvö og Guðmundur Torfason eitt. Pétur Ormslev lék ekki með Frömurum og munar um minna. Úrslitaleikurinn í kvennaflokknum var hins vegar öllu meira spennandi. Þar áttust við Valur og Akranes og sigruðu Valsstúlkurnar 2—1 í æsispennandi viðureign þar sem knötturinn var langtimum saman inni í þeirra eigin vítateig. Þrátt fyrir ákafa sókn tókst Skagastúlkunum aðeins að skora einu sinni — Laufey Sigurðar- dóttir, sannkallaður baráttujaxl. Þær Ragnheiður Víkingsdóttir og Bryndís Valsdóttir tryggðu Val sigurinn. Eins og venjulega var keppt í flokkum á mótinu og þetta innanhúss- mót er eitt bezt skipulagaða mót sem fram fer almennt. Tímaáætlun stóðst geysilega vel og allt skipulag eins og bezt verður á kosið. Það kom einna helzt á óvart hversu KR-ingar komu illa út úr mótinu. Þeir hafa undanfarin ár verið á meðal beztu innanhússliðanna, með leikmenn á borð við Elías Guðmundsson og Sæbjörn Guðmundsson innan sinna raða, en nú brást allt. Þeir fengu 1—7 skell gegn Skagamönnum og síðan 2—10 burst i hausinn gegn Víkingi. Staðan í hálfleik í þeim leik var 1—1! Það kom því í hlut KR að leika um fallsæti í B-riðilinn en með 11—4 sigri yfir Ármanni var A-riðilssætið tryggt. Ármenningar og Óðinn féllu í B-riðil. Upp úr B-riðli koma í þeirra stað Fylkir og KS. Niður úr B-riðli féllu Léttir og ÍK og í þeirra stað komu Selfoss ogTýr. -SSv. Þróttarar Isl meistarar f —eiga samt þrjá leiki eftir—Víkingur næ í 1. deild kvenna Þróttur varð íslandsmeistari í 1. deild karla i blaki er liðið vann Fram með þremur hrinum gegn engri í íþróttahúsi Hagaskóla á laugardag. Með sigri sínum yfir Fram komst Þróttur i 26 stig en ÍS, sem var eina liðið sem náð gat Þrótti, getur aðeins náð 24 stigum. Reyndar töpuðu Stúd- entar fyrir Vikingum um helgina. Þróttarar eiga þrjá leiki eftir og þeirra markmið nú er að vinna mótið með fullu húsi stiga. En hætt er við því að það verði erfitt leiki þeir ekki betur en þeir gerðu gegn Fram. Að vísu þurftu þeir ekki að sýna neinn stórleik til að vinna Fram, getumunur liðanna er það mikill. Úrslit í hrinunum urðu 15—7, 15—lOog 15—11. Víkingar syndu nýja hlið á sér og unnu Stúdenta glæsilega á laugardag. Ef litið er á hrinuúrslitin sem urðu 16— 14, 16—14, 13—15 og 15—6, virðist leikurinn hafa verið hnífjafn. En Vík- ingar áttu skiiinn stærri sigur því þeir sýndu afbragðsleik og höfðu leikinn al- gerlega í höndum sér. Sókn þeirra á Stúdentana var mjög stíf enda smass- arnir, þeir Páll Ólafsson, Hannes Karlsson, Gunnar Straumland og Sigurður Guðmundsson, í miklu stuði. Uppspilið sem þeir fengu var einnig mjög gott og í vörninni var liðið sam- stillt. Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna um helgina, Víkingur vann Breiðablik 3—0 og er nú fátt sem getur stöðvað Vikingsstúlkurnar. t í 2. deild fenguNorðfjarðar-Þróttar-

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.