Dagblaðið - 02.03.1981, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
19
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
„Hroðaleg útreið Islands gegn Israel
Eins og Israelsmenn sæju Sýr-
lending í hverjum Islendingi!
Frá Magnúsi Gíslasyni, Orléans.
íslenzka landsliðið fékk háðulega út-
reið gegn ísrael i B-keppninni i Orléans
á laugardag. Sex marka tap, 19—25,
eftir 12—8 í hálfleik fyrir ísrael. Úrslit-
in sýna auðvitað að við erum ekki
lengur i hópi beztu þjóða heims i hand-
knattieik. Við erum greinilega þrepi
neðar en þeir beztu og máttum raun-
verulega þakka fyrir að hanga i B-riðli
eftir slælega frammistöðu. Hefðum
eflaust fallið i C-riðil ef við hefðum
verið i hinum riðlinum. Það var ekki
heil brú í leik íslenzka liðsins. Sama
hvort það var i vöm eða sókn eða á
bekknum. Alls staðar sama máttleysið
og ráðleysið með örfáum undantekn-
ingum, m.a. markvarzla þeirra Einars
Þorvarðarsonar og Kristjáns Sig-
mundssonar. Alvep sama hvað reynt
var. Ávallt fundu Israelsmenn glufur í
vörn. Eins i sókninni. Linuspil slakt,
hornin klippt út. Skotin máttlaus hjá
fiestum og oftast beint á markvörð.
Fum og fát i leikn'm langtimum saman
f 47 sóknarlotun.
Rétt í byrjun sýndi ísl. liðið sæmi-
Engar skýringar á hel-
förinni til Frakklands
Frá Magnúsi Gíslasyni, Orléans.
Árangur islenzka liðsins í B-
keppninni f Frakklandi hefur valdið
vonbrigðum, gífurlegum vonbrigðum.
Sigur vannst í tveimur fyrstu
leikjunum, en síðan seig mjög á
ógæfuhlið. Andstæðingar okkar gjör-
þekktu íslenzkan handknattleik i þess-
ari helför til Frakklands eins og sumir
vilja nefna hana. Hvað brást? Við
báðum þá Gunnstein Skúlason, liðs-
stjóra, Axel Axelsson og Júlíus
Hafstein, formann HSÍ, að svara þvi.
„Ástæðurnar eru vafaiaust margar.
Fyrst skal nefna að við vorum ekki
reglulega vel undirbúnir, þó eins og
ástæður leyfðu. Keppnisförih til
Vestur-Þýzkalands þjónaði ekki
tilgangi, þar sem Víkingana vantaði.
Ekki næg samþjálfun.
Því hefur verið fleygt að félágarígur
milli Valsmanna og Víkinga sé á-
stæðan, en ég visa því alveg á bug. Slíkt
hefur ekki komið fram að því ég bezt
veit. Við þurfum að setjast niður og
ræða alla förina, þegar heim kemur.
Reyna að finna út hvað kom fyrir.
Greinilegt að við höfum ekki hörku í
slíka keppni. Það var óvenjulítið um
brottvikningar ísl. leikmannanna í
leikjunum. Við þurftum ekki að nota
einn einasta íspoka af þeim 15, sem við
vorum með. Það segir sína sögu,”
sagði Gunnsteinn.
,,Ég kann enga skýringu á þessu
tapi við ísrael,” sagði Axel Axelsson.
Er nokkur, sem getur gefið hana? Ég
hef tekið þátt í undirbúningnum frá í
haust. Allir þar lagzt á eitt. Kannski
flugum við of hátt, þegar við héldum í
B-keppnina og gleymdum lending-
unni.”
Július Hafstein var að reyna að
semja um landsleiki við Svía þegar við
náðum í hann. „Þessi ósigur var salt í
sárið, og það er greinilegt að íslenzkur
ands-
blaki
röruggurumsigur
ar Ungmennafélagið Bjarma úr
Fnjóskadal í heimsókn og fóru gestirnir
með sigur af hólmi, 3—i. Er nú ljóst að
keppnin í Norðausturlandsriðlinum
mun verða æsispennandi á milli
UMSE, ÍMA og Bjarma.
Staðan í 1. deild karla er nú þessi:
Þróttur 13 13 0 39—7 26
ÍS 14 10 4 34—19 20
Víkingur 13 6 7 25—26 12
Fram 14 3 11 15—37 6
UMFL 12 1 11 10—34 2
Næstu leikir verða á miðvikudag. Þá
leika Víkingur og Fram í Hagaskóla kl.
18:30, síðan HK og Samhygð, hvort
tveggja deildarleikir, og loks verður
einn bikarleikur, á milli Víkings og
Hveragerðis. Víkingar leika því tvo
ieiki sama kvöldið. -KMU
handknattleikur er að fjarlægjast sterk-
ustu þjóðirnar. Slíka flengingu er erfitt
að útskýra en það þurfa allir sem einn
— hinn almenni áhorfandi ekki siður
— að ná okkur upp úr þessari niður-
lægingu,” sagði Júlíus.
POLVERJAR FORU
LÉTT MEÐ TÉKKA
—Sigruðu 23-16 í úrslitum B-keppninnar
Frá Magnúsi Gíslasyni, París.
Þrír frægir kappar lögðu öðrum
fremur grunn að stórsigri Póllands
23—16 í úrslitum B-keppninnar í gær.
Þeir voru hreint stórkostlegir
Szynczak, markvörður, Klempel og
Waszkiewicz. Tékkar áttu ekkert svar
við leik þeirra. Pólland náði snemma
forustu og undir lok fyrri hálfleiksins
var Waszkiewicz óstöðvandi. Skoraði
fjögur mörk i röð. Staðan í hálfleik
13—11 fyrir Pólland.
Klempel og félagar hans gerðu svo
út um leikinn fyrst i s.h. Skoruðu
fjögur fyrstu mörkin, 17—11 og
öruggur sigur Póllands var í höfn.
Síðan mátti sjá 19—12 á stigatöflunni,
21—14 og lokatölur 23—16.
legan leik og þá örlaði á þeim krafti,
sem mátti stundum sjá gegn Pólverj-
um. Siggi Sveins, Páll Bj. og Þorbergur
héldu forustu fyrir ísalnd með góðum
mörkum, 5—4, eftir 10 mín. En þá
hrundi ísl. liðið eins og spilaborg. ísra-
el skoraði sex mörk í röð. Baráttuvilji
ísraelsmanna var eins og þeir sæju Sýr-
lending í hverjum íslendingi eða væru
að berjast í sex daga stríðinu.
Þorbergur reyndi nær algjörlega á
eigin spýtur að brúa bilið með sínum
þrumufleygum en þeim var jafnóðum
'svarað með sýningaratriðum ísraels-
manna. Beniguz rak endahnútinn á
upphlaupin með vængjalausu svifi inn í
teiginn og blakaði knettinum í mark.
Beinlinis niðrandi að sjá meðan isl.
varnarmennirnir stóðu sem grónir við
gólfið. Sama bragð áfram i s.h. ísraels-
menn beinlínis hæddu vörn okkar
manna með því að leyfa sér baksend-
ingar inn í teiginn og skoruðu.
Páll Bj. og Þorbergur rembdust eins
og rjúpur við staur en mörk þeirra vógu
lítið gegn þeim ósköpum sem voru að
ske. Þegar átta mín. voru til leiksloka
var munurinn orðinn 10 mörk,_25—15.
Þá loks vaknaði landinn og sýndi sitt
rétta andlit. Með hraða og snerpu
skoraði Bjarni tvö mörk, Þorbergur og
Steindór eitt hvor. Smáfjörkippur, sem
kom of seint. Lokatöiur 19-25. Niður-
lútur yfirgaf ísl. hópurinn íþróttahúsið
í Orléans en þar voru 2500 áhorfendur
vitni að einum lélegasta leik íslands um
árabil.
Mörk íslands í leiknum skoruðu Þor-
bergur 9/3, Páll Bj. 4, Siggi Sveins 2,
Bjarni 2, Guðmundur 1 og Steindór
eitt. Axel Axelsson og Stefán Halldórs-
son léku ekki með og Ólafur H. Jóns-
son skoraði ekki mark í sínum síðasta
landsleik. . Pmm
KRISTIN M. LAGÐI
KARLANA AÐ VELLI
- sigraði þá alia með yf irburðum á jaf nréttismáti TBR í gær
Konur hasla sér völl á æ fleiri sviðum
eins og kunnugt er. Stöðugt eru gerðar
Kristin Magnúsdóttir lætur sér ekki
nægja að vera í sérflokld meðal kyn-
systra sinna heldur ræðst hún einnig til
atlögu við karlana — og fer með sigur
af hólmi.
kröfur um jafnrétti kvenna og karla. I
íþróttum hafa konur þó verið hófsamar
i jafnréttismálum hingað til. Þær láta
sér t.d. nægja að kasta sérstakri
kvennakúlu i kúluvarpi og i flestum
iþróttagreinum er keppni karla og
kvenna aðskilin. Svo er einnig í bad-
minton, nema þegar um tvenndar-
keppni er að ræða. Meira að segja eru
leikreglur í badminton mismunandi í
kvenna- og karlakeppninni, því i hverri
lotu i einliðaleik kvenna er leikið upp i
11 punkta meðan karlarnir verða að
keppa upp i 15.
Nú um helgina fór fram í húsi TBR
svonefnt jafnréttismót í badminton.
Keppt var í einliðaleik og tviliðaleik i
meistara-, A- og B-flokki, og voru
konur og karlar í sama flokki. Sökum
kvenlegar hógværðar kepptu konurnar
þó einum flokki neðar en þær eiga
vanda til, meistaraflokkskonur í A-
flokki o.s.frv. Úrslit urðu sem hér
segir:
B-flokkur
Haraldur Gylfason í A sigraði Erling
Bergþórsson ÍA 15/10og 15/5. Guðjón
Sverrisson og Fritz H. Berndsen TBR
sigurðu Harald Gylfason í A og Erling
Bergþórsson í A 15/2, 12/15 og 15/4.
A-flokkur
Hér kepptu sterkustu konurnar
okkar við A-flokksleikmennina.
Kristín Magnúsdóttir TBR íslands-
meistari í badminton tók sig til og
sigraði alla sína andstæðinga i einliða-
leik og flesta með yfirburðum. Og með
stöllu sinni, Kristínu Berglind TBR,
sigraði hún einnig í tviliðaleik. Kristín
sigraði Gunnar Björnsson TBR i úrslit-
um 15/12 og 15/13 en hafði áður lagt
að velli þá Ara Edwald TBR, Hjalta
Sigurðsson Selfossi og Ólaf Ingþórsson
TBR.
í tvíliðaleiknum sigruðu Kristínarnar
þá Bjarna Lúðvíksson Gróttu og
Gunnar Björnsson TBR í úrslitum,
15/9 og 15/9. Má segja að í þessu móti
hafi karlpeningurinn verið tekinn í
kennslustund í A-flokki.
Meistaraflokkur
í einliðaleik sigraði Broddi Kristjáns-
son TBR Jóhann Kjartansson 15/5 og
15/3. Átti Jóhann enga möguleika i
leiknum, heldur var um hreina ein-
stefnu að ræða.
í tvíliðaleik sigruðu Víðir Bragason
íA og Sigfús Ægir Árnason TBR, þá
Brodda og Jóhann 9/15, 15/9 og
15/12.
Viggó skoraði fimm
Viggó Sigurðsson átti mjög góðan
leik með Bayer Leverkusen, þegar liðið
gerði jafntefli 13—13 við TUS Essen í
Essen á föstudag. Viggó skoraði fimm
mörk fyrir lið sitt og var aðalmaðurinn
að venju í sóknarleiknum. Leverkusen
er um miðja deild. Dankersen tapaði
enn og er f mikilli fallhættu en Axel
Axelsson byrjar nú að leika með Dank-
ersen á ný —fer til Minden frá
Frakklandi. Sigurður Gunnarsson lék
ekki með Leverkusen gegn Essen —
hefur enn ekki komizt i liðið eftir
meiðslin i haust.
Magnús Gíslason
skrífarfráHM
Þorbergur
markhæstur
ísland skoraði 115 mörk f leikjunum
sex i B-keppninni. Þau skiptust þannig
milli einstraka leikmanna:
Þorb. Aðalsteinsson, Viking, 37/11
Sig. Sveinsson, Þrótti, 14/3
Páll Björgvinsson, Víking, 12
Bjarni Guðmundsson, Val, 11
Axel Axelsson, Fram 10/4
ÓlafurH. Jónsson, Þrótti, 9
Steindór Gunnarsson, Val, 8
Stefán Halldórsson, Val, 6
Guðm. Guðmundsson, Víking 4
Steinar Birgisson, Viking 2
Páll Ólafsson, Þrótti, 1
Þorbjörn Guðmundsson, Val 1
Svíarnirnáðu
3. sætinu
Pólverjar unnu stórsigur á Tékkum í
keppninni um 1. sætið á B-keppninni.
Lokatölur 23-16 fyrir Pólverjana eftir
að þeir höfðu haft yfirburði allan tim-
ann. Svíar sigruðu Dani 23—21 i leikn-
um um 3. sætið og þar var það Olovs-
son sem fór á kostum hjá Svíunum.
Skoraði 10 markanna. Michael Berg
skoraði flest fyrir Danina, eða 6 talsins.
Þrátt fyrir sigur gegn íslendingunum
tókst Frökkum ekki að komast í A-
keppnina. Þeir töpuðu fyrir Sviss, 18—
21, og áttu aldrei möguleika. ísraelar
unnu íslendinga eins og allir vita 25—
19 i keppninni um 7. sætið og þá unnu
Búlgarir Hollendinga 25—20 eftir
framlengdan leik i leiknum um 9.
sætið. Norðmenn ráku lestina i keppn-
inni. Þeir töpuðu 17—22 fyrir Austur-
rikismönnum í leiknum um 11. sætið.
Sigurður
Sverrisson
Bikarmeistarar
Diisseldorf
úrleikíár
V-þýzku bikarmeistararnir sl. tvö
ár, Fortuna Dusseldorf, voru slegnir
úr keppninni á laugardag af 2. deildar-
liði Herthu Berlin. Hertha sigraði 2—1
á heimavelli sinum með mörk þeirra
Killmaier og Remark. Klaus Allofs
skoraði eina mark Fortuna 20 mínútum
fyrir leikslok. Þá fékk Hamborg
reisupassann i bikarnum er liðið tapaði
óvænt fyrir 2. deildarliði Eintracht
Braunschweig, 3—4, eftir framlengdan
leik. í hinum leikjunum tveimur sigraði
Eintracht Frankfurt Stuftgart 2—1 og
Kaiserslautern sigraði Borussia
Mönchengladbach 3—1.
Þetta er f fyrsta skipti siðan 1963 að
tvö lið úr 2. deildinni komast i undan-
úrslit bikarsins i V-Þýzkalandi. í gær
var svo dregið i undanúrslitin og þar
mætir Hertha Frankfurt og
Braunschweig Kaiserslautern.
í Bundcsligunni fór einn leikur
fram, 1860 Miinchen sigraði Núrnberg
2—1 á útivelli.