Dagblaðið - 02.03.1981, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
21
AÐEINSI
EINA
V/KU
A STELLUM OG KERAM/K
ALLT______
BÍLUNN ÓNÝTUR OG
ÞRÍR í SLYSADEILD
Big band '81 er skipað tuttugu hijóðfæraleikurum, bæði áhuga- og atvinnumönnum.
Talsverður aldursmunur er á elztu og yngstu hljóðfæraleikurunum. Björn R. Einars-
son, sem er á bezta aldri, mun vera aldursforseti. Yngstur er Sigurður Flosason, ný-
orðinn sautján ára. Myndina tók þjónn á Hótel Sögu.
Big band ’81 efnir til Jazzleika í kvöld:
Hyggja á hljómleika
á mánaðar fresti
„Þessi hljómsveit, Big band '81,
hefur verið til i um það bil tvö ár.
Hópurinn hittist einu sinni í viku og
tekur lagið. Það má því segja að bandið
sé tómstundagaman okkar,” sagði
Reynir Sigurðsson tónlistarmaður í
samtali við blaðamann DB. Big band
'81 gengst fyrir jazzhljómleikum að
Lækjarhvammi á Hótel Sögu i kvöld.
Skemmtunin hefur hlotið nafnið Jazz-
leikar.
„Þetta er nú ekki alveg í fyrsta skipt-
ið sem við komum fram,” sagði
Reynir. „Við lékum eitthvað á
skemmtunum fyrir forsetakosning-
arnar, þá höfum við komið fram í
Ameríska bókasafninu, í Klúbbnum og
Félagsstofnun stúdenta. Það er hins
vegar dálítið erfitt að ná allri hljóm-
sveitinni saman, því að í henni eru
margir atvinnumenn, sem eru í vinnu á
misjöfnum tímum.
Við erum þó að hugsa um að gera
hljómleika eins og Jazzleika að föstum
mánaðarlegum viðburði, til dæmis á
fyrsta mánudegi hvers mánaðar.
Ætlunin er að bjóða upp á nýtt pró-
gramm í hvert skipti.”
Á Jazzleikum í kvöld koma fram,
auk Big bands '81, Tradkompaníiö,
Básúnukvartettinn og tríó Kristjáns
Magnússonar. Liðsmenn þeirra hljóm-
sveita eru að sjálfsögðu í Big bandinu.
Jazzleikum lýkur svo með allsherjar
djammi.
Á dagskrá Big bands '81 verða ýmis
swing lög í stíl Count Basie og Elling-
tons. Einnig tekur hljómsveitin fyrir
ýmis nýrri lög í jazzrokk útsetningum.
-ÁT-
—eftir að hafa ekið á hest á þjóðvegi nyrðra
Þrír menn voru fluttir i slysadeild á
Akureyri eftir að fólksbifreið var ekið á
hest á þjóðveginum við Miðsamtún i
Kræklingahlíð norðan Akureyrar um
hálfellefuleytið á laugardagskvöldið.
Mennirnir voru allir skrámaðir og einn
brákaðureða jafnvel brotinn á hendi.
Dimmt var vegna veðurs auk nátt-
myrkursins og sást ekki hesturinn á
veginum. Við áreksturinn drapst
hesturinn en bíllinn fór út af veginum
eftir að hafa lent á hestinum og valt
tvær veltur og staðnæmdist á hjólum.
Billinn er talinn ónýtur nema í ein-
hverja varahluti. Var um að ræða Cort-
ina-bifreið árgerð 1970.
í tilfellum sem þessum fellur bíllinn
óbættur hjá garði, af hálfu trygginga-
félaga, en hesturinn sem á þjóðvegin-
um var er að fullu bættur. Eru islenzk
lög sérstæð hvað varðar veru dýra á
þjóðvegum. Víðast annars staðar fellur
ábyrgðarskyldan öll á eigendur dýr-
anna. -A.St.
OR
HOFÐABAKKA 9
SÍMI 85411
Dalvik:
Rækjutogarinn
á þorskveiðum
Rækjutogarinn Dalborg frá Dalvík
kom til heimahafnar á fimmtudags-
kvöldið með 90 tonn af þorski eftir
fimm daga veiðiferð. Þetta er fyrsta
þorskveiðiferð Dalborgar og verður
framhald á þorskveiðunum til vors.
Dalborgin veiddi þorsk i fyrravetur
og landaði á Húsavík. í júní fór skipið
á rækjuveiðar sem stóðu fram í nóvem-
ber. Og nú er Dalborgin enn komin á
þorsk sem fyrr segir.
DB hefur áður greint frá því að aðal-
vélin í togaranum Björgvin frá Dalvík
er ónýt og skipið verður frá veiðum til
vors. Vandræði eru að afla nægs hrá-
efnis fyrir fiskvinnsluhúsin á Dalvik til
að halda uppi framleiðslu og fullri at-
vinnu.
-Jón Baldvinsson, DalvíkAARH
Hrapaði á annan tug
metra við Glym
— Brákaðist á baki og var flutt
í sjúkrahús á Akranesi
Bandarísk kona búsett á Keflavíkur-
flugvelli hrapaði niður í gil við fossinn
Glym í Botnsdal í Hvalfirði um fimm-
leytið á laugardag. Meiddist konan á
baki en meiðslin þó talin minni og ekki
eins alvarleg og ætlað var i fyrstu.
Þarna voru þrír Bandaríkjamenn á
ferð á laugardaginn og við fossgilið
hrasaði konan og hrapaði á annan tug
metra að því er gizkað er á. Var beðið
um aðstoð og komu bæði Borgarness-
og Akranesslögreglan á vettvang og
læknir var með í för frá Akranesi.
Einnig var Slysavarnafélagið beðið
aðstoðar og var Hannes Hafstein búinn
að kalla út lið til að flytja konuna slös-
uðu með þyrlu frá slysstað, en siðar
kom i ljós að þess var ekki nauðsyn. Þá
var björgunarsveitin Brák í Borgarnesi
tilbúin til að senda sigmenn á staðinn
og síga niður í gilið ef á þyrfti að halda.
Þeirrar aðstoðar var heldur ekki þörf.
Konan var flutt til sjúkrahússins á
Akranesi í bil og höfðu björgunarað-
gerðirnar þá staðið í tæpar tvær
stundir.
-A.St.
Smurbrauðstofan
BJORNiNN
Njóisgötu 49 - Sími 15105
Q\0*&
Saltkjöt
og
baunir
Lítið við í verslunum okkar
Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4a
KRON Fellagörðum
KRON Snorrabraut
KRON Stakkahliö
KRON Dunhaga
KRON Tunguvegi
KRON Langholtsvegi
KRON Álfhólsvegi
KRON Hliðarvegi
BH
KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS