Dagblaðið - 02.03.1981, Qupperneq 26
26
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
((■■H Menning Menning Menning Menning
Fflamaðurinn tal
ar til hjartans
The Elephant Man
Leikstjóri: David Lynch
Loikendur: Anthony Hopkins, John Hurt,
Anne Bancrof t og John Gieigud
Sýningarstaður Regnboginn
„The Elephant Man” er engin
venjuleg kvikmynd. Hún er alls ekki
hryllingsmynd, heldur mjög óvenju-
leg kvikmynd um mannlegar þjáning-
ar, vonsku og gæsku manna, og
síðast en ekki síst kvikmynd um reisn
mannssálarinnar. Ég sagði að „The
Elephant Man” væri ekki hryllings-
mynd, samt segir myndin.sögu sem á
köflum er svo átakanlega að maður
er ekki samur eftir að hafa horft á.
Það er enginn vafi i mínum hugaþeg-
ar ég segi að ,,The Elephant Man” sé
með áhrifamestu og mannlegustu
kvikmyndum, sem vestræn kvik-
myndagerð hefur alið af sér.
„The Elephant Man” fjallar, eins
og flestum er eflaust kunnugt, um
John Merrick, mann sem var svo
hræðilega vanskapaður í útliti, að
sumt fólk flúði ásjónu hans og aðrir
gerðu það að féþúfu. Fólki til
fróðleiks og til að hafa í huga, er
sjálfsagt að benda á, að kvikmyndin
er enginn skáldskapur. „The
Elephant Man” er sannsöguleg kvik-
mynd, en náttúrulega mikið
dramatíseruð, t.d. er öll fortið
Merricks þurrkuð út í myndinni, fyrir
aukin áhrif sögunnar.
Líf viðundurs
Enginn maður getur sett sig í spor
manns eins og John Merricks, sem
varð að þola eins mikla niðurlægingu
og einn maður getur þolað. Rúmlega
tvítugur að aldri varð Merrick að
vinna fyrir sér sem viðundur,
vinalaus og einangraður líkt og dýr i
dýragarði. Læknirinn Treves rífur
Filamanninn upp úr niðurlægingunni
og hjálpar honum að ná þeirri and-
legu reisn, sem fyrir hendi var, en
viðbjóðslegar aðstæður bældu niður.
í stuttu máli er þetta efni mynd-
arinnar. Máske ekki merkilegt efni,
en framkvæmt af unaðslegri
smekkvísi, sem er aðstandendum
myndarinnar til mikils sóma.
Leikstjórinn David Lynch
(„Eraserhead” — ósýnd hér á landi),
ber mesta ábyrgð á, hversu vel tekst
til meðþessa kvikmynd. Lynch hefur
tekið þá ákvörðun að kvikmynda
myndina í svart/hvítu og fengið til
liðs við sig gamlan kvikmyndatöku-
mann og hryllingsmyndaleikstjóra,
Freddie Francis, til að sjá um þá hlið.
í sameiningu skapa þeir mjög eftir-
minnilega og myndræna kvikmynda-
töku. Sum atriði myndarinnar sýna
jafnvel augljós tengsl tökunnar við
þýskar expressionista kvikmyndir,
t.d. öll litið lýst atriði i Jcarnivalinu.
Eins og ég hef áður sagt fórnar
Lynch mörgu sannsögulegu um John
Merrick fyrir aukin áhrif sögunnar,
t.d. var Merrick málari, áður en
sjúkdómur hans neyddi hann til að
leggja þá iðn á hilluna. Hann byrjaði
ekki bara upp úr þurru eins og
myndin gefur í skyn. Einnig innleiðir
Lynch inn í myndina yfirnáttúrulega
hugmynd, sem gengur í gegnum alla
myndina. Lynch gefur i skyn að
Merrick hafi orðið fyrir nokkurs
konargetnaði frá fílurn.
Kvik
myndir
Niðri í minnsta
smáatriði
Þrátt fyrir gæði sín væri „The
Elephant Man” ekki sú kvikmynd,
sem hún er, ef ekki kæmi til frábær
leikur allra leikara. Vitaskuld mæðir
mikið á John Hurt í sínu ó-
þekkjanlega gervi. Sögusagnir frá
framleiðendum myndarinnar segja,
að það hafi tekið sex tíma að búa
Hurt undir tökur og að hann haft átt
mjög erfitt með að tala í gegnum
gervið. Vissulega verður framsögn
Hurts ekki dæmd af þessari mynd,
dæmi um gæði hennar höfum við úr
öðrum myndum. Hins vegar er leikur
hans með höndunum, og sér í lagi
með augunum, sem gera Merrick
mannlegri en hægt er að lýsa.
Aðrir leikarar eru ekki af verri
endanum, og mæðir þar mest á
Anthony Hopkins.nafn sem tryggir
gæði. Hopkins sýnir okkur
áreynslulaust læknirinn Treves, sem
bjargar Merrick frá fríksýningum,
en verður síðan að ákveða fyrir sjálf-
um sér, hvort hann hefur aðeins fært
fríksýningarnar frá slömmunum til
burgeisanna. Aðrir leikarar eru engir
senuþjófar, en hjálpa þóáþreifanlega
til að gera „The Elephant Man” að
John Merrick/Fflamaðurinn í fötum, hönnuðum til að fela stórkostlegan
vanskapnað.
minnisstæðri kvikmynd.
Ég sagði hér fyrr, að „The
Elephant Man” væri engin venjuleg
kvikmynd og ég stend við það. „The
Elephant Man” er nefnilega
nokkrum gæðaflokkum yfir þeim
kvikmyndum, sem eru sýndar að öllu
jöfnu í kvikmyndahúsum bæjarins.
Aðstandendur myndarinnar hafa
skapað verk, sem er í senn
raunverulegt og mannlegt, og á fullt
erindi við hvern sem er.
/
Styrtdö og fegrið líkamann
Dömur og herrar!
Ný 4ra vikna námskeið hefjast 4. marz. Leikfimi fyrir konur á öllum aidri.
Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu.
Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum.
Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar
fyrir eldri dömur og þær sem em slæmar í baki eða þjást af vöðva-
biólgum.
Vigtun — mæling — sturtur — Ijös — gufuböð — kaffi —
Innritun og upplýsingar alla virka daga frá
kl. 13-22 í síma 83295.
Júdódei/d Ármanns
Ármúia 32
cr
íþinit tri&jantfi
0
Jjienáur
■ M .-V ’
6U0 rjtfimir&ðruleysi'
UlþesssdsádU miq ulð
btðscta áy/at *kki bwjtl ]
KlRRKtfl dd bret/faþ^
sem ég g«t brcyil oyV/Tj
Ul þe/s ðógrvnoþordniilfcj
fyéÍMtn tmh
*éruUt)íisb*wnni * ‘li
Sendum
í póstkröfu.
ÚR OG SKARTGRIPIR
JÓN OG ÓSKAR
LAUGAVEGI70. SÍMI24910. í
Fágætar Kjar-
valsmyndir til sýnis
Nokkuð langt er síðan Kjarvals-
myndir hafa hangið uppi að Kjarvals-
stöðum, en nú hefur verið bætt úr því
svo 'im munar. Um helgina var þar
opnuðsýningá 150myndum, þaraf80
verkum eftir Kjarval, en auk þess eru
þarna 30 úrvalsmyndir eftir Gunnlaug
Scheving, Höskuld Björnsson, Guð-
mund Einarsson frá Miðdal og Ásgrim
Jónsson.
Það er ótrúlegt til þess að hugsa að
öll þessi verk voru í eigu þeirra
Ragnars heitins Ásgeirssonar og Grethe
konu hans. Ragnar Ásgeirsson kynntist
Jóhannesi Kjarval í Danmörku árið
1915 er hann var þar við nám í garð-
yrkju en þá var Kjarval á akademíunni
í Kaupmannahöfn. Varð þetta upphaf
langrar vináttu þeirra, svo og list-
söfnunar Ragnars, sem varaði til
dauðadags hans árið 1973.
Það eru afkomendur þeirra Grethe
og Ragnars, sem lánað hafa verkin, en
áður hafa þau gefíð Kjarvalsstöðum
teikningar eftir Kjarval.
Frú Eva Ragnarsdóttir sagði DB að
faðir hennar hefði haft einlæga ást á
listaverkum og hafi jafnvel eytt sinum
siðasta eyri á stundum til að
geta eignast verk eftir Kjarval og aðra
listamenn sem hann dáði. Auk þess
gerði Ragnar margt til að greiða götu
listamanna, m.a. stóð hann fyrir því að
islenska ríkið keypti hina frægu
„hausa” Kjarvals frá 1926—8. Sagði
frú Eva að í fórum fjölskyldu hennar
væru hundruð bréfa frá Kjarval og
öðrum listamönnum, en nokkur þeirra
eru einnig til sýnis.
Sýningin að Kjarvalsstöðum verður
opin fram aðpáskum.
-AI.