Dagblaðið - 02.03.1981, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 02.03.1981, Blaðsíða 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981. SArc 1 V HtWI HJFOHO H . II i~ TTnmnin — "" HIM SÆNSKIR OG FINNSKIR RALLOKU- MENN ERU ÞEIR BEZTU í HEIMINUM Staðan í heimsmeistarakeppninni í ralli er nú sú að ökumennirnir Jean Ragnotti frá Frakklandi, Hannu Mikkola frá Finnlandi og Svíinn Anders Kullitng eru í efsta sæti með tuttugu stig hver. Tveimur röllum í heimsmeistarakeppninni er lokið, Monte Carlo rallinu og sænsku keppninni sem Ómar og Jón Ragnars- synir tóku þátt í. Þessi staða er sanngjörn þegar haft er í huga að Svíar, Finnar og Frakkar eru beztu rallarar í heimi, með hliðsjón af heimsmeistarakeppni tiu síðast- liðinna ára. Alls voru á árunum 1970— 80 haldin 110 röll sem gefa stig til heimsmeistaratitils. Svíar unnu þrjátíu, Finnar 27 og Frakkar 23. { fjórða sæti kemur síðan ítalia með ellefu sigra. Sé prósentureikningur notaður kemur i Ijós að Svíar og Finnar unnu samtals 52 prósent af heimsmeistararöllunum síðustu tíu ár. Sé frammistaða einstakra öku- ntanna í heimsmeistarakeppninni skoð- uð kemur í Ijós að þessir voru beztir: Sigrar 1. ■ Björn Waldegaard, Sviþjóð 13 2. Hannu Mikkola, Finnlandi 9 3. Sandro Munari, Ítalíu 8 Bernard Darniche, Frakkl. 8 Marrku Alén, Finnlandi 8 6. J-L Theroer, Frakklandi 7 Walter Röhrl, Þýzkalandi 7 8. Stig Blomqvist, Sviþjóð 6 9. Ove Andersson, Svíþjóð 5 10. Timo Mákinen, Finnlandi 4 J-P Nicolas, Frakklandi 4 Aldir upp á rallvegum Yfirburðir Svía og Finna eru sem sagt miklir. Þegar úrslitin eru skoðuð enn nánar sést að ökumenn þessara tveggja þjóða standa sig bezt þar sem torfærur eru mestar og mikið reynir á bíla og menn. ítalir og Frakkar standa sig hins vegar bezt í röllum þar sem Ur sænska rallinu, Swedish Internatinnal. Brotið var hlaú i þeirri keppni nú síðast er finnskur ökumaður sigraði. Svíar höfðustaðið sighe/.t siðustuáratuui. enda á heima- velli. Ur Safari-rallinu I Afriku. ttalinn Sandrn Munari fer þarna ureitt í drullupnll. Mvndin er frá árinu 1977. Það ár hafði Safari rallið verið haldið 25 sinnum. mikið er ekið á malbiki. — Kenyamenn eru síðan í sérflokki í Safari-rallinu. Ástæða þess að ökumenn þessara tveggja Norðurlandaþjóða eru öðrum fremri er áreiðanlega sú að þeir eru aldir upp á hálfgerðum rallvegum. Þeir læra snemma að aka í hálku og á möl. Reyndar býður hvort tveggja upp á svipaða tækni. Sá sem getur ekið í hálku á sextíu kílómetra hraða á að geta haldið bíl sínum á vegi á 120 kílómetra hraða. Rall er mikið stundað í Finnlandi og Svíþjóð. ökumenn fá því mikla reynslu og þeir sem sannað hafa getu sína fá beztu tækifærin. Bílaframleiðendur bjóða gull og græna skóga því að góð frammistaða í ralli þýðir að bifreiða- tegundin sem ekið er á fær mikið umtal og gott. Þeir snjöllustu eru einnig með heila hjörð aðstoðarmanna með sér, lestir af varahlutum og hundruð vara- dekkja. Bílarnir sem þeir beztu keppa á bjóða beinlínis upp á góðan árangur. Að ytra útliti minna þeir kannski á venjulegan fólksbíl en þegar nánar er að gáð er búið að breyta og bæta flest það sem eitthvað reynir á. Þanitig var til dæmis áberandi í sænska rallinu á dögunum hve efstu menn voru á mun kraftmeiri bílum en minni spá- mennirnir. Eitt ralláári í Noregi Fyrst aðstæður í Svíþjóð og Finnlandi bjóða upp á góðan árangur í rallakstri, hvers vegna standa ökumenn frá öðrum Norðurlöndum sig ekki betur, til dæmis Norðmenn sem ættu að hafa nóg af rallvegum heima fyrir? Því er til að svara að í Noregi hafa verið settar svo strangar reglur um rallkeppni að nánast er ómögulegt að keppa þar. Á síðasta ári var haldið eitt rall þar, innan yfirráðasvæðis norska hersins, og annað verður haldið nú í ár. Örstutt er síðan farið var að keppa i ralli á íslandi. Ökumenn eru þvi enn læra listina en senn fer að koma að því að þeir reyndustu fari að sýna umtals- verðan árangur, fái þeir að spreyta sig á nógu kraftmiklum bílum. Svo mikið er víst að vegakerfið hér á landi býður upp á góða æfingu. Hér á landi er haldinn um það bil einn tugur rallkeppna á ári. Sænskum röllurum standa um fjögur hundruð til boða í heimalandi sínu. -ÁT-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.