Dagblaðið - 02.03.1981, Page 36
Verkfalli undinnanna á farskipum af lýst:
12 AUKAFRÍDAGAR OG
AUKIN HEILSUGÆZLA
—meðal þeirra kjaraatríða sem undirmenn náðu í nýja samningnum
Nýr kjarasamningur undirmanna
á farskipum var undirritaður í gær
hjá ríkissáttasemjara og verkfalli
þeirra þar með aflýst. Verkfallið
hófst 24. febrúar og höfðu nokkur
kaupskip stöðvazt í höfn af þeim
sökum.
Guðmundur Hallvarðsson for-
maður Sjómannafélags Reykjavíkur
sagði í morgun um nýja samninginn
að menn mættu vel við hann urm,
annað væri ósanngjamt að segja.
Undirmenn greiða nú atkvæði um
samninginn. - Lýkur allsherjarat-
kvæðagreiðslu 20. marz. Minna má á
að í desember hafði verið gengið frá
kjarasamningi undirmanna sem
samningamenn þeirra og skipa-
félaganna samþykktu, en hann var
felldur í allsherjaratkvæðagreiðslu og
var þá enn setzt við samningaborðið.
Nýi samningurinn felur í sér
11.5% kauphækkun, auk þess sem
nú eiga undirmenn rétt á 12 sér-
stökum frídögum eftir eins árs starf
sem þeir geta bætt við orlof sitt eða
notfært sér á öðrum tímum, að eigin
vali. Þá eru ný ákvæði sem varða
kaffi- eða matmálstíma á nóttunni
þegar unnið er við losun eða lestun.
Heilsugæzlumálin þokuðust líka á-
fram með samningnum. Samnings-
aðilar munu ásamt Erni Bjarnasyni
skólayfirlækni vinna úr hugmyndum
um hvernig bæta megi læknis-
þjónustu við sjómenn. Hingað til
hafa þeir aðeins getað fengið einfalda
berklaskoðun án þess að þurfa eins
og aðrir að verma stóla á biðstofum
lækna tímunum saman. Nú er ætlazt
til að innan árs fari allir sem
samningurinn nær til í mun
víðtækari heilsufarsrannsókn, þar
sem m.a. skal könnuð sjón, heyrn,
blóð og margt fleira hjá viðkomandi
manni.^Að fenginni reynslu verður
tekin ákvörðun um framhaldið, en á
hinum Norðurlöndunum er slíkt
„heilsutékk” sjómanna skylda.
-ARH.
Rannsóknar-
í náms- og
kynnisförtil
Vestur-
Þýzkalands
Vararannsóknarlögreglustjóri
ríkisins, Þórir Oddsson, og Svar
Hannesson rannsóknarlögreglu-
maður fóru utan um helgina til
Þýzkalands til þess að efla þekkingu
sina, meðal annars í rannsóknar-
aðferðum sakamála.
Þeir verða lengst af 6—7 vikna
námstima í Frankfurt. Hefur þetta
tækifæri gefizt fyrir góða samvinnu
vestur-þýzku rannsóknarlög-
reglunnar og hinnar íslenzku, þegar
tilefni hafa orðið til, og góðrar
milligöngu sendiherra íslands,
PétursEggerz.
-BS.
Bolla, bolla, bolla:
Bolludag-
urinnídag
Bolludagurinn er í dag, þaðfer ekkerl
á milli mála. Bakarar landsins hafa
staðið með sveittan skallann við
baksturinn og heimilin láta sitt ekki
eftir Hfitija. Ljósmyndarinn brá sér í
Kökuval I morgun og þar var allt þakið
bollum sem og I öðrum brauðgerðum.
DB-mynd Sigurður Þorri.
Lundur í Lundarreykjadal:
Tvær kýr dauðar til viðbótar
—af völdum jarðskriðunnar sem féll á útihúsin í janúar
Tvær mjólkandi kýr til viðbótar
þeim er fórust þegar aurskriða féll á
útihúsin að Lundi í Lundarreykjadal
eru nú dauðar. Annarri var fargað
nokkruni dögum eftir óhappið, þann
26. janúar, en hinni fyrir skömmu.
Hvorug náði sér eftir náttúruhamfar-
irnar þegar jarðskriðið jafnaði við
jörðu fjós, hlöðu og áfast hesthús.
Húsin voru steinsteypt en stóðust þó
engan veginn þunga jarðvegsins sem
fór af stað liklega vegna samspils
frosts og þíðu. Þorbjörn Gíslason
bóndi að Lundi missti því alls 11 af
13 mjólkandi kúm sem hann átti og
tvö hross að auki. Hann sagði í sam-
tali við DB í gær að nautgripirnir sem
lifðu náttúruhamfarirnar væru á
Hóli í sömu sveit að undanskilinni
einni mjólkandi kú sem er á Odds-
stöðum. Tjón hans er tilfinnanlegt þó
að tryggingar bæti það að einhverju
leyti. Byggingarnar voru gamlar og
matiðáþeim þvílágt.
Unniö að björgunarstörfum
eftir skriðufallið á Lundi.
DB-mynd Sigurður Þorri.
„Afurðatjónið er tilfinnanlegast,”
sagði Þorbjörn. „Ég bjóst við að fá
3.000 lítra af mjólk á mánuði, en
auðvitað fæst ekki nema brot af
því.”
Þorbjörn stefnir að því að byggja
upp á Lundi og ætlar að hefja fram-
kvæmdir með vorinu.
-ARH
frfálst, úháð dagbJað
MÁNUDAGUR 2. MARZ 1981.
Óvæntuppákoma
áFriðriksbergi:
Maðurnokkur
gaf forsetan-
umeigin
handrit
Á hátíðarfundi Vigdísar Finnboga-
dóttur forseta íslands í ráðhúsinu á
Friðriksbergi, sem haldinn var af
norrænu félögunum og Dansk-islansk
samfund, var óvænt uppákoma.
Maður nokkur stóð upp, gekk beint að
forseta íslands og rétti henni lítinn
pakka. Tveir lífverðir sem stöðugt
fylgdu forsetanum höfðust ekkert að,
þannig að Vigdís tók við pakkanum.
Reyndir diplómatar í Kaupmanna-
höfn sögðu að slíkt ætti ekki að geta
gerzt, því ekki hefði verið vitað hvað
var í pakkanum. Víðast hvar annars
staðar en í Kaupmannahöfn hefðu líf-
verðir þegar í stað yfirbugað manninn
og í versta falli hefði maðurinn verið
skotinn.
Pakkinn var ekki opnaður á
fundinum, en þegar innihaldið var
kannað kom í ljós að það var saklaust.
Maðurinn hafði gefið henni handrit
eftirsjálfan sig.
-JH/EJ Kaupmannahöfn.
8. helgarskákmótið:
Enn sigr-
aði Helgi
Alþjóðlegi skákmeistarinn Helgi
Ólafsson sigraði á enn einu helgarskák-
mótinu, sem fram fór í Vík í Mýrdal
um helgina. Hann hlaut 5,5 vinninga,
af 6 mögulegum. Gamia kempan,
Bragi Kristjánsson kom mjög á óvart
með því að hljóta 2. sætið. Hann hlaut
5,5 vinninga eins og Helgi en varð lægri
á stigum. Bragi, sem lítið hefur teflt á
skákmótum undanfarin ár, gerði sér
lítið fyrir og lagði stórmeistarann
Guðmund Sigurjónsson að velli í 5.
umferð. Jón L. Árnason varð í 3. sæti
með 5 vinninga. Hann gerði jafntefli
við Helga i lokaumferðinni. Með sama
vinningafjölda komu síðan Margeir
Pétursson, Sævar Bjarnason, Magnús
Sólmundarson og Árni Á. Árnason.
Síðan komu meðal annarra stórmeist-
arinn Guðmundur Sigurjónsson og
íslandsmeistarinn Jóhann Hjartarson
með 4,5 vinninga.
1 flokki keppenda 14 ára og yngri
sigraði Arnór Björnsson með 4
vinninga og í kvennaflokki urðu efstar
og jafnar Ólöf Þráinsdóttir og
Sigurlaug Friðþjófsdóttir með 3
vinninga.
Keppendur á mótinu voru 102 og
var þetta langfjölmennasta helgar-
skákmótið til þessa. Að sögn Jóhanns
Þóris Jónssonar, mótsstjóra, var
aðbúnaður í Vík í Mýrdal allur til
mikillar fyrirmyndar. -GAJ.
4
5
5
i
i
4
4
4
Krefjast alls-
herjaratkvæða-
greiðslu BSRB ”
„Við stefnum að því að fá undir-
skriftir 7% félagsmanna BSRB, eða
1050. Félagarnir eru alls um 15
þúsund,” sagði Pétur Pétursson út-
varpsþulur í gær. Hann er í forystu
fyrir hópi manna, sem krefst allsherjar-
atkvæðagreiðslu félaga BSRB vegna
nýgerðra viðaukasamninga.
„Undirtektir hafa verið góðar,”
sgði Pétur. í gær voru komnar undir-
skriftir 600 manna. „Við munum af-
henda undirskriftalistana á skrifstofu
BSRB í dag. Sjö prósent talan er
margheilög og vel við hæfi nú um þessi
mánaðamót er 7% kjaraskerðing
kemur til framkvæmda hjá laun-
þegum.” -JH.
»
í