Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 05.03.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1981. DAGBLAÐiPvEIMMTUDAGUR 5. MARZ.198J,. íþróttir Sþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir jþréttir Iþróttir Iþróttir Lið úr 3. deild í undanúrslit? Newport gerði jafntefli í Jena í Evrópukeppni bikarhafa. Feyenoord tapaði íSofia Það ótrúlega gæti skeð. Newport County, bikarmeistarar Wales, gætu orðið fyrsta liðið úr 3. deild til að komast f undanúrslit i Evrópukeppni. í Evrópukeppni bikarhafa i gærkvöld gerði Newport, sem hefur átt afar litlu gengi i 3. deild ensku knattspyrnunnar að fagna, jafntefli við bikarmeistara Austur-Þýzkalands, Carl Zeizz og það í Jena. Austur-þýzka liðið byrjaði með miklum látum og ekki munaði miklu að það skoraöi tvívegis á fyrstu þremur minútunum. En það var ekki. Jena náði þó forustu með marki Raab en 16 þúsund áhorfendum tii mikillar furðu jafnaði Tynan fyrir Newport. 1—1 í hálfleik. í síðari hálfleiknum skoraði Raab aftur en á síðustu mínútu leiksins tókst Tynan að jafna í 2—2. Newport ætti að hafa vissa möguleika til að sigra á-heimavelli. Feyenoord tapaði Feyenoord Péturs Péturssonar lék í Sofia við bikarmeistara Búlgaríu, Slavia. Búlgarska liðið sigraði 3—2 í spennandi og skemmtiiegum leik. Tsvetkov náði forustu fyrir Slavia á 8. mín. en Daninn Ivan Nielsen jafnaði fyrir Feyenoord á 20. mín. Slavia komst svo í 3—1 með mörkum Tsvetkov á 64. mín. og Aliev á 68. mín. Vermoylen minnkaði muninn í 3—2 á 79. mín. og Feyenoord ætti að hafa allgóða möguleika á að komast í und- anúrslit Evrópukeppni bikarhafa. Áhorfendur í Sofia voru 10 þúsund. Staðan er hins vegar ekki eins góð hjá þýzku bikarmeiksturunum Fortuna Dússeldorf. Þeim tókst ekki að nýta heimavöll sinn til sigurs í gær gegn Benfica frá Portúgal. Jafntefli varð 2— 2 að viðstöddum 35 þúsund áhorf- endum eftir að Fortuna hafði haft yfir í hálfleik 2—1. Welzl og Dusend skoruðu mörk þýzka liðsins en þeir Carlos Manuel og Humberto fyrir Benfica. Áfall West Ham Ensku bikarmeistararnir, West Ham, urðu fyrir miklu áfalli á heima- velli gegn Dynamo Tblisi. Úrslit 1—4. West Ham var með alla sína beztu menn, Alan Devonshire komst í gegn- um læknisskoðun um miðjan dag i gær. Framan af sótti Lundúnaliðið miklu meira en um miðjan hálfleikinn skoraði sovézka liðið tvívegis úr skyndisóknum. Fyrst Chivadze á 25. mín. Síöan Shengelia á 32. mín. Hreint frábær mörk. í byrjun síðari hálfleiks lagaði David Cross stöðuna í 1—2. Það var þó skammgóður vermir. Gutsaev og Shengelia skoruðu fyrir Dynamo. Áhorfendur 34.957 og fyrsta tap West Ham á heimavelli síðan í fyrstu umferð deildakeppninnar í ágúst var staðreynd. HMV l'). túl 11. aijt. ‘ iti.its I'»<|. \, ió lí( l,i Éy held ég rækist illa í flokki vitlLil víö OL-il lltinlt Simonanion Þungunarvarnir án óþæginda PARÍS PARÍS Úr líni og litum Kryddjurtir IMy tinnthaliln^iitjci tjt?ríst á Islaiuii: EITRI BLANDIIM ÁST Graeme Souness — átti frábæran leik með Liverpool í gær- kvöld. Guðjón til Þórs Þórsarar á Akureyri hafa svo gott sem tryggt sér Guðjón Guðmundsson frá FH og eru yfirgnæfandi iikur á að hann leiki með Akureyrarliðinu i sumar. Guðjón lék flesta leiki FH sl. sumar, sem miðvörður — traustur og uppbyggjandi leik- maður. Hann hefur að undanförnu verið að reyna að komast á samning i HafnarFtrði, sem rafvirki, en ekki tekizt. Hins vegar mun honum standa til boða samningur á Akureyri og má telja næsta öruggt að hann taki boðinu. Þar með missa FH-ingar, þriðja leikmanninn frá síðasta keppnistímabili, en áður höfðu þeir Valþór Sigþórsson og Valur Valsson gengið i önnur félög. Valþór til liðs við sina gömlu félaga i Eyjum og Valur til Vals. -SSv. Þrír úrvalsdeildarleik- ir komu út með tapi „Þegar farið er yfir leikina i vetur í úrvalsdeildinni kemur í Ijós að þrir þeirra stóðu ekki undir sér fjárhagslega,” sgði Stefán Ingólfsson, formaður KKÍ, er DB spurði hann um aðsóknina að úrvalsdeildarleikjunum á keppnistimabilinu, sem er að Ijúka. „Aðsóknin innan höfuðborgarinnar hefur farið minnkandi, en alls staðar vaxandi utan hennar. Þá kemur það í Ijós að í mörgum tilvikum eru leikir i 1. deild betur sóttir en úrvalsdeildarleikir og má skýra það með meiri spennu í I. deildinni I vetur,” sagði Stefán. -SSv. Búlgörsku hermennimir skotnir niður á Anfield — Liverpool sigraði CSKA 5-1 — jaf ntef li íTblisi og Milano en Bayem sigraði Englandsmeistarar Liverpool sýndu aila sina gömlu snilldartakta, þegar þeir skutu hermenn CSKA frá Sofiu niður i gærkvöld á Anfield i Evrópu- bikarnum, keppni meistaraliða. Úrslit 5-1 og með þeim hlýtur Liverpool nokkuð örugglega að hafa tryggt sér rétt i undanúrslitin. Síðari leikur lið- anna verður i Búlgariu 18. marz. Miðherji Liverpool, David Johnson, komst ekki gegn um læknisskoðun í gær og Bob Paisley kom á óvart, þegar hann valdi Steve Heighway í hans stað. Það reyndist þó rétt val. Heighway var „höfuð vizkunnar” í Liverpool-liðinu. Átti þátt í þremur markanna en stjarna leiksins var þó Graeme Souness. Skozki landsliðsmaðurinn var hreint óstöðvandi. Skoraði þrjú af mörkum Liverpool. Það fyrsta skoraði hann eftir 16 mín. við mikinn fögnuð 37.255 áhorfenda. En aðeins þremur mín. síðar varð Liverpool fyrir áfalli. Fyrirliðinn, Phil Thompson, haltraði af velli, lét Ray Kennedy hafa fyrirliðamerkið — en svo kom Colin Irwine inn I stað Thomp- sons. Næstu mín. á eftir var vörn Liverpoo! allt annað en sannfærandi. Alan Hansen urðu á mistök og tvívegis fengu búlgörsku leikmennirnir gullin tækifæri, sem þeir misnotuðu. Ray Clemence varði snilldarlega. Á síðustu mín. hálfleiksins tókst svo Sammy Lee að skora annað mark Liverpool. Liverpool byrjaði vel í síðari hálf- leik. Souness skoraði þriðja markið en svo gaf liðið eftir um tíma. Clemence varði frábærlega á 55. mín. en þremur mín. síðar kom hann engum vörnum við. Yonchev geystist inn fyrir vörn Liverpool eftir langsendingu fram og skoraði. 3-1 og það heyrðist ekki stuna á Anfield. pn áhorfendur náðu fljótt gleði sinni aftur. Á 62. mín. skoraði Terry McDermott fjórða mark Liver- pool og Souness það fimmta á 79. mín. 5-1 og vissulega hafði Liverpool mögu- leika á aö auka markatöluna. Tókst ekki og það var einmitt aðalmarkaskor- ari liðsins, Kenny Dalglish, sem fór illa með allgóð færi. Leikurinn í gær var hinn 110. hjá Liverpool í Evrópu- keppni. Gott hjáReal Real Madrid ætti einnig að hafa alla möguleika á að komast i undanúrslit Evrópubikarsins eftir markalaust jafn- tefli við Spartak Moskvu í Tblisi í Georgia. Ekki var hægt að leika í Moskvu vegna vetrarveðráttu þar. Moskvuliðið sótti miklu meira í leikn- um en fór illa með tækifærin. Madrid- liðið var mjög hættulegt í skyndisókn- um. Carlos Santillana, miðherji Real, Jafntefli Standard en Lokeren tapaði — íUEFA-keppninni ígærkvöld. Ipswich vann stórsigur á St.Etienne íFrakklandi „Ipswich-liðiö er bezta lið, sem ég hef séð. Það minnir á Ajax-liöið hol- lenzka upp úr 1970 með Johan Crijuff i broddi fylkingar. Er bara enn betra,” sagði framkvæmdastjóri franska liðsins St. Etienne eftir að Ipswich hafði unnið stórsigur á liði hans i UEFA-keppninni f gærkvöld. 1-4 og það f St. Etienne. Stórsigur Ipswich og þó náði franska liðiö forustu með marki Hollendingsins Johnny Rep snemma leiks. Paul Mariner jafnaði fyrir Ipswich og staðan í hálfleik var 1-1. í siðari hálfleiknum var Ipswich-liðið alveg óstöðvandi. Skoraði þrjú mörk án svars. Arnold Múhren náði forustu, 1-2. Síðan skoraði Mariner aftur og John Wark undir lokin með miklum þrumufleyg utan vítateigs. Eftir þessi úrslit má telja öruggt, að enska liðið komist í undan- úrslit. Áhorfendur40 þúsund. Námskeið Sfðasta námskeið Golfskóla Þor- valdar Ásgeirssonar á þessu stárfsári hefst í Ásgarði f Garðabæ 14. marz næstkomandi. Námskeiðið er fyrir byrjendur og allar nánari upplýsingar um það eru veittar í sima 14310. Sennilega gerir AZ ’67 frá Alkmaar í Hollandi það einnig. Hollenzka liðið sigraði Lokeren, lið Arnórs Guðjohn- sen, með 2-0 í Alkmaar í gærkvöld. Hollenzki landsliðsmaðurinn Tol skoraði strax á 9. mín. og átta mín. síðar kom Welzl AZ ’67 í 2-0. Þá stefndi i stórsigur hollenzka liðsins en það merkilega skeði, að fleiri urðu ekki mörkin í leiknum. Alkmaar-liðið hefur ekki tapað leik á leiktímabilinu og afar ólíklegt að Lokeren geti unnið upp þennan mun á heimavelli sínum í Belgíu. Meiri óvissa er í sambandi við það hver hin tvö liðin í undanúrslitum UEFA-keppninnar verða. Standard Liege lék við Köln á heimavelli sínum i Liege. Þar voru 50 þúsund áhorfendur og spenna mikil. Hvorugu liðinu tókst að skora. Ásgeir Sigurvinsson lék ekki með Standard en hann verður hins vegar með í síðari leik liðanna í Köln 18. marz. Standard náði frábærum ár- angri á útivelli í umferðinni á undan, gegn Dynamo Dresden, þar sem Ásgeir lék aðalhlutverkið. Áhorfendur 13.400. Þá léku einnig í UEFA-keppninni í gærkvöld, Grasshoppers Zúrich, Sviss, og franska liðið Sochaux. Leikið var í Zúrich. Ekkert mark var skorað í leikn- um og ætti franska liðið því að hafa öllu betri möguleika á því að komast í undanúrslit. Miðvikudagsliðið nálgast 1. deildina Sheffield Wednesday jók möguleika sína á að komast i 1. deild á ný, þegar liðið gerði jafntefli i Cardiff f 2. deild í gærkvöld. Ekket mark skorað i leiknum. Lið Jackie Charlton hefur nú 37 stig eftir 31 leik f 2. deildinni. West Ham er efst með 49 stig. Notts County i öðru sæti með 41 stig, þá Sheff. Wed. með 37 stig, Grimsby og Derby gafa 36 stig eftir 32 leiki. Einn leikur var f 3. deild. Blackpool og Millwall gerðu jafntefli 0—0. Blackpool-liðið lék nú sinn fyrsta leik undir stjórn Allan Brown og það var ekki nógu gott aö fá ekki bæði stigin gegn Millwall. í 4. deild voru tveir leikir. Bradford vann efsta liðið Southend 2—1 á heimavelli, en Peter- borough og Wimbledon gerðu jafntefli 1—1. I skozku úrvalsdeildinni var einn leikur. St. Mirren sigraði Airdrie 2—1 á leikvelli sfnum f Love Street f Paisley. DRAUMABIKARURSLITIKVÖLD —er Valur og Njarðvík leiða saman hesta sína í úrslitaleik bikarkeppninnar íkörfuknattleik „Það verður gaman að fá tækifæri til að klekkja á Njarðvikingunum svona f lok vertiðarinnar,” sagði Torfi Magnússon, fyrirliði Valsmanna, á blaðamannafundi sem KKÍ boðaði í vikunni f tilefni úrslitaleiks bikar- keppninnar sem fram fer f Laugardals- höllinni kl. 20 í kvöld. Þar mætast tvö sterkustu liðin f körfuknattleiknum dag, Valur og Njarðvík - sannkallaður draumaúrslitaleikur. Þrátt fyrir yFirburðasigur Njarð- víkinga á íslandsmótinu í vetur erj engum blöðum um það að fletta að Valsliðið stendur Suðurnesjaliðinu lítt I eða ekki að baki. í þeim fjórum leikj-! um, sem liðin léku í úrvalsdeildinni íi vetur skildu þau jöfn, hvort um sig vann tvo sigra. Einmitt í síðustu viður- eigninni unnu Valsmenn stórsigur, en e.t.v. er ekki svo mikið að marka hann því Njarðvíkingar höfðu þá þegar tryggt sér sigur á íslandsmótinu. Reyndar er það mál manna að körfuknattleikurinn, sem Valur sýndi í þeim leik, hafi verið sá bezti sem íslenzkt félagslið hefur náð að sýna í vetur, þannig að á öllu má sjá að það verður heiftarleg barátta i kvöld. Bæði liðin munu tjalda sínum beztU; mönnum og allar líkur eru á að meiðsli þau sem Jónas Jóhannesson, hinn sterki miðherji þeirra Njarðvíkinga, varð fyrir í leik gegn ÍS í fyrri viku, muni ekki koma í veg fyrir að hann leiki. Jónas er einn allra sterkasti hlekkurinn í Njarðvíkurliðinu og fáir leikmenn hérlendis sýna jafnmikla; grimmd i fráköstum og hann. Það veröur þó líklega mikið undirj þvi komið hvernig útlendingunum íj liðunum tekst upp, hvernig úrslitin ráðast í kvöld. Danny Shouse hefur reynzt sá leikmaður sem fæstir hafa getað stöðvað og undir hans forystu hefur Njarðvikurliðið haft umtalsverða yfirburði í vetur gegn öllum liðum nema Val. Valsmönnum tókst að hefta hann verulega síðast er liðin mættust með geysilega „agressívum” varnar- leik. „Við vinnum þennan leik með allt að 10 stiga mun,” sagði Jón Viðar Matthíasson, Njarðvíkingur, og var borubrattur. ,,Ég vil nú ekki nema slíkar tölur,” sagði Torfi. „Við vinnum þetta með 4 stigum,” bætti hann svo við. Undanfarin tvö ár hefur sama liðið unnið bæði deild og bikar. KR vann tvöfalt 1979 og Valur 1980 og reyndar þrefalt þá. Sl.fimm ár hafa lið skipzt á um að vinna bikarinn — aldrei sama liðið tvisvar i röð. Spurningin er því hvort Valsmenn brjóta þá hefð og halda bikarnum, eða þá hvort Njarðvíkingar viðhalda reglunni og vinna tvöfalt. -SSv. komst tvivegis í opin færi og átti hörkuskot í markið. Markvörður Spartak, Renat Daseyev, varði frábær- lega. Áhorfendur 1 Tblisi 80 þúsund. Leikmenn Bayem Múnchen voru langt frá sínu bezta gegn Banik Ostrava, Tékkóslóvakíu, á ólympíu- leikvanginum í Múnchen. Sigruðu þó 2-0 og áhugi á leiknum virtist sáralitill. Aðeins 18 þúsund áhorfendur. Janson og Paul Breitner, vítaspyrna, skoruðu mörk Bayern. Þá tókst Inter Milano heldur illa upp á heimavelli gegn Rauðu stjörnunni frá Belgrad. Caso skoraði fyrir Inter í fyrri hálfleik en Repcic jafnaði í þeim síðari. Áhorfendur 80.000. -hsím. Blakliö Víkings íham Einn leikur fór fram i 1. deild karla, i íslandsmótinu i blaki f gærkvöldi. Vikingar, sem hafa verið f miklum bam að undanförnu, unnu Framara örugglega 3—0, 15—3, 15—8, og 15—4 og stóð leikurinn yfir i 50 minútur. Varnarleikur liðanna réð úr- slitum. Völlur Fram var eins og svarthol, boltinn virtist leita i gólfið hjá þcim.án þess að þeir fengju við ráðið á meðan Vikingar vörðust af öryggi. Haldi Vikingsliðið áfram á sömu braut er ekki að efa að það mun fara langt með Þrótt þegar liðin mætast um aðra helgi. -KMU.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.