Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. Samkvæmt þeim álögum sem lagðar eru á blla hér á landi mætti ætla að þarna væri um að ræða einhverja lúxusvöru. Langflestir eru þó á þeirri skoðun að bílar séu mjög nauðsynlegir hér á landi og ekki nokkur leið að vera án þeirra þrátt fyrir gífurlega hátt bensinverð. — Á myndinni má sjá bifreiðir á þaki Faxaskálans í Reykjavík. DB-mynd Gunnar Örn. Matarkaup og skuldagreiðsla jafnan látin ganga fyrir Á.S., búsett á Suðurnesjum, skrifar: „Sendi hér með febrúarseðilinn sem er nokkuð hár, nærri þyí eins og janúar þó febrúar hafi verið þremur dögum styttri. Ég er nú loksins að komast í gang aftur eftir sumarfríið síðasta sumar en steingleymdi bara alltaf að halda bókhaldið. Mér fannst ég alltaf spara. Því urðu vonbrigðin mikil þegar ég sá hvað allt hafði hækkað á þessum Hag- kvæmur matar- reikn- tíma. Ég hef heldur ekki orðið vör við neina verðstöðvun undanfarið. Ég las á neytendasíðunni um daginn bréf frá konu einni og fannst það hálfskrítið. 1 bréfinu sagði eitt- hvað á þá Ieið að pyngjan hefði tæmzt um áramótin og því litlu eytt í mat en svo kom þorrablót og viðeig- andi fatnaður fyrir 830 kr. Hjá mér hefur það alltaf verið látið sitja fyrir að kaupa mat og borga skuldir, náttúrlega. Hafi ekki verið til peningar fyrir mat hafa heldur ekki verið til peningar fyrir fötum eða skemmtunum. Enda höfum við ekki farið út að skemmta okkur í meira en ár og förum líklega ekki næsta hálfa árið en þetta var nú bara smáútúrdúr. Þakka allt gott, kær kveðja.” Á.S. er með rúml. 500 kr. í febrúarmeðaltal en með rúml. 550 kr. í janúarmánuði. neytenda ingur Ein að norðan skrifar: „Hér kfemur minn fyrsti seðill yfir heimilisbókhaldið. Það hefur alltaf verið haldið bókhald öðru hverju hjá mér og nú alveg stöðugt frá síðustu áramótum. Febrúarseðillinn þarf skýringar við. Kostnaður við matarkaup í mánuðinum var ekki hár. Ástæðan er sú að ég kaupi allt til heimilis í stór- um einingum. Ekkert er farið að kaupa í frystikistuna síðan í haust nema fisk. Liðurinn „annað” er aftur á móti' allreisulegur en 1 honum eru líka afborganir af tveimur lánum og kostnaður vegna dvalar á heilsuhæl- inu í Hveragerði. Þakka gott blað og frábæra neyt- endasiðu.” Meðfvlgjandi seðill bar með sér að kostnaður við mat og hreinlætisvörur reyndist vera 263,25 kr. á mann i febrúar sem verður að teljast mjög vel sloppið. Liðurinn „annað” vai uppárúml. 6.500 kr. UpplýsingaseðiU til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega scndió okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi I upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaital heimiliskostnaðar ijölskvldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks. Kostnaður í febrúarmánuði 1981. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. m YIKW Cordyline Terminalis — Klifurrót Planta þessi á upphaflega rætur sínar að rekja til hitabeltissvæða Ástralíu. Til eru afbrigði með grænum og rauðum blððum. Rauð- blaða afbrigðin eru vinsælli sem inni- blóm. Blöðin á sömu plöntunni geta verið nokkuð mismunandi að lögun og stærð. Til þess að ná sem bezt fram rauðum lit blaðanna er plöntunni nauðsynlegt að fá mikla birtu, hita og loftraka. Úðið daglega vatni yfir blöðin og strjúkið þau öðru hverju með mjúkum rökum svampi. Á sumrin er nauðsynlegt að vökva plöntuna vel og gefa henni áburðar- upplausn. Yfir veturinn er vökvunin minnkuð og plöntuna má setja á sval- ari stað sem þó verður að vera bjartur. Það er ekki óalgengt að ullarlús sæki á klifurrótina, smáir hvítir hnoðrar sem koma hér og þar á plöntuna. Ef hún er ekki útbreidd má þurrka hana af með rökum svampi, annars verður að grípa til annarra ráða. Klifurrótinni er fjölgað með græðl- ingum af greinum sem koma frá rótarhálsinum. -JSB/ VG Þrífst bezt i mikilli birtu, — en þó ekki í brennandi sól. Vökvið vel yfir sumar- timann en vökvun minnkuö yfir vetur- inn. Úðið daglega vatni yfir blöðin. Áburðarupplausn gefin reglulega yfir vaxtartímann. Þarf mikinn hita. Meira en 57% af innkaupsverði — sem er aðeins 24,5% af útsöluverði í hvert skipti sem landsmenn Innkaupsverð erlendis.................24,5% kaupa sé nýjan bíl fær rikið meira en Flutngj., uppsk,, vátr., helming af útsöluverði hans í sinn bankak.o.fl.........................7,9% hlut. Innkaupsverð erlendis er fyrir Aðflutningsgj. innan 25% af útsöluverðinu, i það ogsölusk............................57,7% minnsta ef um japanskar bifreiðir er Innflytjandi, álagning, að ræða. Ef litið er á japanskar bif- standsetning, ábyrð..............9,8% reiðir í lægri verðflokki er skiptingin -A.Bj. þessi: DB á neytendamarkaði Hvað fær ríkið í sinn hlut? BLÓMAHORNIÐ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.