Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.03.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1981. II ......— iuiiikimiwi ............................................. iu. —wim ................ i«a——i—im . ., mim« > mhéiihiiiii n,t,i,. m:/-- . c Yfirlitsmynd af strandstað Sigurbáru. Skipið tók land lengst til vinstn a myndinni, fyrir ofan jarðýtuna sem heldur i skipið. Órin bendir á Merkjastein sem fór illa með skipíð þegar það barst vestur fjöruna undan veðrinu þangað sem það liggur núna. DB-myndir Einar Ólason. en hann var áður eigandi skipsins. Sagðist hann vera kominn til að ná í ýmislegt sem hefði orðið eftir um borð af persónulegum munum áhafnarinnar og jafnframt að undir- búa að koma veiðarfærunum í land, en þau eru eign Óskars skipstjóra, en Kristinn keypti hins vegar skipið sjálft af Tryggingamiðstöðinni sem er vátryggingaraðili skipsins. Nú var komið háflæði svo öld- urnar voru farnar að teygja sig langt upp fjöruna. Sneri Óskar skipstjóri frá að sinni en Kristinn bauð okkur Einari upp á kaffisopa í hjólhýsinu. „Strandkafteinn og galdramaður að vestan" Þeir voru hressir karlarnir hans Kristins þegar við settumst niður með þeim til að drekka kaffið sem „kokk- urinn”, Einar Halldórsson, var að enda við að laga. „Þetta er „strandkafteinninn” okkar,” sagði Kristinn þegar hann kynnti okkur fyrir þeim fyrsta. „Að vísu fær hann ekki að vera kafteinn nema skipin séu á þurru landi,” Þorsteinn Einarsson bóndi á Sól- heimum og eigandi fjörunnar sem Sigurbára stendur i: „Kannski við ættum ekkert að sleppa skipinu en fara bara að gera út sjálfir, þá fengjum við kannski höfn.” göldróttur,” sagði Kristinn og ekki báru þeir hinir félagarnir á móti því. Þegar við höfðum setið góða stund með þeim félögum og drukkið kaffi og borðað af ríkulegu meðlæti sem þeir höfðu meðferðis frá Skógum, en þangað fara þeir félagar í mat, þá bættust þrír menn í hópinn. „Þetta er nú landeigandinn,” sagði Kristinn þegar hann kynnti okkur fyrir einum þeirra. Landeig- andinn reyndist vera Þorsteinn Einarsson bóndi á Sólheimum en hann á fjöruna sem Sigurbára stendur í. Hinir voru Gísli Reynisson jarðýtustjóri frá Vik og Guðlaugur Guðjónsson frá Reynishólum. Þeir heimamenn höfðu verið í hópi björg- Verið að gera klártfyrir flóðið. Það sést vel hversu illa Merkjasteinninn hefur farið með bakborðshlið skipsins en það er meira og minna rifið alit aftur undir hæl. unarmanna þegar Sigurbára strand- aði og fékk Kristinn þá í lið með sér við björgun skipsins. Gísli var þarna með stóra ýtu frá búnaðarsambandi þeirra heimamanna en hún var notuð til að halda i skipið. Gömul verstöð heimamanna Staðurinn þar sem Sigurbára kom upp heitir Maríuhlið og er gamall út- róðrastaður þeirra Sólheimabænda. Var þetta oft eini staðurinn þar sem hægt var að lenda á löngu svæði þótt brimaði allt í kring. Þarna var stundað útræði allt þar til fyrir um 30 árum. Eru siðustu bátarnir sem þar Björgunarmenn fylgjast með skipinu eftir að öldurnar eru byrjaðar að klappa því. Engilbert bendir til hafs en að baki honum standa þeir Halldór og Þórir „strandkafteinn”. bætti hann við. Strandkafteinninn heitir annars Þórir Davíðsson og er búinn að vera að stússast í björgun- um með Kristni í 18 ár. Þegar við spurðum þá félaga hve mörgum skipum þeir væru búnir að bjarga þá litu þeir hvor á annan og voru hreint ekki vissir hve mörg þau væru orðin. „Einhvem tíma voru þau orðin nær sjötíu,” sagði Kristinn eftir smá- umhugsun. Ekki hafa þetta allt verið bátar sem þeir í Björgun hafa náð á flot í gegnum árin en stærst er senni- lega Súsanna Reith sem strandaði við Raufarhöfn árið 1965, en það skip brotnaði í tvennt. Styttu þeir félagar þá skipið um nokkra metra, settu síðan saman og sigldu því síðan á brott. Það skip var um 1800 tonn. Það var gert upp úti í Bretlandi og hét seinna Grjótey. Auk þeirra Þóris „strandkafteins” og Einars „kokks” voru þarna Þórarinn, sonur Kristins, Engilbert Eggertsson og Halldór Alexanders- son. „Halldór er að vestan og ramm- Guðlaugur Guðjónsson á Reynis- hólum og Gísli Reynisson komu til liðs við þá Björgunarmenn ásamt Þorsteini bónda. móti mörgum sjómanninum á liðnum öldum voru móttökurnar ekki jafn- bliðar þegar Sigurbára steytti á skerj- unum undan ósnum á dögunum og Merkjasteinninn bætti síðan um betur og setti sitt mark á skipið. Kiukkan var farin að halla langt í sex þegar við stóðum upp frá kaffinu og héldum út í rigninguna. Það rignir Það var létt yfir mönnum i kaffinu, Þórir „strandkafteinn” og Kristinn voru hreint ekki vissir um það hve mörgum skipum þeim hefði tekizt að ná á flot um dagana. voru notaðir báðir komnir á söfn, annar er i byggðasafninu á Skógum en hinn á sjóminjasafninu í Ha/nar- firði. Þar til þeir fóru þangað voru þeir geymdir í helli í Pétursey. Þar sem Sigurbáran stendur núna var einnig tekið á land allt byggingar- efnið í brúna yfir Jökulsá á Sól- heimasandi. Var þvi fleytt i land á tunnum og síðan flutt að brúar- stæðinu. Þótt Maríuhliðið hafi tekið vel á á allt að því sérstakan hátt undir Eyjafjöllunum, finnst manni stundum, og einhvern tíma heyrði ég sagt að rigningin þar væri blautari en annars staðar á landinu. Við kvöddum þá strandmenn og héldum heimleiðis. Þurrkurnar máttu hafa sig allar við að hafa við rigning- unni og við Seljalandsfoss rauk regnið eins og skafrenningur í vind- hviðunum eftir veginum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.