Dagblaðið - 24.03.1981, Blaðsíða 20
20
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1981.
Menning
Menning
Menning
Menning
Myndlist
f ................. .
Sögufélag gef ur út af mælisrit
Til heiðurs Lúðvík Kristjánssyni
—sem ritað hef ur jöf num höndum um Jón Sigurðsson forseta og íslenzka sjávarhætti
AÐALSTEINN
Sögufélag hefur ákveðið að heiðra
Lúðvík Kristjánsson fræðimann með
afmælisriti næsta haust, en hann
verður sjötugur 2. september nk.
Lúðvík er sjálfmenntaður að
mestu og hefur til dæmis aldrei tekið
stúdentspróf. Hann tók gagnfræða-
próf í Flensborg á sinum tíma, þá
kennarapróf og fékk siðan leyfi til að
sitja tvo vetur sem óreglulegur
nemandi í sagnfræðideild há-
skólans.
Þrátt fyrir stutta skólagöngu
hefur hann skrifað fjölda bóka um
sagnfræðileg efni, hinar merkustu.
Um seinustu jól sendi hann frá sér
viðamikið rit: „íslenzka sjávarhætti,
I”. Seldist það upp á skömmum tima
og er nú í endurprentun.
Fyrstu bækur Lúðvíks komu út
fyrir mörgum árum síðan og hétu
„Við fjörð og vík” og „Úr bæ í
borg.” Var sú fyrri ævisaga Knuds
Zimsens borgarstjóra Reykjavíkur,
en sú seinni sagði frá uppbyggingu
ýmissa mannvirkja í Reykjavík á
svipuðum tíma, svo sem höfninni,
vatnsveitunni og gasstöðinni sálugu.
Eftir það skrifaði Lúðvík þætti í
Bíldudalsminningu Péturs Thor-
steinssonar, athafnamannsins mikla
þar vestra um aldamótin síðustu.
Jón Sigurðsson og
samtíðarmenn hans
Eftir það fór Lúðvík að viða að
sér efni í ritið Vestlendinga, sem er í
þremur bindum og segir frá
menningu og stjórnmálaviðburðum
Vestlendinga á síðustu öld, sér-
staklega sambandi þeirra við Jón
Sigurðsson og konu hans við þá. Er
þar geysimikill fróðleikur saman
kominn.
Enn skrifaði Lúðvík bók um
„sóma íslands, sverð og skjöld” á
150 ára afmæli hans (1961) og hét
hún „Á slóðum Jóns Sigurðssonar”
og er í þrem þáttum, þar sem teknir
eru til meðferðar vissir atburðir í
æviferli forsetans.
Þegar hús Jóns Sigurðssonar i
Kaupmannahöfn var komið í eigu
íslendinga var Lúðvík fenginn til að
setja upp minningarsýningu á
hæðinni þar sem Jón hafði búið, því
fáir eða engir þóttu fróðari um
þjóðhetjuna heldur en hann. Á
sýningu jtessari eru myndir, bækur
og eftirlíkingar af húsgögnum Jóns
og geta allir skoðað hana sem til
Hafnar koma.
Athafnamenn og
sjávarhættir
Enn hefur Lúðvík ritað um
frænda Jóns, Þorlák Ó. Johnson,
sem lengi bjó í Englandi en fluttist til
Reykjavikur árið 1874 með fjöldann
allan af nýjum hugmyndum og heitir
bókin um hann „Úr heimsborg í
Grjótaþorp” og er tveggja binda
verk.
Nú vinnur Lúðvík að öðru bindi
íslenskra sjávarhátta ásamt konu
sinni, Helgu Proppé, en hún hefur
reyndar aðstoðað hann við ritstörfin
frá fyrstu tíð.
í afmælisriti Sögufélagsins verða
birtar eftir hann átján ritgerðir um
hin margvíslegustu efni — og grein
um hann sjálfan, ævi hans og störf.
Auk þess verður þar heillaóska-
List og listiðn frá íslandi f sviðsl jósi
í Danmörku og Svíþ jóð
listi (tabula gratulatoria) og þeir sem
vilja heiðra Lúðvík með því að skrá
nafn sitt þar og gerast um leið áskrif-
endur að ritinu (verð kr. 200,-), skulu
tilkynna það á afgreiðslu
Sögufélagsins að Garðastræti 13 b
(gengið inn frá Fischersundi), opið
virka daga kl. 14—18, sími 14620.
Útgáfu ritsins annast þeir Einar
Laxness cand. mag. og Bergsteinn
Jónsson dósent.
-IHH.
Höfundurinn, Ulf Hárd, er einn af
fáum gagnrýnendum á Norðurlönd-
um sem kemur auga á fjölbreytni
íslenskrar listar og listiðnar og skilur
að sú fjölbreytni er í eðli sínu alþjóð-
leg fremur en norræn. Bendir hann á
þá staðreynd að með fáeinum undan-
tekningum séu íslenskir listamenn
menntaðir alls staðar annars staðar
en á Norðurlöndum: í Berlín, Vinar-
borg, Skotlandi, Spáni t framhaldi
af þessu segist Hárd vera sannfærður
um að meiri hætta sé á útnesja-
mennsku í sænskri list en í íslenskri.
íslenskt listiðnaðarfólk lítur ekki
til baka, segir gagnrýnandinn, heldur
vinnur það staðfastlega í nútímanum
og sómir sér hreint ágætlega við hlið
starfsbræðra á hinum Norðurlönd-
unum hvað gæði snertir. Samt er í
verkum Islendinganna tilfinning fyrir
fortíðinni.
íslenskur
náttúrukraftur
Þegar kemur að einstökum sýn-
endum, bendir Hárd sérstaklega á
grimur Hauks Dór, sem hann segir að
sýni óvenjulegt formskyn og hrósar
einnig Jónínu Guðnadóttur sem spili
með alla möguleika skálarformsins.
Þegar að gull og silfursmíði kemur,
hrósar Hárd sérstaklega verkum Jens
Guðjónssonar sem sýnir allt frá
skarti og upp í hreinan skúlptúr. Jens
er bæði „erfaren och mangsidig”
segir hann. Skart Ásdisar Thorodd-
sen sindrar af íslenskum náttúru-
krafti, segir gagnrýnandinn enn-
fremur.
Textíllinn spannar allt frá hrein-
um vefnaði þeirra Sigríðar Jóhanns-
dóttur og Leifs Breiðfjörð og til pínu-
skúlptúra Rögnu Róbertsdóttur.
Hvað fatnar varðar, standa fáir
norrænir listamenn Huldu Jósefs-
dóttur á sporði í prjónaskap.
Að lokum hælir Hárd svo Stefáni
Snæbjörnssyni fyrir uppsetningu
sýningarinnar.
Svo mörg voru þau orð.
-AI.
Gríma eftir Hauk Dór — „óvenjulegt formskyn”.
„Föðurland vort hólft er hafið” heitir fyrsti kaflinn I islenskum sjávarháttum,
því mikla riti sem Lúðvik Kristjánsson er að semja og hefur tileinkað minningu
íslenskra sjómanna fyrr og sið.
son er likur Asger Jörn, segir hann,
en kannski ekki eins ofafenginn.
Nína Tryggvadóttir er „en vægtig
kolorist”. Eitthvað er Brönnum efins
um gildi nokkurra blekteikninga eftir
Kristján Davíðsson og segir „hver
eru mörkin milli ódýrra lausna og
góðrar listar?” Hins vegar er hann
hrifinn af málverkum Kristjáns sem
hann kallar „store abstrakte skrig fra
det nordiske landskab”. Ljúfustu
verk sýningarinnar eru verk Gunn-
laugs Scheving, segir Brönnum,
hreinleg og kyrrlát.
Eftir nokkur orð um aðra lista-
menn á sýningunni hrósar gagnrýn-
andinn upphengingunni.
Scheving hrósað
Pierre Liibecker er stórum saglegri
í grein sinni í Poltiken, þótt stutt sé.
Hann týsir því hvernig íslensk mynd-
list hefur rokkað á milli raunsæis og
óhlutlægni. Af eldri málurum er
Lúbecker hrifnastur af þeim
Ásgrími Jónssyni og Gunnlaugi
Scheving og segir þann síðarnefnda
allt oflítið þekktan í Danmörku.
Gagnrýnandinn segir að lokum
að verk Nínu Tryggvadóttur og
Þorvaldar Skúlasonar gefi góða hug-
mynd um þróun afstraktlistar á
íslandi, en best komi sú hefð kannski
fram í smámyndum og teikningum
listamanna á borð við, Kfistján
Davíðsson, Hörð Ágústsson, Guð-
mundu Andrésdóttur og Jóhannes
Jóhannesson.
En sýningin í Möstings húsi (sem
lauk 15. mars) er ekki sú eina sem
íslendingar hafa tekið þátt i á
Norðurlöndum upp á siðkastið. í
Hásselby höllinni i Stokkhólmi
stendur nú yfir sýning á íslenskri list-
iðn sem Stefán Snæbjörnsson innan-
hússarkitekt hefur valið og sett upp
og er þetta fyrsta sýning á íslenskri
listiðn í Svíþjóð.
Alþjóðleg
fjölbreytni
í SvenskáDagbladet þann 10. mars
sl. er farið mjög lofsamlegum orðum
um sýninguna og margt skynsamlega
sagt um þróun listiðnar á Íslandi.
Eins og flestum er eflaust kunnugt,
gekk ýmislegt á í Kaupmannahöfn i
tilefni af heimsókn Vigdísar forseta.
Meðal annars héldu Dansk-Islandsk
Samfund og Fondet for dansk-
islandsk Samarbejde, í samvinnu við
Listasafn íslands, sýningu á islenskri
myndlist í Möstings húsi, sem stendur
í fögrum lundi við Andabakkastíg. -
Þarna voru á annað hundrað verk
eftir 17 íslenska málara og tvo mynd-
höggvara, en yngstur þeirra var Bragi
Ásgeirsson.
Nú hafa borist úrklippur úr
Fredriksberg Bladet og Politiken um
sýninguna og eru ummæli gagnrýn-
anda öll á þá veg að þessi sýning sé
talsverður viðburður. Jacob Brönn-
um skrifar í F.B. og endar næstum
aðra hverja málsgrein á orðunum
„Það er fallegt á íslandi”, sem er
ósköp elskulegt af honum.
„Store abstrakte
skrig"
Um myndlistina hefur hann hins
vegar lítið að segja, nema að hann er
afar hrifinn af henni. Svavar Guðna-
Gunnlaugur Scheving — „kom á óvart 1 Danmörku”
—
irinill—i