Dagblaðið - 24.03.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 24.03.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1981. 9 Ef Tony Evans hittir ekki nákvæmlega á dýnuna. . . tta tvíburar í sama bekknum Kennarinn Catherine Foad á við sérstakt vandamál að stríða. í bekknum sem hún kennir eru nefnilega fjögur pör af tvíburum. Erlent Erlent Erlent Erlent Stökk fram af sj ö hæða húsi á dýnu umkringda spjótum sem Það er margt mannfólkið gerir sér til dundurs. Tony Evans stundaði áður dýfingar í tómstundum sínum og reynd- ar keppti í þeirri grein íþrótta. Á bátasýningu sem haldin var fyrir nokkru í London gafst Tony tækifæri til að rifja upp hæfni sína í dýfingum. Á sýningunni stökk hann þrisvar á dag þá' daga sem sýningin stóð yfir fram af 7 hæða háu húsi (25 m) og lenti — ekki i sundlaug — heldur á dýnu. Hann varð að hitta ná- kvæmlega á dýnuna því sitt ,við hvora hlið hennar stóðu sex álspjót upp í loftið. Nei, þetta er ekki sítróna Eigandinn, Keith Atkinson, myndi sjál.f- sagt verða fyrstur til að viðurkenna að bíllinn hans líktist sítrónu. Hann eyddi reyndar tveim árum í að gera bílinn þannig úr garði að hann líktist sítrónu. Tilgangurinn var að vinna verðlaun á alþjóðlegri bílasýningu í London. Sitrónubíllinn gengur fyrir vél úr Ford Granada. Og ekki er ólíklegt að ein skemmtileg hending bætist við því Catherine á von á sér og tvíburafæðingar eru algengar í ætt hennar. Sagan er þar með ekki öll. Kennarinn sem leysir Katherine af þegar hún fer í barneigna- fríiðáeinnig tvíbura. Hundar farnir að éta hunda? Það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af þessu. Hund- urinn er ekki að éta litla hvolpinn. Pedro, en svo heitir hvolpurinn í munninum, var ekki nema mánaðargamall þeg- ar myndin var tekin og stærri hundurinn, sem er reyndar tík, heitir Heidi. ,,í fyrstu var ég hálfhrædd, þegar ég sá Heidi taka hvolpinn svona upp. En hún var mjög ljúf við hann og Pedro virðist kunna vel að meta þá um- hyggju og blíðu sem hann fær,” sagði Doris Cash sem rekur dýraheimili í Tilehurst í Englandi. Það skal tekið fram að tíkin er ekki móðir hvolpsins. x \ Hvor þeirra er Kenny Rogers? Annar þeirra er hinn kunni countrysöngvari Kenny Rogers. Hinn er Earl James Lloyd og er sölumaður. En hvor þeirra er Kenny? Sá til hægri. Lloyd, sem er 45 ára gamall, fimm árum eldri en söngvarinn, er bíla- sölumaður. Hann hefur eins og að likum lætur oft verið tekinn sem Kenny Rogers. Eins og t.d. þegar hann fór á tónleika sem söngvarinn hélt. „Miðasalinn harðneitaði að taka við peningunum sem ég ætlaði að borga með aðgöngumiðann og endur- tók í sífellu: ,,Þú þarft ekki að borga þig inn, Kenny. Þú ert sjálfur að spila.” Fyrir tónleikana fór Lloyd að heilsa upp á Kenny. „Kenny starði á mig og hristi höfuðið, greinilegt var að hann trúði ekki sínum eigin augum.” Lloyd hefur einnig átt í vandræðum vegna aðdáenda Kenny Rogers. Aðdá- endur söngvarans hafa margoft gengið að Lloyd og beðið hann um eiginhand- aráritun. Eftir tónleikana fyrrnefndu hópuðust mörg hundruð manns að honum og báðu um eiginhandaráritun. Lögreglan þurfti að skerast í leikinn til að bjarga Lloyd. Gleðitíðindi fyrir fjárhættuspilara: Spilakass- ar í flug- vélum Singapore Airlines býður nú far- þegum sínum á leið frá Kaliforníu til Asíu upp á nýja þjónustu. í nokkrum vélum flugfélagsins hefur nefnilega verið komið fyrir spilakössum. Þessir spilakassar eru sérstaklega hannaðir, léttir og hljóðlátir en í stað þeirra þurfti að taka 8 sæti úr hverri vél. Sjúkir fjárhættuspilarar geta þvi glaðzt og aðrir farþegar fá tækifæri til að vinna upp í kostnaðinn við flug- ferðina.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.