Dagblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981
Er Bandaríkjastjórn reiðubúin að beyja stríð við Sovétrikin til að koma í veg fyrir
aukin áhrif þeirra i heiminum? Haig uianrikisráðherra útilokarekki að
Bandarikjamenn neyðist til að gripa til hernaðaraðgerða.
ómyrkur í máli gagnvart Sovétríkjun-
um.
Haig heldur því fram að E1 Salva-
dor sé númer á lista Sovétmanna yfir
þau lönd sem þeir hafi gert áætlun
um að koma kommúnistum til
valda i.
„Fyrsta stig áætlunarinnar hefur
þegar náð fram að ganga, þ.e. valda-
taka kommúnista í Nicaragua. Nú er
röðin komin að E1 Salvador og síðan
verður það Hondúras. Lokatakmark
Sovétríkjanna er full stjórn yfir Mið-
Ameríku,” segir Haig.
Hann hefur lýst því yfir að mesta
hættan sem Bandaríkin standi
frammi fyrir felist i síauknum víg-
búnaði Sovétríkjanna, sem geri þeim
kleift að reka heimsvaldastefnu sína.
Öldungadeildarþingmenn, sem eru
vantrúaðir á gildi hernaðaraðstoðar
Bandaríkjanna við stjórn E1 Salva-
dor, þaulspurðu utanríkisráðherrann
í síðustu viku um hve langt hann vildi
ganga til að koma í veg fyrir vopna-
sendingar til skæruliðanna. Hann
sagði að það væri á valdi Reagans
forseta en sjálfur kvaðst hann ekki
reikna með að nauðsynlegt væri að
beita hernaðarlegu afli.
Haig ítrekaði ásakanir í garð
Sovétmanna um að þeir rækju al-
þjóðlega hryðjuverkastarfsemi sem
virðist vera orðið lykilhugtak
Reagan-stjórnarinnar yfir kommún-
ismann.
„Þeir reka æfingabúðir í Sovét-
ríkjunum, í leppríkjum A-Evrópu og
Líbýu þar sem þjálfaðir eru þúsundir
hryðjuverkamanna sem síðan láta til
sín taka í þriðja heiminum,” sagði
Haig.
Aðspurður um stefnuna í málum
Miðausturlanda sagði Haig að
Bandaríkjamenn hygðust svara þar
„með öllum tiltækum ráðum” þar
sem breyting ætti sér stað á valda-
jafnvæginu í þessum heimshluta.
Haig gaf sterklega tU kynna að
Bandaríkjamenn hygðust staðsetja
hersveitir á Sínaískaganum þegar
ísraelsmenn hverfa þaðan eins og
gert er ráð fyrir i Camp David sam-
komulaginu. Jimmy Carter hafði
hins vegar hugsað sér að alþjóðlegar
friðargæzlusveitir, ef til vill á vegum
Sameinuðu þjóðanna, settust þarna
að. Nú sér Reagan-stjórnin sér leik á
borði og hyggst koma upp banda-
rískri herstöð þarna til frambúðar.
Haig mætti harðri andstöðu
ýmissa öldungadeildarþingmanna úr
hópi, sem óttast að E1 Salvador muni
reynast Bandaríkjunum nýtt Víetnam
og þeim Finnst sem stjórnin sé einum
of upptekin af Rússagrýlunni.
öðrum finnst sem hér hafi ekkert
verið ofsagt. í þeim hópi er repúblik-
aninn Howard Baker: „Haig hefur
nú sagt það sem hefði átt að vera
búið að segja fyrir löngu. Við höfum
stungið höfðinu í sandinn. Hann
hefur fyllilega á réttu aðstanda . . .”
Atburðir síðustu daga hafa þótt
gefa til kynna að stjórn Reagans hafi
þótt utanríkisráðherrann of harð-
orður á köflum og skipan Bush sem
yfirmanns hinnar nýju öryggis-
nefndar sé til þess að draga úr valdi
utanrikisráðherrans. Þó Reagan for-
seti hafi mótmælt því þá er augljóst,
að Haig lítur sjálfur svo á málið og
telur sér misboðið.
(Dagbladet, Politiken og Reuter).
ii
\
Kjallarinn
AgnarGuðnason
taka á móti ferðamönnum, þá mun
verða gefin út skrá yfir þessa staði og
hvað þeir geta boðið upp á. Skráin
verður afhent þeim sem hafa áhuga
og þá er tiltölulega auðvelt að velja
sér stað eftir því hvað hver vill gera.
Samstarf hefur tekist með samtökum
ferðamannabænda og Samvinnu-
ferðum. Einnig hefur skrifstofa Stétt-
arsambands bænda í Bændahöllinni
annast margs konar fyrirgreiðslu
fyrir samtökin. Þannig eiga einnig
borgarbúar að geta leitað eftir
upplýsingum um þá staði, sem til
boða eru.
Tekið verður
sanngjarnt
gjald fyrir þjónustuna
Hugmyndin er að gefa út gjald-
skrá á hverju ári sem bændur geta
haft til viðmiðunar þegar leiga er
ákveðin fyrir mismunandi þjónustu.
Fyrir árið 1981 hefur verið gefin út
gjaldskrá. Þar er tekið fram að leiga
fyrir 1/2 ha af ógirtu landi undir
sumarbústað skuli vera jafnvirði
þriggja meðaldilka miðað við verð-
lagsgrundvallarverð 1. mars ár hvert.
Viðmiðunarverð fyrir gistingu í
tveggja manna herbergi á sveitabæ
ásamt fullu fæði er 37 $. Dagsfæði er
áætlað 130 kr. á mann. Þá er ákveðið
verð fyrir leigu á orlofshúsum. Fyrir
3—5 manna hús er vikuleigan 1050
kr., en fyrir 8 manna hús 1750 kr. á
viku. Þá er ákveðið verð fyrir leigu á
viðurkenndum tjaldsvæðum, þar sem
er nokkuð fullkomin þjónusta. Fyrir
hvert tjald verða teknar kr. 6,00 og
kr. 7,00 á mann á sólarhring.
Þá er ákveðið verð á hestaleigu en
ekki er gefin út gjaldskrá vegna
silungsveiði eða nýtingar annarra
hlunninda. Það má fastlega gera ráð
fyrir að dvalargestir fái að veiða í
vötnum og silungsám fyrir tiltölulega
lítiðgjald.
Eðlilega verður veittur afsláttur á
gistingu ef gistihúsnæðið er tekið á
leigu til lengri tíma en örfárra daga.
Það er ekki gert ráð fyrir að miða
gistinguna við einhvern lágmarks-
fjölda gistinótta, eins og sums
staðar tíðkast erlendis, en gefa frekar
afslátt ef um lengri.tíma er að ræða.
Samstarf bændasam-
takanna á Norður-
löndum
Á þessu ári mun koma saman
starfshópur skipaður fulltrúum
bændasamtakanna á Norðurlöndum,
sem á að skila tillögu á næsta ári um
aukið samstarf á sviði ferðamála.
Bændasamtökin í Finnlandi,
Noregi og Sviþjóð hafa forystu um
skipulagningu á ferðaþjónustu
bænda í þessum löndum. Þessi starf-
semi bændasamtakanna fellur að
öðrum störfum og bændur borga
ekkert sérstaklega fyrir hana. Þar er
veitt aðstoð arkitekta við
skipulagningu sumardvalarsvæða,
leigðir eru út bústaðir og herbergi á
sveitabæjum. Hugmyndin með sam-
starfinu er að þéttbýlisbúar í hverju
Norðurlandanna sem er geti fengið
upplýsingar á skrifstofu bænda-
samtakanna í sínu heimalandi um
möguleika á dvöl í sveit i hinum
löndunum.
í Noregi og Finnlandi er
algengast að leigja út sumarbústaði,
en í Svíþjóð og Danmörku mun vera
algengara að leigja út herbergi á
sveitabæjum eða gömul íbúðarhús
eru leigð út yfir sumartímann. Mjög
vel er fylgst með því, af bænda-
samtökunum, að það húsnæði,
sem leigt er út, standist allar þær
kröfur sem gerðar eru til
tbúðarhúsnæðis. Þetta á sér gamla
hefð í þessum löndum og oft eru það
sömu fjölskyldurnar, sem fara ár
eftir ár á sama sveitabæinn.
Vonandi eigum við eftir að
upplifa aukin samskipti borgarbúa
og sveitafólks og jafnframt að ferða-
útvegur í sveitunum geti bætt íbúum
þeirra að einhverju leyti þann
tekjumissi, sem hefur orðið vegna
samdráttar í hefðbundinni
framleiðslu.
Agnar Guðnason,
blaðafulltrúi.
Fólk á kost á að hjálpa til við heyskapinn.
✓