Dagblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 16
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. MARZ1981. 'fólk Kristmann fengi blokk Páhni Gunnamon. Fyrsta upplag plötu hans sakllst upp á hátfum dagi. DB-mynd: Bnar Ólason. Eirikur Hauksson söngvari Start. Startplatan i startholunum Seinna meir og Stina fína nefnast lögin á lítilli plötu sem nú er í startholunum hjá hljómsveitinni Start. Platan er væntanleg í verzlanir á mánudag eða þriðjudag. Lögin eru bæði í bárujárnsrokk-stíl þeim sem hljómsveitin hefur tamið sér. Lag og texti Seinna meir er eftir Jóhann Helgason. Stína fína er eftir Jón Ólafsson bassaleikara við texta eftir Eirík Hauksson söngvara Start. Plata Pálma Gunnarssonar rýkur út Fyrsta upplag tveggja laga hljómplötu Pálma Gunnarssonar seldist upp á hálfum degi. Platan kom út á mánudaginn var. Á henni eru lögin Af litlum neista og Á áfangastað sem lentu í fyrsta og þriðja sæti söngvakeppni sjónvarpsins. „Við vorum að fá aðra sendingu af plötunni sem verður dreift þegar i stað," sagði Jón Ólafsson hjá Hljómplötuútgáfunni hf. „Við reiknuðum með því að platan fengi góðar viðtökur en ekki svona góðar.” Prestarnir þrír sem helzt þykja koma til greina sem næsti biskup íslands komu fram í sjónvarpi í liðinni viku og eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir manna á meðal um - hver þeirra hafi staðið sig bezt. Prest- ar þessir eru eins og alþjóð ætti nú að vera orðið kunnugt: séra Arngrímur Jónsson, prestur í Háteigssókn, séra Ólafur Skúlason dómprófastur og séra Pétur Sigurgeirsson vígslubisk- up. Margir prestar eru þó þeirrar skoðunar að enginn þessara manna sé nægilega heppilegt biskupsefni þótt allir séu þeir mestu sómaklerkar og hinir mætustu menn. Vitað er að ýmsir prestar leita nú dyrum og dyngjum að nýju biskupsefni en utan þessa hóps er það tæpast talið Iiggja á lausu. Þó hafa ýmis nöfn verið nefnd eins og til dæmis séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri; séra Heimir Steinsson rektor; dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor og séra Þórhallur Höskuldsson. Sá galli er þó á gjöf Njarðar, að talið er, að enginn þessara manna muni vilja gefa kost á sér í biskupsembættið núna. Ýmsir hafa furðað sig á því hvers vegna hinn skörulegi dómkirkjuprestur, séra Þórir Stephensen, hafi ekki neitt verið orðaður við biskupsembættið. Því hefur verið svarað á þann hátt að spiritistar séu nú orðnir svo fáliðaðir í íslenzkri prestastétt, að engum tilgangi þjóni fyrir þá að sameinast um einhvern frambjóðanda úr sínum röðum. — Hvers vegna heldur þú að það sé hann Dóri sem hefur breitt út sögur um að þú sért þjófur? — Hann var sá eini sem sá til mín. Jón HJartarson og Þórarinn Bdjárn sogjast vera mjög málafnalagir i Skornum skömmtum og laitast ekki viö aO skrumskæla þekktar persónur. DB-mynd: Þorri. Höfundar revíunnar Skornir skammtar: Þegar annar gafst upp við eitthvert atriðið tók hinn við „Verkaskiptingin? Tja, við höfum eiginlega ekki með okkur neina verkaskiptingu. Við settumst niður þegar við vorum beðnir um að taka þetta verk að okkur og ruddum á blað þeim atriðum sem okkur þóttu eiga heima í revíu. Síðan má segja að við höfum notað úllen dúllen doff aðferðina við að velja hvað hefur lent með og hvað varð að undanskilja. Þetta efni er búið að fara í marga hringi síðan við byrj- uðum og æfður handritafræðingur myndi áreiðanlega ekki geta greint hvor okkar á hvaða texta. Þegar annar gafst upp við eitthvað tók hinn bara við.” Þessir við eru Jón Hjartarson og Þórarinn Eldjárn höfundar revíunnar Skornir skammtar, sem verður frum- sýnd í Iðnó annað kvöld. Það var Jón sem gaf blaðamanni DB formúluna fyrir því hvernig texti revíunnar varð til. Þeir voru að því spurðir hvort þeir væru andstyggilegir í garð þeirra sem urðu kveikjan að verkinu. „Nei,” svaraði Þórarinn. „Við erum mjög málefnalegir. Við tökum i revíunni frekar fyrir málefni en per- sónur. Við leitumst alls ekki við að skrumskæla þekktar persónur, þó að þeim bregði vitaskuld fyrir öðru hvoru.” Höfundarnir sögðu að þó að nú væri komið að frumsýningu væri texti Skorinna skammta þó engan veginn endanlega frágenginn. „Við bætum inn atriðum eftir því sem tilefni gefst til,” sögðu þeir. „Það getur því allt eins farið svo að revían verði áður en sýningum lýkur orðin að allt annarri revíu en upphaflega var frumsýnd.” Um efni Skorinna skammta vildu þeir lítið segja. Kváðu þó pólitíkina vera með minna móti miðað við margar eldri revíur. Þó er henni ekki með öllu sleppt. Bókmenntirnar fá sinn skammt. Ákaflega viturlegar umræður fara fram um textagerð Gubba Þorsteins. Húsnæðismál út- varps og sjónvarps eru tekin fyrir og ótal margt fleira. Eins og nafn reví- unnar bendir til er hún nokkurs kon- ar smáskammtalækning. Eitt tengir þó öll atriðin saman; veitinga- staðurinn Frón-grill, þar sem Jón Sigurðsson áhugavert ræður ríkjum. — Samkvæmt framansögðu ætti revían Skornir skammtar að vera áhugavert stykki. -ÁT- íslenzk listakona í Bandaríkjunum: Selur málverk sín svo að sonur hennar geti fermzt hér á landi Frá upphafi íbúða sem byggðar eru á félagslegum grunni á íslandi hefur það verið öfundarmál, þegar fólk hefur komizt undir varanlegt þak hjá því framtaki. Er það nokkuð að vonum og í flestum tilvikum meiriháttar happ. Nýlega fréttist að vinsælt ágætis- fólk, Jón Múli Árnason og Ragnheiður Ásta kona hans, hefði, eins og fjöldi annarra. lagt inn umsókn um slíkt húsnæði. Svo spurðist það, óstaðfest að vísu, að heppnin hefði verið með þeim hjónum, enda áskilnaði öllum fullnægt. Eitthvert meinhornið tók þá að býsnast yfir því að vinnandi hjón hjá „því opinbera” hefðu svo sem fengið óverðskuldaða dúsu. Nærstöddum heiðursmanni fannst nóg um róginn. Kvaðst hann efast um að nokkurt ranglæti væri framið, enda hefði líf þessa fólks varla verið tómur dans á rósum, frekar 'en margra annarra. Meðal annars hefðu þau ekki fremur en nær allir íslendingar farið alveg á mis við hjúskaparstaglið. Fleira mætti sjálfsagt til finna. „Nú, hann Kristmann fengi þá blokk, ef hann sækti um einhvern daginn,” varð viðstöddum gárunga að orði. Leitað að nýju bisk- upsefni? Heyrt i Hafnarfirði Lögberg-Heimskringla, blað íslendinga í vesturheimi, sagði nýlega frá íslenzkri listakonu í New Baltimore i Michigan, sem þarf að seija sem mest af málverkum sínum til að sonur hennar geti komið til íslands og látið ferma sig þar. Grein blaðsins er á þessa leið, örlítið stytt: „í New Baltimorc í Michigan býr islenzk listakona, Óiöf Kristjánsdóttir Wheeier ásamt syni sínum Kristjáni og eiginmanni John Wheeler. Ólöf, sem er vestfirzk að uppruna, lagði stund á málaralist áður en hún fór frá íslandi og hélt a.m.k. eina sýningu á olíumálverk- um sínum i Reykjavík. Hún málar myndir úr islenzkri náttúru og einnig hafa blómamyndir hennar veriðmjögvinsælar. Ólöf hefur nú til sölu nokkur olíumálverk frá Þingvöllum og einnig nokkrar blómamyndir. Kristján, sonur Ólafar, hefur tnikinn hug á að komast heim til íslands í apríl og láta ferma sig á íslandi. Nám Ólafar hefur verið kostnaðarsamt og þarf hún því að selja málverk svo að draumur sonarins geti rætzt.” Síðan gefur Lögberg-Heimskringla upp heimilisfang Ólafar og síma til að þeir sem áhuga hafa á að eignast myndir hennar geti komizt í samband við hana.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.