Dagblaðið - 28.03.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. MARZ 1981.
23
C*
Útvarp
Sjónvarp
»
IÞROTTIR — sjónvarp kl. 16,30:
Bolta- og vetraríþróttir á dagskrá
— engirslorleikir
íensku
knattspyrnunni
Handknattleikur, badminton,
körfuknattleikur, ísdans og
skíðafimleikar verða á dagskrá íþrótta-
þáttar Bjarna Felixsonar i dag.
Sýndur verður kafli úr leik Fram og
KR í aukakeppninni um botnsætið í 1.
deildinni í handknattleik sem fram fór
á þriðjudag. E.t.v. verður eirtnig sýnt
frá leik KR og Hauka, sem fram fór í
gærkvöldi.
Úrslitaleikurinn á opna danska
meistaramótinu í badminton verður
sýndur en þar áttust við kapparnir
Morten Frost frá Danmörku og Ind-
verjinn Padukone Prakash.
í ráði er að sýna eitthvað frá lands-
leikjum íslands og Finnlands í
körfuknattleik en fmnska lands-
liðið leikur þrjá leiki við það íslenzka í
ferð sinni hingað.
ísdans verður á dagskrá. Fimm
efstu pörin i Evrópumeistaramótinu í
isdansi sýna sjónvarpsáhorfendum
listir sínar. Þá verður líklega sýnt ftá
keppni í skíðafimi.
Enska knattspyrnan
Engir slorleikir verða á dagskrá
ensku knattspyrnunnar. Fyrst verður
sýndur sex-marka Ieikur Aston Villa og
Manchester United og síðan viðureign
Ipswich og Tottenham. Báðir þessir
leikir fóru fram fyrir hálfum mánuði.
Þeir sem fylgjast með enska fót-
boltanum fá þarna eitthvað við sitt
hæfi því Ipswich og Aston Villa berjast
nú hatrammri baráttu á toppi I.
deildar og Manchester United og
Tottenham eru bæði fyrir ofan miðbik
deildarinnar. -KMU.
BRÉF FRÁ FRANK - sjónvarp kl. 22,20:
Miöaldra maöur
fer á eftirlaun
á í vandræðum með að eyða hinum aukna f rítíma
Bréf frá Frank nefnist mynd
sjónvarpsins í kvöld. Hún fjallar um
mann að nafni Frank Miller sem
unnið hefur hjá dagblaði sem gjald-
keri í 35 ár. Vegna nýrrar tölvutækni
er ekki lengur þörf fyrir hann og
hann verður því að hætta að vinna
og fara á eftirlaun þótt hann sé
fullfrískur. Sjálfur telur hann sig enn
í blóma lífsins.
Þegar hann hættir að vinna kemur
í íjós að hann á í mestu vandræðum
ireð að eyða frítímanum. Hann
hreinlega veit ekki hvað hann á af sér
að gera. Honum verður þá hugsað til
sonar síns sem býr hinum megin í
Bandaríkjunum. Hann hefur óskir og
drauma í sambandi við son sinn og
ákveður því að bregða sér í heimsókn
til hans án þess að gera boð á undan
sér.
Að sögn þýðandans, Hebu Júlíus-
dóttur, er þetta ágætis mynd með
góðum leikurum, en með aðalhlut-
verkin fara Art Carney, Maureen
Stapleton og Mike Farrell.
-KMU.
ENDURFÆÐINGIN í FLÓRENS OG ALÞINGISSTOFNUNIN
ÁRIÐ930: GEIT MEDICI-ÆTTARINNAR—útvarp
sunnudagkl. 21,20:
OHEMJU SPENNANDI
FYRIR ÍSLENDINGA
— segir Einar Pálsson sem flytur erindi um sínar umdeildu
kenningar
EinarPálsson flytur á sunnudags-
kvöld annað erindi sitt af þremur um
rannsóknir sínar á táknmáli
goðsagna.
,,í maí 1980 dvaldi ég í einn
mánuð í Flórens til að rannsaka hvort
það sem ég hef fundið hér við
rannsóknir á táknmáli goðsagna ætti
sér hliðstæður í Flórens. Flórens var
höfuðborg endurfæðingarinnar og
þar er að finna mestu hugmynda-
fræðitáknin á Vesturlöndum,” sagði
Einar er DB forvitnaðist um erinda-
flokk hans.
,,Ég fann hliðstæður, og það
miklu nákvæmari en ég hafði búizt
við. Það sem finnst í Flórens er
bókstaflega eins og það sem notað
var hér við landnám og alþingis-
stofnun árið 930. Það er nákvæmlega
eins og notað í sömu samböndum.
Þetta er óhemju spennandi fyrir
okkur íslendinga. Þeir í Flórens
kenna þessa hugmyndafræði við
Platon og Pyþagoras en við höfum
Einar Pálsson sagnfræðingur og skólastjóri.
hana frá Keltum,” sagði Einar Rætur íslenskrar menningar.
Pálsson. Kenningar hans hafa ávallt verið
Einar hefur gefið út fimm bækur umdeildar og vakið mikla athygli.
um rannsóknir sínar. Er það ritröðin -KMU.
NEMENDALEIKHÚSIÐ
Peysufatadagurinn
eftirKjartan Ragnarsson
Sýning í kvöld kl. 20.
Sýning sunnudag kl. 20.
Miflosala opin f Undatbaa frá fcl. 16—19 alla daga, nema laugar-
daga. Miflapantanir f slma 21971 á sama tfma.
Kreditkorthafar
velkomnir
SussJXSKnj^Dci)©‘iir^cs)DRa
Laugalæk 2, Reykjavík,
Sími 86511
Vana menn vantar
í aðgerð og skreiðarverkun. Mikil vinna.
Uppl. í síma 92-7101 á daginn og á kvöld-
in í síma 92-2817.
Garðskagi hf.
Garði.
BÍLTÖLVUR
BILTÖLVUR
Nýr
valkostur í
orkusparnaði!
jeaF/sás
HreyfilshúsinuVGrensásveg S:82980