Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. DB á ne ytendamarkaði Raddir neytenda Ostavika á Hótel Loftleiðum: Ostaneyzla íslendinga jókst um 10% að magni til á sl. ári. Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs var aukningin 12—15% og verður sennilega svipuð yfir árið og í fyrra, sagði Óskar Gunnarsson forstjóri Osta- og smjörsölunnar er blm. var boðið að smakka á ostaréttum, sem verða á ostakynningunni á Hótel Loftleiðum. Ársneyzla landsmanna var um 7 kg af föstum ostum á mann á sl. ári. Norðmenn og Svíar neyta mun meiri osta en við gerum eða 15—16 kg á mann á ári. En ostaneyzla lands- manna er langtum meiri ef skyrið er talið með ostaneyzlunni. Þá erum við númer fjögur i heiminum í osta- neyzlu. „Við keppum að því að eiga stærri hlutdeild í maga ykkar,” sagði Óskar Gunnarsson. Ef forráðamenn Osta- og smjörsölunnar fengju að ráða ætu menn ost í for'-étt, millirétt ogeftirrétt!” • Á sl. ári voru flutt 600 tonn af osti til Bandaríkjanna og fengust þar 30—35% af innanlandsverði, sem Óskar sagði að væri mjög „gott verð”. Ekki er gert ráð fyrir ostaút- flutningi i ár vegna samdráttar í mjólkurframleiðslunni og gert er ráð fyrir að engin umframframleiðsla verði. Nýbreytni er i þjónustu Osta- og smjörsölunnar að nú geta viðskipta- vinir fengið keypta ostabakka og/eða ostapinna hjá deild er nefnist Veizluþjónustan. Og eins og áður er starfsfólk ostabúðanna reiðubúið að veita viðskiptavinunum góð ráð við að útbúa ostaborð. Osta-og smjörsalan gefur út lit- prentaða bæklinga með uppskriftum, sem hannaðir hafa verið í tilraunaeld- húsi fyrirtækisins undir stjórn Dóm- hildar Sigfúsdóttur húsmæðra- kennara. Meðal rétta á ostavikunni á Hótel Loftleiðum verður m.a. hægt að smakka á einhverju af þeim réttum. -A.Bj. iC Á miðri myndinni er hnetuostaterta, gratín- eraðir sjávarréttir eru vinstra megin og góm- sætur rjómaostsábæt- isréttur með kókos- mjöli, mandarinum og bönunum. Vagninn varð ekki svipur hjá sjón — eftir nokkurra mánaða notkun Enn fáum við bréf og upphringingar frá konum sem kvarta vilja undan barnavögnum sínum svo ekki virðast þær Guðrún og Halldóra vera einar um að eiga barnavagna sem ryðga. Hér kemur bréf frá Katrínu og segir hún. „Þegar ég las bréf Guðrúnar og Halldóru í DB á dögunum, gat ég ekki á mér setið að skrifa ' nokkrar línur. Vorið 1979 var mér gefinn tviburavagn. Vagninn var glænýr af Silver Cross tegund. Þá kostaði hann um 200 þúsund gamlar krónur. Enginn leiðarvísir fylgdi hinum nýja vagni, né ummæli um meðferð hans. Ekki liðu margir mánuðir unz vagninn var ekki svipur hjá sjón. Allur i ryðblettum og hjólin uppspænd. Enginn skyldi trúa að þar færi nýr barnavagn. Ekki held ég að meðferð hans hafi verið neitt ámælisverð, en hitt skal viðurkennt, að ég hef ekki pússað hann og bónað á hverju kvöldi. Það væri kannski rétt að leiða hugann að því hvort merkið (Silver Cross) standi undir sér lengur. Að lokum vil ég benda á að hjól undir þennan vagn eru helmingi dýrari í Vörðunni en bar sem ég keypti þau.” -ELA. 0STAR 0G RETTIR MEÐ 0STAIVAFI Ostavika hefst að Hótel Loft- leiðum í dag og stendur fram til sunnudagskvölds. Það er Osta- og smjörsalan og Hótel Loftleiðir sem standa að þessari ostaviku með fyrir- tækinu Globus sem er umboðsaðili fyrir rauðvin, sem talið er tilvalið að skola ostinum niður með. Blaða- mönnum var gefið að smakka á kræsingunum. Ostur er veizlukostur ,Það hefur orðið gríðarleg framför í íslenzkri ostagerð síðan Laxness skrifaði um gúmmíostinn á sínum tíma,” sagði Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi m.a. er hann ávarpaði blaðamenn. „Nú eru íslenzkir ostar bæði bragðgóðir og úrvalið er fjölbreytt. Útlendingar, sem vanir eru góðu úr- vali osta, eins og t.d. Frakkar, mega vart vatni halda af hrifningu er þeir sjá íslenzkt ostaborð,” sagði Sveinn. Vfst er um það, að fjölbreytni íslenzka ostsins er mikil. Nú eru framleiddar um fjörutiu tegundir af ostum hjá Osta- og smjörsölunni. Ekki verður einungis boðið upp á osta á þessari ostakynningu. Einnig verður boðið upp á ýmsa rétti úr fiski og kjöti sem eru með „ostaívafi” tilreiddir af hinum frábæru mat- reiðslumönnum Hótels Loftleiða. Á blaðamannafundinum var boðið upp á blandaða sjávarrétti sem Þeir sem kynntu blaflamönnum upp á hvað væri boðið á ostakynningunni sem haldin verður á Hótel Loftleiðum frá og með deginum i dag og fram til sunnudagskvölds. Á myndinni eru Kristinn Guðnason sölustjóri, Dómhildur Sigfúsdóttir húsmæðrakennari, Öskar Gunnarsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar, Þórarinn Guðnason yfirmatreiðslumaður Hótels Loftleiða, Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugleiða, Börkur Árnason, Giobus, Emil Guðmundsson hótelstjóri og Haraldur Benediktsson matsveinn. — Á veizluborðinu má sjá réttina sem boðið var upp á að smakka og rauðvinið sem ostinum varskolað niðuraneð. DB-myndir Einar Ólason. 1 Óskadraumur ostaf ramleiðenda: Ostur íforrétt, milli- rétt og aðalrétt -ostaneyzla landsmanna um7kgámann voru gratíneraðir með osti. Nammi, ,namm. — Einnig var boðið upp á þrjár ostakökur, með jarðarberjum, hnetum og marmaraostaköku. Allar þær uppskriftir er að finna neðan á umbúðum rjómaostsins. Sömuleiðis var boðið upp á sérlega ljúffengan eftirrétt úr rjómaosti og kókosmjöli, borinn fram hálffrosinn með manda- rínum og bönunum. Rauðvínstegundirnar sem blaða- mönnum var boðið að smakka voru Antinori og Bouchard Ainé. Antinori vínið, sem er ítalskt, nýtur mikilla vinsælda hér á landi og hefur verið lengi á markaðnum. Hitt, sem er franskt.hefur verið til hér á landi í ein tvö ár og vinnur sífellt á. Þetta er í annað sinn sem Osta og smjörsalan efnir til ostaviku í sam- vinnu við Hótel Loftleiðir. -A.Bj. Aðalfundur Neytenda- samtakanna á laugardag Aðalfundur Neytendasamtakanna verður haldinn næstkomandi laugar- dag, 4. apríl, kl. 13.00 á Hótel Esju. — Endurskoðaðir reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofu Neytendasamtakanna að Baldurs- götu 12. — Stjórn samtakanna skipa nú: Reynir Ármannsson formaður, Gísli íónsson prófessor varafor- maður, meðstjórnendur eru Jónas Bjarnason prófessor, Jón Magnússon lögfræðingur, Rafn Jónsson kennari, Steinunn Jónsdóttir húsmóðir og Úlfur Sigurmundsson hagfræðingur. -A.Bj. Enn um barnavagna sem ryðga:

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.