Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. stillanlegir og tvívirk- ir höggdeyfar með ábyrgð. Til sölu BMW 525 árg.1974 Renault 20 TL árg.1978 BMW 520 árg. 1978 Renault 20 TL árg.1977 BMW 520 autom. árg. 1977 Renault 12 TL árg.1975 BMW 518 árg.1977 Renault 14 TL árg.1978 BMW 320 árg. 1979 Renault 5 TL árg.1980 BMW 320 árg. 1978 Renault 4 Van F6 árg.1977 BMW 320 árg.1977 Renault 4 Van F4 árg.1977 BMW 318 autom. RIMUI7 OlQ árg. 1979 árn 1Q77 Höfum kaupanda aö tSIVI W ó I o BMW 316 arg.la// árg. 1979 Renault 5 TL BMW316 árg.1978 árg. 1974—1976 KRISTINN GUÐNAS0N HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 FX-310 BÝOURUPP Á: • Algebra og 50 vísindalegir möguleikar. • Slekkur á sjálfri sér og minn- ið þurrkast ekki út. • Tvœr rafhlööur sem endast i 1000 tima orkunotkun. • Almenn brot og brotabrot. • Aðeins 7 mm þykkt i veski. • 1 árs ábyrgð og viðgerðar- þjónusta. B-811 BYÐUR UPP Á: • Klukkutíma, mín., sek. • Mánaðardag, vikudag. • Sjálfvirka dagatalsleiðréttingu um mánaðamót. • Rafhlöðu sem endist i ca 5 ár. • Er högghelt og vatnshelt. • Ljóshnappur til aflestrar í myrkri. • Ryöfrítt stál. • 1 árs ábyrgð og viðgerðarþjón- Usta. Verð: 487,- Verð: 544,50 CASIO-EINKAUMBOÐIÐ BANKASTRÆTI 8, SÍMI27510. Athyglisvert próf mál um nýju hlutaf élagalögin: Gjafsókn f máli gegn stjóminni f Fiskeldi hf. svo úr því verði skorið með dómi hvort ráðstaf anir stjórnarinnar samrýmist lögum og stof nsamningi Á mánudaginn tilkynnti dóms- málaráðherra formlega að hann hygðist veita fjórum hluthöfum Fiskeldis hf. gjafsókn í undirrétti í máli er þeir hyggjast höfða gegn Jóni Gunnari Gunnlaugssyni, fram- kvæmdastjóra, f.h. Fiskeldis hf., öllum hluthöfum í Fiskeldi, hf., öðrum en áskrifendum að hlutafé samkvæmt skrá er fylgdi stofn- samningi Fiskeldis hf., svo og Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra til réttargæzlu. Málið er höfðað til þess að fá úr því skorið hvort ýmsar ráðstafanir stjórnar Fiskeldis hf. fái samrýmzt stofnsamningi þess félags og lögum um hlutafélög nr. 32 frá 1978. Gjafsóknin er veitt Eyjólfi Friðgeirssyni, Ingimundi Konráðs- syni, Jakobi Hafstein og Pétri Rafns- syni. Þeir fjórmenningar sem allireru búsettir í Reykjavík hafa haft i frammi andóf gegn aðgerðum stjórnar Fiskeldis. Tveir fjór- meninganna hættu stjórnarstörfum í Fiskeldi hf. vegna ágreinings við aðra stjórnarmenn. Fyrir nokkru leituðu fjór- menningarnir til viðskipta- ráðuneytisins um ógildingu á sölu á hlutabréfum í Fiskeldi til fárra en stórra og fjársterkra aðila á þeim hlutafjárframlögum sem stofn- félagar i Fiskeldi hf. höfðu heitið að greiða en ekki gert á tilteknum tíma eða aðeins greitt aðhlutatil. Baldur Möller ráðuneytisstjóri sagði í gær að upphaflegu erindi um gjafsókn hefði ekki fylgt mála- tilbúnaður, sem fullnægt hefði ráðuneytinu. Á mánudag kom bréf sem fullnægði kröfum ráðuneytisins og var þá gjafsóknin veitt. Baldur kvað hér um að ræða ,,prinsipp”-mál mikið vegna nýrra hlutafjárlaga. Fjórmenningarnir hefðu ekki viljað una úrskurði viðskiptaráðuneytisins í málinu og því beðið um gjafsókn, svo fá mætti úr því skorið fyrir dómstólum hvernig túlka ætti lögin. Jakob Hafstein: Lýstar verði ógildar sölur hlutabréfa Fiskeldis hf. til annarra en áskrifenda samkvæmt stofnsamningi. Fiskeldi hf. var stofnað i apríl 1980 eftir nýju hlutafélagalögunum nr. 32 frá 1978, og þá sem almenningshlutafélag. Hluthafar urðu um 620. Er listi yfir þá hluti af samþykktum eða lögum félagsins. Andóf fjórmenninganna hólst með því að þeir töldu félagsstjóm steypa félaginu í óeðlilegar skuldir, án þess að séð væri fyrir um tekjur og þá aðeins tekjur með sérstökum sölusamningi við norska aðila. Hlutafjárinnheimta gekk stirðlega og fleiri erfiðleikar komu upp. Fjórmenningarnir segja að vegna tugmilljóna skulda sem félagsstjórnin var búin að steypa félaginu í hafi hún ákveðið að svipta þá stofnfélaga sem ekki höfðu greitt hlutafjár- loforð hlutabréfum sfnum og selja þau öðrum. Þau hafi svo keypt 10— 20 stórir og fjársterkir aðilar, sem vildu hætta fé sínu í fyrirtækinu, en hugsjónin um almenningshlutafélag hafi þar með verið rokin út í veður og vind. Telja þeir þetta algert brot á nýju hlutafélagalögunum sem beinlínis hafi verið samin með það fyrir augum að fyrirbyggja slíkar aðgerðir og til að styðja við bakið á og vernda stöðu þeirra smáu og mörgu sem í almenningshluta- félögunum áttu að fá tækifæri til að starfa. í stefnubréfi yfirborgardómarans til stefndu i málinu eru dómkröfur þessar: 1. Að aðalfundur félagsins, haldinn 21. feb. sl., verði lýstur ógildur. 2. Að lýstar verði ógildar sölur hlutabréfa Fiskeldis hf. til annarra en áskrifenda samkvæmt stofnsamn- ingi. 3. Að stjórn félagsins verði — að viðlögðumlOOO kr.dagsektum — gert að veita áskrifendum samkvæmt stofnsamningi kost á að leysa til sín áskriftarhluti sína gegn afhendingu hlutabréfa og verði áskrifendum tilkynnt um það sérstaklega, ef ætlunin er að óinnleystir hlutir verði Eyjólfur Friðgeirsson fiskifræðingur er annar tveggja sem sagði sig úr stjórn Fiskeldis hf., i mótmælaskyni við meirihluta stjórnarinnar. seldir öðrum en áskrifendum í stað innheimtu þeirra með málsókn. 4. Að stjórn Fiskeldis hf. verði að því búnu gert — að viðlögðum 1000 kr. dagsektum að boða til aðal- fundar og stjórnarkjörs. 5. Að hlutafjáraukning, sem ákveðin kynni að vera á þeim aðalfundi, verði boðin hluthöfum í hlutfalli við hlutafjáreign, sem þá yrði fyrirhendi. 6. Að stefndu verði in solidum dæmdir til að greiða stefnendum málskostnað — bæði vegna máls- meðferðarinnar fyrir viðskipta- ráðherra og fyrir bæjarþinginu sam- kvæmt mati dómsins. í skýringum er þess getið að lendi áskriftarloforð í vanskilum sé visað til nýju hlutafjárlaganna, þar sem segir m.a. að áður en hlutir eru afhentir öðrum, skuli þó veita áskrif- anda 4 vikna frest til að koma málum sínum í rétt horf. í málavöxtum er því haldið fram, að stjórnin hafi engin bráðabirgða- skírteini gefið út samkvæmt lögunum, að hún hafi ráðstafað áskriftarhlutum til annarra án til- kynninga, að stjórnin hafi ákveðið hækkun hlutafjár og það hlutafé verið keypt að verulegu leyti af nýjum hluthöfum. Afleiðingar þessa séu nú orðnar þær, að hlutafélag, sem stofnað var af nokkur hundruðum félaga, sé komið í hendur tiltölulega fárra manna. í gjafsóknarbréfi dómsmála- ráðherra er Hörður Ólafsson skipaður til að flytja málið fyrir gjaf- sóknarhafa. Hörður mun hafa annazt undirbúning málsins til ráðuneytanna. Samkvæmt stefnu verður málið þingfest í bæjarþingi Reykjavíkur þriðjudaginn 21. apríl næstkomandi. -A.St. Pétur Rafnsson, einn fjór- menninganna: Vegna tugmilljóna skulda sem félagsstjórnin hafði steypt félaginu í, var 10—20 fjár- sterkum aðilum seldur mcirihluti hiutabréfa í félaginu — og þar með var hugsjónin um almenningshluta- félag rokin út í veður og vind. Flugleiðir: Flugleiðir kynntu í desember sl. svonefnd jólafargjöld, sem reyndust vinsæl. Félagið hefur nú tekið upp slík fargjöld á ný, APEX-fargjöld, sem verða til sölu frá íslandi til Kaup- mannahafnar, Stokkhólms, Osló, Glasgow, London, New York og Chicago. APEX-fargjöldin eru ódýr fyrir- frambókuð fargjöld og hafa verið Odýr fyrirframbók- uð fargjöld kynnt í undirbúningi í alllangan tíma. Far- gjöldin eru skráð “frá 1. maí til Evrópu og frá 15. mai til Bandaríkjanna. Fargjöld þessi gilda aðeins fyrir ferð báðar leiðir. Farbókun og full greiðsla farseðils verður að gerast samtímis og ekki síðar en 14 dögum fyrir brottför. Nauðsynlegt er að bæði brottfarar- og heimkomudagar séu ákveðnir og þeim er ekki hægt að breyta eftir að far- pöntun og greiðsia farseðils nefur átt sér stað. Endurgreiðsla á farseðli er ekki leyfð nema í sérstökum tilfellum. Sem dæmi um APEX-fargjöldin má nefna að far til Kaupmannahafnar kostar 2.539 kr., til London 2.189 og New York 3.830 kr. Flugvallarskattur er ekki innifalinn. -JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.