Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981. MMBUmÐ hjálsl, úháð daghlað Útgefandi: Dagbiaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sig- urðsson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gísli Svan Einarsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Unnarsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Siguröur Porri Sigurðsson og Sveinn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son.Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjórn; Síðumúla 12. Aígreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalsími hlnðsins er 27022 (10 Knur). Sotning og umbrot: Dugbl^ðið hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskrif tarverð á mánuði kr. 70,00. Verfl (lausasölu kr. 4,00. Öskhyggjan nægir ekki Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra lagði skýrslu sína um utan- ríkismál fram hinn 30. marz, líklega til að undirstrika staðfestu sína f utanríkis- og varnarmálum. Skýrslan er með hinum betri, sem frá utanríkisráðherrum hafa komið. Ólafur færir skýr rök fyrir því, að nú er sízt slíkt heimsástand, að gæfulegt væri að láta óskhyggju í utanríkismálum ráða ferðinni. Kaldir vindar næða að nýju. Stríðsótti fer vaxandi. „Ákvörðun okkar um þátttöku í Atlantshafsbanda- laginu var tekin, vegna þess að þróun heimsmála ára- tuginn fyrir stofnun þess hafði fært okkur heim sanninn um það, að fengnu sjálfstæði er auðvelt að glata. Því tókum við þá ákvörðun að tryggja öryggi okkar með samstarfi við þær lýðræðisþjóðir, sem okkur standa næst,” sagði Ólafur. ,,Sú ákvörðun hefur reynzt okkur heilladrjúg, og er okkur hollt að minnast þess, þegar aðrar þjóðir í álfu okkar eiga í alvarlegum erfiðleikum vegna óska sinna um, að lítil- lega verði losað um þá hlekki, sem á þeim hvíla. Við megum þá einnig í þessu sambandi minnast örlaga smáþjóða við Eystrasalt, sem fengu fullveldi sitt sama ár og íslendingar en hurfu síðan úr tölu sjálfstæðra þjóða fyrir tilverknað sterkari aðila.” Ólafur kvaðst rifja þetta upp, því að umræður um styrjaldarhættuna hefðu færzt í aukana og menn hug- leiddu hvað verða mætti til að bægja þessari hættu frá dyrum íslendinga. ,,í þeim umræðum hefur ýmsum þótt það helzt til bjargar íslenzkri þjóð, að við snerum baki við bandalagsþjóðum okkar og hyrfum aftur til óvopnaðs hlutleysis í þeirri von, að með því mættum við sjálfir komast hjá öllum hættum.” ,,Ég hygg, að okkur sé hollast að vera raunsæir í þessum málum sem öðrum,” sagði Ólafur. „Við skul- um líta á kort af heimsbyggðinni og hugleiða jafn- framt, hvaða hernaðartæki það eru, sem risaveldin hafa lagt höfuðáherzlu á að koma sér upp á undan- förnum árum, hverjar loftleiðirnar eru og hverjar leiðir þarf að fara á sjó og neðansjávar, ef einhvern tíma á að beita þessum tækjum. Okkur verður þá væntanlega ljóst, að ekki aðeins erum við íslendingar ekki einir í heiminum, heldur er land okkar vegna legu sinnar orðið mjög skýr hluti af þeirri herfræðilegu heims- mynd, sem við risaveldunum blasir í dag. Því miður þarf meira en óskhyggjuna eina til að breyta þeirri mynd og því tel ég það höfuðatriði í öryggismálum okkar, að við tökum þátt í starfsemi Atlantshafs- bandalagsins og leggjum með því fram okkar skerf til að komið verði í veg fyrir, að styrjöld geti nokkru sinni brotizt út í okkar heimshluta.” Svonefndum hernámsandstæðingum mun reynast örðugt að svara skýrum rökum utanríkisráðherra. Nú er sízt sá tími, að íslendingar ættu að ýta undir út- þenslustefnu Sovétríkjanna með daðri við hlutleysis- stefnu. Tími slökunarstefnunnar er liðinn, að minnsta kosti að sinni. Innrás Sovétríkjanna í Afganistan batt enda á það tímabil. Nú bíða menn óttaslegnir eftir, hvert verði næsta högg, sem ríður. Innrás í Pólland gæti orðið á hverri stundu. Við eigum ekki kost á að færa ísland úr stað á hnettinum. Og vegna legu landsins verður allt tal um hlutleysi i hugsanlegum átökum jafnfráleitt og hlut- leysishugmyndir sumra þeirra þjóða voru, sem Þjóðverjar lögðu undir sig í heimsstyrjöldinni. HVERSU FRJÁLS ER ÍSLENZK VERKA- LÝÐSHREYFING? Barátta pólskrar verkalýðshreyf- ingar fyrir frelsi sínrf og sjálfstæði hefur verið ofarlega á dagskrá í fjöl- miðlum að iindanförnu. En hvað felst í orðinu frelsi og hvernig er þess- um málum háttað hér hjá okkur? Að hvað miklu leyti eru samskipti verka- lýðshreyfingarinnar og atvinnurek- enda ákvörðuð í frjálsum samning- um? Þau eru gamalkunnug þau um- mæli stjórnmálamannanna að kaup og kjör eigi að ákvarðast í frjálsum samningum atvinnurekenda og laun- þega. Þó er varla búið að ganga frá samningum milli þessara aðila og blekið naumast þornað á undirskrift- um er ríkisstjórnirnar eru farnar að rifta þeim samningum sem gerðir hafa verið. Þann leik hafa nær allar ef ekki allar ríkisstjórnir leikið, reyndar með mismunandi harkaleg- um aðgerðum þó. Það er því ekki úr vegi að velta fyrir sér í hverju frelsi ís- lenzkrar verkalýðshreyfingar sé fólgið. Ekki kylfur lengur Það er Ijóst að verkalýðshreyfingin hefur fullt frelsi til að setja fram kröfur og að fylgja þeim eftir með verkföllum og öðrum löglegum að- gerðum og að semja við vinnuveit- endur um kjör sín. Þessi réttur er tryggður með lögum nr. 80 um stéttarfélög og vinnudeilur frá árinu 1938. Þessi lög hafa í daglegu tali verið kölluð atvinnulöggjöfin og fjalla um þær leikreglur sem gilda milli aðila vinnumarkaðarins. Ef flett er gömlum dagblöðum frá upphafs- árum verkatýðshreyfingarinnar getur að líta fréttir af hörðum átökum og jafnvel blóðugum bardögum þar sem kylfuvæddu lögregluliði var beitt í átökum við verkafólk. Þar hefur orðið mikil breyting á og þessir tímar nú löngu liðnir. önnur vinnubrögð hafa verið tekin upp til þess^að gera að litlu kröfur launþegasamtakanna. Það er Ijóst að öflug verkalýðshreyf- ing er og á að vera það afl sem knýr á um þjóðfélagsumbætur og framfarir í atvinnulífinu njóti hún til þess frelsis. Því eru þær aðferðir ríkis- valdsins að ráðast sífellt á þá samn- inga, sem tekizt hafa milli aðila vinnumarkaðarins, afar varhuga- verðar og miða að því að gera at- vinnurekendur óábyrga í samskiptum þeirra við launþega og létta af þeim þeirri skyldu að gæta hagsýni og fyrirhyggju við rekstur fyrirtækj- anna. Það er kunnara en frá þurfi að segja, einkanlega í iðnaði, hversu al- gengt er að fluttar séu til landsins gamlar, slitnar og úreltar vélar og tæki, sem þykja orðið ónothæf í nágrannalöndunum okkar. Hér á landi virðast gilda önnur lögmál en í nágrannalöndunum. í stað þess að fylgjast með þeirri þróun sem átt hefur sér stað hefur íslenzkur at- vinnurekstur treyst á ríkisvaldið sér til fulltingis til að skerða þau kjör sem umsamin voru og halda þar með niðri lífskjörum almennings. Nú í seinni tíð er þó farið að örla á breyttri afstöðu atvinnurekenda í þessum efnum. Menn eru að byrja að átta sig á að ef íslenzkt atvinnulíf á að geta staðizt samkeppni þess erlenda þá þarf að fylgjast með og taka upp þá fullkomnustu tækni sem völ er á og auk tækninnar þarf að hafa vak- andi auga með því bezta í hag- ræðingu sem leiðir til aukinnar fram- leiðni vinnuveitendum og launþegum til hagsbóta. Þó ríkisstjórnir hver eftir aðra hafi fellt gengið, sett skerðingar- og kaupránslög hefur verkalýðshreyfingin þó náð fram stórsigrum í samskiptum sínum við sumar ríkisstjórnir. Þau atriði sem með þeim hætti hafa náð fram að ganga hafa nú i seinni tíð verið kall- aðir félagsmálapakkar. Verkalýðs- hreyfingin þarf i náinni framtíð að fylgjast með og láta til sín taka í ákvörðunum stjómvalda í efnahags- P „Önnur vinnubrögð hafa verið tekin upp til þess að gera að litlu kröfur laun- þegasam takanna. ’ ’ GUSTUR AFT- AN ÚR ÖLDUM „Gustur aftan úr öldum” — „Konum mikill ógreiði gerður” — sagði lagaprófessorinn. — „Fáranleg tillaga” „Vill ekki lögfesta misrétti” — „Brot á stjórnarskránni” er haft eftir nokkrum þingmönnum í dagblaði. „Frv. brot á jafnréttis- lögunum” (Mbl. 24.3). Þetta eru örfá sýnishorn af þeim viðbrögðum, sem frata hafa komið vegna frumvarps sem lagt hefur verið fyrir Alþingi sem felur í sér eftirfar- andi: „Þegar um er að ræða starf sem frekar hafa valist til karlar en konur, skal konunni að öðru jöfnu veitt starfið”. Ákvæði þetta skal endurskoðað að 5 árum liðnum. Góflar til síns brúks: Þessir sleggjudómar minna óneit- anlega nokkuð á þau viðbrögð sem urðu á Alþingi fyrir nokkrum áratug- um þegar til umræðu var frv. um rétt kvenna til embætta og kosningarétt og kjörgengi kvenna. Einn þingmanna sagði þá: „Ég et svo sannfærður sem maður getur verið — að öll þessi svonefnda kven- réttindahreyfing, sem nú er að ná yfirtökunum er óheillaspor er hlýtur að leiða til lífskvalar, — sem þó mun varla vera á bætandi.” Haft er eftir öðrum þingmanni, „að þótt konur væru guðsgjöf og góðar til síns brúks, — þá væru þær ekki færar í embætti, sem karlmönnum væri sér- staklega ætluð.” — Og annar þing- maður óttaðist yfirráð kvenna í öllum hreppsnefndum og sagði að Um það geta karlmenn að vísu best dæmt sjálfir hvort þeir hafi liðið kvalir fyrir réttindi kvenna, — en ég vil vona að svo illa hafi réttindi kvenna ekki leikið karlmenn að þeir hafi liðið lífskvalir fyrir. Það má því eins vel segja að við- brögð sumra nú sé eins og gustur aftan úr öldum, því að ekki verður séð að þeir sem eru stóryrtir vegna þessa máls hafi kynnt sér hvers vegna nauðsynlegt hefur nú þótt að flytja málið inn á Alþingi með þeim hætti sem nú er gert. Ég ætla ekki í þessari grein að fjalla um aðdraganda þess hvers vegna tillaga er nú gerð um nýjar leiðir til að tryggja jafnrétti kvenna og karla. — Því hef ég gert skil fyrir nokkru hér í Dagblaðinu. Þess í stað vil ég svara nokkuð þeim sleggjudómum, sem birst hafa í ýmsum myndum í garð þessa máls. Jóhanna Sigurðardóttir Gustur aftan úr öidum svo gæti farið að t.a.m. í hrepps- nefnd yrðu eintómar konur. Sennilega geta allir verið sammála um það í dag að þessir fordómar hafi ekki átt við rök að styðjast. Ekki hafa konur yfirtekið öll sæti í hreppsnefndum, bæjarstjórnum eða á Alþingi nema síður væri. 1 fjölmiðlum hefur lagaprófessor sagt að þetta ákvæði gangi gegn þeirri grundvallarstefnu sem felst í stjórnarskránni. — Og að ákvæðið sé eins og gustur aftan úr öldum — og fleira í þeim dúr og vitnar þar i á- kvæði stjórnarskrárinnar. Segir laga- prófessorinn að þó það sé ekki berum orðum tekið þar fram að þar skuli ríkja jafnréttishugsjón, þá séu reynd-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.