Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 9 Nýjar snyrtivörur miða að þvf að gefa konum fjarrænan og upphafinn litblæ sandsléttunnar og skóglausra fjalla. Nýju litimir í amerískum snyrtivörum: Tærir og upphafnir eins og fjarlægar eyðimerkur Meðal tízkulitanna í ár eru ljós- brúnn og kakibrúnn einna vinsælastir, gjarna skreyttir með skærum og heitum litum. Ameríska snyrtivörufyrirtækið Estée Lauder sendir nú frá sér snyrtivörur sem hæfa þessum litum og sækir fyrr- myndir í eyðimerkurlandslagið sem yíða finnst sunnarlega í Banda- ríkjunum. Þessi snyrtivörulína ber einmitt nafnið Litir eyðimerkurinnar miklu í Bandaríkjunum (Colors of the Great American Desert). Hún einkennist af að reynt er að hafa litina eins bjarta og gegnsæja og mðgulegt er. „Meikið” er mjög þunnt og kallað Litaþvottur (Colour Wash). Sem sagt litað krem, sem maður þvær á sig, ef svo má segja, mjög þægilegt í meðförum. Það fæst í mörgum litum, frá apríkósu yfir í brons. Ofan á „meikið” er notað fast púður og kinnalitur sem kemur í ýms- um blæbrigðum. Augnalitir koma í litaskalanum frá melónu og brúnu yfir í ljósrautt og palomino (eins konar hvítur litur). Varaliturinn er frá eldrauðu niður í brúnleitt og sömuleiðis naglalakkið sem fæst einnig i hluttausum sandlit. En ekki er gott að setja eyði- merkurliti á húð sem er hrjúf eins og sandpappír, og til að fyrirbyggja það framleiðir Estée Lauder (og önnur snyrtivörufyrirtæki) „upp- byggingar-krem”. Það á að hjálpa húð sem farin er að eldast og orðin treg til að endurnýja dauðar húð- frumur og heitir Age Smoothing Creme, ellimýkingarkrem. Þannig Iftur gistigámurinn út — f honum er loftræstlng, útvarp og sjónvarp en islenzkur karlmaður gæti ekki staðifl uppréttur i honum, þvf lofthæð er ekki nema hálfur annar metri. ÓdýrgistihúsíJapan: Maður sefur f gám eða hylki Ný tegund gistiherbergja verður nú æ algengari í Japan — svokölluð hylkjahótel (Capsule Inns). Gestirnir sofa þar ekki í her- bergjum heldur í smáklefunr úr gerviefni sem minna ekki lítið á gáma eins og þá sem notaðir eru í skipa- lestum. Þessir „gistigámar” eru svo sem hálfur annar metri á hæð og breidd. Þeim er staflað hlið við hlið og hverjum ofan á annan. Gesturinn verðuraðskríða inn í þetta svefnpláss á fjórum fótum. „Þetta er eins og að sofa í lík- kistu,” er haft eftir manni sem gisti á þennan hátt í hylkjahótelinu í Ósaka. Á því hóteli eru 418 gistigámar í þriggja hæða húsi. Á hverri hæð er sameiginleg setustofa fyrir gámagestina og auk þess gufubaðstofa. í hverjum gámi e'r loftræstingar- kerfi, útvarp og sjónvarp. Það sem eykur þessari tegund gististaða vinsældir er sjálfsagt verðið sem er lágt. Það kostar þrisvar sinnum minna að gista á slikum stað heldur en á venjulegu gistihúsi af allra ódýrustu tegund. Þeir sem not- færa sér þetta eru alls konar sölu- og sendimenn sem á þennan hátt geta drýgt dagpeninga sína að miklum mun og leyft sér í staðinn munað í mat og drykk eða aðrar lystisemdir borgarlífsins. FÓLK Upptökur f rá árinu 1962 gefn- ar út á nafni Silver Beatles Paul McCartney, John Lennon og George Harrison uppi á húsþaki i Hamborg einhvern tima á árinu 1961 — ári áður en þeir hljóðrituðu til prufu iögin sem eru á Dawn Of The Silver Beatles. Fyrirtækið United Distributors Lyrics í Phoenix í Banda- ríkjunum hefur tilkynnt að nú um mánaðamótin byrji það að selja LP plötu með hljómsveitinni Silver Beatles gegn póstkröfu. Plata þessi ber nafnið Dawn Of The Silver Beatles. Að sögn talsmanna fyrirtækisins hefur hún að geyma upptökur sem unnar voru árið 1962 eða svo. Hljóðfæraleikararnir, sem þar koma við sögu, eru John Lennon, Paul McCartney, George Harrison og Pete Best trommuleikari. Sé þetta rétt eru upptökurnar svipaðar að aldri eða aðeins eldri en Hamborgarspólurnar frægu sem komu út á plötu fyrir nokkrum árum. Þær voru lengi taldar vera elztu hljóðritanirnar sem Bítlarnir gerðu saman. Að sögn talsmanns United Distributors Lyrics voru lögin á plötunni tekin upp til prufu. Búið er að lagfæra þær mjög með nútíma tækni, meðal annars digitaltækni. Ef marka má orð útgefendanna á platan að hljóma betur en fyrstu þrjár LP-plötur Bítlanna. Þarna er að finna lög eftir Chuck Berry, Coasters, Carl Perkins, Bobby Vee og tvö lög eftir Lennon og McCartney. Þau nefnast Love Of The Loved og Like Dreamers Do. United Distributors Lyrics hafa boðað að platan Dawn Of The Silver Beatles sé hin fyrsta í útgáfuröð sem hefur að geyma sjaldgæfar upptökur. Meðal annars eru væntanlegar slíkar plötur með Elvis Presley, Rod Stewart, Hall & Oates og fleirum. Úr BILLBOARD. Ringo Starr og Barbara Bach hafa búið saman í heilt ár: Hjónaband á döfínni Ringo Starr þurfti ekki að beita hellisbúaaðferðum til að vinna hug og hjarta Barböru Bach sem kunnust er fyrir að hafa leikið eina af ást- konum James Bond. Bítillinn fyrrverandi þurfti ekki að rota hana með kylfu og draga hana heim á hárinu eins og hellisbúar gera í steinaldarskrýtlum. Hún féll fyrir honum þegar þau unnu saman að gerð gamanmyndar Ringos, Hellis- búanum. Það var fyrir einu ári og síðan hafa þau búið saman í tólf her- bergja húsi í Beverly Hills í Hollywood. Barbara sem er 31 árs, á tvö börn frá hjónabandi sínu og italsks kaupsýslumanns — Francescu, 12ára og Gianni sem er 8 ára. Hún hefur aðstoðað Ringo við að hefja aftur upptökur laga eftir langt hlé. { raun eru þau svo samrýnd að þau hyggjast ganga í hjónaband næstahaust. Ringo og Barbara Bach. Þau hafa búið saman i heilt ár og hyggjast ganga i hjónaband næsta haust.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.