Dagblaðið - 20.05.1981, Page 1

Dagblaðið - 20.05.1981, Page 1
f i i i i \ * * i i i i i i i i i i i i i i 7. ÁRG. —MIÐVIKUDAGUR 20. MAl 1981 - 112. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGRKIÐSLA ÞVKRHOLTI 11—AÐALSÍMI 27022. Útvarpsumræðumar í gærkvöldi: Hart deilt um efnahags- og orkumálin Hjörleifur Guttormsson orkuráð- herra taldi orkufrumvarp sitt marka tímamót en stjórnarandstæðingar töluðu um „afturhaldssöng Hjör- leifs”. Ráðherrar hældu sér af miklum árangri í baráttunni við verð- bólguna en andstæðingar þeirra sögðu aðgerðir stjórnarinnar vera hálfkák eitt og fölsun vísitölunnar. Hart var deilt í útvarpsumræðun- um í gærkvöldi. Svavar Gestsson félagsmálaráðherra vitnaði til nýrra talna um að kaupmáttur launa yrði meiri en búizt hefði verið við, þegar samningar voru gerðir síðastliðinn vetur, eða 96,6 í samanburði við 100 árið 1979 í stað 96,0 sem spáð hefði verið í nóvember. Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra sagði að dregið hefði úr spennu og meira jafnvægi ríkti. Hann vitn- aði til þess að tekizt hefði að halda genginu óbreyttu í 5 mánuði. Geir Hallgrímsson (S) sagði að Alþýðubandalagið væri að einangr- ast málefnalega og tímaspursmál væri, hvenær „lýðræðissinnar” tækju höndum saman um að útiloka þann flokk frá stjórn. Kjartan Jóhannsson (A) ræddi um „íhaldssama nei- og núllstefnu Alþýðubandalagsins”, sem réði ferð- inni í stjórnarsamstarfinu. Hann greindi frá nýjum tillögum Alþýðu- flokksins í orkumálum, sem DB greindi frá í gær. Hann sagði að þær verksmiðjur sem stjórnin er með til- lögur um skiptu engu varðandi orku- frekan iðnað. Því máli hefði stjórnin ekki tekiðá. Steingrímur Hermannsson ráð- herra sagði að spáð væri 8% vísitölu- hækkun 1. ágúst. Því yrði að halda visitöluhækkun 1. nóvember um 10%, ætti takmarki ríkisstjórnar- innar að verða náð. Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra lagði til að út- reikningsdögum vísitölu yrði fækkað ítvoáári. -HH. fríálst úháð daublað Fróðlegar upplýsingar gefnar á Alþingi: Risna Landsbankans 300 Hvergi í opinberum rekstri á íslandi er meiri risnukostnaður en í Lands- banka fslands. Risna þar á árinu 1980 nam samtals 73.233.000 krónum eða rúmri hálfri annarri milljón króna á viku hverri allt árið. Upplýsingar þessar komu fram í skriflegu svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur al- þingismanns um sundurlíðaðan kostn- að ýmissa opinberra stofnana á sl. ári. Eru svörinhiðfróðlegastaplagg. Engar skýringar eru við þennan ótrú- lega háa risnukostnað Landsbankans en fróðir menn geta sér þess til að inni- falin ' honum séu veiðileyfí banka- stjóra bankans og gesta þeirra, inn- lendra og erlendra. Næsthæst í risnuaf opinberum stofn- unuin er utanrikisráðuneytið með 37,9 milljónir króna, hálfdrættingur við Landsbankann. Þá kemur Seðlabank- inn með 30,1 milljón króna, þá menntamálaráðuneytið með 29,8 millj- ónir króna og síðan (öllum á óvart) heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið með 26,5 milljónir tæpar. Næst í röðinni er Sjónvarpið með 18,2 milljónir í risnu og þá loks Lands- virkjun með 18 milljónir. Rafmagns- veitur ríkisins fylgja í kjölfarið með 17,8 milljón króna í risnu. Forsætis- ráðuneytið er með 14,3 milljón króna risnukostnað og þar á eftir er röðin komin að Pósti og síma með 11,7 millj- ónir króna risnukostnað eða m.ö.o. tæpa hálfa aðra milljón króna á mán- uði hverjum. Fróðlegar upplýsingar koma einnig fram í svari fjármálaráðherra varðandi yfirvinnu 1 ríkisstofnunum. Þannig eru yfirvinnugreiðslur t.d. hjá Orkustofn- un 67,73% af öllum launagreiðslum stofnunarinnar. Næsthæst hlutfall yfir- vinnu miðað við heildarlaunakostnað „Margarslikar munukoma íkjölfariö” — segja IRA-menn um sprenginguna á Norð- ur-lrlandi fgær -sjá erlendarfréttir bls.6-7 hefur Flugmálastofnun, 54,25%, þá kemur Landsvirkjun með 48,63% allra launagreiðslna í yfirvinnu, Rarik með 44,65%. Engin ríkisstofnun greiðir hærri laun en Póstur og sími. Launagjöld í því fyrirtæki voru 13,3 milljarðar króna árið 1980. „Yfirvinna” í þeirri stofnun nam 3400 milljónum króna og var 33 sinnum hærri en liðurinn „föst yfir- vinna” hjá fyrirtækinu. -A.St. Dagstjarnan úr Keflavlk 1 Reykjavikurhöfn í morgun: ráúizt i vaklmanninn í hcfndarskyni. FOLSKULEG ARAS A VAKT Fjórir ungir menn réðust fólskulega á vaktmann um borð i skuttogar- anum Dagstjörnunni frá Keflavík, rétt fyrir miðnætti. Dagstjarnan (hét áður Rán og var gerð út frá Hafnar- firði) liggur við Faxagarð í Reykja- vik og var lögreglunni tilkynnt um DB-mynd: Sig. Þorri. MANN UM B0RDIT0GARA fjórir menn réðust á hánn í hefndarskyni árásina kl. 23.54. Árásin á vaktmanninn virðist hafa veriö gerð í hefndarskyni að sðgn Guðmuijdar Hermannssonar að- stoðaryflrlögregiuþjóns í morgun. Einn eöa fleiri fjórmenninganna höfðu v^rið reknir burt af skipinu og var skipstjóri um borð er það gerðist. Hann var síðan farinn frá borði er fjórmenningarnir sneru til baka og veittust að vaktmanninum. Vaktmaðurinn var sleginn og vankaðist hann og var fluttur á slysa- deild. Guðmundur vissi ekki frekar um meiðsli vaktmannsins í morgun, en taldi að þau hefðu ekki verið alvarleg. Tveir árásarmannanna náöust í nótt og sitja þeir í gæziu. Málið er í rannsókn en ölvun mun hafa átt sinn þátt í framvindu mála. -JH. þúsund á dagárið 1980 —risnukostnaður 15 ráðuneyta og 18 ríkisstofnana tæpar400 milljónir yfir árið eða nokkuð á aðra milljón króna á hverjum degi

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.