Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1981. 3 REYKINGAR A SUNDSTODUM —slíkur sóðaskapur ætti ekki að líðast SiONVARP — Buska: Mjög skemmti- leg mynd — vel til fundið hjá sjónvarpinu að hafa myndina svona snemma á dagskránni Móðir hringdi: Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir alveg frábæra laugardagsmynd, sem var Buska, eða sagan af Öskubusku færð í nútímabúning. Ég horfði á þessa mynd með stelpunum mínum og við höfðum allar mjög gaman af. Þetta skemmtilega ævintýri var ekki aðeins fært í nútímabúning á mjög skemmtilegan og aðgengilegan hátt heldur var söguþræðinum breytt þannig að endirinn er t.d. miklu eðli- legri en í ævintýrinu. Einnig fannst mér það vel til fundið hjá sjónvarpinu að hafa myndina svona snemma á dag- skránni, þannig að það var hægt með góðri samvizku að leyfa yngri börn- unum að horfa á myndina. Sjónvarpið mætti gjarnan halda áfram þessari stefnu. Takk fyrir. Þessi mynd er ekki úr Busku heldur annarri skemmtilegri söngvamynd, Hárinu. Hringið>'sl,,1f :iiikl.l3og_ mÍlliW „Smáauglýsingaþjónusta" heitir ein þjónustudeildin okkar. Setjir þú smáauglýsingu i Dagblaðið getur þú beðið um eftirtalda þjónustu hjá smá- auglýsingaþjónustu blaðsins þér að kostnaðarlausu: Tilboðamóttöku í síma. Við svörum þá í síma fyrir þig og tökum við þeim tilboðum sem berast. Upplýsingar í síma. Við veitum fyrirspyrjendum upp- lýsingar um það sem þú aug lýsir, þegar þeir hringja til okkar. Að sjálfsögðu aðstoðum við þig, ef þú óskar þess, við að orða auglýsingu þína sem best. i Njóttu góðrar þjónustu ókeypis. IBIAÐW er smáauglýsingablaðið Þverholti 11 - Sími 27022 Opiðtil kl. 10í kvöld Mlldll sóöaskapur fylgir reykingum og þær ættu alls ekki að liðast á sundstöðum. DB-mynd Hörður. Sundlaugargestur hringdi: Ég brá mér í sund um helgina. Eftir smásundsprett kom ég mér vel fyrir og ætlaði að láta sóiina baka mig. En í stað þess að fá á mig þennan eftir- sótta brúna lit fékk ég yfir mig ösku eins og Hekla væri að gjósa í næsta nágrenni. Einn af þeim sem hugsar bara um sjálfan sig hafði kveikt sér í sígarettu og púaði hana með auð- sjáanlegri ánægju. Það er alveg furðulegt hvað þetta reykingafólk gengur langt í frekjunni og sóðaskapnum. Þessu fólki hefur liðizt nógu lengi að menga umhverfið fyrir okkur hinum. En að reykja þar sem hópur fólks er í sólbaði er full- langt gengið. Raddir lesenda Hefur þú verið viðstaddur barnsfœðingu? Guðmundur Grimsson bOstjóri: Nei, en það er aldrei að vita hvað maður á eftir. Spurning dagsins Friðrik Sophusson bilstjóri: Ég á fimm börn. Alltaf þegar konan fór að eiga, þá fór ég að sofa. Jón Helgason bUstjóri: Nei, það var ekki komið i tízku þegar konan mín átti. tvar Gunnlaugsson sjómaður: Nei, það hefégekki verið. Óskar Gunnarsson stýrlmaður: Já, það er sú mesta lifsreynsla sem ég hef lifað. CecU Vlðar Jensen vélstjóri: Nei, en ég væri ekki frá því ef þannig stæði á.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.