Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 7

Dagblaðið - 20.05.1981, Síða 7
DAGBLAÐIÐ. MÍÐVIKUDAGUR 20. MAÍ1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent D Erlendar fréttir Bandaríska tölvukerfið úrelt Kunnur bandarískur sérfræðingur, Milton Socolar, sagði i gær að banda- ríska tölvukerfið sem vara ætti við kjarnorkuárás hefði gengið sér til húð- ar fyrir löngu og koma þyrfti upp nær algjörlega nýju kerfi. Pólverjar fá gjaldf rest Vestur-þýzkir bankar hafa ákveðið að veita Pólverjum gjaldfrest á 2,37 milljarða dollara skuld en þó ekki á. eins hagstæðum kjörum og Pólverjar höfðu óskaðeftir. Irski lýðveldisherinn hefur hótað ítrekuðum hermdarverkum gegn brezka hernum í kjölfar árásar á brezkan herflutningavagn í gær. Þá sátu liðsmenn IRA fyrir brynvörðum herflutningavagni Breta nærri Camlough á Norður-lrlandi og sprengdu hann í loft upp, með þeim afleiðingum að fimm brezkir her- menn biðu bana. írski lýðveldisherinn skýrði frá þvi i gær aö þessi árás væri hefnd fyrir það að félagar IRA i Maze-fangelsinu hefðu verið látnir deyja í hungurverk- fallinu. „Margar slikar (sprengjur) munu fylgja í kjöifarið,” sagði í til- kynningu IRA. Sprengingin í gær var ákaflega öfiug og er talið að hér hafi verið um að ræða öflugustu jarðsprengju sem sprengd hefur verið á Norður-ír- landi. Talið er, að hún hafi verið um þúsund pund enda lék allt á reiði- skjálfi í meira en kllómetra fjarlægð þegar hún var sprengd. Brezku her- mennirnir munu allir hafa látizt sam- stundis. Hungurverkfall IRA-manna í Maze-fangeisinu heldur áfram. Auk þeirra Sands og Hughes sem þegar hafa látið lífið er Raymond McCreesh, 24 ára gamall, ákaflega hætt kominn enda hefur hann ekki' neytt matar í 60 daga. Bobby Sands. Hann varð fyrstur lRA-manna í Maze-fangelsinu til að svelta sig til bana. Hefndaraðgerðlr IRA eru nú hafnar vegna þess að brezka stjórnin gekk ekld að kröfum Sands og félaga hans og leyfði þelm að deyja. llllllliíÍi'jÍÍll ; ipisÉÉty M1S :: ’■ :: ::: : - - ÍMi - . fSsm Lennon og Yoko í Danmörku árið 1978. Lennon þoldi ekkijapönsku — Hann var ákaf lega af brýðisamur, segir Yoko Ono í blaðaviðtali Yoko Ono, ekkja Bítilsins John Lennon, hefur skýrt frá því i blaða- viðtali að hinn látni eiginmaður hennar hafi verið með ólíkindum afbrýðisamur. Hann vildi að þau hjón væru sem eitt hold og einn hugur. Honum var illa við að Yoko gæfi sig á tal við aðra karlmenn og hann gat alls ekki þolað að hún talaði japönsku vegna þess að á þeim brautum gat hann ekki fylgt henni. ,,Ég varð alltaf að fara með honum inn á salerni i stúdíóum vegna þess að hann óttaðist að ég færi á brott með einhverjum öðrum karl- manni,” sagði Yoko í blaðaviðtalinu. Hún segir að Lennon hafi verið ákaflega hamingjusamur áöur en hann var myrtur og sjálf hafi hún verið að hugleiða það, nokkrum dögum áður en maður hennar var myrtur, hvort lífið gæti haldið áfram að vera svona dásamlegt. Ætlaði að myrða Waldheim Mehmet Ali Agca, sem sýndi Jó- hannesi Páli II. páfa banatilræði á Pét- urstorgi síðastliðinn miðvikudag hefur lýst því yfir við yfirheyrslur, að hann hafi ætlað sér að myrða Elísabetu Eng- landsdrottningu og Kurt Waldheim, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Hann hafi hætt við að myrða Elísabetu af því að hún er kona og Waldheim hafi sloppið vegna þess að hann hafi ekki átt fyrir flugfarinu til NewYork. Mehmet Ali Agca. Lögreglan telur að öfgasamtök i Tyrklandi hafi mútað honum til að myrða páfann. Hún leggur ekki mikinn trúnað á frantburð hans. VIÐ BJÚÐUM 4 GERÐIR auglýsir: A 2 HENTUGT/ SUMARBÚSTAÐ/ OGÞARSEMLÍT/D PLÁSS ER Gerð: KP-2 BEHANETTE rafmagnse/dunartæki frá Gerfl: PX Gerfl KPH. GerðA-2: Tvœrhellur. 14,5 cm, 1500 vött, og 18 cm, 1200 v. Ofh. Rúmmúl: 20 lltrar. Fylgihlutir: 1 pannu, 1 bökunarplata og 1 rist. Verð kr. 1.498,50. KP-2: Tvœr hellur. 14,5 cm, 1000 v, 18 cm, 1200 v. Verð kr. 578,30. PX: 14,5 cm, 1500 vött. Hella. Verð kr. 352,00. KPH: 22 cm, 2000 vött. Hella. Verð kr. 532,00. GOTT VERÐ - LITTU INN HJA OKKUR Austurveri Simi 84445 — Háaieitisbraut 68

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.