Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAf 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I Popp- punktar Vinnslu cr nú um þuð hil að Ijúku ú fyrstu sólóplötu Debbie Harry, sönpkunu i hljómsveitinni Blondie. — Upptöku á henni stjórna sem kunnupt er diskókónp■ arnir Alile Rodgers op Bernard Edwardes. — Þeirsem heyrt hafa áranpurinn sepja að lög pliitunnar hljómi mjöf’ vel ng uðruvisi en ann- að sem Dcbbie hcfursungið hingað til. Meðal annurs verður á plötunni lag sem nefnist MUitary Rap. Þuð er ísvuköUuóum „rap’’stil, líkt og lagið Rapture með Blondie. Þvi er spúð miklum vinsaidum á diskó- tekum. Talandi um Debbie Harry, þá var henni hoðið að syngja titillagið við nýjustu James Bond-biómynd- ina For Your Eyes Onty. Hún hafnaði þvi tilboði umsvifalaust svo að skozka söngkonan Sheena Easton var fengin til verksins í staðinn. Og talandi um Sheenu Easton: Hún átti nýtega lag i fyrsta swti bundaríska vinswldalistans, Morn- ing Train. Aðdáendur Sheenu kannast áreiðanlega við lagið undir nafninu Nine To Five. Astwðan fyrir þvi að skipt var um nafn á lag- inu, erþað vargefið út i Bandarikj- unum, er einfiild. Fyrir nokkru var annað Nine To Five-lag á toppn- um þar vestra, samið og sungið aj Dolly Parton. Þar sem Parton lagið náði vinswldum þur á undan þótti vissast að breyta nafninu á lagi Shcenu Easton svo að þuð ylli engum ruglingi. Þeir sem hyggjast kaupa sér gamlar hljómplötur með Rod Stewart í London á nwstunni munu komast að þvi að þwr eru á óvenjulega hagstwðu verði, aðeins £2.80. Að undanförnu hefur mikið horið á því að fiuttar vwru inn ödýrar og ómerkilegar plötur með stjörnunni. Utgáfusamsteypan WEA ákvað því að Iwkka verðið á plötunum A Night On The Town, Atlantíc Crossing og Blondes Have More Fun til að mwta keppninni. Ekki liggur Ijóst fyrir hvaða lug af pliitunni Bully For You með B. A. Robertson verói valið nwst á litla plötu. Tvö koma helzt til greina; titillagið og Maggie. Hið siðarncfnda er titillag sjónvarps- þáttar sem BBC 2 hefur sýnt að undanjörnu og hefur hlotið góðar viðtökur. Maggie þessi eraf verka- munnawttum en gengur mennta- hrautina. Efni textans segir nokk- uð til um hvuð fjallað er um í þátt- unum. I bígerð er i sumar að gera sjðn- varpsþwtti í Englandi um skozka rokktónlisturmenn. Þarna koma fram menn eins og Jack Bruce, B. A. Robertson, Sheena Easton, Rod Stewart og fleiri. Meira að segja verður einn þáttur helgaður hljómsvcitinni Bay City Rollers. B. A. Kohertson sagói, erhann var staddur hér á landi I slðustu viku, að gerð þáttanna yrði scnnilega ekki lokið fyrr en slðast I júli. Hann verður þvi upptekinn fram að þeim tíma og getur því hvorki samið lög fyrir sjálfan sig né aðra á meðan. Upp úr þvi fer hann vwntanlega að huga að nýrri LP- plötu. Nýjasta 45 snúninga platu hljómsveitarinnar Jam mun inni- hulda lógin Funeral Pyre og Disguises. Hún er vwntanleg á markaðinn i Englandi þann 22. mai. Hljómsveitin verður að heim- an á útgáfudaginn. Bobby Ewing heitir Patrick Duffy — er mesta gæðablóð en þreyttur á því Bobby Ewing heitir í rauninni Patrick Duffy og er sagður gull af manni og hamingjusamur fjölskyldu- faðir að auki. Eiginkonan, Carlyn, er tíu árum eldri og setti það dálítið fyrir sig i fyrstu. Patrick vildi ekki hlusta á slíkar léttvægar mótbárur; sagðist alltaf hafa verið meira fyrir þroskaðar konur. Alla vega virðast þau hafa átt vel saman því þau hafa verið gift í átta ár, eiga tvo drengi og segjast vera hamingjusöm. Þegar þau kynntust var hún ein af fimm dansmeyjum, hver annarri faliegri, og hann ætlaði sér að kynnast þeim öllum eftir röð. Svo fór þó að fyrsta stúlkan i röðinni gómaði hann og hefur haldið lionum síðan. Kunnugir segja það allóvanalegt í Hollywood. Þetta á þó að standa til bóta, sagði ólyginn okkur. Peningana er Bobby að vísu alinn upp við að hafa en snertingin við valdið sem þeim fylgir á að spilla honum með tímanum. Þannig verður Patrick að ósk sinni og hlutverkið verðurbragðmeira. Patrick Duffy, sem leikur Bobby Ewing i Dallas, ásamt konu sinni, Carlyn. Annars var Patrick ekkert yfir sig hrif- inn af Bobbyhlutverkinu fyrst framan af í Dallas. Honum finnst þreytandi að leika svona gæðablóð og segist vel geta verið jafnandstyggilegur og hver annar í þáttunum. Carios Reutemann hirti ekki um að aka sigurhring eða láta kampavínið freyða að sigri sínum í Zolder loknum. Tvö alvarleg slys urðu í tcngslum við keppnina. í bæði skiptin voru viðgerðamenn eknir niður. Rcutemann var sjálíur valdur að öðru slysinu. Heimsmeistarakeppnin í kappakstri í Zolder í Belgíu: Enn sigrar Reutemann — keppninni var hœtt eftir 55 hringi vegna veðurs Argentínumaðurinn Carlos Reute- mann hefur nú tólf stiga forskot í heimsmeistarakeppninni í Formula 1 kappakstri. Hann sigraði i keppninni í Zolder í Belgíu á sunnudaginn. Þegar stjórnendurnir stöðvuðu keppnina eftir 55 hringi af sjötíu var Reutemann um það bil hálfri mínútu á undan Frans- manninum Jacques Laffite. Keppnin í Zolder einkenndist af stanzlausum hrakföllum. Reutemann ók til dæmis niður viðgerðamann frá Osella-liðinu við æfingar á föstudag. Á sunnudaginn varð annar viðgerðamað- ur fyrir slysi. Hann var að dytta að ein- hverju í Arrows bíl ítalans Riccardo Patrese er félagi hans úr Arrows liðinu, Sigfried Stohr, kom aðvífandi og ók á bíl Patreses. Viðgerðamaðurinn brotn- aði á báðum fótum og meiddist einnig á höfði. Hvorugur Arrows bíllinn .var með í keppninni. Stjórnendur Zolder-keppninnar ákváðu að stöðva kappakstursbllana á 55. hring. Þá var komin úrhellisrigning og slysahættan orðin mun meiri en I upphafi. Án efa var það skynsamleg ákvörðun. Nóg var að tveir viðgerða- menn lægju alvarlega slasaðir á sjúkra- húsi þó að lifi og limum ökumannanna væri ekki hætt einnig. Reutemann neitaði að keppninni lokinni að aka sigurhring eða sprauta kampavíni eins og venja er. Hann sagði að slysið með Arrows viðgerðamann- inn „og önnur atvik” hefðu eyðilagt siguránægju sína. „Þetta er búinn að vera bölvaður leiðindadagur,” sagði Reutemann um leið og hann hraðaði sér í burtu. Með sigri sinum á sunnudaginn sétti Carlos Reutemann nýtt met í Grand Prix keppninni. Hún var sú fimmtánda í röð sem Reutemann tókst að vera í einu af sex efstu sætunum. Þar með var slegið met landa hans, Juan Manuel Fangio, frá fyrstu árum sjðtta áratug- arins. Af þeim 22 bílum sem hófu loka- keppnina i Zolder á sunnudaginn luku níu keppni. Röð þeirra var þessi: 1. Carlos Reutemann (Argentína) 2. Jacques Laffite (Frakkland) 3. Nigel Mansell (Bretland) 4. Gilles Villeneuve (Kanada) 5. Elio de Angelis (Ítalía) 6. EddyCheever (Bandaríkin) 7. JohnWatson (Bretland) 8. Didier Pironi (Frakkland) 9. Bruno Giacomelli (ítalfa) 1 klst. 16:31.61 1:17:07.67 1:17:15.30 1:17:19.25 1:17:20.81 1:17:24.12 1:17:33.27 1:18:03.65 1:18:07.19 Reutemann fór hringinn á beztum tíma í 37. umferð. Tími hans þá var ein mínúta 23.30 sekúndur. Meðalhraðinn á hringnum var 184.192 kílómetrar á klukkustund. Staðan í heimsmeistarakeppninni eftir sunnudaginn er þessi: 1. Carlos Reutemann (Argentína) 34 stig 2. Nelson Piquet (Brasilía) 22 stig 3. AlanJones (Ástralía) 18 stig 4. Riccardo Patrese 10 stig 5. Jacques Laffite(Frakkland) 7 stig 6. Elio de Angelis (Ítalía) 5 stig 7. Nigel Mansell (England) 4 stig Alain Prost (Frakkland) 9. Mario Andretti (Bandaríkin) 3 stig Hector Rebaque (Mexíkó) Marc Surer (Sviss) Gilles Villeneuve (Kanada) 13. Rene Arnoux (Frakkland) 2stig Eddie Cheever (Bandaríkin) Didier Pironi (Frakkland) 16. Andrea de Cesaris (Ítalía) 1 stig Patrick Tambay (Frakkland) John Watson (Bretland) Mandy Rice-Davis afvegaleiddi — leikur Maddy sem afvegaleiðir Mandy Rice-Davies, er mikla at- hygli vakti upp úr 1963 vegna aðildar sinnar að brezka Profumo-hneyksl- inu, er í sviðsljósinu á nýjan leik. Hún leikur Maddy í gamanleiknum Óhreinn þvottur eftir Tom Stoppard. Hlutverkið Maddy ætti að hæfa henni einstaklega vel þvi Maddy af- vegaleiðir háttsettan brezkan stjórn- málamann. Annars vitum við fjarska lítið um dömuna, nema þá það að henni héfur ekki vegnað allt of vel, hvorki sem eiginkonu né eiganda matsölustaðar. Við vitum heldur ekki hvar hún fékk þessi einstaklega ljótu nærföt né hvað kemur henni til þess að láta sjá sig í þeim. Mandy Rice-Davis, sem við minn- umst úr brezka Profumo-hneykslinu, er nú orðin 36 ára og leikur Maddy sem afvegaleiðlr háttsettan brezkan stjórnmálamann. Börn f Bremen læra tannburstun með sýnikennslu, siðan fá þau að sjá tilraunir sínar á myndsegulbandi og árangurinn er betri tannhirða. Það er leikur að læra — eða lært af leik Skólatannlæknir nokkur, dr. Wolfgang Schlamp, ferðast á milli leikskóla i Bremen, Þýzkalarldi, og kennir börnunum að bursta tennur með allsérstakri sýnikennslu. Hann kemur með sett af risatönn- um og jafnrisavaxinn tannbursta sem rollingunum er kennt að beita rétt við hirðingu umræddra tanna. Síðan er allt saman tekið upp á myndsegul- bandstæki svo börnin fái að sjá sig að verki. Árangurinn á að vera með miklum ágætum því áhugi á hirðingu tanna, ásamt framkvæmdum í því sam- bandi, á að hafa stóraukizt. Enda er sagt að það sé leikur að læra, og allir vita að börn læra bezt ef hægt er að gera þaðmál að leik.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.