Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 20.05.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1981. NEMENDALEIKHÚSIÐ Morðið á Marat Sýning í kvöld kl. 20. Sýning fimmtudagskvöld kl. 20. Miðasala í Lindarbœ frá kl. 17 alla daga nema laugardaga. Miðapantanir í síma 21791. FÁAR SÝNINGAR PLEXIGLAS Acryl-gler í háum gæðaflokki. Eigum fyrirliggjandi Plexiglas í glæru og ýmsum litum, t.d. undir skrifstofu- stóla, á svalir, sólveggi og handrið, í ljósaskilti,1 gróðurhús, vinnuvélar og fleira — Skerum og beygjum. AKRON H/F Síðumúla 31 Sími 33706 Almennur félagsfundur r 1 TAFLFÉLAGI REYKJAVlKUR verður haldinn að Grensásvegi 46, Reykjavík, mánudaginn 25. maí 1981, ki. 20. DAGSKRÁ: Umræður um val fulltrúa Taflfélags Reykjavíkur á aðalfund Skáksambands íslands. F.H. TAFLFÉLAGS REYKJAVÍKUR GUDFINNUR KJARTANSSON. STYRKUR TIL HÁSKÓLANÁMS í FRAKKLANDI Laus er til umsóknar einn styrkur til náms í raunvísindum við háskóla í Frakklandi háskólaárið 1981—82. Umsóknunt um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum, skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík, fyrir 3. júni nk. — Umsóknareyðublöðfást í ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 13. mai 1981. 1981 Aðalfundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í hliðarsal Hótel Sögu miðvikudaginn 10'júní nk. og hefst kl. lOárdegis. Dagskrá samkvæmt fclagslögum Lagabreytingar Stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda. Launafólk Akureyri: Lýðrœði í verkalýðs- hreyfingunni? Opinn fundur í Nýja bíói, Akureyri, laugar- daginn 23. maí kl. 14. Á fundinum tala m.a. Hákon Hákonarson, forseti Alþýðusambands Norðurlands, Magnús E. Sigurðsson, formaður Félags íslenzkra bókagerðarmanna, Hjördís Hjartardóttir, Áhugasömum félögum í BSRB, Guðmundur Sæmundsson, Einingu, og Gunnar Hallsson, Félagi verzlunar- og skrifstofufólks Akureyri. Skemmtiatriði. Almennar umræður. Allir launþegar eru velkomnir á fundinn. Áhugahópur um aukið lýðræði í verkalýðshreyfingunni. Eykst kostnaður og versnar þjónustan? —eða tryggir Læknaþ jónustan sf. að hægt verður að senda sjúka til læknis þrátt fyrir uppsagnir? „Félagið er stofnaö til að tryggja að þjónusta læknanna sé fyrir hendi,” sagði Jóhann heiðar Jó- hannsson læknir og formaður ný- stofnaðs félags, Læknaþjónustunnar sf., í viðtali við DB í gær. Eins og þar kom fram hefur félagið sent út taxta sinn og selja sérfræðingar týna sinn á 420 krónur og aðstoðarlæknar á 295 krónur. Með þessu móti geta sérfræðingar fengið allt að 70—80 þúsundum króna i laun á mánuði. Inni í þessu eru falin launatengd gjöld þannig að laun samkvæmt taxta þessum rynnu ekki öll í vasa læknisins. Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, sagði í DB í gær að taxti Læknaþjónustunnar yrði ekki samþykktur. Fjármálaráðuneytið semur við Læknafélagið um kaup og kjör. Uppsagnir lækna eru nú byrjaðar að taka gildi og halda áfram að gera það næstu daga. Kemur þetta niður á þjónustu við sjúklinga eða eykur þetta verulega kostnað við læknis- þjónustu hér á landi? DB leitaði til landlæknis, framkvæmdastjóra ríkis- spítalanna og formanns Læknaþjón- ustunnar f gær og fara svör þeirra hér áeftir. - JH Ólafur Ólafsson landlæknir: Landlæknisembættið kemur inn í málið ef þjónustan versnar — réttast að setjast niður og sem ja um vandamálið „Landlæknisembættið kemur varla inn í þessar deilur nema ef þjón- ustan við fólkið versnar,” sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í gær. „Þá verður að skoða málið og reyna að bæta úr. Tilvik sem þessi hafa gerzt áður og af reynslu sem þá hefur fengizt hefur fólk ekki orðið líða vegna verri þjónustu lækna. Yfirlæknar hafa verið menn til þess að segja, hvenær sérfræðinga væri þörf, þannig að þjónusta væri viðunandi. Hins vegar er ekki hægt að segja nú hvernig þessi mál þróast. Menn hafa veriðað gera þetta að fjölmiðlamáli i stað þess að semja. Réttast er að setjast niður og semja um vandamálið eins og gert er í okkar þjóðfélagi í stað þess að skiptast á skoðunum í fjölmiðlum.” - JH Ólafur Ólafsson landlæknir: „Tilvik sem þessi hafa gerzt áður og af reynslu sem þá hefur fengizt hefur fólk ekki orðið að liða vegna verri þjónustu iækna.” Jóhann Heiðar Jóhannsson, for- maður Læknuþjónustunnar sf.: „Ég á von ó þvi aö ef kjarasamnlngar takast þi detti þetta taxtamál Lækna- þjónustunnar niður.” DB-mynd Sigurður Þorri. Jóhann Heiðar Jóhannsson, formaður Læknaþjónustunnar sf.: Takist kjarasamningar detta taxtamál Lækna- þjónustunnar sf. niður „Okkur hefur ekki borizt svarbréf fjármálaráðuneytisins þannig að erfitt er að svara til um viðbrögð við þvi nú,” sagði Jóhann Heiðar Jó- hannsson læknir, formaður Lækna- þjónustunnar sf., í gær. „En samkvæmt því sem haft er eftir Þresti Ólafssyni, aðstoðarmanni fjármálaráðherra, í DB í gær, þar sem sagt er að taxti Læknaþjónust- unnar verði aldrei samþykktur og að viðræður hafi farið fram við lækna fyrir helgi, þá er um tvö mál að ræða. Samningaviðræður hafa ekki verið í gangi síðan í vetur og þær eru ekki á vegum Læknaþjónustunnar heldur Læknafélagsins. í vetur var öllum kröfum hafnað og síðan hafa við- ræður ekki átt sér stað. Það hefur heldur ekki verið farið fram á viðræður. Ég á von á því að ef kjarasamn- ingar takast þá detti þetta taxtamál Læknaþjónustunnar niður. Þetta félag er fyrst og fremst sett á lagg- irnar til þess að veita þjónustu nú, eftir að uppsagnir hafa tekið gildi.” - JH Davíð A. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna: Það sem gera þarf er að koma á viðræðum — til þess að leysa hnutmn. Þá leysist taxtamál læknanna „Rikisspítalarnir hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um þetta taxta- mál Læknaþjónustunnar en það verður gert mjög fljótlega,” sagði Davíð Á. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri ríkisspítalanna, í gær. „Kostnaður við notkun þess taxta sem hefur verið tilkynntur hefur ekki verið reiknaður út en ef læknar væru notaðir áfram l jafnmiklum mæli og verið hefur þýddi það gífurlega kostnaðaraukningu.” Nú hafa fréttir stangazt á um það hvort þeir læknar sem haga sagt upp störfum og eiga samkvæmt því að vera hættir séu enn við störf. Eru þessir læknar enn að vinna? „Annar þeirra sérfræðinga sem áttu að vera hættir var kallaður út á mánudag. Þaö var ekki rætt um það á hvaða kjörum hann ynni, enda sinna flestir læknar sjúklingum sínum án þess að ræða peningamál áður. Annars er öll umræða um þetta mál óþörf. Það sem gera þarf er að koma af stað viðræðum og leysa hnútinn. Ég efast þá ekki um að þetta taxtamál Iæknanna leysist. Fjármálaráðuneytið er samnings- aðili við læknana en ekki við. Við greiðum þvi læknum það kaup sem um er samið. Samningaviðræður verða því að hefjast að frumkvæði ráðuneytisins.” - JH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.