Dagblaðið - 22.05.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. MAl 1981. ! 7
Kvað er á seyðium helgina?
Bókvikunnar:
Ævisaga AlbertsCamus
eftir Herbert R. Lottmann
—var nefndur „samviska nútímamannsins” meðan hann lifði
Herbert R. Lottmann — Camus, a biography,
753 bls.
Útgefandi: Picador
Verð: 101.10 kr. (pappírskilja)
Bókaverslun Snœbjarnar
Ekki veit ég hvernig því er varið í
dag en á mínum menntaskóla- og
háskólaárum gerðumst við margir
hallir undir exístentíalismann eða
tilvistarstefnuna án þess þó að við
botnuðum í henni, gerðum okkur
grein fyrir innviðum hennar og ann-
mörkum. Okkur fannst að stefna
með svona flottu nafni hlyti að teljast
til háspeki og við smjöttuðum á nöfn-
um þeirra Sartres, Camus. Heideggers
og kannski Kirkegaards gamla. Auð-
vitað lásu menn þessa höfunda lika,
sérstaklega Sartre (Veru og óveru.
Velgjuna) og Albert Camus
(Pláguna, Ókunna manninn, Fallið
og Mýtuna um Sysiphus).
Svo liðu tímar og er ég kynntist
verkum Camus betur fór ég að meta
hann ofar öðrum spámönnum
tilvistarstefnunnar, bæði sem höfund
og manneskju, auk þess sem hörmu-
legur dauði hans í bílslysi árið 1960,
aðeins 46 ára að aldri, varpaði
rómantískum ljóma á verk hans.
Samt held ég að ég hafi aldrei fengið
glýju í augun af þeim ljóma.
Aðdráttarafl Camus sem rithöfundar
var og er hinn siðferðilegi grunnur
sem hann byggir öll sín verk á. Ég
man hreinlega ekki eftir öðrum
nútímahöfundi sem hugsaði eins oft
og eins djúpt um grundvallarhugtök
siðfræðinnar, umfram allt réttlæti,
sannleika og ábyrgð.
Hvernig á að
lifa lífinu?
í skáldsögum sínum og ritgerðum
er Camus æ ofan í æ að spyrja sjálf-
an sig og lesendur sína: Hvernig fer
nútímamaðurinn að því að lifa rétt-
látu lífi, andspænis þeim öflum sem
vilja ráða gerðum hans? En þrátt
fyrir staðfastan trúnað við réttlætið
og sannleikann er það fyrst og fremst
hinn listræni sannleikur sem átti hug
hans. En sannleikur listarinnar hefur
þjóðfélagslega skírskotun og er líka
eins konar réttlætismál.
Hingað til hefur margt verið á
huldu um Camus, manninn og list
hans og því hafa alls kyns þjóðsögur
orðið til og gert trúgjörnum lesanda
ýmsa skráveifu. Skort hefur
ævisögu hans, bæði ítarlega og óvil-
halla, en þar sem Camus var mjög
umdeildur í Frakklandi meðan hann
var á lífi hafa menn verið tregir til að
gera honum skil þar í landi.
Nú hefur hins vegar Bandaríkja-
maður, Herbert R. Lottmann, tekið
af Frökkum ómakið og skrifað mikinn
doðrant um ævi Camus, hreint
ágæta bók sem að nákvæmni til
jafnast á við ævisögu Hemingways
eftir Carlos Baker og er auk þess
skrifuð af lipurð. Vegna þess að
Lottmann er utangarðsmaður í
menningarlífi Frakka hafa bæði vinir
Camus og óvinir veitt honum aðgang
að ýmsum þeim upplýsingum sem
ekki hafa legið á lausu. Nú er ekki
lengur rúm fyrir þjóðsögurnar.
Vinslit Camus
og Sartres
Ævisaga Camus er ótrúlega
viðburðarík. Ljóst er af bókinni
hvaða þýðingu uppvöxtur hans í
Alsir hafði fyrir hann sem rithöfund,
hvernig pólitísk vitund hans þróaðist,
hve skipulega hann tókst á við þau
listrænu og siðferðilegu vandamál
sem hann stóð andspænis hverju
sinni.
Bók Lottmanns fjallar sérstaklega
rækilega um stríðsárin, þátttöku
Camus í andspyrnuhreyfingunni og
tilurð blaðsins Combat og það hugar-
víl sem átökin í Alsír höfðu í för með
sér fyrir hinn franska Alsirbúa,
Camus.
Og loksins liggur Ijóst fyrir hvers
vegna leiðir þeirra Camus og Sartres
skildu árið 1952, eftir árangursríkt
samstarf bæði i andspyrnuhreyfing-
unni og eftir stríðið. Sartre hafði
færzt nær kommúnistum en Camus
hélt fast í sinn ídealisma, siðferði-
legan þankagang og andúð á stalín-
isma. En þótt þessi vinslit hefðu legið
í loftinu lengi, þá voru þau engu að
síður sársaukafull fyrir báða aðila.
En í bók Lottmanns er Albert
Camus sem sagt lifandi kominn:
listamaðurinn, utangarðsmaðurinn,
húmanistinn og hugsuðurinn.
-AI.
Albert Camus.
með drcifingu límmiöans um að „Beltiö geti bjargað
þér”.
1 þessu sambandi vill Byggðarlagsnefnd J. C.
Víkur sérstaklega benda á:
Aö notkun bilbeltanna hefur meginþýðingu í
árekstrum, einkum þeim sem verða innanbæjar og í
þéttbýli, þó fiestir hafi talið þýðingu þeirra mikil-
vægasta úti á þjóðvegunum. Bilbeltin koma i veg
fyrir eða draga stórlega úr hættu á meiðslum i
umferðaróhöppum.
Að hegðan i umferðinni er einskis einkamál. Hver
og einn er jafnmikilvægur sjálfum sér, fjölskyldu
sinni og þjóðfélaginu öllu. Auk þeirrar röskunar
sem umferðarslysin valda fjölskyldum þeirra sem í
hlut eiga eru þau aðstandendum og þjóöfélaginu
geysilega kostnaðarsöm.
Dreifing miðanna hófst fimmtudaginn 21. mai og
er það von nefndarinnar að miðarnir veröi límdir á
mælaborðiö eöa annars staðar í bifreiöina þar sem
þeir geta vakið athygli.
Reisigilli
Hjúkrunarheimiiis
aldraðra í Kópavogi
Laugardaginn 23. maí kl. 15:30—17:30 halda
aöstandcndur Hjúkrunarheimilis aldraöra I Kópa-
vogi reisigilli í tilefni þess aö húsiö er nú fullreist og
fokhelt að hluta og til að sýna og kynna stuðnings-
fólki stöðu framkvæmda. Af þessu tilefni verður
byggingin fánum skreytt og Hornaflokkur Kópa-
vogs mun leika á staðnum undir stjórn Bjöms
Guðjónssonar.
öllum sem stutt hafa bygginguna og velunnurum
Hjúkrunarheimilisins er hér með boðiö til sam-
kvæmisins og ekki sízt Kópavogsbúum, sem allir
hafa staöiö aö baki fjársöfnunarinnar af fádæma
samheldni.
Búizt er við fjölmenni í reisigillið og vonandi
verður þetta fjölmennasta reisigilli sem haldið hefur
veriö hérlendis til þessa. Er það vel við hæfi því
sjaldan munu jafnmargir hafa lagzt á eitt við
almenna söfnun fyrir byggingarframkvæmdum á
íslandi.
Rösklega eitt á er nú liðiö síðan Ragnhildur
Guðbrandsdótir tók fyrstu skóflustunguna að
Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi. Síðan hefur
verið unniö af fullum krafti, almennt söfnunarfé
hefur streymt inn og ekkert lát orðið á fram-
kvæmdum. Stefnt er að því aö taka Hjúkrunar-
heimiliö i notkun á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og
veröur þar rúm fyrir 38 manns.
Siglfirflingar syflra minnast
afmœlis Siglufjarðar með
fjölskyldufagnaði á sunnu-
dag
Stglfirðingafélagiö f ReykJavBt og négranni 20
ára
Siglfirðingar búsettir á höfuðborgarsvæðinu minn-
ast afmælis kaupstaðarréttinda Siglufjarðar með
fjölskyldufagnaöi á sunnudaginn kemur, 24. maí, í
veitingahúsinu Glæsibæ.
Slíkar samkomur hafa veriö haldnar árlega á
vegum Siglfiröingafélagsins í Reykjavik og nágrenni
en félagið er 20 ára á þessu ári.
Á fjölskyldufagnaðinum hittast ungir og aldnir
Siglfirðingar og velunnarar Siglufjaröar syðra.
Fjöldi kvenna innan vébanda félagsins annast undir-
búning, bakstur og framreiöslu á kaffi og meðlæti á
þessari samkomu milli kl. 15 og 18 en þær konur
sem ekki hefur veríð haft samband við en heföu
áhuga á aö gefa kökur með kaffinu eru vinsamlegast
beðnar aö koma þeim í veitingahúsiö i Glæsibæ fyrír
hádegi á sunnudaginn.
Veröi veitinga verður mjög i hóf stillt og sem fyrr
munu ellilífeyrisþegar fá veitingar ókeypis á fjöl-
skyldufagnaðinum.
Siglufjörður hlaut verzlunarréttindi 20. mai 1818
og kaupstaöarréttindi 100 árum síöar eöa 20. maí
1918. Þessara timamóta er árlega minnzt á Siglufirði
og jafnframt hefur sú venja skapazt aö Siglfirðinga-
félagiö haldi fjölskyldufagnað sinn á sunnudegi sem
næst 20. maí ár hvert I Reykjavik.
Á félagaskrá Siglfiröingafélagsins eru nú um 1100
manns og tekur unga fólkið ekki síður þátt í starf-
scminni en hinir eldri. Formaður Siglfirðingafélags-
ins í Reykjavík og nágrenni er Ólafur Ragnarsson.
„List gegn her"
Samtök herstöðvaandstæðinga á Suðurlandi hyggja
á menningarvöku undir nafninu „List gcgn her”
helgina 23. og 24. mai.
Menningarvakan hefur aðsetur sitt í Félagsheimili
ölfusinga í Hveragerði og verður opin báöa dagana
frákl. 14—22.
Sýnd veröa myndverk eftir: Sigurö Þórmundar-
son, Ólaf Th. Ólafsson, Hildi Hákonardóttur, Klöru
Hallgerði Haraldsdóttur, Ástu Guörúnu Eyvinds-
dóttur, Hinrik óskarsson og Pétur Friörik Arthúrs-
son.
Samfelld dagskrá, sem hefst á laugardag kl. 20 og
sunnudag kl. 15, verður flutt af eldfjörugum her-
stöðvaandstæðingum og koma þar meðal annarra
fram: Rúnar Ármann Arthúrsson, Sigurgeir Hilmar
Friöþjófsson, Þorvaldur Þorvaldsson, Hjörtur
Hjartarson og sönghópur herstöðvaandstæöinga á
Suöurlandi.
Hestamannafólagið Sörli
í Hafnarfirði
í tilefni af ári fatlaðra hyggst hestamannafélagið
Sörli i Hafnarfirði efna til ,,Dags fatlaðra” laugar-
daginn 23. maí nk. Þann dag munu félagar þess
teyma undir fötluðum á svæði félagsins við Kaldár-
selsveg kl. 15. Þeim sem óska eftir að nýta sér þetta
boð er bent á að æskilegt er að tilkynna þátttöku i
sima 53418 — 51990 — 52658 föstudaginn 22. mai.
(Þeir sem ekki eiga þess kost aö tilkynna þátttöku á
þeim tima eru eigi að siður velkomnir).
Fólag einstœflra foreldra
heldur flóamarkað í kjallara hússins að Skeljanesi 6
(leið 5 á leiðarenda) laugardaginn 23. mai kl. 14.
Húsgögn, nýr og notaöur fatnaður o.fl. o.fl. á boð-
stólum.
Ferðalög
Ferflaáœtlun m.s. Fagraness,
sumarið 1981
Áætlun frá 27. júni til 15. september.
ísafjarflardjúp: AUa þriöjudaga, brottför frá Ísa-
firði kl. 8. 11 —12 tima ferð. Viökomustaðir: Vigur,
Hvitanes, ögur, Æðey, Bæir, Melgraseyri, Vatns-
fjörður, Reykjanes, Arngerðareyri og Eyri.
Alla föstudaga, brottför frá ísafiröi kl. 8. Um
það bil 5 tima ferð. Viðkomustaðir: Vigur, Æðey og
Bæir.
Jökulfirflir: í júlimánuöi eru fyrirhugaðar ferðir i
Jökulfirði. Nánari upplýsingar á skrifstofu.
Yfir sumarmánuðina fer m/s Fagranes með hópa i
Isafjarðardjúp, Jökulfirði og Hornstrandir, eftir því
sem eftirspurn er og skipið gétur annað. Leitið
upplýsinga og pantiö sem fyrst á skrifstofunni.
Hornstrandir: Viðkomustaðir: Aðalvik og Hornvik.
4., 10., 18., 24. og 31. júli. 3., 8. og 15. ágúst.
Ráðgerðar eru fleiri ferðir i ágúst ef eftirspurn er
næg.
Berjaferflir: í ágúst og byrjun september. Nánar
auglýst síöar.
Sjóstangaveifliferflir: Nánari upplýsingar um þær
feröir á skrifstofu.
Nánari upplýsingar um brottför allra ferða er á
skrifstofunni, simi 94-3155.
Úr lcikritinu Dr. Jón Gáli>ur scni lxikl'élaK FliótsdaLshéraós sýnir um þcssar inundir i li!
el'ni 15 ára afmælisins. Um heluina keniur úl snælda meó loi’um iir leikrilinu o" leuleai
afmælisrit leikfélajtsins.
Leikfélag Fljótsdalshéraðs 15 ára:
Bandalag leik-
félaga þingar á
Hallormsstað
—sérstök hátíðarsýning á Dr. Jón
Gálgur og snælda gefin út í tilefni
afmælisins
„Við erum að halda upp á 15 ára einnig mikið um að vera. Hingað
afmæli Leikfélagsins og verðum með koma um fjörutíu manns frá leik-
sérstaka hátíðarsýningu í tilefni þess félögum víðs vegar af landinu.
á laugardag. Ennfremur verður hér Sveitarstjórnin hefur verið okkur
um helgina haldið þing Bandalags innan handar við að gera þingið veg-
íslenzkra Leikfélaga á Hallroms- legt, meðal annars með því að bjóða
stað,” sagði Einar Rafn Haraldsson, til matar. Heilmikil þingstörf verða
leikstjóri Leikfélags Fljótdalshéraðs, þarna, námskeið í stjórnun leikfélags
í samtali við DB. og kvöldvökur. Þá er stefna Banda-
Á laugardag kl. 18 sýnir leikfélagið lagsins að auka hlut áhugaleikfélag-
leikrit sitt, Dr. Jón Gálgur, í Vala- anna í útvarpi og sjónvarpi.
skjálf. „Þetta verður áttunda sýning Leiklistarlíf hér er mjög mikið en
á leikritinu,” sagði Einar Rafn. aðsókn að leikritinu hefur þó verið
„Áður höfum við sýnt hér, á Borgar- dræm. Sömu sögu er að segja frá
firði eystra, Reyðarfirði og Eskifirði. öðrum leikfélögum hér á Austur-
Leikritið er eftir Odd Björnsson og landi. Ég held að kenna megi um
koma um tuttugu manns fram í því. mikilli vipnu á útgerðarstöðunum,”
Um helgina kemur út snælda með sagði Einar Rafn Haraldsson.
lögum úr leikritinu en þau eru eftir 7 Leikfélag Fljótsdalshéraðs nefur
höfunda héðan, alls 19 titlar. Einnig sýnt tvö leikrit árlega, annað fyrir
létum við taka leikritið upp á mynd- fullorðna, hitt fyrir börn. „Við
segulbandsspólu. Núna er verið að höfum einnig verið með kabarett-
vinna hana. Hugsanlegt er að við sýningu annað hvert ár og hefur hún
leigjum hana út en aðallega hugsum jafnan hlotið miklar vinsældir. Þá er
við okkur hana sem heimild,” sagði efnið heimasmíðað og fjallað um
EinarRafn. innansveitarmál.”
„Á þingi bandalagsins verður -ELA.