Dagblaðið - 09.07.1981, Page 16

Dagblaðið - 09.07.1981, Page 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. JÚLÍ1981. „í Stanford-háskóla i Kaliforniu lærði ég bibliufræði og blaðamennsku. Ég hefi reyndar alltaf haft áhuga á blaðamennskunni. Mér er minnisstætt að fyrir ofan dyrnar að kennslustof- unni stóð: „Get it first, but first get it right.” (Vertu fyrstur, en hafðu það fyrst rétt.) Herbergisfélagi minn var læknanemi frá Hawai. Hann kenndi mér á ritvélina, enda þýddi lítið að ætla sér í blaðamennsku án þess að kunna aðskrifaáritvél!” Maðurinn sem þetta mælir er þekktur fyrir margt annað en starf við fjölmiðiun í þeim skilningi, sem við leggjum venjulega í það hugtak. En hann miðlar guðsorði til Akureyringa og hefur gert í bráðum 34 ár: séra Pétur Sigurgeirsson, vígslubiskup. Faðir séra Péturs var Sigurgeir Sigurðsson frá Eyrarbakka, síðar biskup yfir íslandi og Guðrún Pétursdóttir kona hans frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi. Almennt er talið að séra Pétur sé annar tveggja manna, sem koma til greina að taki við biskupsembætti i haust af herra Sigur- birni Einarssyni. Séra Pétur brást vel við ósk Dagblaðsins um viðtal af þvi tilefni. Blaðið vildi kynna litillega manninn og viðhorf hans, eftir þvi sem tök eru á í stuttu blaðaviðtaU. Séra Pétur var í Reykjavík i fyrri viku og tók þátt í afmælisfagnaði biskupsins, auk þess sem hann sat prestastefnuna í iok vikunnar. Hann gaf sér tima til að sítj- ast niður eina kvöldstund ásamt blaða- manni i ibúð dóttur og tengdasonar í Hraunbænum. Sá þegar þýzki sendi- herrann var handtekinn Séra Sigurgeir, faðir séra Péturs, var prestur á ísafirði. Þangað höfðu for- eldrar hans flutt undir lok fyrri heims- styrjaldar. Séra Pétur fæddistá Sjónar- hæð, ofarlega í kaupstaðnum sem nú er. Hann bjó á ísafirði þar til kom að námi í Menntaskólanum á Akureyri Séra Pétur Sigurgeirsson var blaðamaður, síðan prestur og vígslubiskup. Nú kemur hann til greina sem næsti biskup yfir íslandi: „GERI Min BEZTA MEÐ GUÐS HJÁLP EINS OG HINGAÐ TIL” —„ef starfssystkini og leikmenn vilja að ég verði biskup” „Ég er hlynntur þvi að konur gegni prestsembætti ef þær vilja. Ég samþykkti á sfnum tfma að Auður Eir fengi vfgslu.” árið 1936. Það átti þó ekki fyrir honum að liggja að ljúka stúdentsprófi frá MA. Séra Sigurgeir var kjörinn biskup árið 1939 og þá fluttist séra Pétur með foreldrum sinum til Reykjavikur. Stúd- entsprófi lauk hann frá Menntaskólan- um í Reykjavík. Um það leyti var að hitna i kolunum á meginiandinu. Heimsstríðið var að hefjast. íslending- ar horfðust fljótlega í augu við styrjald- arvitfirringuna. Þegar séra Pétur og bekkjarfélagar hans voru i próflestrin- um vorið 1940 fylltist bærinn skyndi- lega af hermönnum sem marséruðu um göturnar. Hann var vitni að því fyrsta dag hernámsins þegar þýzki sendiherrann var handtekinn i húsinu við Túngötu og leiddur út i bíl fyrir utan. „Einhvern veginn var þaö svo að aldrei kom annað framhaldsnám til greina hjá mér en guðfræðin þegar að því kom að taka ákvörðun um fram- haldsnámið. Ég sat í guðfræðideildinni í fjóra vetur og starfaði með öðrum guðfræðistúdentum við sunnudaga- skóla i kapellunni á vegum guðfræði- deildar. Það voru mín fyrstu kynni af prests'starfinu fyrir utan það sem ég hafði lært og numiö heima á ísafirði. Ég lauk embættisprófi vorið 1944. Þann 18. júní 19^4 voru niu prestar vígðir í dómkirkjunni, flestir bekkjar- bræður mlnir frá Akureyrarárunum. Það var mikil afmælisgjöf til kirkju og þjóðar á öðrum degi hins nýstofnaða lýðveldis. Ég fékk möguleika til þess að fara utan til framhaldsnáms i guð- fræði. Góður vinur fjölskyldunnar, Magnús Scheving Thorsteinsson for- stjóri í Ljóma (faðir Davíðs Schevings, formanns Félags isl. iðnrekenda), studdi mig fjárhagslega til náms. „Böndin bárust að mór" Evrópa var þá lokuð vegna hörm- unga stríðsins, en opin leið að fara til Ameríku. Ég skil ekki enn þann dag í dag að maður skyldi leggja út 1 þetta. Ferðin yfir hafið tók lengri tíma en áætlað var i fyrstu. Hún tók 29 daga, enda var siglt þvers og kruss um úthaf- ið til þess að forðast kafbátana. Þegar skyggja tók máttu engin ljós sjást um borð, menn máttu ekki einu sinni kveikja sér í sigarettu úti á þilfarinu. Á leiðinni vestur yfir hafið fékk Dettifoss á sig brotsjó. Skipið varð að snúa við og leita til hafnar í bænum Swansea á vesturströnd Englands til að taka kol. Þar sáum við hörmungar stríðsins. Miðborgin var rústir einar eftir loft- árásir Þjóðverja. Áfram var svo haldið sjóferðinni. Við höfðum heyrt í íslenzka útvarpinu, en siðasta sunnudaginn í hafi heyrðist ekkert að heiman. Þá var stungið upp á því að hafa helgistund um borð. Böndin bárust að mér, þar sem ég var nýbakaður guðfræðingur. Við farþeg- arnir fórum út á þilfarið og ég var með Biblíuna. Skipstjórinn Pétur Björnsson var með okkur. Skipið ruggaði. Ég rig- hélt mér í það sem hendi var næst og steig ölduna. Þarna las ég úr Biblíunni og flutti bæn og blessunarorö og má segja að ég hafi messað í fyrsta sinn. Meðal farþega á Dettifossi var Val- gerður, kona Einars Benediktssonar skálds. Við gerðum það nokkrir félagar á leiðinni að gefa út lítið blað, sem við nefndum „Flugfiskinn”. Þar birtum við t.d. kvæði eftir Einar til heiðurs Valgerði.” „Sfmskeyti frá sóra Friðriki" Séra Pétur innritaðist í lúterskan prestaskóla Mt. Airy Seminary í Phila- delffu, þegar hann komst loksins til „fyrirheitna landsins”, Ameríku. Hann dvaldi þar allan næsta vetur. í skólanum voru á annað hundraö prestsefni og séra Pétur hlaut nafnbót- ina S.T.M. (Master of sacred theo- logy). Meðal nemenda í skólanum var Vestur-Islendingurinn Eric Sigmar. Með þeim séra Pétri tókst góð vinátta. í hverjum mánuði fór séra Pétur til New York og flutti bænir og predikanir á islenzku í Holy Trinity Church við einn af skrúðgörðuní borgarinnar. Var þetta gert fyrir íslendinga þar í borg að ósk Helga P. Briem sendiráðsfulltrúa í New York. Að námi loknu lá leiðin til íslendingabyggða í Manitoba. Séra Pétur leysti af séra Valdimar J. Eylands í sumarfríinu hans. Þarna skirði hann fyrsta barnið og jarðsöng þótt óvigður væri. Um haustið fór séra Pétur til náms i Stanford-háskólanum í Kali- forníu og var þar út árið við nám í bibliufræðum og blaðamennsku sem fyrrergetið. „Fyrri hluta árs 1946 kom ég heim og gerðist blaðamaður við Kirkju- blaöið sem þá var málgagn kirkjunnar og faðir minn stofnaði 1943. Það kom út tvisvar i mánuði. Þá var það í febrú- ar 1947 að mér barst slmskeyti frá séra Friðriki J. Rafnar á Akureyri. Hann hafði veikzt skyndilega og bað mig um að verða aðstoðarprestur hjá sér. Ten- ingnum var kastað. Ég vfgðist til þjón- ustu í Akureyrarprestakalli 23. febr. 1947. Akureyri var gert að tvímenn- ingsprestakalli. Ég sótti einn um starfið og hefi siðan verið þar prestur.” „öndvert aö prestar berjist um embættin" — Þú hefur því ekki sjálfur öðlazt þá reynslu að ganga í gegnum harðar prestskosningar? „Nei, og mér finnst öndvert að prest- ar þurfi að berjast við embættissyst- kini sin um starf og stöðu. Prestskosn- ingar í núverandi mynd hafa stóra ann- marka. Raddir um að taka beri upp nýtt fyrirkomulag eru því eðlilegar. Kirkjuþing hefur afgreitt frumvarp um þetta og leggur þar til að kjörmenn, sem eru sóknarnefndarmenn, kjósi prestinn. Ef umsækjandi er einn telst val hans bindandi, hafi hann hlotið 2/3 atkvæða. Ef umsækjendur eru fle'ri nægir helmingur atkvæða. Hins vegar er einnig lagt til í frumvarpinu að al- mennar kosningar fari fram, ef 25% atkvæðisbærra sóknarbarna í presta- kallinu bera fram skriflega ósk þess efnis. Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir báðum möguleikum. Þessa leið á að reyna að mínu viti. Árangurinn má meta að einhverjum árafjölda liðn- um.” Jón vildi tvö biskupsdæmi — Hvaða skyldum gegnir vígslu- biskup umfram prestsstarfið? „Vigslubiskupar eru tveir. Annar á Norðurlandi, hinn á Suðurlandi, sem er séra Sigurður Pálsson. Ég var kjörinn vígslubiskup Hólastiftis af prestum þar 1969. Embætti vigslubiskupa varð til með lögum nr. 38 frá 1909, aðallega fyrir áhuga Jóns Þorkelssonar þing- manns Snæfellinga og þjóðskjalavarð- ar. Dr. Jón hafði áhuga á þvi að endur- vekja Skálholts- og Hólabiskupsdæmi en fékk ekki byr í þinginu. Hann lagði

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.