Dagblaðið - 10.07.1981, Síða 1

Dagblaðið - 10.07.1981, Síða 1
7. ÁRG. — FÖSTUDAGUR10. JÚLÍ1981 —152. TBL. RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022. Kista Olafar ríku á Skarði fundin undir altari Skarðskirkju? KISTAN ER MJOG FUIN, NÁNASTÍ EINNIKLESSU ftiiiíiifnmii gullof inn þráður úr fatnaði f undinn og grænblá perla. Farið ofan íkist- una í dag „Kistan er mjög fúin, nánast i einni klessu. Það hefur verið lagt grjót yfir hana og hún hefur pressazt við það. Ennþá höfum við ekki fundið nein bein, ætli þau séu ekki bara horfin,” sagði Guðmundur Ólafsson fornleifa- fræðingur í samtali við DB i morgun. Guðmundur fór 1 gær að Skarði á Skarðsströnd ásamt tveimur gröfurum til að kanna fornleifafund þar. Er lag- færingar stóðu yfir á kirkjunni á Skarði kom i ljós kistuhorn. Þjóð- minjasafninu var gert viðvart um fund- inn og fóru þremenningarnir þegar á staðinn ásamt blaðamanni DB. Gamlar sögur segja að Ólöf rika liggi undir altarí i Skarðskirkju og þótti mönnum trúlegt að þarna væri komin kista hennar. Guðmundur vildi þó ekki fullyrða neitt slíkt að svo komnu máli. „Við höfum verið að hreinsa grjótið frá kistunni og það sem við höfum fundið er gullofinn þráður úr fatnaði og grænblá perla sem við vitum ekki hvort hefur verið saumuð við fatnað eða eitthvað annað,” sagði Guð- mundur ennfremur. „Við munum halda áfram að grafa í kríngum kistuna og fara eitthvað ofan í hana. Það kemur ekki til að hún verði tekin upp. Ætli við verðum ekki í þessu eitthvað fram yfir hádegi og þá ætti þetta að skýrast nánar. Síðan förum við í bæinn með það sem við höfum fundið og það verður rannsakað frek- ar. Einnig munum við mynda staðinn og teikna hann upp. Ég þorí ekki að segja um hversu merkilegur fundur þetta er ennþá en það mun skýrast fljótlega,” sagði Guðmundur Ólafsson fomleifafræðingur. . Skarðskirkja. Eins og sjí má, er unniö að miklum endurbótum á kirkjunni. Fornleifafræðingamir að störfum undir kirkjuveggnum, Guðmundur Ólafsson, undir veggnum, Barði Valdimarsson, á brúninni, og að baki þeim sr. Ingiberg Hannesson. — sjananar fréttirog myndirá bls.5 IGuðmundur Ólafsson hreinsar ofan af kistunni. Vinna flutt úr landi fyrir milljónir króna Séð eftir kirkjugólfinu f Skarðskirkju. Fornleifafræðingamir era við vinnu undir gólfi kirkjunnar. t lltla boxinu, efst á mynd- inni, má sjá gullþræðina ór klæðnaði þeim sem fannst við kistuna. Neðst i hægra horninu er Kristinn Jónsson, bóndi á Skarði, undir kirkjuveggnum þar sem kistan er. DB-myndir Kristján Már Unnarsson. Bandalag starfsmanna ríkis og bæja stendur nú i viðræðum við Hos- by-hús sf. á Akureyri um gerð sumar- húsa fyrir bandalagið. Hosby-hús sf., sem hefur umboð fyrir danskar hús- einingar, gerði tilboð i verkið ásamt um 20 öðrum fyrirtækjum en öllum þessum tilboðum var hafnað af bygg- ingarnefnd BSRB. Slðan var ákveðið að taka upp viðræður við umboðs- aðila dönsku húseininganna og ríkir mjög mikil óánægja meðal islenzku sumarhúsaframleiðendanna með þá ákvörðun. Telja þeir að með þvi sé verið að flytja úr landi, vinnu fyrir milljónir nýkróna, og benda á að þeir séu með jafngóð sumarhús en á mun lægra verði. -ESE. sjá bls. 11

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.