Dagblaðið - 10.07.1981, Side 4

Dagblaðið - 10.07.1981, Side 4
Verðskyn fólks virðist vera raeira, en litið brenglað, sagði Þrúður Ingólfsdóttir er hún hringdi til okkar á neytendasíðunni. Á dögunum keypti ég mér lakkrís- reimar með marsipani innan í. Kostaði stykkið 75 aura. Ég var' ekkert að hugsa út i þetta um leið og ég keypti lakkrtsinn. Á eftir fór ég að hugsa um málið og þá rann upp fyrir mér að það voru hvorki meira né minna en 75 gamlar krónur sem hver lakkrisrúlla kostaði! — Ég hef tekið eftir svo mörgu sem mér finnst óheyrilega dýrt! Ég er hrædd um að fólk láti bjóða sér einum of miklar verðhækkanir. Það hefur hreinlega giatað verðskyn- inu. — Ég heyrði á dögunum um föður sem var við skál. Hann ætlaði að gefa barni sínu aura til þess að kaupa sér eitthvað I „sjoppunni”. Rétti hann barninu „smápeninga” sem hann var með í vasanum. Þegar betur var aö gáð voru „smápeningarnir” áttatíu krónur. Skyldi þessi sami faöir hafa gefið barninu sínu átta þúsund gamlar krónur til að fá sér „gott í sjopp- unni”? Sennilega ekki. Við erum algeriega sammála Þrúði. — Fólk, (við erum engin undantekning) hefur gjörsamlega glatað verðskyni slnu. Þótt það sé kannski ekki heppilegt að vera sifellt með gömlu krónurnar í huganum er það sennilega nauðsynlegt enn um sinn. Fyrir áramót fannst okkur við fá lítiö fyrir fimm þúsund kallinn þegar farið var í matarbúð dl að verzla. Munum að hundrað kallinn I dag er það sama og tveir fimm þúsund kallar fyrir áramót. Okkur finnst við ekki fá nokkurn skapaðan hlut fyrir hundrað kall! Dettur lesendum neytendasíðunnar eitthvert gott ráö i hug sem verða mætti til þess að efla verðskyn al- mennings. Látið heyra í ykkur. Hjálpumst að við að auka og efla verðskyn hver annars. -A.BJ. Ný verðskrá hárgreiðslu: Nýja verðið nær ekki því sem áður tíðkaðist Það vakti mikla athygli snemma í vor þegar birt var á neytendasíðunni verðskrá hárgreiðslustofa. Var annars vegar birt það verð sem leyfilegt var og hins vegar það verð sem var raun- verulega á stofum í Reykjavík. Kom i Ijós að munurinn var geysilegur. Núna á Jónsmessunni tók gildi ný verðskrá og talsvert hærri. Þó nær þessi nýja verðskrá ekki því að vera jafnhá og verðið var áður en hún var sett á' sumum stofum. Þykir okkur þó ekki líklegt að þær stofur hafi ekki hækkað! verð sitt eða geri það innan tíðar. Fólk ætti þvi að. klippa út þessa verðskrá og hafa hana með sér næst þegar fariö er I klippingu. Sé verðið hærra en skráin kveður á um á að biðja um kvittun og kæra umsvifa- laust til Verðlagsstofnunar nema nátt- úrlega menn endilega vilji greiða of mikið fyrir þjónustuna. Athugið það líka að i skránni stendur að efnis- notkun skuli vera í samráði við við- skiptavin. -DS. Verðlagsstofnun hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð fyrir hárgreiðslu- meistara. Klipping: Mótun..........................................................kr. 6,95 Skæraklipping (formklipping)...................................kr. 42,25 Sérstök klipping skv. sérstakri beiðni viðskiptavinar..........kr. 52,80 Hárþvottur: Hárþvottur.....................................................kr. 16,40 Hárlagning: Lagning, daggreiðsla (ótúperað) ...............................kr. 37,15 Upprúllun og úrgreiðsla: 1. Á stuttu hári.............................................kr. 57,50 2. Á síðu hári...............................................kr. 62,80 Permanent: Fyrirstutthár................................................kr. 97,95 Fyrirsítthár ................................................kr. 115,95 (í ofangreindum verðum er innifalin vinna, orka, handklæði, pappír, plast- hanskar, slá og önnur þjónusta, þó ekki efni, hárþvottur og hárnæring). Efni Stutt hár Sítt hár Hárlakk kr. 6,60 kr. 8,75 Næring kr. 13,20 kr. 17,50 Sjampó kr. 3,80 kr. 5,05 Lagningarvökvi kr. 6,60 kr. 8,75 Hárvatn kr. 5,35 kr. 7,10 Permanentefni kr. - 47,30 kr. 62,90 (Innifalið í verði efna er vinna við ísetningu. Notkun efna á að vera í sam- ráði við viðskiptavin). Ofangreind verð eru hámarksverð, hvar sem vinnan er framkvæmd. Eftirvinna greiðist með 40% álagi, nætur- og helgidagavinna með 80% álagi á ofangreinda taxta. Reykjavik, 10. júní 1981. \ Verðlagsstofnun. Ef við athugum verð á sælgæti, það er snúum því yfir I „gamla” verðið, getur verið um skuggalegar upphæðir að ræða. — Ein þunn lakkrisreim kostar 75 aura. Það eru 75 gamlar krónur! Ein rúlla af lakkris flitil) kostar 1,25 kr. Það eru 125 gamlar kr. o.s.frv. DB-mynd Gunnar Örn. Leiga á viðlegubúnaði: TJALDIÐ KOSTAR 30-110 KRÓNUR A SÓLARHRING Fyrir þá sem fara I útilegu einu sinni á sumri er dýrt spaug að kaupa sér tjald og allan viðleguútbúnað. Nú á seinni árum hefur verið hægt að fá þetta allt saman leigt þó það séu aðai- lega útlendingar sem notfæra sér þá þjónustu. Við Umferðarmiðstöðina i Reykjavik er rekin tjaldaleiga sem er um leið leiga á hvers konar viðlegu- búnaði, reiðhjólum, skellinöðrum, gúmmíbátum og fleiru þess háttar. Leigunni stjórnar Einar Eiriksson og sagði hann að þar væri hægt aö fá leigðar allar stæröir af tjöldum og greitt visst fyrir hverja stærð á sólarhring. öll tjöldin eru meö himni. Ódýrustu tjöldin, tveggja manna, kosta 80 krónur fyrsta sólarhringinn en sfðan 30 krónur á sólarhring eftir það. Ef leigt er I 5—6 sólarhringa er þó síðartalda leigan látin nægja. Dýrustu tjöldin eru 8 manna. Þau kosta 110 krónur fyrsta sólarhringinn en siðan 55 krónur á sólarhring- eftir það. Eins og fyrr sagði er síðan hægt að leigja allan viðlegubúnað. Dýna kostar 8 krónur á sólarhring, svefn- poki 10, primus 15 og pottasett 5. Tjaldvagnar eru einnig til leigu. Þá Einar Eirfksson, stjórnandi Tjaldaleigunnar, veifar hér bæklingi um það sem Leigan býður upp á. Verðið er i dollurum enda mest útlendingar sem nota sér þjónustuna. DB-mynd Sigurður Þorri. er ekki hægt aö fá til skemmri tíma en 4 sólarhringa og kostar þá sólar- hringurinn 120 krónur. Tjaldaleigan er opin alla virka daga frá 9 til 6 og af og til um helgar. Ekki á að vera þörf á þvi að panta fyrirfram nema um sérstakar helgar éins og verzlunarmannahelgina. Siminn er 13072. -DS. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ1981. DB á ne vtendamarkaði VK> H0FUM GLATAÐ ÖLLU VERÐSKYNI Hverniggetum við öðlazt það aftur? Kindahakksveizla: Kostar aðeins 29,90 kr. kg Hægt er að kaupa kindahakk á 29,90 kr. þessa dagana. Mikil kjðt- framleiðsla hefur verið að undan- förnu og i stað þess að flytja umframbirgðir til útlanda var- ákveðið að lækka veröið innanlands og efna til kindahakksveizlu fyrir landsmenn. Verðlækkunin á hakkinu er 30%. Uppskrift dagsins Búinn hefur verið til uppskrifta- bæklingur með fimm mismunandi hakkuppskriftum. Ótal rétti má búa til úr hakki, hvort sem það er kinda- hakk eða annað kjöthakk. Við ætlum að prófa þetta ódýra hakk í tilrauna- eldhúsinu og segjum frá niðurstöðun- um siðar. —A.BJ.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.