Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 8

Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ1981. (M Erlent Erlent Erlent Erlent )] ■ Ekkert lát á óeirðunum í Bretlandi: „Egætlaaðnáí Maggie Thatcher” hrópaði unglingur sem veif aði rýtingi og reyndi að ryð jast inn í brezka þingið Til götuóeirða kom í sjö hverfum í London í gærkvöldi og i norðvestur- hluta Manchester. Lögreglan sagði i morgun að tekizt hefði að dreifa óeiröaseggjunum. I London reyndi unglingur að ryöjast inn i þinghúsið. Hann var handtekinn eftir að hafa ógnaö tveimur embættismönnum þingsins með rýtingi sem hann hafði veifaö um leið og hann hrópaði: „Ég ætla að ná i Maggie Thatcher.” Margaret Thatcher forsætisráð- herra hafði áður greint stormasöm- um þingfundi frá þvi að háþrýsti- vatnsslöngur kynnu að verða notaðar til að koma í veg fyrir óeirðir og grip- deildir þeldökkra jafnt sem hvitra unglinga, sem nú hafa staðið sam- fleytt i sjö kvöld í Bretlandi. Hópar unglinga efndu til óeirða t sjö hverfum London í gærkvöldi og gerðu tilraunir til að ræna úr verzlun- um. í Manchester köstuðu unglingar grjóti að lögreglu og reyndu að setjast um lögreglustöð í Moss Side hverfmu sem er byggt fólki af ýmsum kynþáttum. Þetta var þriðja kvöldið sem til óeirða kom í þessu hverfi. Fjölmennt lögreglulið kom þegar í stað á vettvang og tókst aö koma i veg fyrir að atburðir miðvikudags- kvöldsins endurtækju sig þegar um eitt þúsund unglingar réðust að lög- reglustöðinni, sumir vopnaðir hey- kvíslum eða bogum. Yfirleitt hafa óeirðirnar undan- farin kvöld beinzt að lögreglunni eða farið hefur verið ránshendi um verzl- anir. Undantekning frá þvi var i Southail hverfinu i London siðast- liðið föstudagskvöld. Þar kom til bardaga á milli hvitra unglinga og unglinga af asiskum uppruna. Brezka ríkisstjórnin hélt margra klukkustunda langan fund i gær um óeirðirnar. Thatcher forsætisráð- herra sagði að i athugun væri að setja ný lög sem fælu i sér aukna vernd fyrir lögregluna. Hún neitaði þvi að óeirðirnar mætti rekja til hins mikla Margaret Thatcher. atvinnuleysis í landinu og sagöi að hér væri einungis um það að ræða að glæpamenn stæðu að baki óeirðun- um. Sir Ian Percival, embættismaður stjómarinnar, mun i dag halda til Liverpool tU að kynna sér hvað oUi óeirðunum miklu þar um siðustu helgi er 250 lögregluþjónar siösuöust. Eitraða bruggið á Indlandi: mu r FJOLDILATINNA ERNÚYFIR300 í gær voru teknar grafir fyrir fórnar- lömb bruggeitursins í Bangalore á Ind- landi. Þegar hafa 311 manns látiö lifið af völdum hins ólöglega mjaðar og læknar reyna nú að bjarga lifi 135 manna sem liggja þungt haidnir á sjúkrahúsum eftir að hafa neytt bruggsins. Indverska fréttastofan PTI segir að lik hinna látnu verði grafrn í röð i kirkjugarði í Bangalore, höfuðborg Karnataka-héraðs. í gær létu 86 manns lífið af vöidum bruggdrykkju og ennþá var verið að flytja fólk til sjúkrahúsa eftir að það hafði drukkið hið eitraða brugg. Lögreglan segir að um hundraö menn hafi verið handteknir fyrir að selja bruggið en höfuðpaurarnir gangi enn lausir. Frímúrarahneykslið á Ítalíu: VORU NÖFN LEYNI- REGLUMANNA KUNN FYRIR FIMM ÁRUM? ítaiskur þingmaður sagði í gær að listi yfir félaga í leynilegu frímúrara- reglunni, sem varð stjórn ítaliu að falli i maí siðastliðnum, hefði þegar veriö komin í hendur yfirvaldanna fyrir fimm árum. Næstum eitt þúsund frammámenn í ítölsku þjóðfélagi reyndust vera á list- anum yfir félaga í hinni ieyniiegu frí- múrarareglu P-2. Listinn fannst I húsi stórmeistara reglunnar, Licio Gelli, fyrir tveimur mánuðum. Ríkisstjórn landsins sagði af sér aöeins einni viku eftir að listinn fannst og i ljós kom að á honum voru meöal annarra þekktra manna i embættis- mannakerfi ftallu þrir ráðherrar. Það var þingmaðurinn Constantino Belluscio sem skýrði neðri deild ítalska þingsins (Camera) frá því í gær að yfir- völd i Flórens sem voru að rannsaka starfsemi hægrisinnaðra skæruliða hefðu komizt yfir lista sem haföi að geyma nöfn félaga í leynistúkunni P-2 þegar árið 1976. ,,Nöfn félaga stúkunnar hafa þeir sem kært hafa sig um getaö fengið. Ef P-2 var leyniregla, hvers vegna var þá ekki fyrr gripið til aðgerða gegn félög- um hennar?” spurði þingmaðurinn. ftalskir frimúrarar á fundi. Nú hefur sú fullyrðing komið fram að þegar árið 1976 hafi ftölsk yfirvöld vitað um nöfn félaga I leynireglunni P-2. Óhugnanlegt morð í Stokkhólmi: Myrt eftir 3 mánaða kynferðislega kúgun Ástandið I nokkrum borga Bretlands hefúr að undanförnu likzt ástandinu eftir loftárás. Sjö undanfarin kvöld hefur komið til óeirða I einhverri af stærstu borgum Bretlands. Ymsir halda þvi fram að höfuðástæðan til óeirðanna sé hið mikla atvinnuleysi i landinu en þvi neitar Thatcher forsætisráðherra. 1 þrjá mánuöi lá þrjátiu ára gömul kona hlekkjuð við rúm i íbúð í Stokk- hólmi. Dag eftir dag mátti hún þar þola kynferðislega misbeitingu. Munnur hennar var limdur aftur með límbandi. Hún hafði þannig enga möguleika á að kalla á hjálp. Eftir níutíu daga sam- fellda skelfingu var hún myrt með byssusting. Ekki fyrr en tiu dögum síðar vöknuðu grunsemdir hjá ná- grönnunum og þeir kölluðu á lögregl- una. Morðinginn hefur náðst og hefur þegar verið dæmdur í lifstiðarfangelsi fyrir verknaðinn, sem fyllt hefur íbúa sænska höfuðstaðarins óhugnaði. Meðan á skelfingartíma sænsku kon- unnar stóð var hár hennar klippt af, hún var pyntuð og henni nauðgað af nokkrum karlmönnum, auk þess sem kona tók einnig þátt í að pynta hana. Lögreglan telur að pyntingarnar sem konan sætti hafi átt rætur sinar að rekja til eiturlyfjaneyzlu, þó ekki sé nein sönnun fyrir þvi að þeir er mis- buðu konunni svo hrottalega hafi verið í eiturlyfjavímu er þeir gerðu það. Þrítugur karlmaöur læsti konuna inni í íbúðinni í janúarmánuði siðast- liðnum. Á þessu tímabili komu nokkrir menn og ein kona í ibúðina. Þau gátu ótrufluð komið fram vilja sinum gagn- vart konunni, sem lá bundin við rúmið og gat enga björg sér veitt. Konan vissi að fólk var i næstu íbúðum en hún hafði enga möguleika á að gera vart við sig og íbúana grunaði ekki að neitt mis- jafnt ætti sér stað hjá nágrannanum. Dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð var hún pyntuð og henni nauðgað. Þjáningar hennar héldu áfram fram til 6. apríl, þrem mánuðum eftir að hún var læst inni í íbúðinni. Þann dag, eða kannski daginn áður, var andlit hennar máiaö rautt og allt hár klippt af henni. Hún var með lím- band fyrir munninum og gat sér enga björg veitt er maðurinn er pyntað haföi hana i þrjá mánuði samfleytt gekk fram með byssusting og stakk hana þri- vegis. Eitt lagið lenti (hjarta konunnar. Lík konunnar var skilið eftir í rúminu. Tiu dögum síðar brauzt lögreglan inn i íbúðina eftir að grunsemdir höfðu vaknað hjá nágrönnunum. 21. apríl var morðinginn handtekinn og dæmdur fyrir morð, pyntingar og mannrán. Hann var dæmdur til lifstiðarfangelsis. Konan sem var með í hópnum var einnig ákærð fyrir morð en var sýknuð í réttinum.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.