Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 9

Dagblaðið - 10.07.1981, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981. 9 d Erlent Erlent Erlent Erlent i) I REUTER i Glemp settur inní embœtti ígœr Jozef Glemp, hinn nýi yfirmaður rómversk-kaþólsku kirkjunnar i Pól- landi, var formlega settur inn í embætti í gær sem erkibiskup af Gniezno og Varsjá. Við það tækifæri hét hann þvi að leita eftir samvinnu við alla þegna þjóðfélagsins. Hinn 52 ára gamli erkibiskup, sem útnefndur var af Jóhannesi Páli II. síðastliðinn þriðjudag, endurtók þá yfirlýsingu sína að hann kæmi til með að fylgja þeirri stefnu sem fyrirrennari hans, Stefan Wyszynski, hefði mótað. Glemp sagði að samskipti ríkis og kirkju í Póllandi þrúðust í rétta átt „vegna þess að við virðum hvor annan”. „Hlutverk mitt verður að leita eftir frekari samvinnu og ég er bjartsýnn. Við eigum í erfiðleikum nú um stundir en viö trúum því að sú stund muni koma að þjóðin geti sagzt hafa sigrazt á erfiðleikunum.” Mannrétt- indabrot- um fœkkar, segirHaig Alexander Haig, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Banda- rikjastjórn stæði ekki lengur gegn því að alþjóðleg bankalán yrðu veitt til Argentinu, Chile, Paraguay og Uru- guay vegna þess að mannréttinda- brotum hefði fækkað mjög i þessum löndum að undanförnu. Frú Peron hélt til Spánar ígœr Maria Estela Peron, fyrrverandi for- seti Argentínu og þar áður magadans- mær, hélt í gær til Spánar i sex vikna leyfi eftir að hún var laus úr fangelsi. Hún hafði „setið inni” undanfarin fimm ár vegna ákæru um að hafa mis- notað opinbera sjóði. Lafði Diana lofar ekki „hlýðni” Lafði Diana Spencer mun ekki lofa að vera „hlýðin” eiginmanni sínum þegar hún gengur aö eiga Karl prins 1 St. Pauls dómkirkjunni í London 29. júli næstkomandi, öfugt við það sem venjan hefur verið við konungleg brúð- kaup. Heimild innan hinnar konung- legu hirðar sagði að ákveðið hefði verið að sleppa sögninni að „hlýða” eftir að Karl og Diana höfðu rætt málið við dr. Robert Runcie, erkibiskup af Kantara- borg, sem taka mun þátt í hjónavigslu- athöfninni. $ VERÐLAUNAGRIPIR OG FÉLAGSMERKI ^ 4* jr Magnús E. Baldvinsson Laugavegt 8 — Reykjavik — Simi 22804 $ v88jg^y////inn\\\\\N^ss^> Fyrstu verkföllin f flugsögu varsjárbandalagsríkja: Lech Walesa gagn- rýnir verkföllin — „Qkkur miðar ekkert ef við höldum áf ram á þessari braut” Lech Walesa, leiðtogi Einingar, samtaka hinna óháðu verkalýðs- félaga i Póllandi, hefur gagnrýnt síð- ustu verkföllin (Póllandi. Starfsmenn ríkisflugfélagsins LOT stöðvuðu vinnu í fjórar klukku- stundir i gær til að mótmæla því að rikisstjórn landsins hafði ekki fallizt á tilnefningu þeirra í embætti fram- kvæmdastjóra flugfélagsins. Stjórnin hafði í þess stað tilnefnt sinn mann í starfiö, hershöfðingja nokkum úr flughernum. Stjórnin sagði að vegna núverandi erfiðleika pólsku þjóðarinnar væri ekki hægt að þola ógnun við eðlilega starfsemi flugfélagsins. Verkalýðsleiðtogar i LOT neituðu að fallast á tilnefningu stjómarinnar og hafa hótað allsherjarverkfalli hinn 24. júlí ef stjórnvöld verða ekki við kröfum þeirra. Walesa sagði á fundi í Gdynia í gær að sú staðreynd að verkföllin ættu sér stað svo nærri þingi Komm- únistaflokksins gæti veriö túlkað á þann hátt að verkalýðssamtökin væru að reyna að koma i veg fyrir að þingið yrði haldið. „Ef við höldum stöðugt áfram á þessari braut þá mun okkur ekki miða neitt,” sagði Walesa. Mieczyslaw Rakowski, aðstoðar- forsætisráðherra Póllands, sagði í gær að verkföll núna rétt fyrir flokksþingið gerði aðstæður allar mun erfiðari og skapaði nýja póli- tíska spennu. Hann sagði að Komm- únistaflokkurinn og þjóðin öil þörfn- uðust nú stefnu sem fæli í sér sam- vinnuogfrið. Verkfallið var hið fyrsta sem um getur i almenningsflugi í löndum Sovétblakkarinnar og kom illa niður jafnt á innanlands- og utanlandsflugi Pólverja. fréttir AUar lfkur eru nú taldar á að Menachem Begin, sem hér sést i hópi stuðningsmanna, verði áfram forsætisráðherra ísraels. Endanleg úrslit liggja nú loks fyrir og hlaut Likud-bandalag Begins 48 þingsæti eða einu sæti meira en Verkamannaflokkurinn og var hér um að ræða jöfnustu kosningar i sögu tsraeisrikis. Begin hefur þegar lýst þvi yfir að hann hafi tryggt sér meirihluta á þingi með aðstoð Þjóðlega trúarflokksins (6 þingsæti) og Agudat Israel (4 þingsæti) og Tami-flokksins (3 þingsæti). ffijj " * .: ..JKm ■HHR 'w " . « L ' B f|P|j | H r.Æ ?■ ; lii Stuóningsmenn hungurverkfallsmanna i Maze-fangelsinu fara i kröfugöngu um götur Dubiin. Þrír hafa fallið í óeirðum í Belfast — í kjölfar dauða IRA-mannsins Joseph McDonnell Fimmtán ára piltur var skotinn til bana í Belfast i gær og kona lézt á sjúkrahúsi eftir að hafa særzt i götu- óeirðum sem urðu í kjðlfar frétta um að IRA-fanginn Joseph McDonnell hefði látizt í Maze-fangelsinu af völdum mótmælasveltis. Þar meö hafa flmm fangar svelt sig til bana í fangels- inu. Þrir hafa nú látið lífið í óeirðum eftir að fréttist um lát McDonnells. Piltur- inn, sem féll í gær, varð fyrir skoti er lögregla og brezkar hersveitir svöruðu skotum leyniskyttu. Ekki var ljóst hvort pilturinn sem Iézt hefði átt ein- hvern hlut að máli þar. ER SIÐASTA VÍGIÐ FALLIÐ? —Julie Andrews „topplaus” „Þetta var reglulega mikil upplifun fyrir mig.” Það er Julie Andrews, leikkonan heimsþekkta sem allir þekkja fyrir túlkun sina á Mary Poppins, sem hefur þetta að segja um leik sinn i kvikmynd þar sem hún kemur í fyrstasinn fram „topplaus”. Að leikkonur beri brjóst sin í kvik- myndum telst engan veginn til tíðinda á siðari árum en Julie Andrews hefur i hugum almennings allt frá þvi hún varð heimsþekkt fyrir leik sinn i kvik- myndinni Sound of Music, verið fulltrúi siðprýðinnar í heimi kvik- myndanna. Nú hefur hún afklæðzt þessari ímynd siðprýðinnar og má þá ef til vill segja að siðasta vigið sé fallið þeim efnum. Það var í kvikmyndinni S.O.B. sem Julie Andrews beraði brjóst sín og voru gagnrýnendur á einu máli um að henni hefði tekizt vel upp og fékk hún mikið lof fyrir leik sinn, eins og raunar oftast áöur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.