Dagblaðið - 10.07.1981, Side 24

Dagblaðið - 10.07.1981, Side 24
Lögreglan og íbúar á Selfossi í rollustríði: Lætur sírenuna ganga á nóttunni til að fæla féð —og íbúar vestan Ölf usárbrúar geta ekki sofið —vilja enn afhenda sýslumanni féð „Bæjaryfirvöld hafa liklegast fengið lögregiuna til að reka féð hér úr görðunum því undanfarnar tvær nætur höfum við ekki fengið svefn- frið fyrir lögreglunni. Hún kemur hingað um miðja nótt og lætur eitt- hvert sírenugelt væla uppundir Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær klukkutíma. í nótt komu þeir um urðu læti á Selfossi á þriðjudags- hálffjögur og vælan var í gangi til kvöld þegar íbúar vestan við Ölfusár- klukkan að verða hálffimm,” sagði brú smöluðu fé yfir brúna. Leið Guðmundur Finnbogason f samtali þeirra lá heim til sýslumanns sem við DB1 gær. hunzað hefur kærur fbúanna vegna ágangs búfjár í garða þeirra. Er svo komið að annar hver garður vestan viðbrúnaerírúst. „Ég er viss um að iögreglan er að hefna sín á okkur íbúunum fyrir það að þeir skuli settir i þetta starf. Það er alveg gjörsamlega óþolandi að fá ekki svefnfrið á næturnar. Konan min sagði i nótt að af tvennu illu væri betra að láta eyðileggja garðinn en hlusta á vælið í lögreglunni hér fyrir utan húsið,” sagði Guðmundur enn- fremur. „Sýslumanninum verður afhent féð í garðinum sínum ef þessar að- gerðir halda áfram og ekki verður eitthvað gert alveg á næstunni.” -ELA. ÚRSLITÍ BISKUPS- KJÖRIKUNN í DAG Taining atkvæða I biskupskjöri hefst í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu kl. 14idag. Eins og fram hefur komið er búizt við að sr. Ólafur Skúlason dómprófast- ur verði hlutskarpastur í fyrri umferð- inni en séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup fylgi fast á eftir. Séra Arn- grímur Jónsson, prestur i Háteigssókn, hefur einnig lýst því yfir að hann muni ekki skorast undan, sýni prestar og fuiltrúar leikmanna honum það traust að kjósa hann biskup. Fullvíst er taiið að einhver þessara þriggja verði næsti biskup Íslands. Fái enginn meirihluta atkvæða verður kosið á ný á milli þeirra þriggja sem flest atkvæði hljóta og nægir þá einfaldur meirihluti til sigurs. -GAJ Ollu meira ónæði en þeir vildu komast hjá Sautján tímar liðu frá því Flugfisk- bátur fór úr höfn Snarfara i fyrrakvöld þar til hann sást á reki við Engey í gær. Ætluðu tveir menn sem um borð voru að koma snemma nætur aftur í land en rafmagnsieysi aftraði þeim. Þó þeir væru með blys um borð notuðu þeir þau ekki til aö valda ekki ónæði i landi!! En þeir hefðu sparað mikið tilstand ef þeir hefðu skotið blysi. Flugvélar voru farnar að leita að þeim, skip að svipast um, leitarflokkur Gæzlunnar var tilbúinn að hefja leit og sjódeild Ingólfs I Reykjavik var kominn i slöngubáta og björgunarbátinn Gísla Johnsen til leitar. Sást þá til bátsins af Sætúninu við Engey. Var farið á slöngubát út og báturinn dreginn til hafnar. ,,Svona sparnaður i notkun blysa er dýrt spaug og alrangur,” sagði Hannes Hafstein. -A.St. Þyrlan tók tvívegis bensín á flugi Þyrla Varnarliðsins sótti veikan danskan sjómann um borð I flutninga- skipið Grönland í nótt langt suðaustur I haf. Sérstök eldsneytisvél var I för með þyrlunni að venju í langflugi og tók þyrlan tvivegis bensín á sínu langa flugi. Maðurinn komst undir læknis- hendur kl. 2.45 í nótt og hafði björgun- arflugið þá tekið fjórar klukkustundir. Grönland var 100 sjómilur suður af Stokksnesi og 170 mílur austsuðaustur af Eyjum. Hafði skipstjórinn verið í sambandi við lækni í Færeyjum sem ráðlagði sjúkraflug frá íslandi. Gekk flugið vel. Þyrlan var yfir skipinu kl. 00.42 og sjúklingurinn um borð kl. 01.15. Hannes Hafstein hjá SVFÍ hafði milligöngu um þetta flug. -A.St. KRONUHÚSIÐ VARD VINNUVELUNUM 0FVIÐA Það getur verið þungt I þeim pundið, gömlu húsunum í Reykjavík. í nótt var gerð tilraun til þess að flytja Krónuhús- ið svokallaða á Vesturgötu 18 til fram- tíðarheimkynnanna á Bókhlöðustign- um en húsið reyndist of þungt þannig að hinar stórvirku vinnuvélar urðu frá að hverfa. Krónuhúsið komst I fréttirnar hér á árunum er bræðurnir Þórður og Jón Sturlaugssynir seldu borginni það á eina krónu. Þeir höfðu þá um nokkurt skeið reynt að selja húsið á frjálsum markaði en ekki tekizt og tóku það þvi til bragðs að koma húsinu I hendur borgaryfirvalda. Þar sem þeir eru kaupmenn vildu þeir ekki gefa húsið, heldur seldu það á eina krónu. Borgin bætti svo um betur og seldi húsið á rúmar 32 milljónir króna og má þvi segja að fé skattborgaranna hafl verið vel ávaxtað að þessu sinni. - ESE / DB-mynd S. Byggingarnef nd samþykkti með sex samhljóða atkvæðum: SNYRTING FYRIR FATLAÐA 0G ÚTITAFLIÐ EINFALDAÐ frjálst, áháð dagblað FÖSTUDAGUR10. JÚLÍ1981. Slitnaði upp úr viðrædum við EBE „Krefjast minni veiða okkar” — segirHannes Hafstein, formaður íslenzku nefndarinnar „Við töldum ekki grundvöU fyrir frekari viðræðum þar sem fulltrúar Efnahagsbandalagsins gerðu sér svo háar hugmyndir um sinar veiðar,” sagði Hannes Hafstein, formaður is- lenzku viðræðunefndarinnar við EBE, í viðtaU við DB í morgun. Upp úr við- ræðunum slitnaði i gær eins og DB skýrði þáfrá. „Við vorum ekki reiðubúnir til að ákveða um næsta fund. Þvi býr hver að sínu að sinni,” sagði Hannes. Hann sagði að EBE hefði stóraukið karfa- veiðar siuar á þessu svæði siðustu 1—2 árin. Ef gert væri ráð fyrir að veiða mætti 85 þúsund tonn af karfa f ár, stefndi I að EBE tæki 45% að óbreyttu. EBE hefði í viðræðunum gert kröfu um 35—40% aflahlutfaU af karfa. Islend- ingar hefðu talað um 15% handa EBE. Hannes sagði að EBE teldi sig eiga 35% „eignarhlut” af loðnuaflanum á svæðinu. Þeir hefðu kannski verið tU- búnir að selja eitthvað af þeim hlut fyrir annað. „Þegar við leggjum saman er greini- lega um ofveiði að ræða og á ég þar einkum við karfann,” sagði Hannes Hafstein. „Efnahagsbandalagið krefst þess að við minnkum okkar veiðar að sama skapi og þeir auka sínar.” -HH. \ Askrifendur DB athugið Einn ykkar er svo Ijónheppinn aö fá aö svara spurningunum I leiknum „DB-vinningur í viku hverri”. Nú auglýsum við eftir hon- um á smáauglýsingasíðum blaðsins i dag. Vmningur I þessari viku er ÍÖ gíra Raleigh reiðhjól fró Fólkan- um, Suðurlandsbraut 8 I Reykja- vlk. Fylgizt vel með, óskrijentlur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glæsilegu reiðhjóli rikari. c ískalt Seven up. óf ullnægjandi lausn, segir Magnús Skúlason, arkitekt Byggingarnefnd Reykjavíkur samþykkti í gær með sex samhljóða atkvæðum aö áfram skyldi unnið að endurgerð Bankastrætis 2 og að snyrtiaðstaðan í húsinu skyldi stækk- uö um tæplega 90 fersentimetra. Þá var ennfremur ákveðið á fundi nefndarinnar aö halda áfram fram- kvæmdum við útitaflið, en þó verður heldur dregið úr þeim. Magnús Skúlason sat hjá við at- kvæðagreiðsluna um Bankastræti 2 í byggingarnefnd og lét hann gera bókun út af því máli. I samtali við DB 1 morgun sagði Magnús að hann teldi að snyrtingin væri alls ófull- nægjandi fyrir fatlaða. „Það er í augsýn bakhús fyrir Bankastræti 2 og þar verður um fullkomna snyrtiað- stöðu að ræða. Þá er rangt að vera að hreyfa til innveggi I friðuðu húsi eins og gert verður nú í framhaldi af sam- þykkt byggingarnefndar. Veitinga- húsið Torfan fékk undanþágu frá ákvæðunum um snyrtingu fyrir fatl- aða og ég sé ekki af hverju ekki var hægt að veita undanþágu einnig núna,” sagði magnús. Um útitaflið sagði Magnús að ákveðið hefði verið að fella niður tröppurnar sem fyrirhugaðar voru i miðri brekkunni. Þá á að breyta hellulagningunni og hafa gras inn á milli steinanna I kringum taflið. „Það heitir „armerað” gras á fræði- máli,” sagði Magnús Skúlason arki- tekt. -SA. W hressir betur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.