Dagblaðið - 14.07.1981, Side 4

Dagblaðið - 14.07.1981, Side 4
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚLÍ 1981 DB a ne ytendamarkaði SSSS? Stjörnuflokkurinn má ekki vera með 5 mm fitulag Kona af Héraði hafði samband við neytendasiðuna og bað um að fá birtar þær reglur sem gilda um flokk- un kjöts. Sagðist hún hafa keypt sér 1. flokks dilkaskrokk sem vó 10 kíló og 400 grömm. Fannst henni það vera fulllftil þyngd til að setja í fyrsta flokk. Einnig langaði hana að vita hvernig nautakjöt væri flokkað. Til að byrja með verður að segjast eins og er að kjötmatsmaðurinn virðist hafa verið í fullum rétti með að flokka kjötið á þennan hátt. Ekki er tekið neitt fram í reglum um það hvað skrokkar þurfi að vera þungir til að komast í fyrsta flokk. Þær reglur, sem kjöt er flokkað eftir núna, eru úr reglugerð númer 44 frá árinu 1977. Þar er nákvæmlega tilgreint hvernig flokka skuli dilka- kjöt (merkt D), kjöt af veturgömlu (merkt V), kjöt af sauðum (merkt S), kjöt af ám (merkt Æ) og kjöt af hrútum (merkt H). Dilkakjötið er lík- lega það sem flestir kaupa og varðar þvi mest um skiptinguna á því. Það er fiokkað í fimm flokka eftir fitu og út- liti. Auk þess er hver flokkur merktur með tölu sem kveður á um þyngd þess sem í hann fer. í heild litur þetta svona út: Aö 12,5 kg 13-16 kg Ekki farið eftir? Stimplar, sem kveða á um þessa flokkun, eiga að vera á öllu kjöti sem keypt er. En það vita líklega fleiri en einn og jafnvel fleiri en tveir að það kjöt, sem neytendur fá, er ekki flokkað nákvæmlega eftir þessum reglum. Stjörnuskrokkar eru iðulega spikfeitir og viðurkenna forráða- menn landbúnaðar það að sum sláturhús úti á landi setji kjöt, sem ætti au fara í 0 flokk, i stjörnuflokk. Er það alveg furðulegt að þetta skuli geta gengið átölulaust. En líklega er það fyrst og fremst neytendum að kenna. Þeir láta bjóða sér þetta. Nautakjöt Kjöt af nautgripum er flokkað i ungkálfakjöt (merkt UK), alikálfa- kjöt (merkt AK), ungnautakjöt (merkt UN), nautakjöt (merkt N) og kýrkjöt (merkt K). Neytendur græða hins vegar sáralitið á því að vita þetta því langoftast er það kjöt, sem keypt er, þannig tilreitt að allir stimplar eru af því skornir. Enda hafi sumir kjöt- kaupmenn fengið það orð á sig að selja kýrkjöt sem fyrsta flokks nauta- 16,5— 19 ke 19,5—22,5 kg 23kgog þyngri 1. flokkur* Vel holdfyllt læri og bak. Fitulag ekki yfir 4 mm á miðjum bakvöðva. DI *6 I. flokkur Vel holdfylltir, miðlungsfita, galla- lausir i útliti..... DI 6 II. flokkur Sæmilega holdfyllt- ir, lítil fita, galla- litlir.............. DII 6x II. flokkur 0 Holdgóðir skrokk- ar, mikil fita. Fitu- lag yfir 10 mm á baki og milli 10. og II. rifs og aftan við bóg............. DII 0 6 III. flokkur Allir holdrýrir fitu- litlir, marðir, gall- aðir eða með mjög gula fitu........... DIII 6xx DI *2 DI *8 DI 2 DI 8 DII 2x DII 8x DII 0 2 DII 0 8 DIII2xx DIII8xx DI *4 DI 4 DIT DII 4x DII Tx DII 0 4 DII 0 T DIII 4xx DIIITxx Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamk,j»a sendið okkur þennan svarseðil. Þannij* eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Áður en kjötið fer út úr sláturhúsinu á það að vera vandlega merkt með flokkunarmerki og heilbrigðisstimpli. DB-mynd Hörður. kjöt. Það er að minnsta kosti undar- legt að kýrkjöt merkt og selt sem slíkt sést nær aldrei á markaði þó landiö sé fullt af kúm sem auðvitað ganga úr sér. Meira að segja hafa neytendur haldið þvi fram að hafa fengið hrossakjöt i stað nautakjöts og jafn- vel hvalkjöt. En slíkt er nær ómögu- legt aö sanna. Heyrt hef ég um fólk sem fór með slíkt kjöt í greiningu í Rannsóknastofnun landbúnaðarins. En slfkt er fyrirhafnarmikið og getur oft á tiðum verið erfitt að greina kjötið, jafnvel fyrir færustu sérfræð- inga. Ungneytakjötið skal vera af skrokki sem ekki er eldri en 2 1/2 árs og vegur meira en hundrað kíló. Nautakjötið á hins vegar að vera af eldri gripum en 20 mánaða og ekki eldri en 4 ára til þess að sleppa í fyrsta flokk. Það skal enginn segja mér að eftir þessu sé nákvæmlega farið. En þegar neytandinn fær kjötið, án þess að beinin fylgi með, getur hann ósköp litið sagt um þyngd grípsins í heild. Svín og hross Hrossakjöt er flokkað i folaldakjöt (merkt FO), trippakjöt (merkt TR) og hrossakjöt (merkt HR). Svínakjöt er flokkað í grísakjöt (merkt SV I), gyltukjöt (merkt SV II) og galtakjöt (merkt SV III). Hver flokkur er síðan flokkaður í lið A, B og C eftir gæðum kjötsins. - DS HRESSANDIHVÍTÖL í SUMARHITANUM —ódýrara en mjólkin Hér áður fyrr var hvítöl nær ein- göngu keypt fyrir jólin og þá gjarnan kallað „jólaöl”. Nú er hvítöl hins vegar drukkið allan árins hring. Við prófuðum hvitöl frá Agli á dögunum og var það sérlega hressandi og bragðgott. Ekki sakar að verðið á því er hag- stætt, miðað við ýmsa svaladrykki sem á boðstólum eru. Hvítöl er fáan- legt i „lausu” og kostar þá lítrinn 5 kr. Það er einnig til i flöskum af sömu stærð og pilsner- og malt- flöskur en þá er það mun dýrara, kostar kr. 4,50 eins og malt og pilsner. Má geta þess að hvitölið er 60 aurum ódýrara pr. lítra en mjólk í eins lítra umbúðum. Sykurinnihald í hvítölinu er 3,5%, þ.e. í hráefninu. Það getur hins vegar hækkað eitthvað í tilbúningi en ekki lá fyrir endanlegt sykurmagn. Það inniheldur einnig lifandi ger þannig að það er bráðhollt. -A.Bj. Verðkönnun Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks- Kostnaður í júnímánuði 1981 Matur og hreinlætisvörur kr.- Annað kr.---- Alls kr..... m YIK IX l Gerð 9. júní 1981 Vörutegund: Sykur, 2 kg...................... Hveiti, 5 lbs.................... Cakó, 200 og 100 gr.............. Molasykur, 1/2 kg.........' . . . . Barnamatur (bananar)............. ORA baunir, 1/2 dós.............. ORA baunir, 1/1 dós.............. Mayonese, 600 ml.................. Egg. 1 kg........................ Cerios, 198 gr................... Saltkex, Ritz, 200 gr............ Ávaxtasulta, bl. (Sanitas)....... Ljósaperur, 75 w................. Coke, 1 líter.................... Uppþvottalögur, Hreinol.......... Handsápa, Lux, 90 gr............. Handsápa, Lux, 145 gr............ Hamborgahryggur, 1 kg (kinda) . Lambalæri, 1 kg.................. Hangikjöt, 1 kg (læri)........... Londonlamb, 1 kg................. Höfn K.Á. Vörumark. 15.10 15.70 13.70 13.50 13.40 13.15 16.20 7.95 6.85 7.10 6.70 6.00 3.80 3.30 7.25 7.45 6.45 10.65 11.05 9.55 15.15 15.20 33.95 36.00 9.20 9.90 8.40 12.50 12.80 11.20 6.45 9.10 6.45 6.80 6.25 9.15 9.65 6.90 6.90 3.65 3.60 3.30 5.75 5.70 5.20 58.90 ■ 56.50 44.90 44.90 52.40 52.00 78.00 Selfoss: Vörumarkaðurinn með lægst verð en minnstúrval Við greindum frá því á dögunum að blaðið Dagskrá á Selfossi hefði gert verðkönnun á sjoppum og bakarium á Selfossi. En Dagskrá gerði einnig könnun í matvöruverzl- unum og fer hún hér á eftir. Eins og sjá má er Vörumarkaðurinn með áberandi lægst verð á nær öllum vörum, en hann hefur jafnframt minnsta vöruúrvalið. Höfn og Kaup- félag Árnessýslu virðast hafa nokkuð svipað verð og vöruúrval. - DS

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.