Dagblaðið - 26.08.1981, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981.
Bflakaup:
Tregleg fyrirgreiðsla í Reykjavík
—enda ekki með helmings útborgun
5663—4193 skrifar: Þann 8. ágúst fórum við suöur til Reykjavíkur til þess að kaupa bíl. Við eyddum 6 timum á einni bílasölunni, eftir að sölumaðurinn hringdi fyrir okkur, en hann mátti eiginlega ekkert vera að þessu af þvi að við vorum ekki með 40.000 kr. útborgun í 80— 100.000 kr.bíl. Siðan var okkur ráðlagt að lita við hjá Bíla- og búvélasölunni á Selfossi. Leizt okkur vel á bíl þar er einnig hentaði okkar fjárhag. Sölumenn- irnir voru líka hinir liðlegustu og hringdu út um allar trissur fyrir okkur. Þeir héldu jafnvel bilasölunni opinni til kl. 20 til þess að við gætum náð tali af eigandanum. Vil ég þakka þessari ágætu Bíla- og búvélasölu fyrir mjög liðlega þjón- ustu. Ég vil einnig benda fólki á að koma þarna viö og líta á spjald- skrána. Það sakar ekki. Helmings-útborgun lágmark DB hafði samband við nokkra bilasala, sem sögðust ekki furöa sig á að treglega hefði gengið með fyrir- greiðsluna i þetta skiptið, því helm- ings-útborgun væri algjört lágmark. Seljendur væru ekki til viðtals um lægri útborgun, hvað svo sem kaup- endum kynni að finnast um það. Annað heyrði til algjörra undantekn- inga — nema maökur væri i mys- unni. -FG.
HUGMYNDAFLUG MORGUNBLAÐSINS
Kjósandi skrifar um leiðara Morgunblaðsins og Flugleiðir.
Kjósandi skrifar:
Þau vöktu athygli mína
leiðaraskrif Morgunblaðsins um
Flugleiðamálin svokölluð. Vart geta
menn hent reiður á hver sé meining
leiðarahöfundar sem er nafnlaus á
ferðað venju.
Á bak við skrif hans um „höfuð-
skepnur” samgangna í landinu, þ.e.
stjórn Flugleiða hf., þann 23. ágúst
sl. kemur fram augljóst þekkingar-
leysi á aðdraganda ófarnaðar Flug-
leiða.
Ekki virðist leiðarahöfundi ljóst í
hvorn fótinn skuli stigið, svo að ekki
styggist kjósendur og kavalerar
hertogadæmis Flugleiða.
Sá er þetta ritar getur ekki komizt
hjá að hnjóta um setningarugl og
mistúlkanir í leiðaranum. Þar er
hermt upp á samgönguráðherra lof-
orð um 3ja miUjón dollara styrk. En
alþjóð er kunnugt að sá styrkur væri
háður því að samsvarandi styrkur
væri veittur af hálfu Luxemborgar-
manna.
Leiöarahöfundur Morgunblaðsins
litur á sig sem Albaníu í stórvelda-
stríði miUi fjármálaráðherra og sam-
gönguráðherra. Fremur líkist hann
þó Gorgi iitia í Brekkukotsannáli.
Vart verður því trúað að árvökum
mönnum komi ekki spánskt fyrir
sjónir fálmkenndar yfirlýsingar Flug-
leiða.
Rekstrarskýrsla félagsins virðist
hafa níu líf og er breytileg eftir því
hverjir hana túlka og við hvaða
aðstæður hún er rædd.
Er leiðarahöfundi Morgunblaðsins
ekki ljóst, aö i stjórn Flugleiða komu
tveir fulltrúar ríkisins, að undan-
gengnum kaupum ríkisins á hluta-
bréfum Flugleiða? En sú var hug-
mynd stjórnarformanns Flugleiða aö
eðUlegt væri að ríkið yrði eignaraðUi
að „einkafyrirtækinu”! Slíkt ætti nú
ekki að slá I takt við stefnu Morgun-
blaðsins en flest verður hey I harðind-
um!
Af leiðaraskrifum Morgunblaðsins
virðist helzt mega ráða spumingu
þess um, hvemig draga megi saman
seglin á hljóðlátan hátt, svo að al-
menningur ,,láti í friði” stjórn Flug-
leiða, meðan bún túlkar margfræga
skýrslu sína.
Réttilega var minnzt á í leiðara
Mbl. að starfsmönnum var sagt upp
eftir áratuga þjónustu við fyrirtækið
en það gleymdist að taka það fram að
aðrir voru ráðnir í staðinn. Slíkar
voru spamaðarráðstafanir fyrir-
tækisins!
Þegar ráðherrar gagnrýndu for-
ráðamenn Flugleiða fyrir uppsagnir
starfsmanna félagsins tók Morgun-
biaðið upp hanzkann fyrir Flugleiðir
í leiöara og sagði forystumenn félags-
ins „hafa haft þrek til þess að gera
það, sem alltof fátitt væri i fari
íslenzkra stjórnmálamanna”, —
væntaniega það að framkvæma
fjöldauppsagnir.
Nú er eftir að sjá hver er með og á
móti hverjum! Enginn þarf þó að
velkjast í vafa um almenningsálitið.
Breytingar í miðbænum:
Torfusamtökin heimaskíts-
mát með byggingu útitaflsins
Siggi flug er ósáttur við frammistöðu Torfusamtakanna.
DB-mynd: H.V.
Siggi flug, 7877-8083, skrifar:
Þá er bæjarstjórnarmeirihlutinn
búinn að gera Torfusamtökin heima-
skítsmát með byggingu útitaflsins við
Lækjargötu.
Ég verð nú að segja það að þetta
hefur tekizt miklu betur heldur en ég
þorði að vona en óhögguð stendur sú
staðreynd að Arnarhólsbrekkan
hefur heldur en ekki breytt um svip.
Á ég þar við alla brekkuna frá styttu
Ingólfs og suður fyrir Bókhlöðu en
þessa brekku ætluöu Torfusamtökin
svonefndu að vernda, en ekki bara
brekkuna fyrir framan Bernhöftshús-
in, ef ég hef skilið þessi samtök rétt.
Það er verið að breyta miðbænum,
það er augljóst mál, en af þessum
örlitla miðbæ má ekkert skerða,
hann er mjög lftið en viðkvæmt
svæði og öll skerðing á honum ætti
að vera algerlega forboðin.
Það hefur heyrzt að gera eigi
nokkrar brýr í víkina fyrir norðan og
vestan gömlu Iðnó, en þetta svæði
ætti einnig að vera nokkurs konar
forboðinn ávöxtur. Tjörnina má ekki
minnka um einn fermetra, hún er
nógu lítil samt.
Ef farið verður að skerða Tjörnina
veröur hún að „drullupolli” í stað
þess að vera perla höfuðborgarinnar.
Þaö þarf lika að fara ákaflega var-
lega í það að hrófla við húsunum í
Tjarnargötu en norðurendi þessarar
götu hefur af vangá verið eyðilagður.
Lærum af reynslunni og gerum
ekki sömu vitleysuna tvisvar.
Mér datt þetta (svona) í hug.
-v»v*
~K
tutt og skýr bréf
Enn einu sinni minna lesendadálkar DB alla þá. er
hygnjast senda þiettinum linu. að láta fylgja fullt nafn. ,
heimilisfany. simanámer (ef um þaá er aó rœða) <>e \
nafnnúmer. Þetta er litilfyrirhöfn fyrir hréfritara ttkkar
oy til mikilla þæyinda fyrir DB.
Lesendur eru jafnframt minntir á að hréf eiya að
ieru stutt og skýr. Áskilinn er fullur réttur til að
stytta hréfoK umorða til að spara rúm og koma
efni hetur til skila. Bréf cettu helzt ekki að rera
lenfiri en 200—300 orð.
Símatlmi lesendadálka DB er milli kl.
13 ok 13 frá mánudöKum tilfiistudana.
r
Itrekuð aðvörun:
Gætið
ykkar að
manni
á hvítum
station-
bfl
— reynirað tæla
krakka upp
íbílinntil sín
Ingi skrifar:
Ég tók eftir lesendabréfi í DB 15.
ágúst þar sem fimm stelpur vara við
manni á hvítum bil, sem hefur veitt
þeim eftirför.
Hér er um Toyota station að ræða
en ekki Mözdu. Hann skiptir um bíla
en heldur sig við hvíta stationbíla.
Það er ekki ofsagt að ástæða sé til
þess að vara við þessum manni. Hann
hefur verið á hvítum stationbilum í
minnst þrjú ár, ef ekki lengur.
Þessi náungi er miöaldra, meðal-
maður á hæð, þybbinn, alskeggjaður
(ég sá hann að vísu síðast fyrir
mánuði). Hann er jafnframt dökk-
skolhærður, dálítið tileygður og
gengur yfirleitt með dökk gleraugu.
Fyrir þremur árum var ég á leið í
gegnum gamla kirkjugarðinn og þá
var þessi maður þar. Hann gaf sig á
tal við mig og lagði skyndilega á mig
hendur. Með naumindum tókst mér
að rífa mig lausan og sleppa en hann
ætlaði sér að leggja mig niður.
Ég hef þvi grun um að sami maður
hafi komið viö sögu er ráðizt var á
dreng í vesturbænum, því þá var aug-
lýst eftir hvítum stationbil.
Þessi náungi er auk þess alltaf á
rúntinum og ég hef oft mætt honum á
leiðinni milli Reykjavikur og Hafnar-
fjaröar. Þar reynir hann að ná í
krakka sem eru að húkka sér far.