Dagblaðið - 26.08.1981, Side 4

Dagblaðið - 26.08.1981, Side 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. AGÚST 1981. DB á ne ytendamarkaði Uppskríft frá lesanda: Lif ur með pakkasósu Eftirfarandi lifraruppskrift fengum við senda frá S.E. sem búsett er á Austfjörðum og kunnum við henni þakkir fyrir. Lifur er hreinsuð, himnudregin og skorin í fremur þunnar sneiðar. Krydduð með pipar, salti, papriku og gjarnan hvítlauksdufti. Einnig getur verið gott að marinera sneiðarnar í kryddlegi ef tími er til. Þetta er síðan brúnað á pönnu og soðið í 5—10 mín. Á meðan er spaghetti-pakkasósa frá Tóró hrærð út í köldu vatni og hellt yfir lifrina. Rétturinn er látinn malla þar til sósan hefur þykknað og siðan borið fram með hrísgrjónum. Gott er að bæta lauk, papríkusneiðum og tómötum út í, en það hækkar efniskostnaðinn. P.S. Mér þykir sjálfri bezt að krydda vel. - S.E. Heimilisbókin þægileg í notkun og sniðugt að hafa uppskriftir ,,Þá er það seðillinn frá júlí, sá fyrsti úr bókhaldsbókinni,” segir m.a. í bréfi frá húsmóður, M.B., sem búsett er í þorpi á Suðurlandi. „Bókin er þægileg í notkun og er mjög sniðugt að hafa uppskriftir og fleira í henni. En mér finnst dálítið bjánalegt að vikumar skuli byrja á miðvikudögum. Það hefði mátt vera bara með fyrstu vikuna. Liðirnir hjá mér eru nokkuð sæmi- legir að þessu sinni (542 kr. að meðaltali á mann en í fjölskyldunni em þrír. Liðurinn „annað” er upp á nærri3000kr.). Liðurinn „annað” er sá lægsti hjá mér síðan um áramót og maturinn er ekki nema 540 kr. á mann. í liðnum „annað” eru m.a. tannviðgerðir sem hleypir dálknum upp. Svo þakka ég bara fyrir. -M.B. Óalgengari fisktegundir æ oftar á borðum almennings Á undanförnum árum hefur ýsan og þorskurinn verið á hálfgerðu undanhaldi fyrir ýmsum óvenjulegum fisktegundum. Á fisk- markaðinum sem haldinn var í Reykjavík í fyrri viku voru kynntar ýmsar fisktegundir sem ekki eru algengar á borðum landsmanna. Gefið var að smakka á ýmsum tegundum og útbýtt uppskriftum um matreiðslu á ufsa, karfa og löngu. Þessar uppskriftir hafa nú verið birtar í öllum blöðunum en við bætum hér nokkrum við. Karfinn Sjöða má karfann, flaka og steikja en hann þykir beztur þegar hann er bakaður. Hér er ítölskættuð upp- skrift að karfarétti: — Ætlað fyrir sex. 12 karfaflök kryddað hveiti 2 egg, lauslega þeytt brauðrasp 120 gr smjör 3 msk. ólifuolía 12 blöð af sage, gróft söxuð. Kryddlögur 6—8 msk. ólifuolfa safi úr 1 sftrónu 1 saxaður laukur, salt og pipar. Búið til kryddlöginn og látið fisk- inn liggja þar í um það bil klukku- stund, snúið flökunum af og til. Látið leka af þeim og þurrkið þau lauslega. Dýfið flökunum í hveiti- blönduna, egg og brauðraspið. Steikið í smjörinu og olíunni þar til flökin eru fallega brún. Geymið nú flökin á heitu fati og látið sage blöðin út á pönnuna og afganginn af smjörinu, látið sjóða kröftuglega smástund og hrærið vel í á meðan. Hellið yfir fiskinn og berið fram strax. Ufsi Ufsa er hægt að matreiða líkt og um sé að ræða þorsk eða ýsu. Einnig er hægt að glóðarsteikja ufsann. Hann er þá smurður vel með bræddu smjöri og borinn fram með sinneps- smjöri eða þeyttum rjóma sem bragð- bættur hefur verið með frönsku eða þýzku sinnepi. Ufsi hentar einnig vel til þess að gratinerast í ofni með ostí. Við látum þetta duga í bili en birtum fleiri uppskriftír síðar. Næsta mál á dagskrá hjá okkur er að mat- reiða sólkola „að hætti malarakon- unnar”, það er að velta honum upp úr hveiti og steikja í smjöri, sem sorinn hefur verið fjarlægður úr.A.Bj DB-mynd Gunnar örn. Mikil aðsókn var i fiskinn sem var boöinn á útimarkaði Bæjarútgerðar Reykjavíkur i vikunni sem leið. fra Ugerm husholdnings-udgifter / - / Mantíag TirsdBg Onsdag Torsdag Fredag Lardag Sendag lalt Supermarketí Mejerl Bager Kod, pólæg Físk Frugtog grent Koloníalvarer Kaffe, te 01, sodavand, vin Rengerfngsmítíler ■ , .1 Nusholdníng íalt Andre udgifter Andro udgiftsr iait Aviser, blade, boger overfort Udgifter lalt Tobak Rensning Samtet ugeregnskab Forlystelser Vinduespoiering Transport Intítægter Gaver og blomster Toiletartlkler Frisor Rest fra forrige uge Beklœtínlng Intítaagter íalt Vask Udgifter íalt ovetíores Andre utígifter lalt 'j. '■) Rest Okeypis fískur lækkar matarkostnaöim mkiö — Fæðiskostnaður hálf s árs bams svipaður og annarra heimilismanna „Sendi ykkur hér með júliseðilinn svona til þess að sýna lit á að vera með,” segir m.a. í bréfi frá hús- móður á Austurlandi. Hún er meö fjögurra manna fjölskyldu og meðal- talið hjá henni er 527 kr. á mann á mánuði. „Matarkostnaðurinn er ekki svo mikill því fisk fáum við ókeypis. Einnig var oft elduö kindalifur sem við höfum fengið að gjöf. Stærstu diðirnir í „annað” eru málning á húsið sem við erum að kaupa, rúml. 2500 kr., stimpilgjald af láni, rúml. 1500 kr., bíla- kostnaður, rúml. 1000 kr., afborgun af sjónv., tæpl. 1000 kr., og rafmagn og sími, tæpl. 1000 kr. Svona er formið úr KVINDENs Hvem, Hvad, Hvor, afskaplega skemmtilegt og vel hannað. t þeirri bók, sem er ákaflega vönduð að allri gerð, voru elnnlg fjölmargar gagn- legar upplýslngar. Upphæðirnar eru ótrúlega fljótar aðsafnast saman. Viðvíkjandi heimilisbókinni er ég ekki ánægð með formið á henni. Ég hefði viljað hafa meiri sundurliðun á matvælum og öðru. Sendi aö gamni mínu með form sem mér Iíkaði sér- lega vel við en það er úr KVINDENS Hvem Hvad Hvorfrál977. Ffflðiskostnaður ungbarns Þessi bréfritari okkar tók saman hver fæðiskostnaður sex mánaða drengs reyndist í júlimánuði. Það var 375 kr., þ.e.a.s. það sem keypt var sérstaklega fyrir drenginn. Hann er afar duglegur að borða mat sem til- reiddur hefur verið með töfrasprota. Kveðjur, s.E. Svar: Við þökkum þetta bréf og ábend- . ingar varðandi heimilisdagbókina. Það var einmitt þetta sem við vorum að biðja um, að fólk léti okkur vita hvemig því líkaði við formið. Ég þekki einnig þetta form úr dönsku bókinni og notaði það á sínum tima og líkaði mjög vel. Ég er eiginlega á sama máli að hentugra sé að hafa dálkana sundurliðun á mat- vælunum. Fyrir kemur að maður ruglast í ríminu við að sundurgreina allt sem á samlagningarseölinum er þegar heim kemur og á að fara að skrá niður útgjöldin. Mjög athyglisverð var samantektin á fæðinu fyrir ungbarnið. Sá kostnaður ætti að lækka núna ef þar hefur verið um að ræða ungbarnamat í pökkum eða krukkum, sem hefur nú stórlækkað í verði. Þá þökkum við einnig fyrir lifrar- uppskriftina sem birtist annars staðar hér á siðunni. Lifur er afskaplega hollur matur og ætti að vera á borðum manna að minnsta kosti einu sinni í viku. Hún er heldur alls ekki dýr matur, jafnvel þótt hún sé keypt fullu verði i búð. - A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.