Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981.
9
Þáttur Dagblaðsins í biskupskjöri: skoðanakönnun, opnuviðtöl, úttekt
á hræringum innan þjóðkirkjunnar:
„Enginn treysti sér til
að spá um úrslit”
— sagði DB 4. ágúst og þykir engum mikið sem sér nú úrslitin
„örfá atkvæði kunna að ráða
úrslitum um 1 hvort það verði séra
Ólafur Skúlason eða séra Pétur
Sigurgeirsson vígslubiskup sem taki
við biskupsembætti af herra Sigur-
bimi Einarssyni. Almennt er talið að
mjótt verði á munum, úrslit geti
veriðáhvom veginnsemer. . . ”
„Enginn einasti maður treysti sér
til að fullyrða með rökum hvemig
úrslitin yrðu. Allir voru sammála um
að þau yrðu tvísýn. Jafnvel höfðu
sumir orð á því að þriðji möguleikinn
kæmi tilgreina: nefnilega jafntefli!”
Framangreindar tilvitnanir eru úr
Dagblaðinu 4. ágúst sl. Þar var i
opnugrein reynt að skyggnast bak við
tjöldin í þjóðkirkjunni og kanna
hvemig staða þeirra væri í biskups-
kjörinu, sr. Ólafs og sr. Péturs. Rætt
var við fjölda presta um allt land og
aflað upplýsinga gegn loforði um
nafnleynd viðmælandaos. Greint var
frá helztu hræringum í herbúðum
stuðningsmanna hvors um sig, hvern-
ig fylgi fluttist til á milli umferða í
biskupskjöri, nefndir nokkrir stuðn-
ingsmenn hvors um sig, reynt að spá í
hvernig fylgið skiptist eftir landshlut-
um, hvemig stuðningsmenn höguðu
kosningastarfi með fundarhöldum og
símhringingum o.s.frv.
Úttekt Dagblaðsins vakti athygli
og umtal, enda er þetta eina tilraun
fjölmiðils til að reka nefið inn um
gættina bakdyramegin og skoða
meira en „framhlið” biskupskjörs.
Helztu viðbrögð við greininni voru
þau, að niðurstaða hennar var dregin
í efa: Menn töldu úrslitin ekki jafn-
tvísýn og boðað var. Nú, þegar úrslit-
in liggja fyrir, er hægt að segja að
niðurstaðan hafi verið anzi nálægt
lagi! Úrslitin gátu verið á hvorn veg-
inn semvar.
Hér í Dagblaðinu voru líka birt í
júlí opnuviðtöl við sr. Ólaf og sr.
Pétur. Viðtalið við sr. Ólaf birtist 8.
júlí en við Pétur þann 9. júli. Sá
siðarnefndi segir þá orðrétt:
„Þjóðin lítur upp til og ber virð-
ingu fyrir herra Sigurbimi Einarssyni
vegna verðleika hans. Það verður
engum manni létt verk að taka við
embætti af honum. Ef starfssystkini
mín og leikmenn í kirkjunni hafa hug
á að velja mig næsta biskup þá mun
ég með Guðs h jálp gera mitt bezta. ’ ’
Enn má nefna skoðanakönnun
Dagblaðsins sem birtist í vor. Úrslit
hennar vom á þann veg að sr. Pétur
naut mests fylgis þeirra sem spurðir
voru um hvem þeir vildu fá í biskups-
embættið næst á eftir herra Sigur-
birni. Sr. Ólafur var í öðm sæti, sr.
Amgrímur Jónsson í þriðja sæti.
Dagblaðið hefur eins og framan-
greint sýnir kynnt biskupskjörið og
þátttakendur í því sem mest og bezt.
Það er eðlilegur hlutur enda kirkjan
og biskupsembættið ekki undanþegið
athygli fjölmiðla og almennings.
Þáttur annarra fjölmiðla, undan-
tekningarlaust, er snautlegur.
-ARH.
Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur I Reykjavik: „í tveimur tilvikum töpuðu
minir stuðningsmenn hlutkesti. Það réð úrslitum.” DB-mynd: Sig. Þorri.
Séra Ólafur Skúlason dómprófastur:
Hafði sjálfur spáð
litlum atkvæðamun
„Auðvitað varð ég fyrir vonbrigð-
um, að segja annað væri hræsni.
Úrslitin eru þó ekki mjög fjarri því
sem ég ætlaði, ég hafði oft sagt sjálf-
ur að þau myndu ráðast á einu,
tveimur eða þremur atkvæðum,”
sagði sr. Ólafur Skúlason dómpróf-
astur við Dagblaðið um hádegisbilið í
gær. Þá lágu úrslit í. biskupskjöri
fyrir og sr. ólafur var eðlilega ekki
ánægður með þau.
„Satt að segja hafði ég á tilfinning-
unni síðasta hálfan mánuðinn að ég
myndi tapa kosningunni. Ég er þakk-
látur fyrir hið mikla fylgi sem ég
hlaut í biskupskjörinu. Séra Pétri
óska ég til hamingju og bið guð um
að styrkja hann í starfi. Svo lítill
munur var á okkur að segja má að
hann hafi orðið biskup á hlutkesti.”
— Hvað áttu við með því?
„Við kosningar kjörmanna vegna
biskupskjörs urðu kjörmenn efstir og
jafnir að atkvæðum í Kjalarness- og
Suður-Múlaprófastsdæmum. Varpað
var hlutkesti og mínir stuðningsmenn
töpuðu í bæði skiptin. Það réð úrslit-
um.
Svo minni ég á að í kjörinu hafði
ég við fleiri en einn að tefla. ’ ’ -ARH.
REÐU „OGILDU AT-
KVÆÐIN” URSUT-
UM í BISKUPSKJÖRI?
eitt
atkvæði
skilaði
sérof
seint og
var ekki
talið með
Þrir kjörseðlar í biskupskjöri
komu ekki til talningar í gærmorgun.
Fylgiskjöl vantaði með þeim og þeir
töldust hvorki auðir eða ógildir. Hér
er um að ræða atkvæði Jósafats J.
Líndals sparisjóðsstjóra í Kópavogi
(leikmaður), sr. Auðar Eir Vilhjálms-
dóttur og sr. Sigurjóns Einarssonar á
Kirkjubæjarklaustri. Einn atkvæða-
seðill barst of seint og kom því ekki
við sögu. Það var atkvæði sr.
Sigfúsar Jóns Árnasonar á Hofi í
Vopnafirði.
Spurningar vakna um hvort úrslit
biskupskjörs hafi ráðizt af atkvæð-
unum þremur sem ekki voru talin
með. Því er ekki hægt að svara svo
fullvíst sé. Þó má segja með tals-
verðri vissu að sr. Ólafur hefði fengið
atkvæði sr. Sigurjóns og Jósafats
Líndals. Þá hefði hann verið kominn
með 73 atkvæði gegn 72 atkvæðum
sr. Péturs. Ekki er vitað um afstöðu
sr. Auðar Eir. Með þvi að sr. Auður
Eir kysi sr. Pétur hefðu þeir sr.
Ólafur orðið hnífjafnir að at-
kvæðum. Þá væri það Friðjón
Þórðarson dómsmálaráðherra sem
stæði í dag frammi fyrir því að velja
annaðhvort sr. Ólaf eða sr. Pétur í
biskupsembættið!
Ef sr. Auður hefði hins vegar kosið
sr. Ólaf eða skilað auðu þá væri
embættið sr. Ólafs.
Sr. Sigfús Jón í Vopnafirði er tal-
inn stuðningsmaður sr. Péturs. Ef
hans atkvæði hefði borizt nógu
snemma og verið talið fullgilt, ásamt
margumræddum þremur atkvæðum,
þá hefðu þeir.sömuleiðis verið jafnir
með 73 atkvæði, sr. Ólafur og sr.
Pétur. Og þá hefði það komið í hlut
sr. Auðar Eir að vera í hreinni odda-
aðstöðu.
Hvað sem öllum vangaveltum líður
eru úrslitin auðvitað skýr: sr. Pétur
hafði vinninginn. Kærufrestur er tal-
inn ein vika. Menn velta fyrir sér hvort
úrslitin verði kærð með hliðsjón af
framansögðu. Blaðamaður spurði sr.
Ólaf að þvi í gær hvort hann hygðist
kæra. Hann kvað nei við: „Ég hef
ekki geð í mér til þess.
Margir stuðningsmenn sr. Ólafs
eru gramir yfir þessum málalokum
og telja ósanngjarnt að úrslit skuli
ráðast af „hreinum handvömmum
manna” eins og einn þeirra orðaði
það í samtali við Dagblaðið.
-ARH.
Kjörncfndin hefur talninguna i gærmorgun: fjögur atkvæði ekki talin með —
seint.
þrjú vegna „formgalla” og það fjórða barst of
DB-mynd: Gunnar Örn.
Biskupskjörið:
Hægt að kæra úr-
slitin til Friðjóns
— en ekki er hægt að segja tíl um hverjir megi kæra!
„Þátttakendum í biskupskjöri
voru send kjörgögn útbúin þannig að
þeir áttu að skrifa á kjörseðil og setja
í lokað umslag. Síðan var umslagið
og undirrituð yfirlýsing viðkomandi,
um að hann tæki þátt i kjörinu, sett
saman í annað umslag. Umslaginu
lokað og það sent dómsmálaráðu-
neytinu í ábyrgðarpósti eða afhent
ráðuneytinu beint. Eitt atkvæði barst
of seint en fylgiskjöl (undirritaðar
yfirlýsingar) vantaði með þremur at-
kvæðum. Þau komu því ekki til taln-
ingar,” sagði Ólafur Walter Stefáns-
Ólafur Walter Stefánsson, formaður
kjörnefndar biskupskjörs: „Ef
kærur berast tekur dómsmálaráð-
herra afstöðu.” DB-mynd: Ragnar
son, skrifstofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu, við Dagblaðið. Hann gegndi
formennsku kjörnefndar biskups-
kjörs í fjarveru Baldurs Möllers ráðu-
neytisstjóra.
Kærufrestur vegna kjörsins er ein
vika frá því talið var og kjörnefnd
felldi úrskurð um úrslitin. Sam-
kvæmt lögum má vísa úrskurði til
dómsmálaráðherrans.
— Hverjir mega kæra úrslit í
biskupskjöri, Ólafur Walter?
,,Ég held að ekki sé hægt að svara
ákveðið hver megi kæra. Ef kærur
berast tekur dómsmálaráðherrann af-
stöðu til hvort viðkomandi hafi
kærurétt en menn sem kæra hljóta að
þurfa að eiga aðild að biskupskjörinu
aðeinhverjuleyti.” -ARH.