Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 12
i
Iþróttir
DAGBLADIÐ.MIÐVKUDAGUR2d.ÁGÍJSIim
DAGBLAÐIÐ. MIÐVDCUDAGUR 26. ÁGÚST1981.
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
_________^
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
13
D
Guðmundur og
Magnús dæma úti
Tvö fslenzk dómaratríó munu dæma leiki I fyrstu
umferð Evrópukeppnanna f knattspyrnu f næsta
minuði. Eru það lelkir Valerengen og Legla Varsji f
Osló 16. september og lelkur Liverpool og OPS
Oulu f Liverpool 30. september.
Fyrri leikinn dæmir Magnús V. Pétursson, en
þeir Þorvarður Björnsson og Sævar Sigurðsson
verða linuverðir. Leikinn í Liverpool dæmir
Guðmundur Haraidsson og linuverðir verða Óli P.
Olsen og Róbert Jónsson.
Hilmar sigursæll
Hilmar Karlsson, GR, sigraði f Chrysler open
golfmótinu sem haldið var í Grafarholti um sfðustu
helgi. Hann var með bezt skor bæði með og án for-
gjafar og hlaut farandbikarinn veglega i verðlaun.
í keppni án forgjafar sigraði Hilmar, fór
holumar 18 á 96 höggum. Bjami Ragnarsson, GR,
varð annar á 97 höggum og Annel Þorkelsson, GS,
þriðji á sama höggafjölda en með lakara skor á
síðustu þremur holunuin.
í keppni með forgjöf sigraði Hilmar á 81 höggi
nettó. Annar varð Bjami Ragnarsson á 83 höggum
nettó og Valur Fannar, GR, varð þriðji á 84 höggum
nettó. Annel Þorsteinsson lék einnig á 84 höggum
nettó en hafði sem fyrr greinir slakt skor á síðustu
þremur holunum.
Hávaðarok var þá er keppnin fór fram og náðu
einungis 39 keppendur af 66 að ljúka keppninni.
Bjóða mótherjunum
á blómaball!
Knattspyrnudeild Hveragerðis hefur ákveðiö að
bjóða öllum mótherjum sinum frá 3. deildar-
keppni íslandsmótsins í knattspyrnunni i sumar, það
er í A-riðlinum, á blómaball í Hveragerði á laugar-
dag. í riðlinum léku auk Hveragerðis Ármann,
Afturelding, Óðinn, Grindavfk, ÍK og Grótta.
Hljómsveitin Loðmundur leikur og blómaballið
hefst kl. 22.00. — Aðgöngumiðar afhentir á skrif-
stofu KSÍI Reykjavík.
Kraftlyftingamót
íJakabóli
í dag, 26. ágúst, verður haldið kraftlyftingamót i
.Jakabóli” f Laugardal. Á móti þessu mun Jón Páll
Sigmarsson, KR, reyna við nýtt Evrópumet í rétt-
stöðulyftu i 125 kg flokki. Mótið hefst kl. 18.
Jafnframt verður biaðamönnum kynnt æfingar-
aðstaða iyftingamanna en undanfarið hafa þeir unn-
ið að miklum endurbótum á öllu innanstokks og
reynt að gera staðinn aðlaðandi. Tilgangur þessa cr
að gefa almenningi kost á afnotum af tækjum og
böðum til Ifkamsræktar gegn 100 kr. mánaðargjaldi
sem sett verður i sjóð til byggingar á nýju
„Jakabóli”, sem þegar hefur verið teiknað. Áherzla
verður lögð á að leiðbeina hinum venjulega borgara
að efla Ifkamsvöxt sinn, ná af sér aukakilóum og
að staðan f nágrenni ,4akabóls” til hlaupa og skokka
býður upp á ýmsa mögulelka.
Húsið verður opið alla daga frá 12 til 13 og er
komutfmi á æfingar frjáls.
Sérstakir kvennatimar eru á þriðjudögum frá 20
til 23 og á laugardögum og sunnudögum frá 9 tii 14.
Fannarsbikarinn
áf ram í dag
Fannarsbikarinn i golfi hófst um siðustu helgi en
á laugardag var fyrsti dagur keppninnar. Annar
dagur keppninnar átti sfðan að vera á sunnudag en
var frestað vegna veðurs. Nú hefur verið ákveðið að
halda keppni um Fannarsbikarinn áfram f dag á
Grafarholtsvelii og verður keppt miili 16 og 18.
Þá verður Video-keppni GR, sem vera átti um
síðustu helgi, næstkomandi sunnudag og á laugar-
dag verður Jóns Agnars mótið fyrir pollana.
Unglingalandsleikur
íFæreyjum íkvöld
Unglingalandslið íslands leikur fyrri leik sinn við
landslið Færeyja i kvöld og verður leikurinn i Þórs- ’
höfn i Færeyjum. Seinni leikurinn verður svo i
Klakksvik á föstudag.
Jóhannes Atlason unglingalandsliðsþjálfari valdi
16 manna hóp til fararinnar og skipuðu hann eftir-
taldir leikmenn: Guðmundur Erlingsson, Þrótti, R,
Stefán Arnarson, KR, Björo*Rafnsson, Snæfelli,
Davíð Egilsson, KR, Einar Björnsson, Fram, Gísli
Hjálmtýsson, Fylki, Gylfi Aðalsteinsson, KR,
Hannes Jóhannsson, KR, Kristinn Jónsson, Fram,
Kristján Jónsson Þrótti R., Mark Christiansen,
Þrótti N., Olgeir Sigurðsson, Völsungi, Steinn
Guðjónsson, Fram, Sverrir Pétursson, Þrótti R.
Valdimar Stefánsson, Fram, og Þorsteinn Vil-
hjálmsson, Fram. -SA.
íslandsmeistarar 3. Bokks IA
Úrslit Í3. flokki:
DB-mynd GSv.
Skagamenn sigruðu
Val í hörkuleik 1-0
Úrsiitakeppni 3. aldursflokks i knatt-
spyrnu fór fram á Akureyri um síðustu
helgi og léku lA og Valur til úrslita.
Skagamenn sigruðu 1—0. Átta liö tóku
þátt f úrslitakeppninni f tveimur riðlum
og léku Týr Ve., Valur, ÍK og Þór Ak. f
A-riðli en i B-riöli léku Fylkir, ÍA,
Þróttur R. og Höttur.
Á laugardag voru úrslitaleikir í báð-
um riðlunum. í A-riðli léku Þór og
Valur til úrslita og nægði Þórsurum
jafntefli til að komast i úrslitaleik 3.
flokks. f fyrri hálfleik blés byrlega fyrir
heimamönnum, því þeir leiddu 1—0 er
flautað var til hlés, en Valsarar léku
betur í síðari hálfleik og sigruðu 3—1.
Þar hefur reynslan eflaust verið Völs-
urum drjúgt veganesti.
í B-riðli var það sama upp á teningn-
um. fA nægði jafntefli gegn Þrótti til
að komast í úrslitin og jafntefli urðu
úrslit leiksins, 1 — 1.
Á sunnudag mættust síðan ÍA og
Valur í leiknum um fsiandsmeistara-
titilinn og var það hörkuleikur. Skaga-
menn skoruðu sitt eina mark beint úr
aukaspyrnu og þar við sat þrátt fyrir
mikinn atgang við mark Akurnesinga.
Skall þar oft hurð nærri hælum.
Áður höfðu Þór og Þróttur leikið um
3. sætið í mótinu og sigraði Þór 4—1.
Gat sá sigur alveg eins orðið stærri.
Þessi fjögur lið voru í nokkrum sér-
flokki á mótinu og eiga eflaust margir
af þessum ungu og efnilegu drengjum
eftir að klæðast landsliðspeysum.
Sumir þeirra eru þegar byrjaðir að leika
með drengjalandsliði okkar.
-G.Sv. Akureyri.
Ingþór Bjarnason afhcndir Ólafi Þórðar-
syni, fyrirliða í A, sigurlaunin.
Ólafur Unnsteinsson símarfrá Kaupmannahöfn:
Sól og hiti og grasteppi
Idretsparken fagurgrænt
— Mikill einhugur meðal íslenzku landsliðsmannanna og allir ákveðnir að gera sitt bezta í landsleiknum
Frá Ólafi Unnsteinssyni, Kaup-
mannahöfn:
„Nei, ég er ekki hræddur við lands-
leikinn hér á Idretsparken við Dani. Ég
veit að strákarnir munu gera sitt bezta
og ég er ánægður með það sem þeir
hafa sýnt á æfingunum hér i Kaup-
mannahöfn. Við höfum æft tvisvar á
dag siðan við komum og það er mikill
samhugur meðal liðsmanna. Sjálfur á
ég harma að hefna gegn Dönum. Var
með i 14—2 leiknum hér á Idretsparken
1967,” sagði Guðni landsliðsþjálfarí
Kjartansson, þegar ég hitti hann og
landsliðsmennina á æfingu á Idrets-
parken kl. sjö f gær að dönskum tfma.
Það var stift tekið á, æft vel. Veður er
mjög gott hér i Kaupmannahöfn, sól og
hiti, 17—20 stig. Idretsparken Iftur
mjög vel út, ég hef sjaldan eða aldrei
séð völlinn glæsilegri — grasteppið
fagurgrænt og öll umgjörðin fyrir
landsieik Danmerkur og íslands —
fjórtánda landsleik þjóðanna i knatt-
spyrnu innbyrðis — eins og bezt má
vera. Starfsmenn vallaríns, sem ég
talaði við, bjuggust við 15—20 þúsund
áhorfendum á landsleikinn i kvöld en
hins vegar eru allir aðgöngumiðar
seldir á leik Danmerkur og Júgóslavíu í
heimsmeistarakeppninni, sem verður á
Idretsparken fyrst f september. Upp-
selt, 49 þúsund miðar. Leikurinn f
kvöld hefst kl. 17.30 að íslenzkum
tima.
,,Ég er ekki hræddur við Danina eða
úrslit leiksins, meira að segja er ekki
iaust við að ég sé bjartsýnn. Við mun-
um leika sterkan varnarleik og þegar
við höfum boltann munum við leika af
öryggi. Gæta þess vel að sambandið
milli vamar- og sóknarmanna slitni
ekki og eyður myndist á miðjunni,”
sagði Marteinn Geirsson, fyrirliði
islenzka iandsliðsins. Hann hefur leikið
langflesta landsleiki islenzku leikmann-
anna. Leikur sinn 56. landsleik i kvöld.
Enginn nýliði er í ísienzka liðinu. Fimm
leikmannanna léku sinn fyrsta lands-
leik gegn Nigeríu á laugardag.
Guðni Kjartansson reiknaði með því
að Atli Eðvaldsson kæmi til Kaup-
mannahafnar í dag en vissi þó ekki
nánar um það mál. Reiknaði þó fast-
lega með Atia og það hefur veriö farið
fram á við Dani, að 17 leikmenn verði í
íslenzka landsliðshópnum. Sem sagt
einum bætt við og einnig hefur verið
Danska
landsliðið
Frá Ólafi Unnsteinssyni, Kaup-
mannahöfn:
Danir hafa valið landslið sitt,
sem leikur gegn íslendlngum á
Idretsparken. Aðeins einn núver-
andi atvinnumaður er f liðinu,
Allan Simonsen. Margir leik-
menn, sem áður léku með at-
vinnuliðum. Liðið er þannig skip-
að.
Ole Kjær, Esbjerg, Ole Quist,
KB, Ole Madsen, Esbjerg, Hend-
rik Ejenbröd, KB, Steen Hansen,
Hvidövre, Ole Rasmussen, OB,
Karsten Nielsen, Allan Hansen,
OB, Lars Lindquist, Allan
Simonsen, Barcelona, og Per
Röntved, Randers, sem er fyrir-
Uði.
farið fram á að nota megi fjóra vara-
imenn í leiknum. Ekki tvo eins og
venjulega er. Danir hafa tekið mjög vel
i þetta.
Liðiö tilkynnt f dag
Þá sagði Guðni að liðsskipan gegn
Dönum yrði tilkynnt upp úr hádegi í
dag. Ekki þori ég að gera upp á milli
þeirra Guðmundar Baldurssonar,
Fram, og Þorsteins Bjarnasonar,
Keflavík, í sambandi við markvarðar-
stöðuna. Báðir vörðu með miklum
glæsibrag á æfingunni hér á Idrets-
parken. Hvað vöminni viðkemur
heyrðist mér á mönnum að þar yrðu
Viðar HaUdórsson, FH, Sævar Jóns-
son, Val, Marteinn Geirsson, Fram, og
öm Óskarsson, örgryte. Þetta eru sem
sagt fjórir öftustu menn og talað um að
Marteinn mundi leika fyrir aftan
Sævar. Á miðjunni yrðu þá Magnús
Bergs, Borussia Dortmund, sem aft-
astur af framvörðunum, Ómar Torfa-
son, Víking, Árni Sveinsson, Akranes,
og Atli Eðvaldsson, Borussia Dort-
mund, en alUr reikna með að hann
leiki. Leiknir 4-4-2 og mér heyrist, að
þeir Láms Guðmundsson, Víking, og
Pétur Ormslev, Fram, verði sóknar-
mennirnir. — Fleiri koma þó tU greina,
Ragnar Margeirsson, Keflavík, Sigur-
lás Þorleifsson, Vestmannaeyjum.
Aðrir leikmenn í landsliðshópnum eru
Skagamennirnir Sigurður HaUdórsson
og Sigurður Lárusson og Ólafur
Bjömsson, Breiðabliki.
Leikiðf
fljóðljósum
VaUarstarfsmenn hér á Idretsparken
sögðu mér, að leikið yrði í flóðljósum
— að minnsta kosti aUur siðari hálf-
leikurinn. Jafnvel einnig sá fyrri en
ákvörðun um það verður tekin nokkru
fyrir leikinn. Fer eftir veðri en veður er
mjög gott í Kaupmannahöfn, sól og
hiti.
Ég talaöi við ýmsa leikmenn íslenzka
iiðsins, Viðar Halldórsson, Ómar
Torfason, Áma Sveinsson og fleiri og
alls staðar það sama. Mjög gott hljóð i
mönnum. Allir tóku fram að sérstak-
lega góður andi væri meðal leikmanna,
aUir sem einn maður.
ÓU/hslm.
Ólafur Unnsteinsson,
fréttamaður DB
á landsleiknum
Þrír leikmenn
íbann
— og missa leikinn
milli KR og Akraness
Tveir KR-ingar og einn Skagamaður
voru dæmdir i eins leiks bann á fundl
aganefndar KSÍ i gærkvöid. Bannið
tekur gildi næsta laugardag og leik-
mennirnir þrir missa þvi hinn þýðingar-
mikla leik KR og Akraness i 1. deild á
Laugardalsvelli fimmtudaginn 3.
september.
Leikmennirnir eru Börkur Ingvars-
son og Sigurður Pétursson, báðir KR,
sem komnir voru með 10 refsistig, og
Jón Alfreðsson, Akranesi, fyrir brott-
rekstur.
Ólafur Unnsteinsson símar frá Kaupmannahöfn:
Krafa danskra er stórsigur á
íslenzka liðinu í landsleiknum
— En ég er viss um að markatel jarinn á Idretsparken f ær ekki krampa í höndina núna við að færa á markatöf luna eins og
í landsleiknum 1967, segir Ólafur Unnsteinsson
Ólafur Unnsteinsson, Kaupmanna-
höfn.
„Ég veit að þetta verður ekki einn af
minum léttustu landsleikjum. Ég er alls
ekki bjartsýnn og hef varað leikmenn
danska landsliðsins við allt of mikilli
bjartsýni. Þeir spá allir tveggja til
þríggja marka sigri — en þetta verður
erfiðara. Ef islenzka landsliðið stendur
sig vel framan af og fær ekki á sig mörk
þá er eins vist að við fáum áhorfendur á
bakið á okkur. Allir meðal áhorfenda
munu telja það áfall ef við vinnum
Tveir Svíar í Evrópuliðinu í
heimsbikarkeppninni í Róm
Tveir Sviar hafa verið valdir i lið
Evrópu sem keppir i heimsbikarkeppn-
inni i Róm 5.-6. september næstkom-
andi. Það eru þau Linda Haglund og
Eric Josjö, bæði hlauparar. Linda
hleypur i 100 m hlaupinu og hefur auk
þess verið tilnefnd i 4 X100 boðhlaups-
sveit Evrópu.
Lið Evrópu lítur þannig út, karla-
greinarnar taldar upp fyrst. Alan
Wells, Bretlandi, keppir í 100 og 200 m
hlaupi og hefur auk þess verið tilnefnd-
ur til keppni i 4x 100 boðhlaupi. Aðrir
sem hafa verið tilnefndir í boðhlaups-
sveitina eru Pólverjarnir Krysztof
Zwolinski, Zenon Liczenerski, Leszek
Dunecki og Marian Woronin, en þeir
skipuðu sigursveit Póllands á Evrópu-
bikarleikunum fyrir stuttu. Þá hefur
Frakkinn Hermann Panzo einnig verið
tilnefndur i sveitina. Evrópuliðið mun
koma saman í Róm nokkrum dögum
fyrir heimsbikarkeppnina og þá verður
eflaust ákveðið hverjir fjórir þessara
munu skipa boðhlaupssveitina. LUdegt
má þó telja að það verði Pólverjarnir
fjórir, sem sýndu á Evrópubikarleikun-
um að þeir eru ekki auösigraðir. í 400
m hlaupi keppir Harmut Weber,
Vestur-Þýzkalandi, og hann hefur
einnig verið tilnefndur i 4x400 boð-
hlaupssveitina. Aðrir tilnefndir i hana
eru Sviinn Josjö, sem frá var skýrt hér
að framan, David Jenkins, Bretlandi,
Alfons Brydenbach, Belgiu, Koen Gijs-
berg, Holiandi og Harald Schmidt,
Vestur-Þýzkalandi.
í 800 m hlaupi keppir heimsmethaf-
inn Sebastian Coe frá Bretlandi og
Iandi hans Steve Ovett keppir i 1500 m
hiaupinu. Eamon Coghlan, írlandi,
keppir í 5000 m hlaupi og Martti Vainio
Finnlandií 10.000 metrunum.
Boguslaw Maminski, PóIIandi,
hleypur í 3000 m hindrunarhlaupi og
Tékkinn Ivan Julius í 110 m grinda-
hiaupi. Harald Schmidt keppir í 400 m
grindahlaupi.
Gerd Nagei, Vestur-Þýzkalandi,
keppir í hástökki, Jean Michel Bellot,
Frakklandi, f stangarstökki, Laszlo
Szaima, Ungverjalandi, i iangstökki og
Bela Bokosi, Ungverjalandi, i þri-
stökki. Ralf Reichenbach, Vestur-
Þýzkalandi, keppir i kúluvarpi, Imrich
Bugar, Tékkóslóvakiu, i kringlukasti,
Karl-Hans Riehm, Vestur-Þýzkalandi,
i sleggjukasti og Pentti Sinersaari,
Finnlandi, i spjótkasti.
Kvennaliðið lítur þannig út: Linda
Haglund í 100 m hlaupi og Jarmilla
Kratochvilova Tékkóslóvakiu í 200 m
hlaupi. I 4x100 m boðhlaupið hafa
verið tilnefndar Kathy Samallwood,
Wendy Hoyte, Beverley Goddard og
Shirley Thomas, allar frá Bretlandi, og
Kratochvilova og Haglund. Kratochvil-
ova hleypur í 400 m hlaupi og hún
hefur einnig verið tilnefnd í 4 x400 m
boðhlaupið ásamt þeim Baby Bussman
og Claudia Steger, Vestur-Þýzkalandi
báðar, og ensku stúlkurnar Jocelyn
Hoyte-Smith, Verona Elder og
Michelle Scutt. Pólska stúlkan Iolanta
Januchta hleypur i 800 m hlaupinu og
landi hennar Genowefa Blaszak í 400 m
grindahlaupi.
í hástökki keppir Ulrika Meyfarth,
Vestur-Þýzkalandi, Anna Wlodarczyk,
Póllandi, í langstökki, Elena Fibin-
gerova, Tékkóslóvakiu, í kúluvarpi,
Maria Petkova, Búlgaríu, i kringlu-
kasti og Antoaneta Todorova, einnig
frá Búlgaríu, i spjótkasti.
Islendinga ekld með fjögurra til fimm
marka mun,” sagði Per Röntved, fyrir-
liði danska landsliðsins, i viðtali. Hann
setur í kvöld nýtt landsleikjamet dansks
knattspyrnumanns. Leikur þá sinn 63.
landsieik. Landsleikjamet hans og
Henning Munk Jensen, OB, er 62
landsleikir.
Per Röntved varar Dani við allt of
mikilli bjartsýni. Hann hefur áður
leikið gegn íslendingum í jafnteflisleik
íslands og Danmerkur á Laugardals-
velli 1970 — jafntefli 0—0 — og þekkir
því talsvert til islenzkra knattspymu-
manna. Hann hefur verið í landsUðinu
meira og minna í 11 ár. Var um tíma at-
vinnumaður hjá Werder Bremen í
Vestur-Þýzkalandi, meiddist þar og var
um tíma talið að ferli hans sem knatt-
spyrnumanns væri lokið. En Röntved
náði sér á strik og sló í gegn í leiknum í
heimsmeistarakeppninni fyrr í sumar,
þegar Danir unnu ítali á Idretsparken.
Hann ætlar sér að ná að minnsta kosti
75 landsleikjum.
Mikið skrifað um leikinn
Það er mikið skrifað um landsleik
Danmerkur og íslands i dönsku blöð-
in: Allir reikna með stórsigri.
Sepp Piontek, þjálfari danska lands-
liðsins, er þó ekki meðal þeirra bjart-
sýnustu. Hann segir: ,,Ég verð
ánægður ef við vinnum bara 2—1 —
já, það er nóg að vinna 2—1. Ég vona
að okkur takist vel upp í sóknarleikn-
um og leikurinn verði skemmtilegur
fyrir áhorfendur og leikmenn. En ég lít
á leikinn fyrst og fremst sem upphitun
fyrir leikinn við Júgóslavíu í heims-
meistarakeppninni. Leikurinn við
ísland getur orðið erfiður vegna áhorf-
enda. Það getur verið erfitt að uppfylla
kröfur þeirra og takist það ekki fljótt
getur eins farið að þeir snúist i lið með
íslendingum”.
Piontek segir ennfremur að Danir
séu með gott landslið og er í skýjunum í
sambandi við Allan Simonsen. Hvað
leikmaðurinn hafi lagt á sig til að
komast í landsleikinn f Hann var mætt-
ur á mánudag og fór strax á æfingu og
um landsleikinn sagði Simonsen:
„Þetta er leikur, sem við verðum að
vinna,” og litli Allan þekkir vel til
íslenzkra knattspymumanna. Hefur oft
leikið gegn okkar landsliði.
BT segir í mikilli fyrirsögn: „Krafan
til Röntved og Co. er stórsigur” — en
Röntved svaraði með því að segja.
„Leikurinn gegn íslandi getur orðið
áfall fyrir okkur, svp miklar vonir eru
bundnar við stóran sigur,” og hann
segir ennfremur: „Menn minnast ef til
vill sigursins 14—2 á íslandi 1967,
þegar markateljarinn á Idretsparken
fékk krampa í höndina við að færa
mörkin á markatöfluna,” og nokkuð
er minnzt á þá martröð íslendinga á
Idretsparken í blöðum hér. Ég hef hins
vegar trú á að markateljarinn á Idrets-
parken fái ekki neinn krampa núna.
ÓU/hsim.
Úrslitaleikur bikarkeppninnar á sunnudag:
Tekst Eyjamönnum að hefna
tapsins frá þvf í fyrra?
— eða vinna Framarar bikarinn þriðja árið í röð
„Ég á von á því að Eyjamenn verði 2. Fram hefur hins vegar leikið 13 leiki í
sterkari nú en i fyrra,” sagði Hólmbert röð án taps í bikarkeppninni.
Friðjónsson þjálfari Fram, á blaða- KR hefur oftast unnið bikarinn, eða
mannafundi i gær en á sunnudag eigast
Fram og Vestmannaeyjar við í úr-
siitum bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer
fram á Laugardalsvelli og hefst
klukkan 15.30. Var leiknum seinkað
um hálfa klukkustund vegna tilmæla
frá Riklsútvarpinu, en lýsing verður frá
leiknum.
Þetta er 22. úrslitaleikurinn í
keppninni og annað árið í röð leika
Fram og ÍBV til úrslita um bikarinn. í
fyrra sigruðu Framarar 2—1 og var
það í fjórða sinn sem þeir unnu
bikarinn. Vestmannaeyingar hafa
tvívegis unnið sigur i bikarkeppninni en
þeir hafa sýnt það i leikjum sínum i
keppninni i ár að þeir eru til aJQs liklegir.
Þeir hafa leikið alla leiki sina á útivelli
og ætið unnið, m.a ÍA 5—0 og KA 3—
sjö sinnum, en Fram og Valur hafa
unnið hann fjórum sinnum hvort félag.
ÍBV hefur einu sinni unnið og ÍBA, ÍA,
ÍBK og Víkingur einu sinni hvert félag.
Þótt Akurnesingar hafi aðeins einu
sinni unnið bikarinn hafa þeir þó leikið
oftast til úrslita um hann eða niu
sinnum.
Þetta verður í áttunda skiptið sem
Framarar leika til úrslita um bikarinn,
þar af í fjórða skiptið á undanförnum
fimm árum Þeir unnu í fyrra og einnig
árið 1979 er þeir lögðu Val 1—0 í úr-
slitaleik. Árið 1977 sigraði hins vegar
ValurFram 2—1.
Lið Fram verður sennilega skipað
sömu mönnum og leikið hafa síðustu
leiki félagsins. Þó mun Viðar Þorkels-
son ekki vera gjaldgengur í úr-
slitaleikinn, þar sem hann hefur áður
ieikið með 2. flokki í bikarkeppninni.
Þá meiddist Þorsteinn Þorsteinsson á
æfingu í fyrrakvöid, en ekki er
fullkannað hvort meiðsli hans eru
alvarleg. Framarar vonast til!< að
Trausti Haraldsson verði orðinn
góður af meiðslum sínum fyir úrsUta-
leikinn á sunnudag.
VaUnn hefur verið 20 manna hóp-
ur Eyjamanna fyrir leikinn gegn
Fram og skipa hann eftirtaldir
leikmenn: PáU Pálmason,
Guðmundur S. Maríusson, Sigurlás
Þorleifsson, Þórður HaUgrimsson,
Helgi Einarsson, Hlynur Stefánsson,
ÞórhaUur ÞórhaUsson, Guðmundur
ErUngsson, Kári Þorleifsson, Gústaf
Baldvinsson, Ómar Jóhannsson, Viðar
Elíasson, Snorri Rútsson, Kári Vigfús-
son, Valþór Sigþórsson, Jóhann
Georgsson, Ingólfur Ingólfsson,
Bergur Ágústsson, Sigurjón Kristins-
son og Ágúst Einarsson. Þjálfari Eyja-
manna er Kjartan Másson.
Þess má að síðustu geta að tveir
Ieikmenn Fram geta nú orðið bikar-
meistarar með Fram í 5. skiptið, þeir
Marteinn Geirsson og Gunnar
Guðmundsson.
Sem fyrr getur hefst leikurinn á
sunnudag kl. 15.30 en á undan
leiknum og i hálfleik leikur
Hornafiokkur Kópavogs fyrir áhorf-
endur. Dómari á leiknum verður
Hreiðar Jónsson og linuverðir ÓU P.
Olsen og Sævar Sigurðsson. Verð
aögöngumiða verður kr. 70 í stúku, 50 í
stæði og 20 kr. fyrir böm 13 ára og
yngri. Miðasalan hefst kl. 11 á sunnu-
dag.
-SA.