Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 14

Dagblaðið - 26.08.1981, Síða 14
14 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁGÚST 1981. Veðrið Gert er réð fyrir suðlœgri átt um land allt, vfðast goki eða kalda, súld og rigning é Suöur- og Vesturlandi vioa bfart é Norðaustur- og Austur- landi. Hlýtt é norðanverðu landinu. Kl. 6 var f Reykjavik austan 2, skýjað og 10 stig, Gufuskélar austan 4, skýjað og 11, Gaharviti suðaustan 2, alskýjað og 10, Akureyrl lögn, skýjað og 8, Raufarhöfn suðvestan 3, skýjað og 7, Hðfn norðnorðvestan 3, skýjað og 7, Stórhöfði suðaustan 4, þoka og 10stlg. í Þórshöfn var alskýjað og 10, Kaupmannahöfn skýjað og 15, Osló skýjaö og 13, Stokkhólmur rigning og 12, London þokumóða og 15, Ham- borg þokumóöa og 14, Parfs þoku- móða og 13, Madrid haiðrfkt og 17, Lissabon heiörlkt og 20, New York alskýjaðog 18. ndSát Ragnheiður Hafstein Thorarensen lézt 22. ágúst, 78 ára að aldri. Ragnheiður fæddist á ísafirði 4. janúar 1903. Hún var dóttir Hannesar Hafstein, þáverandi sýslumanns og síðar fyrsta íslenzka ráðherrans og konu hans Ragnheiðar Hafstein. Hún fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum og stundaði síðan nám um tíma við Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Ragnheiður giftist síðan Stefáni Thorarensen 1923 og varð þeim 6 barna auðið og eru þau öll á lífi. Mann sinn missti hún árið 1975. Guðrún Guðmundsdóttir frá Læk, Freyjugðtu 5, lézt 24. ágúst á EUiheim- ilinuGrund. Guðmundur Ketilsson, Smáratúni 4 Selfossi, lézt í Sjúkrahúsi Selfoss 21. ágúst. Kristmundur Sæmundsson frá Draumbæ lézt í Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 21. ágúst. Óskar Bjarni Brynjólfsson, Bergþóru- götu 45, lézt 19. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 28. ágúst kl. 13.30. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr. 14 - S 21 715, 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þýónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum eriendis Ljósritum sam - itundis \Vélritunar- þjónusta FJÖLRITUN LJÓSRITUN VÉLRITUN STENSILL ÓÐINSGÖTU 4 -REYKJAVÍK - SIMI24250 Elsa Dagmar Runólfsdóttir lézt 20. ág. 1981. Hún var fædd 11. júní 1931. Foreldrar hennar voru Runólfur Árna- son og Þóra Jónsdóttir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Andrés Hjörieifsson. Elsa Dagmar verður jarðsungin frá Neskirkju 27. ágúst kl. 13.30. Jón Kristinn Waage lézt 17. ágúst 1981. Foreldrar hans voru Magnús Waage og Himinbjörg Jónsdóttir. Nokkurra daga gömlum var honum komið í fóstur að Auðkúlu í Arnar- firði. Hann kvæntist Guðnýju Þórarinsdóttur, en hún lézt fyrir níu árum. Eignuðust þau tvo syni, Gunnar og Garðar. Auk sonanna tveggja ólu þau upp tvö fósturbörn, Huldu Þórarinsdóttur og Sigurð Magnússon. Jón Kristinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju 26. ágúst kl. 13.30. Kristján Helgi Sveinsson lézt 20. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju 28. ágúst kl. 15. Steinunn Thorlacius, Sigluvogi 7, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni 27. ágúst kl. 13.30. Kristján Sveiniaugsson, Laugarnesvegi 102, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju 27. ágúst kl. 10.30. Viðskiptaviðræður við Póiverja Dagana 17.—20. ágúst sl. fóru fram í Reykjavík viöræður um viðskipti íslands og Póllands. Um við- skipti landanna gildir viðskiptasamningur frá 30. apríl 1975. í sameiginlegri fundargerð sem undirrituð var af formönnum viöræðunefndanna, Stefáni Gunnlaugs- syni deildarstjóra og Adam Martowski skrifstofu- stjóra, er fjallað um þróun viðskipta milli landanna en þau voru vaxandi á árinu 1980 en drógust saman á fyrra misseri yfirstandandi árs. Af beggja hálfu kom fram áhugi fyrir áframhald- andi viðskiptum, þrátt fyrir efnahagsörðugleika Pól- verja, og voru ræddir ýmsir möguleikar í því sam- bandi, þar á meðal greiðslufrestir. Hér er um að ræða almennar viðræður milli stjórnvalda en sölu- samningar eru gerðir milli islenzkra og pólskra fyrir- tækja. w I GÆRKVÖLDI KIRKJAN EÐA PERSÓNULEGUR FRAMI? í gærkvöldi ásetti ég mér að ein- skorða mig við innlendar fréttir út- varps og sjónvarps í þessum pistli. Raunar bjóst ég Við ■teiðindafréttum ýmiss konar, en aldrei því sem raun bar vitni. Tvennt bar hæst — biskupskjör annars vegar og gengisfellingu hins vegar. Ég nenni ekki að eyða orðum í gengisfellinguna, því slíkt er orðið daglegt brauð á íslandi og telst þar af leiðandi ekki til nýjunga, fremur en endalausar bensínhækkanir. Slíkt flokka ég undir ólæknandi mein- semdir á borð við víðfeðmar rusla- kistur læknanna: „inflúensur” og „pestir”. Allt sem þeir kunna ekki skil á fellur undir þau heiti. Hvað biskupskjöri viðvíkur, þá finnst mér það, þvi miður, hafa farið fram álíka „smekklega” og gengur og gerist með prestskosningar á íslandi, er aldrei verða til annars en sundrungar og flokkadrátta — og ég tel kirkjunni til smánar. Kirkjan ætti að tákna umburðar- lyndi, fyrirgefningu og kærleik, en hvað er búið að gera úr henni í dag? Hún er orðin vígvöllur eiginhags- muna og metnaðar — og hverjir standa að því? Kirkjunnar „þjónar”. Síðan fárast menn yfir lélegri kirkju- sókn. Það tel ég vera makalausa ósvífni. Kirkjan og það sem hún er látin standa fyrir virðist mér vera í fjarska litlum tengslum við boðskap Krists. Og hverjum er það að kenna? Kirkjunnar „þjónum”. Sumir þjóna hennar virðast mér kirkjunni hættu- legri en verstu fjendur gætu orðið. Séra Pétur Sigurgeirsson var lýstur rétt kjörinn biskup Islands í gær. Og fram að kvöldfréttum útvarpsins skipti biskupskjörið mig minnstu máli, ef satt skal segja. Þá bar svo við, að sagt var frá, að séra Árni Pálsson lét sig hafa það að kæra kosninguna — eins og gengur og gerist um pólitísk kjör. Ekki bættu viðbrögð séra Ólafs Skúlasonar úr skák er hann tjáði sig um málið í sjónvarpinu. Það munaði minnstu — einu at- kvæði — að séra Ólafur Skúlason yrði biskup. Voru þetta réttmæt og umburðarlynd viðbrögð hugsanlegs biskups? Biturð og heift virtust mér vera í fyrirrúmi. Sem einstaklingur ætlast ég til annarra eiginleika í biskupi — ef kirkjan á að halda virðuleika sínum. Sem einstaklingur tek ég því afstöðu á móti séra Ólafi og séra Árna Pálssyni, er kærði þessar kosningar, án tillits til hvað átti í hlut — fremur en hver — nefni- lega kirkjan sem andlegur leiðtogi, fremur en veraldlegur. Ef ég hefði verið annar hvor þessara manna, þá hefði ég þagað — kirkjunnar vegna — og látið persónu- legan frama fara veg allrar veraldar. -FG. Helztu útflutningsvörur tslands eru fiskimjöt, skinn og saltsíld en af hálfu Pólverja var lögð mest áherzla á sölu fiskiskipa. Óvenju gott arnarvarpsár Um hafamarstofninn: Varp heppnaðist hjá 15 arnarpörum og út komust 16 ungar. Með vissu er vitað um niu önnur pör sem urpu en varpið misfórst. Það sem af er þessu ári hafa ernir sézt frá Skjálf- andaflóa vestur um að Árnessýslu. Tala fullvaxinna fugla mun vera nálægt 70, auk ungfugla, en tala stofnsins gæti verið um eitt hundrað, auk þeirra 16 unga sem upp komust i ár. Þrjú arnarhræ fundust á árinu, 2 ernir, eins og þriggja ára, munu hafa fengið í sig grút þegar þeir voru i hnísuhræjum. Dánarorsök eins þeirra er ókunn. Þetta ár mun vera bezta arnarvarpsár hvað snertir tölu verpandi ama sl. 80 ár eða siðan um aldamót en á árunum eftir 1900 var haferninum útrýmt úr 3/4 hlutum landsins með refaeitri. Varp fálka virðist hafa tekizt vel enda þótt tölur liggi ekki fyrir. Haftyðrill og þórshani em á mörkum þess að hverfa sem varpfuglar á íslandi, og er brýrit fyrir landsmönnum að vara sig á eggja- og fuglaþjófum sem sækja í þessar.tegundir. Allir nýir félagar Fuglaverndarfélags íslands fá ókeypis hina frábæru bók dr. Finns Guðmunds- sonar, Haförninn, sem er sérprentun úr bók Birgis Kjarans með sama nafni. Tilkynningu um nýja félaga má gefa í síma 19995 í Reykjavik eða senda i pósti til Fuglavemdarfélags íslands Bræðraborgarstíg 26, Reykjavik. Nýtt verð á heyi í fréttabréfi Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins nr. 12—14, dagsettu 7. ágúst 1981, er ranglega farið með tölur um framleiðslukostnað á heyi frá Bú- reikningastofu landbúnaðarins. Hið rétta er að Bú- reikningastofan hefur áætlað framleiðslukostnað á heyi í sumar kr. 1,40—1,50 pr. kg fullþurru í hlöðu og er ekki sérstaklega tekið tillit til þess hvort heyið er vélbundið eða ekki. Á túni er líklegur framleiðslu- kostnaður þá kr. 1,20—1,30 pr. kg. Ráðstefna ITF (Reykjavík Dagana 26. til 28. ágúst nk. verður ráðstefna Fiski- mannadeildar ITF haldin að Hótel Loftleiðum. ITF eru alþjóðasamtök flutningaverkamanna og hefur Sjómannasambandið verið aðili að því siðan 1957. Áður var Sjómannafélag Reykjavíkur eitt og sér aðili að samtökunum, þ.e.a.s frá árinu 1926. Ráðstefnur Fiskimannadeildar ITF eru haldnar á fjögra ára fresti og er þetta í fyrsta sinn sem ísland verður fyrir valinu sem ráðstefnuland og mun einnig vera í fyrsta skipti sem alþjóðasamtök verkalýðs- félaga halda ráðstefnu hér á landi. Ráðstefnuna sækja fulltrúar frá sjómanna- félögum viða að úr heiminum er hafa fiskimanna- deild innan sinna vébanda. Danmörk fór með umboð fyrir ísland og Færeyjar í aðalstjóm samtakanna allt til ársins 1980 en á þingi ITF, sem haldið var á Miami 17.—25. júlí 1980, hlutu íslendingar og Færeyingar fylgi þingfull- trúa um sameiginegan fulltrúa þessara beggja landa í aðastjóm ITF. óskar Vigfússon formaður Sjómannasambands íslands skipar þetta sæti nú. Oli Jacobsen formaður Fiskimannafélagsins í Færeyjum er núverandi formaður Fiskimannadeildar ITF. Aðalviðfangsefni ráðstefnunnar eru m.a.: 1. Tillögur Alþjóðaverkamannasambandsins til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) og Alþjóða siglingamálastofnunarinnar (IMCO) um öryggismál og heilsugæzlu fiskimanna. 2. Alþjóðlegar fiskveiðistefnur. Tónskóli S.D.K. tekur til starfa Nú er að hefjast 18. starfsár Tónskólans. Síðastliðinn vetur var skólinn fullskipaður og vom nemendur á sjötta hundrað á öllum stigum námsskrárinnar. Skólinn hefur frá upphafi tekið á móti nemendum á öllum aldri og nýlega sett á laggir undirbúningsdeild fyrir fullorðna, þar sem byrjendur fá kennslu i nótnalestri og nokkra þjálfun í að hlusta á tónlist. Þessi deild býr nemendur undir nám í hljóðfæraleik eða söng og samsvarar því for- skólanámi yngri nemenda. í skólanum gefst nemendum tækifæri á að vinna saman í samspili, hljómsveitarleik og kórsöng og á vegum Tónskólans eru haldnir fjölmargir tónleikar ár hvert. Skólinn starfar ekki aðeins niðri í bær, við Hellusund, heldur einnig við Norðurfell og undirbýr nú kennslu i hinni nýju félagsmiöstöð Árbæinga, Árseli. Innritun og móttaka námsgjalda verður 1 skólahúsinu við Hellusund 7, seinnipart dags í þess- ari viku. Sjá nánar í auglýsingu í blaðinu í dag. Afmæli Sextíu og fimm ára er f dag, 26. ágúst, Ragnar Sigurmundsson vélstjóri, Eskifirði. Hann er fæddur í Svínhólum i Lóni, en fluttist til Eskifjarðar laust eftir 1930 og hefur átt þar heima síðan. Ragnar hefur verið vélstjóri á fiski- skipum yfir 40 ár og er nú vélstjóri á Áttatíu og fimm ára er í dag Gróa Ágústa Guömundsdóttir Grettisgötu 33 B. Afmælisbarnið verður heima í 13árastrákurtýndi 700 krónum í Lágmúla Þrettán ára piltur, Páll Ómarsson, varð fyrir því óláni í gær að týna 700 krónum. Palli, en svo er Páll jafnan kallaður, telur líklegast að hann hafi týnt 700 krónunum, einum 500 króna seðli og tveim 100 króna, annaðhvort inni í eða fyrir utan Múlaútibú Lands- bankans. Gerðist þetta rétt fyrir kl. 16. Palli ætlaði að nota 700 krónurnar til að fara til Siglufjarðar þar sem hann hugðist taka þátt í íþróttamóti. Hann vonast til að einhver góðhjörtuð mann- eskja hafi fundið peningana og komi þeim til skila. Palli er sendill á ritstjórn Dagblaðsins í sumar og þar er hægt að finna hann. Átján ára týndi veski með öllum skilríkjum ' Ungur, átján áragamall skólapiltur varð fyrir því óhappi þriðjudaginn eftir verzlunarmannahelgina að týna peningaveskinu sínu. I veskinu voru 700 kr. í peningum og auk þess öll skfrteini piltsins sem er vitaskuld mjög bagalegt að missa. Pilturinn, sem heitir Jóhann Þorsteinsson til heimilis að Langholtsvegi 116 B vann í sumar við akstur á kókbíl og telur sig hafa týnt veskinu er hann var við vinnu sína einhvers staðar í Laugarneshverfinu. Hann væri mjög þakklátur ef fmnandi veskisins vildi senda honum skilríkin í pósti. Hólmanesi SU 1. dag. Tjáningarfrelsi er ein meginforsenda þess að frelsi geti viðhaldist 1 samfélagi

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.