Dagblaðið - 26.08.1981, Side 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 26. ÁOCST 1981.
BÍLAR
Það er í rauninni undarlegt að gera
sér grein fyrir því eftir búsetu i
erlendri stórborg og eftir að hafa gist
fjölda annarra stórborga tíma og
tíma aö þar sér maður sárasjaldan
árekstur bíla og ekki aðeins það
heldur sárasjaldan skemmdan eða
beyglaðan bil.
Einhver er ástæöan og mér sýnist
að einkum tvennt komi til, veður-
farið er okkur óhagstætt og svo hitt
að frekja, tillitsleysi og beinn rudda-
skapur einkenna íslenzka bilstjóra..
Vitanlega er mikið til af kurteisum og
elskulegum bilstjórum hér lika en
fjöldi hinna virðist vera meiri og því
tekur umferðin svip af þeim.
Ómar Ragnarsson raUikappi m. m.
hefur i sjónvarpi sýnt ágætar
myndir um akstur og umferð i borg-
inni og jafnframt bent á ýmsar leiðir
til þess fallnar að fá umferðina tU
þess að fljóta betur og með jafnari
hraða. Ómar sýndi í fyrra mynd um
akstur eftir Breiðholtsbraut, ElUða-
vogi, Kleppsvegi og niður i bæ eða
öfugt.
í myndinni sýndi hann hve vel og
mjúklega umferðin getur flotið ef
ökumenn á þessum tilteknu götum
taka tUUt hverjir til annarra og tU
þeirra ökumanna sem þurfa að
komast af hUðargötum inn á þessar
götur. Þessa mynd mætti gjaman
sýna aftur og fela Ómari jafnframt
að gera fleiri slíkar eða i sama dúr.
BILAR OG BILSTJORAR
Að beygja:
Á þessari mynd rifjum við upp eitt
atriði úr mynd Ómars en hún sýnir
akstur upp Breiðholtsbraut.
Bílarnir vinstra megin á myndinni
gætu vitanlega verið dreifðir á báðar
akreinarnar, og þeir sem koma af
götunni tU hægri yrðu þá að stanza
og safnast þar upp. Með því að nota
stýrið ofurlítið færa bílarnir á Breið-
holtsbrautinni sig yfir á vinstri
akreinina, sem munar þvi að hinir
sem eru að koma inn á brautina geta
ekið óhindrað.
AUt og sumt sem hefur gerzt er að
nokkrir ökumenn setja á stefnuljós
og hreyfa stýrið sitt örlítið og aUir
verða væntanlega miklu ánægðari í
umferðinni.
Fleiri en ökumenn þurfa að læra
og bæta sig. Lögreglan mætti
gjarnan athuga tUlögu sem sýnd er
hér á síðunni og fjaUar um viðbrögð
lögreglu á árekstursstað.
Lögreglan
og við
Hellissandur
Dagblaðið óskar eftir umboðsmanni
á Hellissandi.
Uppl. hjá umboðsmanni, sími93-6677
eða 91-27022.
mmiABin
Kennara vantar
við Gagnfræðaskólann í Hveragerði. Æskilegustu kennslu-
greinar: enska, stærðfræði og lesgreinar.
Uppl. gefur Bjarni Eyvindsson í síma 99-4153 og Valgarð
Runólfsson í síma 99-4288 og 99-4232.
Skólastjóía ogkennara
vantar að grunnskóla Hellissands.
Æskilegar kennslugreinar: Enska, danska og íþróttir.
Umsóknarfrestur er til 5. sept. Uppl. veitir skólanefndar-
formaður í síma 93-6605.
AUir kannast við það umferðar-
öngþveiti sem oft verður vegna
áreksturs og hve mikið það getur
orðið í annatíma. LítiU árekstur getur
valdið hálftíma eða miklu lengri
vandræðum.
Ástæðan er aðaUega sú að fyrst
þarf að bíða eftir sérstökum bílum
frá lögreglunni, sem koma tU þess að
unnt sé að taka skýrslu af ökumönn-
um og mæla upp árekstursstaðinn.
AUt þetta tekur gjarnan langan tíma
og loks eftir mæUngarnar og skýrsl-
urnar eru árekstursbilarnir fjar-
lægðir.
Lögreglan gæti breytt þessu. Með
því að búa alla sina bíla og mótorhjól
spreybrúsum með sterkum Ut gæti
það ökutæki lögreglunnar sem næst
er árekstursstað ekið þangað í snar-
hasti og lögreglumenn síðan merkti
útlínur árekstursbUanna á götuna.
Síðan mætti fjarlægja bUana á svip-1
stundu og umferðin kæmist í samt
lag.
Á þessum tveimur myndum sjáum
við fyrst aðstæður með tjónbUana
þar sem þeir loka annarri akreininni
og svo nokkrum mínútum síðar
þegar búið er að sprauta útlínur
þeirra á götuna og kippa brakinu
burt.
Þar með er umferðin komin í lag,
en lögreglan kemur svo á staðinn
þegar umferð er lítU og framkvæmir
nauðsynlegar mælingar og allir verða
mjögánægðir.
DB-myndir Bj. Bj.
^ SSÍÍf'A.
A2
m
DÖGUM
*
•sr_____
2=> V
KVIKMYNDA
VÉLA
^ LEIGA
FILMU
LEIGA s,
FILMUR OG VELAR S.F.
SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235.