Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981.
5
Hver íslendingur drekkur f jóra lítra af áfengi á ári — þar af einn heimabruggaðan:
Heimabruggið fjórðungur
hei Ida ráf engisneyzl unna r
Á milli 25 og 30% af heildarneyzlu
íslendinga á áfengi er bjór, létt vin og
brennd vin sem bruggað eöa eimað
hefur verið í heimahúsum. Áfengis-
neyzla íslendinga hefur samkvæmt
þessum tölum aukizt um einn lítra á
mannsbarn á síðustu árum, úr þremur
litrum í fjóra. Þetta kemur fram í
norrænni könnun á áfengisneyzlu
Norðurlandabúa sem gerð var árið
1979 og miðar við áfengisneyzlu árið
áður, eða 1978.
Könnunin hér á Islandi náði til 2158
einstaklinga, en alls voru 3472 í úr-
takinu. Svartíðni er því 63%, en þeim
sem ekki svöruðu voru send ítrekunar-
bréf, þar sem þeir voru beðnir um
skýringar á afstöðu sinni. Nokkrir
svöruðu en margir sinntu ekki um
ftrekunarbréfið.
f könnuninni var spurt hvort
viðkomandi hefði smakkað heima-
bruggðan bjór eða vín eða eimað
brennt vín árið 1978 og hvort þeir
hefðu þá gert það einu sixmi eða tvisvar
eða oftar. Niðurstöður urðu þær að
44% sögðust hafa smakkað bruggaðan
bjór þetta ár, 37% bruggað létt vin og
18% eimað sterkt vín. Af þeim höfðu
23% smakkað bruggaðan bjór oftar en
tvisvar, 16% smakkað létt vín oftar en
tvisvar og 8% höfðu bragðað sterk vin
oftar en tvisvar.
Hildigunnur Ölafsdóttir cand.
polit., sem ásamt Tómasi Helgasyni
lækni sá um könnunina, sem gerð var á
vegum geðrannsóknastofnunar Há-
skóla íslands, sagði að f Noregi væri
heimabrugg svipað hlutfall af heildará-
fengisneyzlu og á íslandi. f Noregi væri
hins vegar ekki bannað að brugga bjór
eða létt vín, en hins vegar væri ólöglegt
að eima sterkt vín. í Finnlandi væri
heimabruggið hins vegar aðeins um
10% af heildaráfengisneyzlunni.
Þá sagði Hildigunnur að áfengis-
neyzluvenjur fslendinga væru ólikar
venjum annarra Norðurlandabúa.
fslendingar drykkju meira af sterkum
vinum, en mun minna af bjór og léttum
vínum þótt þróun undanfarin ár væri
sú að meira væri drukkið af léttu víni
og bjór en brenndum vínum.
„fslendingar drekka einnig sjaldnar en
meira magn i einu,” sagði
Hildigunnur. „Þeir nota áfengimeira
sem vímugjafaog ölvunartíðni er mun
hærri á íslandi en á öðrum
Norðurlöndum. Aðrir Norðurlanda-
búar eru meiri hófdrykkjumenn,
drekka kannski ekki nema eitt eða
tvö glös í einu,” sagði Hildigunnur
Ólafsdóttir.
Þá kom fram í könnuninni, að 10%
kvenna á íslandi, sem neyta áfengis,
drekka 62% þess áfengismagn sem
konur á fslandi neyta. Samsvarandi
tölur fyrir karla eru 47%.
-SA.
Þrátt fyrir mjög vaxandi neyzlu heimabruggs á íslandi koma þrir fjórðu áfengisins úr Rikinu- og verulegur hluti þess er
drukkinn á veitingastöðum. -DB-mynd: EHÓ.
Enn um „matsmannamálið”
Fá ekki ferða- og
uppihaldskostnað
greiddan aukalega
— sporslur þeirra engu að síður vænsti aukapeningur
,,Ég á ekki von á að þessu fyrir-
komulagi verði breytt, en kæmi ekki
áóvartþótt ráðuneytið setti þessum
hlutum fastari skorður,” sagði
Ólafur Jónsson, stjórnarformaður
Húsnæðismálastofnunar, við Dag-
blaðið í gær.
Umfjöllun fjöimiðla um ,mats-
mannamálið” svonefnda hefur vakið
talsverða athygli. Fengu þeir greiddar
120.284 krónur á 11 mánaða tímabili
fyrir störf sin, sem að mestu eru
unnin í aukavinnu.
Við nánari athugun hefur komið i
ljós að þessir matsmenn fá ekki
greidda ferða- og uppihaldspeninga,
en verða að greiða slíkt af þeim
launum, sem þeir þiggja fyrir
starfið. Ferðalög matsmannanna geta
þó aldrei talizt mjög mikil þar sem
þeir meta vart meira en 25—30 íbúðir
utan höfuðborgarsvæðisins árlega.
í ljósi þessara upplýsinga hverfur
mesti glasinn af „uppgripatekjum”
matsmannanna, en aukasporslur
þeirra geta engu að siður talizt allra
vænstí aukapeningur hvemig sem á
málið erlitið.
-SSv.
10-12% aukning
á neyzlu léttvína
— neyzla sterkra vfna hefur minnkað um 17-18%
á 5 ára tímabili
Um 18% færri karlar og 17% færri
konur neyttu eingöngu sterks áfengis
árið 1979 en 1974. Árið 1974 neyttu
79% karla eingöngu sterkra áfengisteg-
unda en 61% árið 1979. Samsvarandi
tölur fyrir konur eru 66% árið 1974 og
49% 1979. Neyzla léttra vína hefur hins
vegar aukizt um 10% hjá körlum á
þessum fimm árum og 12% hjá
konum. Fleiri neyta nú bæði sterkra og
léttra vína en áður.
Þetta kemur fram i tveimur könnun-
um sem gerðar voru á áfengisneyzlu-
venjum fslendinga. Fyrri könnunin var
gerð árin 1972—’74 og var úrtakið þá
3016 manns. Af þeim svöruðu 2417 eða
80%. Seinni könnunin var gerð
1979 og sáu Tómas Helgson læknir og
Gylfi Ásmundsson sálfræðingur um
gerð hennar fyrir geðrannsóknastofnun
Háskóla íslands. Þá svömðu 1905 af
hinum 2417 sem áður höfðu svarað,
eða 79%. Alls svöruðu því 1905 af
upphaflega 3016 manna úrtakinu
báðum könnunum.
Að sögn Hildigunnar Ólafsdóttur
gæti ástæðan fyrir þvi aðeinungis 1905
svöruðu í seinna skiptíð verið sú að
þessir 512 hefðu tekið upp breyttar
áfengisneyzluvenjur og ættu e.t.v. við
vandamál að stríða af þeim sökum.
Hildigunnur sagði að komið hefði í ljós
í þessum tveimur könnunum að margir
sem átt hefðu við vandamál að stríða
árið 1974 hefðu verið lausir við þau
fimm árum síðar.
Markmið þessara tveggja kannana
var að athuga breyttar neyzluvenjur og
ef fyrst er athugað hvernig þær
breyttust hjá körlum kemur
eftirfarandi í ljós:
neyzluvenjur árið 1974 árið 1979
eingöngu sterkt 79% 61%
eingöngu létt 4% 14%
bæði sterkt og létt 11% 18%
gefa ekki upp 6% 7%
Hjá konum urðu breytingarnar
þessar:
neyzluvenjur árið 1974 árið 1979
eingöngu sterkt 66% 49%
eingöngulétt 16% 28%
bæði sterkt og létt 12% 15%
gefa ekki upp 6% 8%
Að sögn Hildigunnar koma niður-
stöður þessara kannana alveg heim og
saman við söluskýrslur ÁTVR. Sala
sterkra vína hefur staðið í stað en sala
léttra vína aukizt mikið.
-SA.
Fjallakónguló á Álfhólsveginum
Þessi kónguló fannst á Álfhóls-
veginum í Kópavogi á dögunum og
kom finnandinn með hana til DB sem
aftur fór með hana til fundar við sér-
fræðinga Náttúrufræðistofnunarinn-
ar.
Þar fannst mönnum fundurinn
ekki af merkilegra taginu. Um er að
ræða fjallakónguló, þó sú nafngift sé
einkennileg því sjaldan fer hún fjalla.
Kóngulóin er algeng einkum í og við
hraun. Hefur t.d. allmikið fundizt af
henni í Hafnarfirði í sumar.
Fjallakóngulóin er skrautleg,
einkum kvendýrið. Búkurinn er stór
og getur verið í ýmsum litum, gulu,
brúnu, eða jafnvel svörtu. Fæturnir
eru röndóttir.
Kóngulóin gerir engum mein en
ýmsum finnst hún hvimleið, enda
spinnur hún mikið i gluggum og
smugum sem hún finnur. -ASt.
Hlutu dóm og sekt fyrir brot
á siðareglum lögmanna
Stjórn Lögmannafélags íslands
kvað fyrr á þessu ári upp sektardóm
yfír nýlegu fyrirtæki er lögmennirnir
Ásgeir Thoroddsen og Ingólfur Hjart-
arson stofnuðu til og nefndu
Lögheimtuna. Dómurinn var upp
kveðinn vegna þess að stjórn
Lögmannafélagsins taldi að auglýsing-
ar sem umrætt fyrirtæki hafði sent út í
umburðarbréfum til fyrirtækja brytu i
bága við siðareglur Lögmannafélags
tslands. Hvor lögmannana um sig var
dæmdur í 1500 króna sektargreiðslu
vegna brotanna.
Helgi V. Jónsson, núverandi
formaður Lögmannafélags íslands,
sagði að mjög skiptar skoðanir væru
um þær siðareglur sem nú væru í gildi
innan Lögmannafélagsins og tækju tíl
auglýsinga og ummæla lögmanna um
eigið ágæti. „En meðan þær reglur sem
félagið hefur samþykkt eru í gildi ber
eftír þeim að fara og eftír þeim að
dæma,” sagði Helgi.
Helga sagði að tveir félagsmenn
hefðu kært „Lögheimtuna” fyrir
stjórn Lögmannafélagsins. Hefði m.a.
verið að því fundið að umburðarbréf
voru send fyrirtækjum sem um lengri
eða skemmri tíma höfðu haft ákveðna
lögmenn í þjónustu sinni, að því er öll
lögfræðistörf snerti.
Helgi Jónsson sagði að
„Lögheimtan” hefði verið stofnsett tíl
alhliða innheimtustarfa, bæði
vánskilaskulda og annarrar innheimtu.
Þar hefði verið farin' inn á nýjar leiðir,
m.a. með tölvukerfi. Auðvitað er
erfitt að standa gegn framþróun og
framförum en allt hefur þó sínar tak-
markanir og stjórn Lögmannafélagsins
taldi að gildandi siðareglur væru
brotnar, að því er varðaði auglýsingar
um eigið ágæti í umburðarbréfum.
— lögmönnum ekki heimilt
frekaren læknum að
auglýsa að þeirséu
öðrum betri f sínu fagi
Helgi V. Jónsson taldi að siðareglur
Lögmannafélgsins kæmu til umræðu
og e.t v. endurskoðunar út frá þessum
úrskurði varðandi „Lögheimtuna”.
Gildandi reglur væru mjög strangar
varðandi auglýsingar um eigið ágæti og
væru lögfræðingar þar í svipaðri
aðstöðu og læknar, sem heldur gætu
ekki auglýstsig sein betri en aðrir í fag-
inu.
-A.St.