Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981. Ætlar Póstur og sími að hætta við skrefatalninguna? u ■N Flestir munu hafa talið, að búið væri að taka endanlega ákvörðun um skrefatalningu bæjarsímtala og að henni yrði komið á innan skamms. Frekari umræður um skrefatalning- una væru því tilgangslausar. Tilefni þessarar greinar eru athuga- semdir Pósts og síma í Dagblaðinu 28. ágúst sl. við grein Gisla Jóns- sonar, sem birtist í blaðinu skömmu áður. Tilefni skrifa P&S virtist vera að benda á ónákvæmni hjá Gísla í prósentureikningi. Sú ábending er þó ekki það merkilegasta í áðurgreind- um athugasemdum P&S, enda hafði umrædd leiðrétting á prósentu- reikningi Gisla engin áhrif á megin- niðurstöður hans. Annað atriði í athugasemdum P&S er hins vegar miklu merkilegra og má með sanni segja, að algerlega ný við- horf hafi komið upp í skrefamálinu: Póstur og sími viðurkennir nú í fyrsta sinn opinberlega, að unnt sé að koma á jöfnuði milli höfuðborgarsvæðis og dreifbýlis án skrefatalningar. Þegar umræður um skrefatalningu bæjarsímtala hófust, benti undir- ritaður á, að sú ráðstöfun væri óskynsamleg við ríkjandi aðstæður. Yfirlýstur tilgangur skrefatalningar- innar var jöfnun símakostnaðar, en alþekkt er að meðal-símakostnaður bitnar þetta óréttlæti harðar á þeim. Sjálfsagt réttlætismál er því að bæjarsímtöl hækki í verði, en lang- línusímtöl lækki. Þetta er fyrst og Kjallarinn £ „Ónákvæmni í prósentureikningi hjá Gísla Jónssyni hefur nú oröiö til þess, að fyrir liggur opinber yfirlýsing frá Pósti og síma um, að ná hefði mátt fram jöfnuði símagjalda án skrefatalningar.’ úti á landi er margfalt hærri en á höfuðborgarsvæðinu. Sýna má fram á, að taxtar fyrir notkun langlínukerfisins eru svívirði- lega háir í samanburði við taxta fyrir innanbæjarsímtöl og í engu samræmi við raunverulegan reksturskostnað. Þar sem íbúar utan höfuðborgar- svæðisins nota langlínukerfið hlut- fallslega meira en Reykvíkingar, fremst réttlætismál gagnvart þeim, sem nota langlínukerfið, óháð því, hvort þeir búi úti á landi eða í Reykjavík. Þessum jöfnuði er unnt að koma á með tvennu móti: a) með skrefatalningu innanbæjar. b) með lengingu skrefa í langlínu- símtölum og hækkun á verði um- framskrefa. GuðmundurÓlafsson Undirritaður var og er þeirrar skoðunar, að síðari kosturinn hafi verið skynsamlegri, vegna þess að hann mátti framkvæma án nokkurs umtalsverðs kostnaðar. Því fjár- magni, sem nú hefur verið varið í tækjabúnað og uppsetningu vegna skrefatalningarinnar hefði átt að verja til gagnlegri hluta. Lengi vel virtu talsmenn P&S þá, sem lögðu til að jöfnuði yrði komið á með lengingu skrefa og hækkun skrefagjalds, ekki svars. Jafnvel sam- gönguráðherra lét hafa eftir sér að þessi aðferð væri út í hött og stuðlaði ekki að jöfnuði. Ónákvæmni í prósentureikningi hjá Gísla Jónssyni hefur nú orðið til þess að fyrir liggur opinber yfirlýs- ing frá Pósti og síma um að ná hefði mátt fram jöfnuði símagjalda án skrefatalningar. Óneitanlega hvarflar að manni, hvort Gísli haFi viljandi sýnt ónákvæmni í útreikningum sínum, til þess að lokka refinn út úr greni sinu. f grein P&S er ekki aðeins viður- kennt, að ná megi jöfnuði án skrefa- talningar, heldur er það reiknað út lið fyrir lið. í ljósi þessara sinnaskipta P&S vaknar því sú spurning, hvort þessi játning sé sett fram fyrir mistök, eða hvort þetta sé fyrsta skref stofnunarinnar í þá átt, að hætta við skrefatalninguna. Guðmundur Ólafsson. SKREFATALNING ÓÞÖRF — Póstur og sími víðurkennir að jafna má símakostnað með hækkun skref gjalds Kaupin á dýrum skrefatalningarbúnaði voru því óþörf í skrifum mínum í Dagblaðinu þann 24. ágúst sl. urðu mér á þau mistök að taka ranga tölu upp úr skýrslu Pósts og síma. Þessi mistök breyta þó engu meginniðurstöðunni, sem nú verður nánar lýst. Það er rétt athugasemd, að til að ná sama árangri i jöfnun símagjalda og áætlað er að náist með skrefataln- ingu bæjarsimtala, þarf að hækka skrefgjaldið um 35%, sem mundi valda 6,5% hækkun simakostnaðar meðalnotanda á Reykjavíkursvæðinu og 9,4% lækkun simakostnaðar meðalnotanda utan Reykjavikur. Er þetta nákvæmlega sama breyting og fengist með skrefatalningu bæjarsím- tala, ef sú ágiskun Pósts og sima stæðist, að skrefatalning gefi 35% aukningu á umframskrefum vegna bæjarsimtala. Fyrirhuguð breyting á milli langlinugjaldflokka innbyrðis veldur hins vegar þvi, að síma- kostnaður meðalnotanda i Vest- mannaeyjum hækkar um 4,0%, sem vart getur talist jöfnun símakostn- aðar. Rangur útreikningur símamanna í grein sinni í DB síðastliðinn föstudag segja póst- og símamála- stjóri og yfirverkfræðingurinn, að með hækkun skrefgjaldsins um 35% þurfi „heildarlenging langlínuskref- anna” að verða 35 + 23 = 58%. Þetta er rangt. Ef fyrst á að lengja skrefin um 35% til að vega upp á móti 35% skrefgjaldshækkun og síðan um 23% til lækkunar á verði langlínusímtala, verður heildarleng- ingin 66,1% (núverandi skreflengd margfaldast með 1,35x1,23 = 1,661). Þar til viðbótar skal vakin athygli á því, að talan 23% á að vera 29,6% og heildarlengingin því 75,0%. Skal þetta nú nánar skýrt. Allar áætlanir Pósts og síma um jöfnun símakostnaðar með skrefa- talningu bæjarsímtala eru byggðar á skiptingu umframskrefa 1979 milli höfuðborgarsvæðisins og dreifbýlis- ins annars vegar og milli bæjarsím- tala og langlínusímtala hins vegar, semsýnd erítöflu 1. Á höfuðborgarsvæðinu er áætlað, að 60% umframskrefa sé vegna inn- anbæjars'ímtala og 40% vegna lang- línusímtala. í dreifbýli eru þessar tölur áætlaðar 22% og 78%. Áætlunin er sögð byggð á mæling- um. Nú er áætlað, að skrefatalning inn- anbæjarsímtala auki umframskref vegna bæjarsímtala um 35%. Ef halda á heildarfjölda umframskrefa og þar með heildartekjum Pósts og síma óbreyttum, má fækka skrefum vegna langlínusímtala um 22,9% eða ca 23%. Þannig er talan 23 til orðin. Þar sem nú skrefafjöldinn er lengd símtals deilt með skreflengdinni, þarf að lengja skrefin um 29,6% til þess að þeim fækki um 22,9%. Af því, sem að framan greinir, er ljóst, að tvær grundvallarskekkjur eru í útreikningi þeirra símamanna á nauðsynlegri heildarlengingu lang- línuskrefa, ef skrefgjaldið yrði hækkað um 35%. Þar sem póst- og símamálastjóri og yfirverkfræðingur- inn vilja örugglega hafa það, sem réttara reynist, er hér vakin athygli á þessum skekkjum. Tvær leiðir til jöfn- unar símakostnaðar Talsmenn skrefatalningar í þéttbýli hafa haldið því fram að hún sé nauð- synleg til að jafna símakostnað milli dreifbýlis og þéttbýlis. Andstæðingar skrefatalningar hafa hins vegar ávallt bent á að ná megi sama jöfnuði með breytingu á gjaldskránni. Því hefur ávallt verið andmælt og er þar skemmst að minnast svars samgöngu- ráðherra í Morgunblaðinu þann 21. júní sl. við fyrirspurn Jóns ögmundar Þormóðssonar lög- Bæjarsimtöl Langlinusimtöl Alls Höfuöborgarsvæöiö 19,7 13,2 32,9 Dreifbýli 8,5 30,0 38,5 Samtals 28,2 43,2 71,4 Tafia 1. Milljónir umframskrefa á ársfjóröungi m.v. notkun 1979. fræðings um það, hve mikið þyrfti að hækka umframskrefin til að ná sama jöfnuði. Með skrifum sínum þann 24. og 25. ágúst sl. viðurkenna þeir póst- og símamálastjóri og yfirverkfræðingur Pósts og sima loksins að ná má sama jöfnuði með hækkun skrefgjalds. Þar með er fengin óbein viðurkenn- ing Pósts og síma á að spara hefði mátt kaupin á skrefatalningarbún- aðinum og nota það fé sem til hans hefur-verið varið til enn meiri lækk- unar á verði langlínusamtala. Þær tvær leiðir, sem nú liggja fyrir til jöfnunar símakostnaðar eru þá eftirfarandi: Leið 1. 35% hækkun skrefgjalds og 35% lenging langlínuskrefa til að vega upp á móti skrefgjaldshækkun- inni. Auk þess 33,3% lenging lang- línuskrefa til lækkunar á verði lang- línusímtala. Heildarlenging langlínu- skrefa verður þá 80,0%. Leið 2. Skrefatalning bæjarsím- tala. Áætluð fjölgun skrefa vegna bæjarsímtala er 35%. Meðallenging langlínuskrefa er fyrirhuguð 33,3%. Vakin er athygli á því, að í báðum tilvikum er gert ráð fyrir 33,3% lengingu langlínuskrefa, sem jafn- gildir 25% fækkun langlínuskrefa en ekki 22,9%, sem reiknað var út hér að framan. Er það gert til samræmis við núverandi tillögur Pósts og síma, sem gera ráð fyrir heldur meiri fækkun langlínuskrefa en sem nemur fjölgun bæjarskrefa. Ástæðan mun vera sú, að lengd langlínuskrefa þarf að standa á heilum sekúndum, auk þess sem áætlunin um 35% aukningu bæjarskrefa er hrein ágiskun. Breyting símakostn- aðar meðalsfmnotanda Samkvæmt síðustu ársskýrslu Pósts og síma, sem er fyrir árið 1979, er meðalnotkun símnotenda á höfuð- borgarsvæðinu 3.756 skref á ári og í dreifbýlinu 9.112 skref á ári. Á höfuðborgarsvæðinu eru innifalin í fastagjaldi 1200 skref á ári en í dreif- býli 2.400 skref. Umframskref á árs- fjórðungi verða því eins og sýnt er í töflu 2. Htfuðborgarsvæöiö Dreifbýli Kr/ársfj. Breyting, % Kr/ársfj. Breyting, % Núverandi 541,70 0 1.067,80 Leiö 1 577,00 + 6,5 967,30 Leiö2 577,10 + 6,5 967,50 Tafia 3. Heildarsimakostnaöur meðalnotanda m.v. notkun 1979. í töflu 3 er sýndur heildarsíma- kostnaður meðalnotanda á ársfjórð- ungi skv. núgildandi gjaldskrá miðað við núverandi fyrirkomulag, leið 1, þ.e. hækkun skrefgjalds, og leið 2, þ.e. skrefatalningu innanbæjarsím- tala. Breyting sfma- kostnaðar Vestmanna- eyinga Með leið 1 er hugsað, að öll lang- linusímtöl lækki hlutfallslega jafn- mikið, enda hafa ekki verið færð nein rök fyrir þvi að hækka þurfi taxtanamismikið. Núverandi tillögur póst- og símamálastjóra eru hins vegar þær að lækka aðeins gjald- flokka 2 og 4 og mismikið en lækka ekkert gjaldflokka 1 og 3. Gjald- flokkur 3 gildir m.a. fyrir símtöl milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur, þar sem meginhluti langlínuumferðar Vestmannaeyinga liggur. Meðalsímnotandi í Vestmannaeyj- um notaði 7.934 skref árið 1979 eða að jafnaði 1384 umframskref á árs- fjórðungi. Áætlað er, að 5% lang- línuskrefa Vestmannaeyinga falli í gjaldflokk 2, 90% í gjaldflokk 3 og ,5% í gjaldflokk 4. Áætlun þessi er byggð á upplýsingum frá símstöðvar- stjóranum í Vestmannaeyjum. Heildarsímakostnaður meðalnotanda í Vestmannaeyjum verður þá eins og sýnt er í töflu 4. Kr/ársfj. Breyting, % Núverandi Leifll Leið 2 918.90 836,10 955.90 0 -9,0 + 4,0 Tafla 4. Heildarsímakostnaðut meðalnotanda í Vestmannaeyjum, m.v. notkun 1979. Af þeim niðurstöðum, sem fram komu í töflu 4 er ljóst.að ekki verður um jöfnun símakostnaðar að ræða með þeim aðgerðum, þ.e. leið 2, sem fyrirhugaðar eru. Þessi niðurstaða rennir stoðum undir þann grun margra, að jöfnun símakostnaðar sé Kjallarinn Höfuðborgarsvæöi Dreifbýli 639 skref/ársfjóröung 1678 - Tafla 2. Umframskref meöalnotanda 1979. Gísli Jónsson yfirskyn, sem notað er til að koma á skrefatalningu í þéttbýli, sem síðar má nota til tekjuaukningar án þess að mikið beri á. IMiðurlag Því hefur stundum verið haldið fram, að með skrefatalningu bæjar- símtala megi ná tekjum til niður- greiðslu á langlínusímtölum án þess að það hafi áhrif á framfærsluvísitöl- una. í viðtölum undirritaðs við þing- menn hefur komið fram, að sumir þeirra telja þetta vera rétt. Stað- reyndin er hins vegar sú, að það breytir engu gagnvart áhrifum á vísi- töluna, hvort jöfnun símakostnaðar verði gerð með skrefatalningu bæjar- símtala eða hækkun skrefgjalds. Þetta hefur undirritaður kynnt sér hjá Hagstofu íslands. Kunni ein- hverjir þingmenn að vera ennþá i þeirri trú, að hækkun símakostnaðar á höfuðborgarsvæðinu komi ekki til með að hækka framfærsluvísitöluna, þá væri full ástæða til að kynna sér málið hjá Hagstofu íslands. Með visun til framanritaðs er ítrekað það sjónarmið, að full ástæða er til að leyfa símnotendum að velja um það, hvora leiQjna þeir vilja heldur fara til jöfnunar síma- kostnaðar. GísliJónsson

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.