Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 16
Fjársöfnun Jerry Lewis mœlist misjafnlega fyrir — en leikarinn hefur á undanförnum árum safnað milljónum fyrir fatlaða Kvikmyndaleikarinn Jerry Lewis hefur á undanförnum árum safnað milljónum dollara til handa samtökum sjúklinga með vöðvarýrnun, en ekki eru samt allir ánægðir með þær aðferðir sem Jerry Lewis hefur beitt við söfnunina. Tvenn samtök, félag fatl- aðra borgara og réttindamiðstöð fatl- aðra, hafa gagnrýnt Lewis fyrir að sýna myndir af fötluðum börnum til að vekja samúð með þeim og hvetja þannig almenning til að láta fé af hendi rakna til söfnunarinnar. Samtökin segja að með þessu hafi verið búin til sú ímynd að allir fatlaðir séu háðir öðrum og að þeirgeti ekki lagt sinn skerf til þjóðfélagsins eins og aðrir þegnar. „Okkur finnst að þessi áherzla á „börn Jerrys”, föl, veikluleg og kjarkmikil en líklega án nokkurra möguleika um bætt líf, hafi orðið til þess að skapa ákveðna ímynd í hugum almennings og þannig leitt til þess að Sony kynnir nýja myndavél: Ljósmyndirnar sýndar á sjónvarpsskermi Borges heiðr- aður á afmœlis- degi sínum Þegar argentínski rithöfundurinn Jorge Luis Borges varð 82 ára á dögun- um afhenti Jose Lopezz Portillo forseti Mexíkó.þar sem Borges nú býr, honum 70.000 Bandaríkjadali að gjöf. Peningar þessir voru hluti af Ollin Yoliztli verðlaununum, sem eru æðstu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Mexíkó. Borges, sem frægastur hefur orðið fyrir smásögur sínar, las upp ljóð á ljóðahátíðinni í Morelia á afmælisdegi sínum og í virðingarskyni stóðu allir viðstaddir á fætur þegar skáldið aldraða hóf ljóðalesturinn. Síðar um daginn hélt Borges til Mexíkóborgar þar sem hann las einnig upp ljóð. Ollin Yoliztli verðlaunin voru fyrst veitt í fyrra, en þau eru veitt fyrir bókmenntaafrek á spænsku. Nafnið Ollin Yoliztli þýðir líf og hreyfing og er komið úr nahuatl máli Aztecanna. Borges sagði er hann veitti verðlaunun- um móttöku; að hann liti ekki á skáld- skap sinn sem vinnu heldur sem hvatn- ingu. ,,Ég gaf bækur mínar út svo að ég mundi ekki þurfa að eyða ævi minni í að leiðrétta handrit, ” sagði Borges. Stúlkan á myndinni heidur á hinni nýju myndavál sem Sony hefur framleitt og i hœgri hendi hennar sést seguldiskurinn, sem hœgt er að taka SO myndir á. Ráðherrann send- Singapore-búar ekki hrijhir af hassreykingum ur í veikindafrí Læknar hafa fyrirskipað Malcolm Fraser, forsætisráðherra Ástralíu, að fara í þriggja vikna veikindafrí vegna vírusar sem Fraser fékk. Þetta er í þriðja sinn á tveim árum sem Fraser fer í veikindafrí. Aðstoðarforsætisráð- herra landsins, Doug Anthony, hefur þó neitað því að Fraser hyggist segja af sér vegna veikinda. Fraser, sem er 51 árs, fékk lungna- bólgu í desember sl. og var þá frá vinnu í fimm vikur. Haustið 1979 hafði Fraser einnig fengið lungnabólgu og var hann þá rúmfastur í sex vikur. Að sögn Anthony, aðstoðarforsætis- ráðherra, óttast læknar Frasers að vírusinn, sem hrjáir ráðherrann, þróist í bronkítis eða jafnvel lungnabólgu. Jane Fonda varð heldur en ekki hissa á dögunum þegar yfir- völd í Singapore bönnuðu sýn- ingar á mynd hennar 9 to 5. Ástæðan var sú að í myndinni bregður fyrir nokkrum lífs- glöðum ungmennum við hass- reykingar og valdhafar í Singa- pore töldu ekki ástæðu til að sýna æsku borgarinnar þann vestræna ósóma á hvíta tjald- inu. hið opinbera hafi mótað ranga stefnu í málefnum fatlaðra,” sögðu talsmenn samtakanna. Talsmenn samtaka sjúklinga með vöðvarýrnun hafa hins vegar vísað gagnrýni hinna samtakanna á bug og telja öllu frekar að hún sé til komin vegna þess að samtökin hafi neitað réttindamiðstöð fatlaðra um 250.000 dollara styrk. Á seguldiskinn er hægt að taka allt að 50 myndir, en hægt er að taka disk- inn úr myndavélinni hvenær sem er, án þess að búið sé að taka allar myndirnar á hann. Ljósmyndarar þurfa því ekki að strita við að klára filmuna, svo hægt sé að setja hana í framköllun. Ekki þarf að kaupa nýjan disk, þegar búið er að taka allar myndirnar á hann, heldur er hægt að nota hann aftur og aftur. Einnig er hægt að taka kvikmyndir með myndavélinni, en þá þarf að kaupa sérstakt tæki, sem sýnir hreyfi- myndir, þegar það er tengt við mynd- segulband. Myndavélin er aðeins tæpt kg að þyngd og er 12 cm ábreidd, sjö áhæð og fimm á dýpt. Hægt er að skipta um linsu á myndavélinni og er hægt að nota flestar tegundir myndavélalinsa á hana. Búizt er við að myndavélin komi á markaðinn eftir tvö ár og mun hún kosta í Japan um 646 dollara, eða jafnvirði 4.500 króna. Diskurinn mun kosta 2.60 dollara, eða um 18 krónur og sýningartækið sem tengt er við sjón- varp mun kosta um 215 dollara, eða 1.500 krónur. Einhver bið verður á því að hægt verði að gera venjulegar ljósmyndir eftir disknum, en fulltrúar Sony hafa ekkert viljað láta uppi um hvenær það verður hægt né heldur hvað það muni kosta. Sony fyrirtækið kynnti fyrir skömmu nýja myndavél, sem hlotið hefur nafnið Mavica. Vél þessi er ekki ólík öðrum myndavélum i útliti, en innra byrði hennar er alveg nýtt. Engin filma er notuð í vélina, en hins vegar er I henni seguldiskur. Þegar ljósmynd er tekin breytir hleðslutæki myndefninu í rafmagnsmerki. Merkin eru síðan hljóðrituð á seguldiskinn. Diskurinn er tekinn og settur í sérstakt sýningartæki sem tengt er við sjónvarp. Myndirnar sem teknar voru birtast svo á sjón- varpsskerminúm. SÍMI í MÍMIER10004 FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT TUNGUMÁLANÁM. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent Erlent Erlent

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.