Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 04.09.1981, Blaðsíða 24
Milljón dollara þotuhreyfill rannsakaður Kristján Tryggvason heitir maðurinn sem situr þama inni I einum afjjórum hreyflum þotan á aðfara I nœsta flug, á sunnudag. Nœrri lœtur að slíkur hreyfill kosti um eina DC-8 þotunnar TF-FLB. Kristján er meðal 40—50 starfsmanna Flugleiða sem um milljón Bandarikjadala. Segja má að hann vinni eins og risastór ryksuga; hann togar þessar mundir framkvœma viðamestu skoðun sem gerð hefur verið á DC-8 þotu hér- þotuna áfram I gegnum loftið. / flugtaki skilar þessi eini hreyfiU afli sem jafhgildir lendis. Skoðunin fer fram I stœrsta flugskýli KeflavikurflugvaUar. Hófst hún I gœr- 19.000hestöflum. morgun. Unnið er allan sólarhringinn og er stefht að þvl að Ijúka skoðuninni áður en -KMU/DB-mynd: Einar Olason. Listfeng tvflemba úr Ölfusi gripin á Kjarvalsstöðum >á sem fyrsta bar að Kjarvals- stöðum á mánudagsmorguninn síðastliðinn rak i rogastanz er þeir sáu á meö tvö lömb sín liggja undir einum vegg listasafnsins. Var réttum yfirvöldum þegar tilkynnt um þessa óboðnu gesti inni í miðri höfuðborginni. Til aö hand- sama ána og lömb hennar var féð rekiðinn í forstofu Kjarvalsstaða. 1 ljós kom að þessi listelskandi sauðkind var frá Saurbæ í ölfusi. >ykja það hin mestu undur að hún skuli hafa komizt óséð um þær götur og umferðaræðar sem um verður aö fara til að komast á Klambratúniö gamla. Eftir „handtökuna” í forstofu listasafnsins var ánni og lðmbunum skotið upp f bifreið og þeim ekið upj^ undir Kolviðarhól þar sem þau fengu frelsið aftur eftir hina ævintýraríku höfuðborgarferð. -A.St. Skólab jöllurnar klingja á ný eftir hljóðlátt sumar: 13.000 böm ígrunnskóL um Reykjavíkur í vetur þar af 1300 sex ára börn f forskóla Nýtt skólaár í grunnskólum Reykjavíkur hefst í dag en alls munu tæplega 13.000 böm á aldrinum sex til 15 ára stunda nám I hinum 24 grunnskólum borgarinnar í vetur. >ar af munu um 1300 sex ára börn vera í forskóla. Unglingar í 9. bekk mættu kl. 9 í morgun, og 7. og 8. bekkur kom einnig í skóla fyrir há- degið. Klukkan 13 mæta börn í 6. bekk og sfðan mæta bekkirnir með . hálftíma millibili. Síðust mæta sjö ára börn, sem nú eru að hefja skóla- skylduna, og eiga þau að koma i skólanakl. 15.30. Að sögn Ragnars Georgssonar, skólafulltrúa hjá fræðsluráði, er fjöldi skólabarna svipaður og undan- farin ár. Fjölmennasti skóli Reykjavfkur ér Fellaskóli en sá fámennasti er Voga- skóli þar sem einungis liðlega 300 börn verða f vetur. 1 dag verður nemendum raðað niður i bekki en Iftið mun fara fyrir eiginlegri kennslu. Eftir hefgina hefjast skólarnir síðan fyrir alvöru. -SA. Nýtt meint fjársvikamál hjá ríkissaksóknara: Sýslumadurim seldi land- spildu sem hann átti ekki —gegn fullri greiðslu—gat ekki gef ið afsöl þegar hann var krafinn um þau Nýtt meint fjársvikamál er nú í höndum ríkissaksóknara en það varðar sýslumanninn í Búðardal, Pétur >orsteinsson. Málið snýst um landspildu í Mosfellssveit, sem er eign dánarbús Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara. Pétur mun hafa selt nokkur sumar- bústaðalönd fyrir um fjórum árum, gert kaupsamning við kaupendur og tekið fulla greiðslu. Nú hefur komið í ljós að Pétur var ekki eigandi þessa landsvæðis og hafði því enga heimild til að selja landið. Nokkrir aðilar munu hafa keypt þama sumarbústaðalönd en aðeins einn þeirra hefur kært. Hin meintu fjársvik uppgötvuðust þegar sá hugðist selja sitt land. Kaupandi af honum krafðist afsals, sem hann hafði ekki undir höndum. Hann leitaði þvi til Péturs, bað um afsal sitt, sem Pétur gat ekki gefið, enda ekki eigandi að því landi sem han seldi. Pétur var strax krafinn um endur- greiðslu kaupverðs á núgildandi verðlagi en þegar hann ekki sinnti því eftir ftrekaðar beiðnir fór málið til lögfræðings. >órður Björnsson ríkis- saksóknari fékk kæruna 16. júli sl. og 12. ágúst afhenti hann Jónatan Sveinssyni saksóknara hana 61 frekari rannsókna. Jónatan sagði í samtali við DB að ennþá væri ekki hafin rannsókn þessa máls en að öUum Ukindum yrði það f þessum mánuði. >á ræddi DB við Baldur MöUer hjá dómsmálaráðuneytinu. Hann sagðist ekki hafa fengið málið tU sfn en venja er að dómsmálaráðuneytið fái sUkar kærur 61 umsagnar. Er síðan tekin ákvörðun um hvort víkja beri viðkomandi embættismanni úr starfi, að minnsta kosti meðan á rannsókn málsins stendur. Fer það eftir málsatvikum, að sðgn Baldurs. DB reyndi að ná taU af Pétri í gær og í morgun en án árangurs þar sem hann er nú í leyfi. -ELA. Srjálst, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 4. SEPT. 1981. Styrktarsjóður Sjálfsbjargar stofnaður: Þegar hafa safnazt um 300.000 krónur — aðalátak söfnunarinnar um helgina Félagar i Lionshreyfingunni munu nú um helgina gangast fyrir söfnun á höfuðborgarsvæðinu í samráði við Hjálparstofnun kirkjunnar og Um- ferðarráð og mun söfnunarféð renna í svonefndan Styrktarsjóð Sjálfsbjargar, sem fyrirhugað er að stofna nú á næst- unni. >að var fyrr á árinu að Sjálfsbjörg fór þess á leit við Hjálparstofnunina að hún aðstoðaði við undirbúning og söfnun vegna sjóðsins. Fyrstu helgina f júlí fóru Lionsmenn um land allt af stað í samráði við Umferðarráð og út- býttu bæklingum um umferðarmál. Framlög voru frjáls í sjóðinn og söfn- uðust um 300.000 krónur. Lokaátakið á að verða nú um helgina og munu Lionsmenn í höfuðborginni verða við bensínútsölur svo og helztu stór- markaði og safna fé fyrir sjóðinn. Styrktarsjóði þessum er ætlað að koma til móts við einstaklinga sem hafa orðið fyrir einhvers konar fötlun og tryggingakerfið nær ekki yfir. Ennfremur er ætlunin að gera fötluðu fólki hægara um vik að ferðast, t.d. til útfanda. Að sögn Hilmars Baldvinssonar hjá Hjálparstofnun kirkjunnar hefur sjóðurinn ekki enn verið formlega stofnaður en það mun verða á næst- uimi. Tekið verður við framlögum út árið þó svo að meginhluti skipulegrar fjársöfnunar ljúki með framtaki Lions- mannanna um helgina. -SSv. r fiT fZ. TT Q M TT Q' 3UR 1VIKU HVERRI Askrifendur DB athugið Vinningur I þessari viku er 10 glru Raleigh reiðhjól frú Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8, Reykjavlk og hefur hann verið dreginn út. Næsti vinningur verður kynntur I biaðinu á mánudaginn. Nýir vinningar verða dregnir it vikulega næstn minnðL c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.