Dagblaðið - 16.09.1981, Side 2

Dagblaðið - 16.09.1981, Side 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. 2 /— ; Umfiskvinnsluna: Y . Sammála nýsjálenzku stúlkunum lýsa vel fiskvinnslunni eins og hún er okkur heimaf ólkinu er tamast að þegja Þuríður Einarsdóttir skrifar: í Dagblaðinu 22. ágúst sl. er birt bréf frá nýsjálenzkri stúlku og viðtal við aðra. Þær lýsa báðar reynslu sinni og segja sitt álit á fiskvinnslu hér á landi. Þessar stúlkur hafa unnið í sama frystihúsinu og aðeins í þessu eina húsi og skortir því samanburð við önnur frystihús. Það er kannski þess vegna sem svo hastarlega er ráðizt að þessum stúlkum og orð þeirra dæmd ómerk af for- ráðamönnum viðkomandi húss? Þó „glöggt sé gests augað” eru lika til heimamenn sem sjá það sama og þessar erlendu stúlkur. En okkur heimafólkinu er tamast að þegja, enda þekkjum við vinnubrögðin. En eruþaðrétt viðbrögð að dæma gagn- rýni ómerka? Ég, sem þessar línur rita, hef unnið í frystihúsum öðru hverju undanfarin ár. Ég hef unnið hjá tveim fyrirtækjum í fjórum frystihúsum, því báðir mínir vinnuveitendur fluttu í ný frystihús á starfstíma sínum. Annað fyrirtækið er á Austurlandi, SÍS, hitt í Reykja- vík, SH. Eg hef unnið hjá öðrum aðilanum áður en bónus var tekinn upp og hjá báðum eftir að bónusinn varð allsráðandi. Og nú geta hinir hörundsáru og hvassyrtu for- ráðamenn vestfirska frystihússins verið kátir. Ég hef ekki, frekar en þær nýsjálenzku, lyst á fiski, sem unninnerí þessum húsum eftir að bónusinn var tekinn upp. Nýsjá- lenzku stúlkurnar lýsa vel fisk- vinnslunni eins og hún er, ekki bara í einu frystihúsi, heldur trúlega öllum okkar frystihúsum, þar sem stór- gallað bónuskerfi er í hávegum haft. Ég sé ekki ástæðu til að endurtaka lýsinguna sem þær stöllur gefa á frystiiðnaðinum, ég er þeim að mestu sammála, og hvað bónusinn varðar er ég þeim alveg sammála. Jónas Kristjánsson ritstjóri segir í Dagblaðinu 25. ágúst sl. „Þetta er því miður ekkert einkamál þessara fiskiðja. Öll þjóðin stendur og fellur með fiskinum, sem fer á erlendan markað.” Þetta eru þörf orð og í tíma töluð. Þar sem þetta er mál allra landsmanna hlýtur það að vekja efa- semdir um að rétt sé að halda leyndu því sem miður fer í fiskvinnslunni. Við eigum bezta hráefni í heimi til matvælaframleiðslu, sem er fiskur í ómenguðum sjó, og trúlega bezta vatn í heimi sem við notum við vinnslu þessa hráefnis. Við höfum allt sem þarf til að senda á markað vöru, sem væri í sérstökum gæðaflokki og því í háu verði, aðeins ef við vönduðum vinnsluna og alla meðferð. Er ekki kominn tími til að ljá þeim röddum eyra, sem gagnrýna vinnubrögð og eftirlit í frystihúsum? Gagnrýni á fiskvinnsluna er ekki árás á einn eða neinn, heldur nauðsynlegur þáttur í þróun atvinnugreinar, sem alla lands- menn varðar. Mér hefur á undan- förnum árum fundizt gallaði fiskurinn úr frystihúsunum vera feimnismál, sem ekki má ræða utan veggja húsanna. Eða er það svo sjálf- sagður hlutur að varan sé gölluð, að ekki taki að nefna það? Ein samstarfskona mín sagði eitt sinn er henni ofbauð hversu mikið var af ormum og beinum í fiski, sem hún átti að pakka: „Þessi fiskur er okkar landkynning”! Og mér hefur síðan verið spurn: Hvenær fá neytendur erlendis nóg af þeirri land- kynningu? Hvað veldur? Ég hef ekki verið á sjó og þekki því ekki til meðferðar á fiskinum um borð í skipunum og læt það því liggja á milli hluta. En þegar i frystihúsin er komið er bónusinn, að mínu viti, stór skaðvaldur. Ráðandi bónuskerfi er ranglega uppbyggt frá fyrstu hendi, þar sem afköst ráða að mestu en vandvirkni er ekki launa verð. Það starfsfólk, sem í eðli sínu er vandvirkt og getur ekki, samvizku sinnar vegna, látið hraðann ráða, er dæmt til að vinna á lágum bónus- greiðslum meðan þeir sem láta sér á sama standa tvöfalda laun sín eða meir. Af þessu leiðir að vandvirkasta fólkið hættir í flestum tilfellum vinnu i frystihúsunum. Það eru fáir sem ná því að skila gallalausu á miklum hraða, en eru þó til. Það þarf að „Nýsjálenzku stúlkurnar lýsa vel fiskvinnslunni eins og hún er, ekki bara í einu frystihúsi, heldur trúlega öllum okkar frysti- húsum, þar sem stórgallað bónuskerfi er i hávegum haft,” segir Þuriður Einarsdóttir. endurskoða bónuskerfið ef vel á að fara. Þá er það eftirlitið, hið daglega eftirlit. Þar er ég hrædd um að ekki sé alltaf réttur maður á réttum stað. Til eftirlitsstarfa hafa oft valizt unglingar sem mörgum harðskeyttum bónuskonum reynist erfitt að taka mark á. Unglingar eru margir prýðis starfsmenn og sjálfsagt að taka vel á móti þeim á vinnustað. En eðlilega eru þeir reynslulitlir oe þvi ekki vel fallnir til eftirlits með þeim sem eru rnargfalt reyndari. Það verður að gera þá kröfu til þeirra sem eru í eftirliti og oft þurfa að finna að og benda á galla, að þeir geti um leið leiðbeint þeim sem gölluðu vörunni skila. Því miður er eftirlits- fólkið oft vanmáttugt að þessu leyti. Þar sem ekki eru æfinga- eða kennsluborð fyrir byrjendur í hreinsun og snyrtingu svo og pökkun á fiskinum, liggur beinast við, að þeir, sem finna að, geti um leið verið leiðbeinendur. Það er hægt að skrifa langt mál um fiskvinnsluna og benda á margt sem betur má fara, t.d. samskipti yfirmanna og starfsfólks, vinnuaðstöðu og ýmsa tilhögun. Það er margt sem samvinna og góður vilji gæti lagfært. Eftir að hafa lesið það sem hinir fimm útlendingarnir í vestfirska j'rystihúsinu láta frá sér fara á prenti, trúlega með vitund og vilja forráðamanna viðkomandi húss, stenzt ég ekki mátið að senda þetta frá mér. Ég held að það sé ómaklega að nýsjálenzku stúlkunum vegið. Ef til vill liggur meinsemdin í því öðru fremur, að ekki má gagrirýna fisk- vinnsluna. En þá er ekki heldur neins bata að vænta á þvl sviði. V Um listgagnrýni: ERU GAGNRÝNENDURILL- GJARNIR OG ÖFUNDSJÚKIR? —þjást þeir af „andlegri riðuveiki”? Árni L. Jónsson skrifar: Hvernig er það eiginlega, er ekk:, kominn tími til að það verði látin fart fram opinber rannsókn á þessari and legu riðuveiki, ásamt snerti af hlaupa- bólu, sem virðist hafa gripið um sig meðal marktækra menningarvita é sviði sjónmennta? Því er nú eitt sinn þannig varið að tíminn tifar áfram, — og breytist, já og mennirnir með. Dagblöðin t.d. berast víða og eru lesin af fólki, — fólki sem vill kynnast því sem hér er að gerast í myndlist og byggir allt sitt á áreiðan- legri umfjöllun. Nú hafa menn væntanlega misjafnlega styrka sjón- menntarænu, en það" hefur varla farið fram hjá nokkrum ntanni með fullri vitund, að við höfum upplifað nokkurskonar „tékkneskt vor” á þessu sviði, a.m.k. hér á höfuð- borgarsvæðinu. Litlum sýningarstöðum hefur skotið upp eins og gorkúlum, að vísu misjafnlega langlífum og athyglis- verðum, en hvað um það, þetta hefur hresst mikið upp á borgarlífið, því oftast hefur þetta verið ungt fólk sem verið hefur á ferðinni, uppátektar- samt og glettið. Hvernig umfjöllun fá svo ungir listamenn í fjölmiðlum? — Nú, ef þeir eru ekki hundsaðir, þá er þeim líkt við apaketti og brandarakarla sem væntanlega eiga eftir að komast dl vits og ára. Hvar hefur t.d. verið fjallað um málverkasýninguna sem dæmi: Mbl. 12. sept. sl. bls. 8. Bragi nú hangir á Mokka? Hvergi. Annað gerir sér lítið fyrir og mígur niður Árni L. Jónsson segir að Septem-hópurinn vcröi alltaf sprækari með hverju árinu scm liður. DB-mynd: Einar Ólason. sýningu Hreggviðs Hermannssonar á hefðbundinn hátt. „Þessi „skítapakkstónn” er farinn að læða þeirri hugsun að hjá yngri myndlistarmönnum að þessir svo- kölluðu gagnrýnendur séu lítið meira en illgjarnar, öfundsjúkar, menn- ingarlegar dekurpíkur sem ættu ekkert að vera að hafa fyrir því að tölta til mynda. Þeir eru að vísu hættir að reyna að vera „Art Cridc Royal” konunglegir hirðgagnrýn- endur, en í staðinn er komið „ÉG” og „venjulega fólkið ” og nóg um það. Og þá er það Hákot, — Kjarvals- staðir. Þar eru á ferðinni: Jóhannes S. Kjarval, Ásgrimur Jónsson, Gunn- laugur Blöndal, Jón Stefánsson, Kristján Davíðsson, Þorvaldur Skúlason, Karl Kvaran, Valtýr Pétursson, Guðmunda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Sigurjón Ólafsson, Hallsteinn Sigurðsson og Ása Ólafsdóttir. — Já það er hraustlega fretað úr fallbyssunum, ég held að þetta sé kallað breiðsíða á flotamáli. Septem-hópurinn verður alltaf sprækari með hverju árinu sem líður, — þessi sýning hjá þeim núna gæti alveg eins heitið „Vor í Týrol” — veggirnir hreinlega jóðla af gleði. í austursal eru gömlu meistararnir. Það er satt að segja ómaksins vert að sitja frammi í kaffistofunni og sjá Raddir lesenda fólk koma þaðan út. Það eru allir svo uppljómaðir á svipinn, — rétt eins og þeir séu að koma úr skírn eða hafi verið blessaðir af helgri veru. Þarna inni er innvolsið úr vinnu- stofu meistara Kjarvals. Þetta er allt nýkomið heim eftir mikla yfirlegu danskra viðgerðamanna. Maður les í blöðunum að einhver Davíð Oddsson sé að koma á „óformlegum viðræð- um” við manninn sem bjargaði þessu öllu frá glötun. — Strákar, — án gamans, sleppum öllum viðræðum. Olnbogaskot frá menntamálaráð- herra til fjármálaráðherra er nóg, og svo borgum við þetta björgunarstarf samkvæmt reikningi, því svona nokkuð verður ekki metið til fjár. Svo getur þessi Davíð Oddsson og restin af konfektkassanum setið i óformlegum umræðum um það hvernig það skyldi vera að sofa undir moldarbörðum. Svo væri gaman að fá ærlega út- tekt — málefnalega úttekt — á því, sem nú er borið á borð á Kjarvals- stöðum, þó ekki væri nema vegna fólksins sem verður að láta umfjöllun blaðanna nægja, í nútíð og framtíð. j

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.