Dagblaðið - 16.09.1981, Page 4
4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
Bilstólarnir sem hafa veríð lögleiddir i
Tennessee eru þannig að jafnvel
nýfædd börn geta verið í þeim. Fólkið
á myndinni er i raun upphafsmenn
baráttunnar fyrir slikum stólum.
fækkað til mikilla muna. Búizt er við
að enn fleiri ríki eigi eftir að setja lög
um barnastólana. Umræða um
bílbelti fyrir fullorðna hefur einnig
verið vakin í tengslum við umræðuna
um stólana. Notkun bílbelta hefur
minnkað undanfarin ár. En í haust
ætla sömu aðilar og hófu baráttuna
fyrir stólunum að efna til annarrar
fyrir bílbeltum.
—DS þýddi úr bandaríska timaritinu
People og staðfærði.
Öryggi bama íbílum
Bílslys aðalbanamein
bandarískra bama
Á þessari myndaröð sést hvernig barn sem haldið er á í fanginu í framsætinu virkar eins og hlíf fyrir þann sem á því heldur. Gott fyrir hann en varla fyrir
barnið.
—bflstólar nú víða lögleiddir
Öryggi barna í bílum hefur verið
mikið til umræðu í sumum fylkjum
Bandaríkjanna að undanförnu.
Komið hefur í ljós að um þúsund
bandarísk börn undir fjögurra ára
aldri láta lídð í bílslysum á ári hverju.
Bílslys eru aðaldauðavaldur barna
sem eru meira en mánaðargömul.
Það hryggilega við þetta er að menn
þykjast sjá að 90 prósent þessara
þúsund dauðaslysa og 70 prósent
þeirra 70.000 slysa sem leiða til
meiðsla hefði verið unnt að koma í
veg fyrir með viðeigandi
ráðstöfunum.
Hjón frá Tennessee sem misstu
barn sitt í einu þessara slysa
hafa verið að berjast fyrir því að lög-
leiddir verði sérstakir barnastólar í
alla bíla sem aka börnum. Stólarnir
henta nýfæddum bötnum ogbivnum
allt að fjögurra ára aldri.Tennessee
fylkið varð fyrst til þess aö lógleiða
þessa stóla en síðan hafa átta önnur
ríki sett sams konar lög. Vitnað er í
að barn sem vegur 5 kíló þeytist með
150 kílóa þrýstingi út úr bíl sem
síoppaður er skyndilega á 50
kílómetra hraða. Algengt hefur verið
í Bandaríkjunum að mæður sætu
með böm sín í framsætunum og
virkar þá barnið eins og hlif fyrir
móðurina en jafnframt er það í stór-
kostlegri líshættu sjálft. Börn sem
sitja laus, jafnvel þó þau séu aftur í,
eru einnig í mun meiri hættu en börn
sem eru í bílstólum eða bílbeltum.
Lögreglan i Tennessee dreifir jafnt sektarmiöum sem barnabilstólum.
Svo umhugað er lögregluyfir-
völdum í Tennessee um að börn séu í
stólum að hægt er að sleppa við að
borga sekt fyrir of hraðan akstur með
því að kaupa barnabílstól af lög-
reglunni. Þeir sem ekki hafa efni á
því geta fengið slíka stóla lánaða
endurgjaldslaust. Við þessar aðgerðir
hefur slysum á börnum í bilum
DB á ne ytendamarkaði
Dóra
Stefánsdótti
MEÐALTAUÐIJUNIF0R YFIR 2 ÞUSUND Á MANN
Sundurliðun á dálkinum annað, eins og beðið hefur veríð um og jafnframt lýst eftir sundurliðun á búreikningi hjá 500 kr.fjölskyldum
Sundurliðun á dálkinum
Bensín
(aðeins ekið i
Trygging bíla
(tveir bilar nauðsynlegir,
en annar var bilaður)
Viðgerð á bil
Afb. lífeyrisláni
. Dagblöð
Önnur blöð
Myndarammi
Pinotex
Rafm./hiti
Gjöf
Læknir, lyf
Vefnaðarvara
Klipping
„annað”:
1797,00
og úr vinnu)
5180
1100,00
8402,00
150,00
237,00
130.00
85,00
393,35
104,00
160,00
60,00
77,00
eiginmaður hennar greiðir fyrir fæði
á vinnustað. Heitur matur er ekki
hafður á heimilinu í hádeginu.
Aðeins þrír eru í heimili, þannig að
meðaltal á mann í mat og hreinlætis-
vörur var rúmar 2000 kr.
l.oks segir hún í bréftnu:
,,Ég hef aldrei getað skilið hvernig
hægt er að komast af með 500 kr. í
meðaltal á mann yfir mánuðinn. Það
væri gaman að fá nákvæma sundur-
liðun á því hvað keypt er á slíkum
heimilum.
Ég átti þess einu sinni kost að fá
oft frían fisk í matinn. Það
munaði náttúrlega mjcjg miklu, auk
þess, sem maður borðaði oftar fisk.
— En ég hef alltaf keypt naut og svín
í frystikistuna á haustin, en það kost-
ar svo sannarlega sitt.
Ég er nýbyrjuð á heimilis-
bókhaldinu, hef ekki haldið það að
staðaldri síðan 1957. Ég nota
heimilisdagbókina ykkar og finnst
hún ágæt. Ég nota einnig vegg-
spjaldið, en svo hef ég stílabók sem
ég skrifa inn hvað það er sem ég
kaupi.”
Bréfritari virðist ekki , .svindla”
neitt á heimilisbókhaldinu sínu eins
og okkur grunar að nokkrir geri, þótt
óafvitandi sé. Við getum litið í eigin
barm. Það kemur fyrir stöku sinnum
að við gleymum að skrifa niður það
sem keypter.
Við ítrekum þá ósk bréfritara að
gaman væri að fá sundurliðun frá
fólki sem getur komizt af með 5—600
kr. á mann að meðaltali. Lýsum hér
með eftir slíkri sundurliðun. -A.Bj.
Reynzt vel að gera kostn-
Samtals
Matardálk.
17,885,35
6.235,59
aðaráætlun fyrír áríð
Allt samtals
24.120,94
Þetta er sennilega eitthvert hæsta
uppgjör sem borizt hefur til neyt-
endasíðunnar. Þó er ekki hægt að
koma auga á að þarna sé um neitt
bruðl að ræða.
Konan sem seðilinn sendi tók þó
fram að júlimánuður hefði verið sér-
lega dýr vegna gestakomu. Hún
sagðist hafa látið eftir sér að kaupa
tvær borðvínsflöskur með mat og
hálfa flösku af brennivíni. Annað
ekki. Hún sagðist einnig færa allt inn
mjög nákvæmlega, einnig það sem
E.K. skrifar:
Betra er seint en aldrei segir ágætt
máltæki. Hér kemur júlíseðillinn
minn og gott betur, ágústuppgjörið
líka. í júlí var reynt að spara og í
liðnum annað er sími og rafmagn en
ekkert annað. í ágúst hafa verið í
gangi hjá okkut Ijári skar endur-
bætur á eigin húsnað og koma til
með að standa fram á vetur. Því var
ekkert hugsað um frí eða ferðalög '
þetta árið.
Fjögur af börnunum voru i sveit í
sumar svo það fækkaði heldur betur
við matarborðið. f ágúst voru tveir
komnir heim og svo bættist við
smiður sem er hér í fullu fæði alla
daga vikunnar. Og þá fóru að hækka
aftur útgjöldin. Ágúst kom út með
5.165,35 í mat og hreinlætisvörur og
2.960,25 í annað og er þá ekki talinn
með efniskostnaður eða vinnulaun en
það fer allt á sérreikning.
Ég hef unnið úti í sumar en ég sé
ekki að það breyti neinu með út-
gjöldin. Ekki hefur verið um nein
teljandi útgjöld við ferðir frá og að
vinnustaðað ræða.
Ég las í bréfi frá S.H. að henni
gangi illa að lækka útgjöldin. Það
sama henti mig þegar ég var að byrja
minn búskap fyrir rúmum aldar-
fjórðungi. Þá reyndist oft lítið eftir
þegar matur og aðrar nauðsynjar
voru keyptar til þess að borga
reikninga og afborganir. Þetta
breyttist þegar ég fór á mánaðar-
reikning hjá matvöruverzlun. Ég
þurfti að borga á réttum tíma fleiri
reikninga en áður. Þá varð ég að
skrifa niður jafnóðum það sem
keypt var til að vera viss um að geta
borgað þegar að skuldadögunum
kom. Þá byrjaði ég á heimilis-
bókhaldi. Allir reikningar voru jafn
-Ráð E.K. tilS.H.
réttháir, alla þurfti að borga og aldrei
mátti fara yfir vissa upphæð í
daglegum rekstri. Af þessu lærði ég
mikið og ég hef oft notað svipaða að-
ferð þegar illa árar. Þegar eitthvað
þurfti að kaupa til heimilisins með af-
borgunum, til dæmis heimilistæki
eða húsgögn og dýrari stykki þá gerði
ég kostnaðaráætlun árið út og reyndi
að fylgja henni og hefur það reynzt
mjög vel. Ef S.H.getut eitthvað af
þessu lært væri það ágætt. En fyrstu
árin í heimilisbókhaldi eru oft vanda-
söm og að venja sig strax á fastar
reglur og bókhald er ómissandi hjálp.