Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
5
VERÐUR ERFIÐARA AÐ
SEMJA V» NORÐMENN
eftir að stjóra Hægrí f lokksins tekur víð?
Verður erfiðara fyrir
íslendinga að semja við
Norðmenn eftir að stjórn Kára
Willoch tekur völdin þar í
landi? Þetta er ein þeirra
spurninga, sem vaknað hafa
eftir kosningasigur Hægri
flokksins í Noregi og fall
stjórnar Verkamanna-
flokksins.
Óþarfi er að rekja i löngu
máli öll þau mál, þar sem
íslendingar og Norðmenn eiga
sameiginlegra hagsmuna að
gæta. Fyrir utan marg-
umtalaða fiskveiðihagsmuni
hafa samskipti landanna verið
á fjölmörgum sviðum og
stöðugt er rætt um að auka
þau samskipti, t.d. með þvi að
íslendingar kaupi olíu af
frændum sínum í austri.
Það mál sem hæst hefur
borið á undanförnum miss-
erum eru samningar um land-
grunnið við Jan Mayen og enn
hefur ekki verið endanlega
gengið frá því samkomulagi. í
grundvallaratriðum hafa
þjóðirnar verið sammála um
hvernig leysa eigi málið en nú
hafa heyrzt raddir um að ef til
vill verði erfiðara að semja við
minnihlutastjórn Hægri
flokksins en stjórn Verka-
mannaflokksins. Dagblaðið
leitaði í gær til nokkurra
islenzkra stjórnmálamanna,
sem hvað mest hafa látið málið
til sín taka, og lagði fyrir þá
spuminguna: Telur þú að
erfiðara verði að semja við
Norðmenn eftir stjórnar-
skiptin? -ÓV.
Olafur Jóhannesson utanríkisráðherra:
Hefði viljað hafa
allt okkará þurru
,,Enn á eftir að ganga frá
samningum við Norðmenn um
skiptingu landgrunnsins við Jan Mayen
og ég vona að það verði engin breyting
á afstöðu manna til þess þótt ný stjórn
taki við í Noregi,” sagði Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra, í
samtali við DB.
,,Það er búið að leggja tillögurnar
þar að lútandi fyrir hina stækkuðu
utanríkismálanefnd og þar voru menn
allir sammála um að það væri sá
samningsgrundvöllur, sem unnið skyldi
eftir,” sagði ráðherra. „Stjórnar-
skiptin í Noregi gætu að vísu tafið
eitthvað framgang málsins, því ég tel
óvíst, að fráfarandi stjórn gangi frá
miklu á þeim tima sem hún situr.
Auðvitað hefði maður viljað hafa allt á
þurru áður en stjórnarskiptin yrðu i
Noregi, en ég hef ekki trú á að þau
breyti miklu fyrir okkur,” sagði Ólafur
Jóhannesson utanríkisráðherra.
-ÓV.
Ólafur Jóhannesson utanrikisráðherra: Gæti tafið samningsgerð um landgrunnið.
Eyjólfur Konráð Jónsson: Norðmenn
skilja nú að það er einnig þeirra hagur að
samskiptin séu góð.
Eyjólfur K. Jónsson utan-
ríkismálanefndarmaður:
„Breytir
ekki
miklu”
,,Ég hef ekki trú á að þessi
kosningaúrslit breyti miklu um sam-
skipti okkar og samninga við
Norðmenn. Að minnsta kosti vona ég
það,” sagði Eyjólfur K. Jónsson al-
þingismaður, sem sæti á í utanríkis-
málanefnd alþingis, í samtali við DB i
gær.
Eyjólfur Konráð sagðist ætia að
nýja stjórnin í Noregi myndi
samþykkja Jan Mayen-samkomulagið
eins og fyrri stjórn hefði gert. „Ef ekki,
verða það mér mikil vonbrigði,” sagði
Eyjólfur. „Ég hef trú á að samskipti
okkar við Norðmenn verði vinsamleg
eins og áður og þau mættu gjarnan
vera meiri. Það eru líka hagsmunir
Norðmanna að samskipti þjóðanna séu
vinsamleg — það skilja þeir núna þótt
þeir hafi kannski ekki gert það fyrir
nokkrum árum.”
-ÓV.
Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkismálanefndar:
„Fyilsta velvilja að mæta”
„Nei, ég tel að það ætti ekki að
verða neitt erfiðara að komast að sam-
komulagi við væntanlega ríkisstjórn
borgaraflokkanna,” sagði Geir
Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðis-
flokksins og utanríkismálanefndar
Alþingis.
„Það sem fyrst er um að ræða er
varðandi Jan Mayen-málið og sam-
komulag það sem gert var um skiptingu
landgrunnsins við Jan Mayen. Ef mig
misminnir ekki var það samkomulag
borið undir utanríkismálanefnd norska
Stórþingsins, eins og utanríkismála-
nefnd Alþingis, fjallað þar um málið
og að fulltrúar borgaraflokkanna hafa
verið hafðir með i ráðum við gerð sam-
kom ulagsins.
Ég er sama sinnis varðandi önnur
samskipti landanna; á sviði
olíuviðskipta eða -leitar og fisk-
verndunar. Þá dreg ég ekki í efa að við
eigum fyllsta velvilja að mæta hjá
forystumönnum borgaraflokkanna.
Geta má þess að Káre Willoch hefur
verið einn af fulltrúum lands síns í
Norðurlandaráði og átt góð samskipti
við ýmsa Islendinga,” sagði Geir
Hallgrímsson.
-KMU.
fk
OMAR
VALDIMARSSO
Ólafur Ragnar Grímsson: Getum átt von
á að Norðmenn reynist erfiðari.
r
Olafur Ragnar Grímsson,
utanríkismálanefndar-
maður:
„Gæti
orðið
örðugra
að eiga
við Norð-
menn”
„Já, við getum átt von á því að
Norðmenn reynist erfiðari. Auðvitað er
erfitt að fullyrða um slíkt á þessu stigi
en það gæti orðið örðugra að eiga við
þá,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson,
alþingismaður, sem sæti á í utanríkis-
málanefnd Alþingis.
Ólafur sagðist byggja skoðun sína á
ýmsum ummælum og viðbrögðum sem
komið hefðu fram hjá forystumönnum
Hægri flokksins í þeim deilum sem
íslendingar hefðu átt við Norðmenn.
„Það samkomulag sem gert var um
skiptingu landgrunnsins við Jan Mayen
var ekki staðfest af Norðmönnum fyrir
kosningarnar vegna þss að Hægri
flokkurinn vildi láta það bíða fram yfir
kosningarnar,” sagði Ólafur Ragnar.
-KMU.
KRISTJÁN MÁR^
UNNARSSON
Geir Hallgrfmsson: Káre Willoch hefur átt góö samskipti við Íslendinga.
Kjartan Jóhannsson,formaður Alþýðuflokksins:
„Þyngra fyrír fæti”
,Mér sýnist, af ýmsu því sem fram
hefur komið i málflutningi norska
hægriflokksins á undanförnum árum,
að það verði heldur þyngra fyrir fæti
að semja um sameiginleg hagsmunamál
okkar eftir að þessi stjórn tekur við,”
sagði Kjartan Jóhannsson, formaður
Alþýðufiokksins, í samtali við frétta-
mann blaðsins.
„Mikilvægir hagsmunir okkar fara
saman við hagsmuni Norðmanna á
ýmsum sviðum, eins og til dæmis við
Jan Mayen. Og ég verð að segja eins og
er, að ég er alveg gáttaður á því, sem
gengið hefur á þar á miðunum. Sam-
komulag sem við höfum gert við
Norðmenn er ekki haldið og Dönum
hefur liðizt að úthluta kvóta á svæði,
sem við höfum samið um. Það þýðir
náttúrlega ekkert að vera að semja um
ákveðin atriði ef það er svo brotið
niður af öðrum,” sagði Kjartan.
,,En til að svara spurningunni beint,
þá tel ég að það verði erfiðara fyrir
okkur að eiga við hægristjórnina en þá
stjórn sem nú er að fara frá — það
dæmi ég af yfirlýsingum Hægri
fiokksins undanfarin árl” -ÓV.
Kjartan Jóhannsson: Gáttaður á þvi sem gerzt hefur á miðunum við Jan Mayen.