Dagblaðið - 16.09.1981, Blaðsíða 6
6
Erlent
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
SÍMI í MÍMIER10004
FJÖLBREYTT OG SKEMMTILEGT
TUNGUMÁLAINIÁM.
• Viltu losna við áhyggjur og
kvíða?
• Viltu verða betri ræðumaður?
• Viltu verða öruggari f framkomu
og njóta lifsins?
• Þarftu ekki að hressa upp á sjálf-
an þig?
SENDLAR
Afgreiðsla Dagblaðsins óskar eftir að ráða
sendla í vetur, verða að hafa hjól til umráða.
Upplýsingar á afgreiðslunni, sími27022
BIAÐIÐ
Safnvörður
Dagblaðið óskar að ráða starfsmann í mynda- og greina-
safn blaðsins.
Menntun í bókasafnsfræði eða starfsreynsla í safnvinnu
æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist Dagblaðinu Síðumúla 12 fyrir 21.
september merkt „Safnvinna”.
mmiAÐiÐ
ÚTBOÐ
Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar óskar eftir til-
boðum í smíði og uppsetningu loftræstikerfis 1 menningar-
miðstöð í Breiðholti.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu FB, Suðurlands-
braut 30, frá miðvikudegi 16. september, gegn 500 kr.
skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð föstudaginn 2. október kl. 14 á
Hótel Esju.
^ .^ --------\
\ Verðaðeins / \ kr. 50,00 / ^ Fyrír sláturtíðina Ódýrar og vandaðar nælontunnur 30 lítra m/góðu og öruggu loki. ÍSLENZK MATVÆLI Sími 51455.
1X2 1X2 1 1X2
3. leikvika — leikir 12. september 1981
Vinningsröð: XX1-X1X-1X1-121
1. vinningur: 12 réttir - kr. 76.745.- 43592(6111)+
2. vinningur: 11 réttir - kr. 2.055,-
3040 4808 28197 43588 + 43591 +
4456+ 11161 43584+ 43590+
Úr 2. leikviku: 26408 (Siglufjörður) (1/11)
Kærufrestur er til 5. október kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skrif-
legar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á aðalskrifstofunni í
Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til
greina.
Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda
stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
lok kærufrests.
GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK
\v namshcn) QQ n t| 1
ui) hi'liuM Q| I
STJÓRNUNARSKÓUNN,
Konrád A dolphsson
,-Dale .
Carnegie
námskeiðiÖ
interRent
//-' )i \ car rental
Bílaleiga Akureyrar
Akureyri: Tryggvabr 14-S 21715,23515
Reykjavik: Skeifan 9 - S. 31615, 86915
Mesta úrvalið, besta þjónustan
Við útvegum yður afslátt
á bílaleigubílum erlendis
Erlent
Nýjar sannanir á eiturefnum íhemaði?
filll A E IFfiNUV’
icuniv
— eiturefni sem unnin eru úr svampi
Reaganstjórnin segir sig hafa nýjar-
sannanir um efnahernað í SA-Asíu
og Afganistan og gefur í skyn að
Sovétríkin hafi útvegað eiturefni
áður óþekkt í hernaði. Er talað um
eitrið sem ,,gula duftið” eða „gula
regnið” sem úðað er úr flugvélum og
inniheldur eiturefni er unnin eru úr
svampi og er unnt að framjeiða þau
í stórum stíl.
Ekki ásakar utanríkisráðuneytið
þó Kremlverja beinlínis fyrir að
brjóta þau alþjóðlegu lög sem banna
notkun eiturefna en bendir á að
sovézkir vísindamenn búi yfir tækni
til að framleiða þau.
Alitið er að ásökun þessi sé einn
þátturinn í herferð stjórnarinnar
gegn því sem hún kallar „tvískinn-
ung”. Segir hún að vesturveldin liggi
mjög undir þeim áburði á meðan
Sovétmenn sleppi með alls kyns brot
áalþjóðalögum.
Herferð þessi hófst með ræðu sem
utanríkisráðherrann, Alexander
Haig, hélt í Berlín sl. sunnudag þar
sem hann sagði að það hefði lengi
leikið grunúr á að Sovétmenn og efni í hernaði í Laos, Kampútseu og
bandamenn þeirra hefðu notað eitur- Afganistan.
Reagan og Haig: Herferð gegn tvískinnungi.
Castro harðorður á milliríkjaþingiá Kúbu:
Bandaríkjamenn
eins og fasistar
— sendimenn Bandaríkjanna, Kína og Bretlands gengu út af fundi
Sendimenn Bandaríkjanna, Kína og
Bretlands gengu út af fundi á milli-
ríkjaþingi sem nú er haldið á Kúbu eftir
að forseti Kúbu, Fidel Castro, hafði
gagnrýnt stjórnir þeirra harðlega.
Castro ásakaði Reagan forseta m.a.
fyrir það að fylgja árásarstefnu sem
væri verri en hún nokkurn tíma gerðist
á tímum kalda striðsins.
Tveggja tima ræða sem Castro hélt
yfir 100 alþjóðlegum fulltrúum var nær
eingöngu helguð harðri árás á stefnu
Bandaríkjamanna.
— Það má líkja fyrirlitningu þeirra
á mannréttindum og heimsfriði, ásamt
utanríkisstefnu þeirra og viljaleysi til
að finna viðunandi lausn á sambúð
þjóðanna, við fasisma,” sagði hann.
Hann endurtók líka þá ásökun sína
að leyniþjónustan bandaríska, CIA,
bæri ábyrgð á faraldri og plágum á
Kúbu.
Nýjar ráðstafanir brezku stjómarínnar:
4% þak á laun opin-
berra starfsmanna
— búizt við ófriði á vinnumarkaðinum
Búast má nú við miklum árekstrum á
milli brezku stjórnarinnar og launþega-
samtakanna vegna 4% þaks sem hún
hefur boðað á laun ríkisstarfsmanna á
næsta ári.
Margaret Thatcher forsætisráðherra
og nýbreytt ráðuneyti hennar boðaði á
fundi í gær að hvergi yrði slakað á í
baráttunni við verðbólgu. Einn liður-
inn er 4% þak á laun opinberra starfs-
manna.
Þessi ákvörðun hefur vakið mikla
mótmælaöldu hjá verkalýðsforystunni
og er varað við átökum.
Alan Fisher, formaður samtaka
opinberra starfsmanna, sagði að ráð-
stöfun þessi væri bæði illgjörn og mis-
ráðin.
— Það er eins og stjórnvöld séu
beinlínis að hvetja til átaka, sagði
hann.
En hinn nýskipaði atvinnumálaráð-
herra, Norman Tebbit, sagði að stjórn-
völd hefðu aðeins áhuga á að takast á
við erlenda keppinauta á viðskipta-
mörkuðum.
Thatcher: Gefur ekkert eftir.
Danmörk:
FÆRRIKOMAST AÐ EN VIUA í UPPELDISFRÆÐI
Sú kvöð á nemendum er útskrifast
sem cand. mag. úr háskólum að taka
einnig uppeldisfræði til að öðlast
kennsluréttindi við menntaskóla hefur
nú valdið miklum vandræðum í Dan-
mörku. 1 haust urðu 367 þeirra frá að
hverfa vegna plássleysis og vegna rétt-
indaleysisins eru atvinnuhorfur hverf-
andi.
Tvær tillögur hafa komið fram til
lausnar þessum vanda. Onnur er borin
fram af menntaskólakennurum og gerir
ráð fyrir að æfingakennsla við mennta-
skólana verði stytt úr 6 mánuðum í
fjóra en bætt upp með tveggja mánaða
bóklegu námi við háskólann. Kennara-
efnin eiga þó að halda fullum launum
fyrir æfingakennsluna. Menntamála-
ráðherra, Dorte Bennedsen, leggur hins
vegar til fimm mánaða uppeldisfræði-
nám með 80°/o launum. Kostnaður er
sá sami hvorri aðferðinni sem er beitt
og báðar fela í sér að kennaraefnin geta
lokið uppeldisfræðinámi sínu án
Norsku skattayfirvöldin hafa til-
kynnt að 34 olíufyrirtæki muni á árinu
1981 greiða sem nemur 3.566 milljón-
um dala i skatt. Þetta er 12% hækkun
frá fyrraári.
Olíuskattur þessi er greiddur af fyrir-
tækjum sem vinna og flytja olíu og gas
af norskum olíuvinnslusvæðum. Fer
óþarfatafa.
Menntaskólakennarar álíta þó að
báðar lausnir séu óraunhæfar ef ekki
finnst strax í vetur lausn á málum
þeirra sem nú urðU frá að hverfa.
greiðslan fram i tveimur hlutum og eiga
olíufyrirtækin að vera búin að borga
1.783 milljónir dala fyrir 1. október.
Síðari hluti greiðslunnar fer fram í
apríl. Skattur þessi er áætlaður og mun
það m.a. velta á heimsmarkaðsverði á
olíu yfirleitt og gengi dollarans hvort
áætlun um tekjur fyrirtækjanna stenzt.
Noregur:
Glaðningur í ríkiskassann