Dagblaðið - 16.09.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
'I
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
$
Dagblöð út um alft hundur að gramsa í matarlarfum, óhreinir diskar í vaskin-
um og allir skápar fullir af drasli. Þannig le 'rt haimili Sðndru og ívans út áður
en þau tóku upp þr'tfaiagri umgengnisvenjur.
Subban hœtti sóða-
skapnum og tók
að kenna öðrum
þrifalegri
umgengnisvenjur
Ný aðferð við að svœfa ungbörn:
Tekur grát barna upp
á segulband og
spilar hann jyrir þau
Eins og flestir foreldrar geta vitnað
um er ungbörnum því miður gjarnt að
vakna um miðja nótt og gráta þá og
gráta. Oftast tekst foreldrunum fljót-
lega að róa ungann og svæfa hann á ný,
en í einstaka tilfellum gengur það
miður vel og foreldrarnir verða að beita
öllum ráðum til að svæfa barnið á ný.
En nú hefur dr. Grace Martin prófess-
or í sálfræði við Armstrong rikishá-
skólann í Savannah uppgötvað nýja
aðferð við að svæfa ungbörn. Hún felst
í því að taka upp á segulband grát ung-
barna og spila síðan grátinn fyrir
börnin, þegar þau láta í sér heyra á ný.
Dr. Grace, sem er 41 ás, segir að
hægt sé að nota þessa aðferð við að
svæfa börn, sem eru aðeins sólarhrings
gömul, en hún varar við því að nota að-
ferðina um of. „Þegar smábörn gráta
þá eru þau oftast að láta í ljós óánægju
með eitthvað. Gráturinn er þeirra eini
tjáningarmáti, og það má alls ekki
koma börnunum upp á að hætta að
gráta. Þá væri verr af stað farið en
heima setið. Þessa aðferð má aðeins
nota þegar allt annað bregzt og alls
ekki alltaf þegar barnið byrjar að
gráta.”
Tilraun dr. Grace fór þannig fram
að hún tók upp grát nýfæddra barna á
sjúkrahúsi í Savannah. Síðan spilaði
hún grátinn aftur fyrir sömu börnin.
Þegar nýfæddu börnin heyrðu grátinn
í sjálfum sér urðu þau róleg. Þegar þau
heyrðu grát eldri barna eða grát simp-
ansa apa, létu þau sem þau tækju ekki
eftir grátinum, en þegar þau heyrðu
grát barna á sama aldri og þau sjálf,
tóku þau að hrina í kór við segul-
Dr. Grace tekur upp grát Brian Currys.... og spiiar hann síðan aftur fyrir
snáðann. Og sjá. Hann verður strax róiegri og sofnar von bráðar.
bandið. „Það er alveg ótrúlegt að ung-
börn skuli geta þekkt sinn eigin grát af
segulbandi, einkanlega þegar haft er í
huga að margir fullorðnir eiga erfitt
með að þekkja eigin rödd, er þeir heyra
hanaásegulbandi,” segir dr.Grace.
Sandra Felton var subba. Hún hafði
verið gift í rúm tuttugu ár en heimili
hennar minnti meira á sorphaug en
mannabústað. Þótt Sandra reyndi að
vera þrifaleg reyndist henni það
gjörsamlega ómögulegt. Ég stakk
óhreinu matardiskunum inn í ísskáp af
því að ég nennti ekki að þvo þá upp. Ég
hélt til haga hverju einasta pappírs-
snifsi sem kom inn á heimilið og það
voru tvær skúffur í íbúðinni sem
höfðu ekki verið opnaðar í tvö ár, segir
Sandra.
Ástandið á heimilinu var svo slæmt
að hnífapör og ógreiddir reikningar
hurfu og fundust ekki aftur fyrr en
nokkrum mánuðum síðar. Það var
kannski í lagi með reikningana en verra
var það með gafflana og hnífana. Við
urðum alltaf að taka til áður en gestir
komu og það gat aldrei neinn komið í
óvænta heimsókn, segir eiginmaður
Söndru,Ivan.
Loks í maimánuði í fyrra, eftir 23 ára
hjónaband, ákvað Sandra að taka á sig
rögg og hætta öllum subbuskap. Nú er
svo komið að allt er tandurheint á
heimili hennar og Sandra er sjálf
byrjuð að kenna öðrum subbum
hvernig þær eigi að halda heimili sínu
hreinu. Bréfin streyma líka til hennar
úr öllum áttum og hún ráðleggur bréf-
riturum sem bezt hún getur. Þar sem
bréfritarar eru allir subbur eru sum
bréfin dálitið óþrifaleg, á einu þeirra
var far eftir kaffibolla og svo mætti
lengi telja.
Þótt flestir nemendur hennar séu
kvenmenn neitar Sandra því að með
kennslu sinni sé hún að gera allar konur
að húsmæðrum, sem eigi að hafa þann
starfa að vera heima og sjá um að allt
sé hreint og fágað þegar eiginmaðurinn
kemur heim úr vinnu sinni. „Það er
hvorki göfgandi né auðmýkjandi að
halda heimili sínu hreinu,” segir
Sandra, „það er einfaldlega hag-
kvæmt.”
Paul Williams
og frumburðurinn
Okkur hefur lengi langað til að eign-
ast barn og það er alveg stórkostlegt að
sá draumur skuli hafa rætzt,” sagði
Paul Williams, lagasmiðurinn og
söngvarinn er hann hélt á nýfæddu
barni sínu og Katie, eiginkonu sinnar.
Barnið fæddist 28. júlí í sumar og
var sonur, sem litlu síðar var skírður
Christopher Cole. Paul var mjög mont-
inn af snáðanum og fullyrti að hann
hefði verið 50 cm langur. En læknar
voru á annarri skoðun og sögðu hann
aðeins hafa verið 47 cm langan. Paul,
sem sjálfur er aðeins rúmlega 1,50 á
hæð var ekki lengi að svara fyrir sig:
„Þarna sjáið þið, hann er alveg eins og
ég, strax byrjaður að minnka.
Paul Williams með frumburðinn og stoftið leynir sér ekki í svip föðursins.
Dáleidd vitni látin leysa frá skjóðunni
Barátta lögreglunnar í Bandaríkjun-
um gegn glæpum hefur nú leitt hana
inn á braut undirmeðvitundarinnar.
Nærri því hver einasta lögregludeild í
landinu hefur nú á sínum snærum
dáleiðara og yfirheyrslur dáleiddra
manna færist nú mjög í vöxt. Á þennan
hátt getur lögreglan grafið upp ýmsa
vitneskju, sem vitnið bjó yfir en hafði
gleymt, allt frá bílnúmeri til nákvæmr-
ar lýsingar á fólki.
Að mati sumra lögreglumanna er
þessi aðferð jafnbyltingarkennd og
uppgötvun fingrafara var á sínum
tíma. Dáleiðsluaðferðin er þó enn í
mótun, en samt sem áður færist það
mjög í vöxt að hún sé notuð.
Dáleiðararnir eru ekki læknar,
heldur lögreglumenn, sem hlotið hafa
tilskilda þjálfun i sérstökum skólum.
Stærsti dáleiðsluskólinn er í Los Angel-
es og hann sækja lögreglumenn
hvaðanæva að, jafnt utan Bandaríkj-
anna sem innan.
Sem vænta mátti hefur aðferðin
hlotið misjafna dóma og ekki eru allir
dómstólar tilbúnir að viðurkenna vitni,
sem dáleidd voru. Þannig hefur hæsti-
réttur í Minnesota og Arizona neitað að
taka vitnisburð dáleiddra vitna gildan
og dómstólar i Kaliforníu velta því nú
fyrir sér hvort þeir eigi að gera slikt hið
sama.
Fræðimenn fullyrða að fólk í dá-
leiðslu eigi það til að brengla raunveru-
leikann, misminna, ímynda sér hluti
sem aldrei gerðust og jafnvel ljúga. Á
sama hátt hafa læknar mótmælt því
sem þeir kalla krukki skottulækna í
undirmeðvitundinni.
Dáleiðsla þarf ekki, að sögn
lögreglu, að vera notuð beint sem
vitnisburður, heldur getur hún ekki
síður verið mikilvæg til að aðstoða
lögreglu við að búa til betri mynd af
glæpnum. Lögregla Los Angelesborgar
hefur 600 sinnum gripið til dáleiðslu á
undanförnum árum og hún fullyrðir að
dáleiðsla sé sjaldan notuð.
Sumir iögreglumenn fullyrða að
dáleiddur maður segi alltaf sannleik-
ann, þvi vitnisburður hans komi beint
fólk
frá undirmeðvitundinni og geti því ekki
skolazt til. En þetta er öfgakennd
skoðun, sem fæstir viðurkenna.
Mjög strangar reglur eru um dá-
leiðslu og verður alltaf þriðji aðilinn að
vera viðstaddur þegar vitni eru dáleidd.
Öll dáleiðslan er tekin upp á segulband,
og dómurum og öðrum er vinna að
rannsókn málsins er frjáls aðgangur að
segulbandsspólunni.