Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 12

Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. MMBIABIB frfálst, úháð daghlað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjánsson. Aflstoðarrítstjórí: Haukur Holgason. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjóri ritstjómar. Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Haildórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Krístján Már Upnarsson, Sigurður Sverrísson. Ljósmyndir Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurflsson, Sigurflur Þorrí Sigurðsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. Droifingarstjórí: Valgorður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofun Þverholti 11. Aflalsími blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskríftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl I lausasölu kr. 6,00. Norðmenn biöjastgriða Ósigur Verkamannaflokksins norska og sigur Hægri flokksins og Framfara- flokksins eru ótvíræð tákn uppreisnar almennings gegn skattpíningu, ofstjórn og skrifræði. Sú spurning leitar þó á, hvort kjósendur fái það, sem þeir biðja um. Er Hægri flokknum, eins og hann nú er orðinn, i reynd treystandi til þess að gangast fyrir varanlegum skattalækkunum? Hægri flokkurinn setti skattalækkanir mjög á oddinn í kosningabaráttunni. Hann sagðist vilja draga úr skrifræðinu en auka veg einkaframtaks. Hann kvaðst vilja nýta olíugróðann hraðar en stjórn Verka- mannaflokksins hafði gert. Verkamannaflokkurinn hefur stýrt Noregi frá stríðslokum, með örfárra ára undantekningu. Mikil er skattpíningin á íslandi, en meiri er hún á öðrum Norðurlöndum. í allmörg undanfarin ár hafa sézt á Norðurlöndum merki um uppreisn almennings gegn skattaveldinu. Hún hefur lengi birzt í geysimiklu fylgi flokks Glistrups í Danmörku. Hún birtist, þegar hálfr- ar aldar veldi sænskra jafnaðarmanna var hrundið. Og nú birtist hún í Noregi í fylgisaukningu Hægri flokksins og í því, að hinir norsku félagar Glistrups hins danska fá skyndilega fjóra þingmenn kjörna. Stjórnir jafnaðarmanna á Norðurlöndum fóru of- fari í útþenslu ríkisbáknsins. Með þeim orðum er ekki verið að lasta velferðarríkin þeirra, en of langt hefur verið gengið í ríkisforsjá. Hún hefur lamað þrótt at- vinnulífsins, beint fjármagni um of út úr arðbærum þáttum. Kosningar síðustu ára hafa sýnt, að al- menningur vill snúa við blaðinu. Auðvitað einkenndi margt annað norsku kosninga- baráttuna. Hún snerist að miklu, með bandarískum hætti, um persónur forystumanna tveggja stærstu flokkanna, Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Verkamannaflokksins og Kaare Willoch leiðtoga flokks hægri manna. Þar fengu skarpar gáfur Willochs notið sín. Hann verður vafalítið næsti forsætisráð- herra Noregs. Spyrja má, hvort borgaraleg ríkisstjórn í Noregi verði kannski bara eftirlíking borgaralegu ríkisstjórn- arinnar í Sviþjóð. Lítið hefur breytzt i Svíþjóð, þótt jafnaðarmenn misstu meirihlutann þar. Ekki verður spáð með fullvissu, að skattar Norðmanna verði orðnir eitthváð lægri eftir nokkurra ára setu borgaralegrar ríkisstjórnar- eða skrifræðið verði eitthvað minna. Hægri flokkurinn norski hefur síðustu ár dregið mjög dám af Verkamannaflokknum. Jafnframt hefur Verkamannaflokkurinn frekar þokazt til hægri. Munurinn milli flokkanna er miklu minni en áður var. Líklega gæti Nóbelshagfræðingurinn Hayek sagt, að þetta væri allt saman „miðjumoð”. Hægri flokkurinn kveðst ekki vilja skerða það velferðarríki, sem Verkamannaflokkurinn hefur skapað. Hvaðan koma þá peningar til skattalækkana? Því hafa hægri menn ekki svarað, svo að ljóst sé, hvað þeir meina. Velferðarríkið er gott, sé því haldið innan hóflegra marka. Sé of langt gengið í skattpíningu, eins og nú þegar er orðið á Islandi, og þeim mun meira í Skandinavíu, ber þjóðin öll minna úr býtum, einnig þeir, sem helzt njóta velferðarríkisins. Meirihluti norskra kjósenda biður um léttingu^ skattpíningar. Bregðist Hægri flokkurinn, gæti svo farið að norsku Glistrupsinnarnir héldu áfram sigur- göngu sinni. Sextán hundr- uðmannsí húsnæðishraki - Þótt aðeins ein fjölskylda væri í húsnæðishraki á öllu landinu, mundi sá vandi skipta okkur máli. Öruggt húsaskjól telst til grundvallarmann- réttinda og því ber samfélaginu skylda til að aðstoða alla við að komast í öruggt húsnæði. Þetta hefur til dæmis verið gert með almenna veðlánakerfmu sem hefur fjármagn- að um 90 prósent þess íbúðarhús- næðis sem byggt hefur verið í landinu fráþví árið 1955. Þegar talað er um ráðstafanir til að ráða bót á þeim mikla húsnæðis- vanda sem við er að glíma á höfuð- borgarsvæðinu þurfa menn að gera sér grein fyrir stærðargráðu þessa vanda. Því miður liggja hvergi fyrir óyggjandi upplýsingar. Ég ætla því að taka tölur Morgun- blaðsins um húsnæðisvandann trúan- legar. Þar segir 29. ágúst síðastliðinn: „Ástandið er í stuttu máli þannig, að hátt í 1600 manns, fjölskyldur og ein- staklingar, eru í húsnæðishraki. Það 'á enn eftir að versna þegar skólaæsk- an kemur til náms í framhaldsskólum höfuðborgarinnar.” Skiptingin í höfuðdráttum Auðvitað er ekki nóg að gefa sér þessa tölu 1600 manns, það þarf einnig að vita hvernig hópurinn skipt- ist í fjölskyldustærðir. Þetta væri hægt ef einhver einn aðili hefði dregið saman þessar upplýsingar sem fyrir liggja í umsóknum um húsnæði hjá ýmsum stofnunum á höfuðborg- arsvæðinu. Svo er ekki og mun ég því. miða útreikninga mína við að þessi 1600 manns skiptist í fjölskyldur i sömu höfuðdráttum og allir Reykvík- Vi r Hinn fallni reyr framsókn ar og komma 1 kjallaragrein Dagblaðsins 21. ágúst sl. tekur hinn fallni reyr Fram- sóknar og komma, Finnbogi Her- mannsson, sér fyrir hendur að skrifa um starfsemi vestfirskrar verkalýðs- hreyfingar innan A.S.V. Það hefði greinilega legið léttara fyrir flestum öðrum en þessum pilt- ungi að skrifa eitthvað af viti og þekkingu um verkalýðsmál, því greinin er uppfull af alls konar sleggjudómum, fullyrðingum og beinlínis fölsunum á staðreyndum, svo engu er likara en heilabúið, sem að baki býr, sé galtómt eða einn hrærigrautur. Það er því ekki par glæsilegt fyrir velunnara Vestfirska fréttablaðsins að eiga von á með tilkomu hans sem blaðamanns að því blaði, að umfjöll- un mála verði með svipuðum hætti og kjallaragreinin. Eru þeir andlegir feflgar, Finnbogi og Kjartan Ólafsson? Boðskapur Finnboga minnir æði mikið á þau skrif, sem núverandi þjóðviljaritstjóri, Kjartan Ólafsson, tók sér fyrir hendur að viðhafa í umfjöllun sinni um Vestfjarðasam- komulagið 1977, þegar Kjartan tók höndum saman við harðsvíruðustu öflin innan Vinnuveitendasam- bandsjns i Reykjavík og hamaðist gegn Vestfjarðasamkomulaginu. Þá gengu í eina sæng og sameinuðust allt frá harðsvíruðustu íhaldsöflum innan Vinnuveitendasambandsins til rót- grónustu einræðisafla innan Alþýðu- bandalagsins, um að allt, sem gert væri án íhlutunar miðstjórnarvalds- ins að sunnan, bæri að kæfa i Kjallarinn Karvel Pálmason fæðingunni. Og nú hefur þessum öflum opinberlega bæst liðsauki eða hitt þó heldur. Það er ekkert nýtt að vestfirsk verkalýðshreyfing sé borin alls konar óhróðri og dylgjum, en oftast hafa slíkar sendingar komið úr fjarlægð frá postulum undirróðursafia, sem beita starfsháttum moldvörpunnar og láta einskis ófreistað til að grafa undan því samstarfi, sem vestfirsk verkalýðshreyfing og samtök vinnu- veitendaá Vestfjörðum hafaátt. En nú virðist vera búið að planta þessum þokkalegheitum, eða hitt þó heldur, á Vestfjörðum og þess vegna meiri ástæða til að gefa gaum því ill- gresi sem upp gæti vaxið. Hverjir eru viðsemj- endur A.S.V.? Ályktun kjaramálaráðstefnu A.S.V. að Núpi 9. ágúst virðist heldur betur hafa farið fyrir brjóstið á Finnboga, og þá ekki síst sá þáttur hennar. að semja beri heima en ekki í hinum stóru samflotum, eins og verið hefur. Nú ættu það ekki að vera nein ný sannindi fyrir þá, sem á annað borð hafa fylgst með störfum og við- horfum innan A.S.V. eða viljað kynna sér þau, að það hefur verið stefna A.S.V. að samningagerð færi fram hér heima. Enda hefur það £ „Þá gengu í eina sæng og sameinuðust allt frá harðsvíruðustu íhaldsöflum innan Vinnuveitendasambandsins til rótgrónustu einræðisafla innan Alþýðubandalagsins, um að allt, sem gert væri án miðstjórnarvaldsins að sunnan, bæri að kæfa í fæðingunni.” V.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.