Dagblaðið - 16.09.1981, Side 17

Dagblaðið - 16.09.1981, Side 17
Það fór einstaklega vel á með þeim Bergþórí og B-20 Turbo Volvo-vélinni f jepp- anum hans. Hér típla þeir fyrírhafnarlaust, að þvf er virðist upp snarbratta brekku á hvðssu grjótí. DB-mynd J óhann Kristjánsson. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981. Þetta barð reyndist mörgum erfitt Bergþór þeyttist upp það en þegar jeppinn skall niður að framan brotnaöi drifskaftíð að framan. Bergþóri tókst þó að ljúka þrautínni og sem betur fer, fyrír hann, var hann með varadrifskaft I verkfærakist- unni. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Drullugryfjan reyndist mörgum erfið en hér göslast Bergþór yfir hana að þvi er virðist fyrírhafnarlaust DB-mynd J óhann Krístjánsson. 17 Torfærukeppni björgunarsveitarinnar Stakks í Grindavík: Bergþór tryggði sér Is- landsmeistaratítílinn i torfæruakstri Bergþór Guðjónsson sýndi mikla yfirburði i torfæruaksturskeppni björgunarsveitarinnar Stakks sem haldin var við Grinda' íksiðastliðinn sunnudag. Bergþór hefur tekið þátt í sjö torfærukeppnum og gengið mis- jafnlega. En það var síðastliðið vor sem hann tók upp á þvi að leika sér að keppinautum sínum og hefur engum þeirra tekizt að hafa roð við honum og hafa þó margir lagt sjg fram við það. Bergþór hefur ætið verið með fjögurra strokka B-20 Volvo vél í ’47 Willysnum sínum en síðastliðinn vetur setti hann afgastúr- bínu, (Turbocharger) á vélina og virðist hún hafa bætt við þeim hest- öflum sem á vantaði, til að jeppinn léki i höndum hans. Var oft unun að horfa á hvernig Berþór og jeppinn runnu yfir torfærurnar að því er virt- ist fyrirhafnarlaust. Með sigrinum i þessari keppni tryggði Bergþór sér ís- landsmeistaratitilinn í torfæruakstri 1981 því hann hefur sigrað í þremur fyrstu af fjórum torfærukeppnum sumarsins sem gefa stig til íslands- meistaratitils. En fjórða og síðasta keppnin verður haustkeppni Bíla- klúbbs Akureyrar sem haldin verður fyrir norðan 3. október. Verður fróð legt að sjá hvort Bergþóri takist að sigra þar einnig, en öruggt er að Norðlendingarnir tefla fram sínu harðasta liði með þá Guðmund Gunnarsson og Halldór Jóhannesson AMC foringja i broddi fylkingar. Keppendur í Grindavík voru 6 og skiptust þeir í tvo hópa eftir getu. Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Guðjónsson veittu Bergþóri harða keppni. Guðmundur hefur tekið þátt í sjö torfæruaksturskepnum eins og Bergþór og yfirleitt staðið sig vel. Guðmundur keppti á AMC Jeep með 340 cid Chrysler vél. Guðmundur keyrði laglega og hékk lengi vel í Bergþóri en í fjórðu torfærunni tóku gömul „meiðsli” sig upp í jeppanum og hrökk framöxull i sundur. Öxull- inn hafði brotnað í sandspyrnu- keppni Bílaklúbbs Akureyrar, þar sem Guðmundur sigraði reyndar og tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í sandspyrnu. Hafði Guðmundur brugðið á það ráð að rafsjóða öxul- inn saman, þar sem hann fékk ekki nýjan, til að geta keppt á jeppanum. Guðmundur hélt keppninni áfram en ekki gekk honum eins vel eftir að framdrifið varð óvirkt og hann þurfti að treysta einvörðungu á afturdrifið. Gunnar Guðjónsson tók hér þátt í sinni fyrstu torfærukeppni á þræl- sprækum jeppa með 350 cid Chevro- let vél. Gunnar hlífði jeppanum sínum hvergi og geystist í torfærurn- ar af miklu hugrekki. Þeyttist hann í brekkurnar með hægri fótinn í blöndungnum og öll hólf hans opin. Ekki sló Gunnar af fyrr en jeppinn þeyttist í loftköstum út úr brautinni eða gróf sig niður í hana. Suzuki umboðið sendi tvo Suzuki jeppa í keppnina og fékk rallýkapp- ana Jón Ragnarsson og Hafstein Hauksson til að aka þeim. Ekki gekk þeim félögum vel í keppninni þvi bíl- arnir voru svo máttlausir að þeir gátu varla spólað í mölinni á breiðum dekkjunum sem sett höfðu veriö undir þá. f síðustu þrautinni, sem var tímabraut, sýndi Hafsteinn góð til- þrif og brauzt yfir allar hindranirnar af hörku og þrákelkni, við mikinn fögnuð áhorfenda. Jón tók hins veg- ar það til ráðs að sneiða hjá erfiðustu þrautunum í tímabrautinni og hefur hann sennilega ekki treyst bílnum í þær. Sjötti keppandinn, Már Finnboga- son, keppti á Moskwitch sem búið var að setja á jeppagrind. Var bill hans með fjögurra strokka vél og á venjulegum götudekkjum. Var Moskwitchinn anzi skrautlegur en árangur hans í keppninni ekki um- talsverður. Svo sem fyrr sagði sigraði Bergþór i keppninni og hlaut hann 2270 stig. Bergþór náði einnig bezta tímanum í tímabrautinni, 1 mín. 47.3 sek. Guðmundur lenti í öðru sæti keppn- innar með 1760 stig. Tími Guðmund- ar í tímabrautinni var 3. mín. 35.3 sek. en hann festi jeppann í dekkjagryfj- unni og varð að hlaupa síðasta hluta tímabrautarinnar. Gunnar varð þriðji með 1630 stig en hann náði næstbezta tímanum í timabrautinni. Fór hann brautina á 2 mín. 21.9 sek. Hafsteinn Hauksson náði þriðja bezta tímanum í timabrautinni þegar hann böðlaðist brautina á 2 mín. 53 sek. Jóhann Kristjánsson. Glöggum mönnum sýndist oft sem hægrí fótur Gunnars Guðjónssonar værí kom- inn alla leið fram i grill, svo fast steig hann á bensíngjöfina. En hvað um það þá hlífði Gunnar jeppanum hvergi og sést hér koma fljúgandi yfir barð sem var efst I einni bröttustu brekkunni f keppninni. DB-mynd Jóhann Krístjánsson. Seinni hluta keppninnar varð Guðmundur Gunnarsson að treysta einvörðungu á afturdrífið, en brotínn framöxull gerði framdrífið óvirkt. Þrátt fyrír þessa erfiðleika tókst Guðmundi að komast I annað sætí i keppninni. DB-mynd Jóhann Krístjánsson. Hafsteinn Hauksson sýndi mikil tílþríf i drullugryfjunni og eftir mikið sull og margar tilraunir tókst honum að brjótast rétta leið upp úr henni. DB-mynd Jóhann Kristjánsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.