Dagblaðið - 16.09.1981, Qupperneq 18
18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 1981.
Veðrið '
Gert er ráfl fyrir hœgri austanátt
víflast hvar og fer hún vaxandi (nótt.
Á Suðausturlandi verður rigning en
afleins smóskúrir ó Vestfjörflum og
vostanverðu Norflurlandi.
í Reykjavfk kl. 6 var austan 3, súld
og 10; Gufuskólar suflaustan 2, al-
skýjafl og 7; Galtarviti sunnan 3,
skýjafl og 8; Akureyri sunnan 2, ul
skýjafl og 9; Raufarhöfn austan 3,
þokumóða og 8; Dalatengi austan 2,
súld og 7; Höfn vestnorflvestan 2,
þokumófla og 8; Stórhöfðí austan 4,
súld og 8.
í Þórshöfn alskýjafl og 10, Kaup-
mannahöfn alskýjafl og 12, Osló al-
skýjafl og 7, Stokkhólmur skýjafl og
S, London alskýjafl og 14, Hamborg
rigning 6 síflustu klukkustund 12,
Parls alskýjafl og 14, Madrid heiflskírt
og 15, Lissabon þokumófla og 15,
New York rigning og 18.
Einar Brynjólfsson bifreiðarstjóri er
látinn. Hann var fæddur á Akureyri
1906 og voru foreldrar hans hjónin
Ólafía Einarsdóttir og Brynjólfur Jóns-
son. Þau eignuðust átta börn og eru nú
þrjú á lífi, þau Hanna, Elín og Bragi.
Einar var um árabil bílstjóri hjá Stein-
dóri en síðar hjá þáverandi forseta ís-
lands, Sveini Björnssyni. Seinni árin
vann hann hjá Hreyfli. Hann var
ókvæntur.
Kristinn Þorgeir Pétursson myndlistar-
maður andaðist á Landakotsspítala I.
september sl. Hann var fæddur 17.
nóvember 1896 á Bakka í Hjarðardal í
Dýrafirði. Foreldrar hans voru Pétur
Benediktsson og Guðmunda Jónsdótt-
ir. Faðir Kristins andaðist 1898. Móðir
hans giftist aftur árið 1900, þá Bjarna
Kristjánssyni, en hún lézt af barns-
förum árið 1900 og barnið fæddist and-
vana. Ungur fékk Kristinn kirtlaveiki
og eftir það gekk hann aldrei heill til
skógar. Kristinn lauk kennaraprófi
1919. Árið 1923 fór hann til Noregs i
Listaháskóla, síðar stundaði hann list-
nám i Kaupmannahöfn, Paris og Vín-
arborg. 1933 kom hann til íslands og
bjó lengst af i Hveragerði. Kristinn
Þorgeir hélt ótalmargar sýningar, bæði
erlendis og hérlendis. Kristinn var
ókvæntur.
Jón Guðmundsson frá Gerðum, Báru-
götu 37, lézt 14. september.
Ólafur Halldórsson, Brúnastekk 3, lézt
að Hrafnistu 15. september.
Einar Garðar Guðmundsson, fyrrver-
andi framkvæmdastjóri, Hábergi 3
Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju föstudaginn 18.
septemberkl. 10.30.
Helga Jónsdóttir, fyrrverandi gjald-
keri, andaðist í Borgarspítalanum 6.
september. Útförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Ágústa Arngrímsdóttir lézt i Borgar-
spitalanum 13. september. Jarðarförin
fer fram frá Fossvogskirkju föstudag-
inn 18. september kl. 15.
Jón Úlfarsson bifreiðastjóri, Borgar-
nesi, verður jarðsunginn frá Borgarnes-
kirkju laugardag 19. september kl. 14.
Afmæii
Guðmundur Jónatansson, málara-
meistari, Ránargötu 20, Akureyri, er
sjötugur í dag. Kona hans er María
Júlíusdóttir frá Hvassafelli i Eyjafirði
og eiga þau 7 börn.
AA-samtökin
í dag miðvikudag verða fundir á vegum AA-samtak-
anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010) kl.
12 (opinn), 14, 18 og 21. Grensás, safnaöarheimili
kl. 21. Hallgrímskirkja kl. 21. Akranes (93-2540)
Suöurgata 102 kl. 21. Borgarnes, Skúlagata 13, kl.
21. Fáskrúðsfjörður, Félagsheimiliö Skrúður, kl.
20.30. Höfn, Hornafirði, Miðtún 21, kl. 21. Kefla-
vík (s. 92-1800), Klapparst. 7 enska, kl. 21.
Á morgun, fimmtudag, veröa fundir í hádeginu
sem hér segir: Tjamargata 5, græna húsið, kl. 14.
Kvennadeild flug-
björgunarsveitarinnar
heldur félagsfund 16. september kl. 20.30. Stjórnin.
Pennavinir
17 ára piltur frá Grænlandi
óskar eftir pennavinum á aldrinum 14—90 ára.
Áhugamál hans eru aðallega Ijósmyndir, tónlist,
fólk, frímerki og margt fleira. HeimilisfangÍHÖ er
Jan Hjortshoj, Blok T/112, Box 40, 3900 Godtháb,
Gronland.
Útivistarferöir
Föstudagur 18. sept. kl. 20.
Kjalarferfl með Jóni I. Ðjarnasyni. Gist 1 húsi.
Laugardagur 25. sept. kl. 20.
Þórsmörk,haustlitaferð, grillveizla. Gist í húsi.
Upplýsingar og farseðlar á skrifstofunni, Lækjar-
götu 6a, simi 14606.
Sunnudagur 20. sept.
kl. 10. Skálafell.
kl. 13 Botnsdalur-Glymur, haustlitir.
Spilakvöid
verður hajdið á vegum Kvenfélags Kópavogs,
fimmtudagskvöld 17. september kl. 20.30 að
Hamraborg 1, Kópavogi. Spilakvöldið er haldið til
styrktar Hjúkrunarheimili Kópavogs. Allir
velkomnir. Nefndin.
Basar undirbúningur.
Félag fatlaðra
f Reykjavík og nágr.
Nú líður óðum að basar félagsins, sem verður í
fyrstu viku desembermánaðar. Basarvinnan er
komin í fullan gang, komið er saman öll
fimmtudagskvöld, kl. 20, i félagsheimilinu, Há-
túni 12. Við vonumst eftir stuðningi frá velunnurum
félagsins, eins og undanfarin ár.
Opnir kappleikir
Golfsambands fslands
16.-20. seplember FIAT TH ROPY
19.-20. september Golfklúbbur Reykjavíkur, ÍSAL í
öllum flokkum.
Golfklúbbur Vestmannaeyja, fyrirkomulag
óákveðið.
Knattspyrna
Skrá yfir leiki sem enn eru óleiknir í 2. flokki vegna
frestana, einnig leikir samkvæmt mótaskrá og leikir
í úrslitum íslandsmótsins sem K.R.R. sér um.
Fimmtudagur 17. september.
R.m. Framvöllur Fram-Þróttur kl. 19.
Föstudagur 18. september.
ísl.m. KR-völlur KR-Þróttur kl. 19.
I.augardagur 19. september.
ísl.m. Framvöllur Þróttur N.-Fram kl. 14.
R.M. Þróttarv.Þróttur-ÍR kl. 14.
Sunnudagur 20. september
ísl.m. Framv. ÍBK-Þróttur N. kl. 14.
Mánudagur 21. september
R.m. KR-völlur KR-Fylkir A kl. 18.30.
R.M. KR-völlur KR-Fylkir B kl. 20.00.
LEIKHUSSTJORASKELFIR
IUTLUM HAM
Gærkvöldið hófst á Vettvangi
Simmars og Ástu. Mér til ánægju
verður leikhússtjóraskelfirinn Jón
Viðar Jónsson með - Jeikhússpistla
sina í þættinum í vetur. Sá fyrsti var í
gærkvöldi er Jón fjallaði um sýningu
Leikfélags Reykjavíkur á leikritinu
Jóa eftir Kjartan Ragnarsson.
Ekkert sagði Jón sem gæti valdið
sprengingu á æðri menntasetrum.
Hann fann jú að ýmsum atriðum en
ósköp málefnalega og í heildina séð
var hann fremur ánægður með upp-
færsluna en hitt. Á eftir pistli Jóns
kom aftur á móti liður sem ég hef velt
dálítið fyrir mér. Þá komu Silja
Aðalsteinsdóttir og Sirrún Júlísdóttir
(eins og stjórnandi kynnti hana) og
fjölluðu um umfjöllun Jóns. Þær
voru náttúrlega alls ekki sammála
honum. Ég átta mig satt að segja
ekkert á tilgangi þess að vera með
leikhúsgagnrýni í útvarpsþætti og
láta svo gagnrýna gagnrýnina í næsta
lið á eftir. Einna helzt dettur mér í
hug að stjórnandinn hafi komið
þessu kerfi á til að fá ekki bágt fyrir
hjá leikhússtjórum ef Jón Viðar
gerist full tannhvass. Alla vega hlýtur
útkoma svona umfjöllunar oftast að
verða eitt stórt núll fyrir þáttinn í
heild og leikhússgagnrýnin er þar
með orðinn óþarfur hlutur og tíma-
eyðsla.
Með leikhússpistli Vettvangs lét ég
lokið hlustun minni á gömlu góðu
gufuna í gærkvöld en bar þess í stað
niður í Þjóðskörungum tuttugustu
aldarinnar. Þarna eru á ferðinni
ágætis þættirog fróðlegir í bezta lagi.
Eigi veit ég gjörla hvort öllum
krötum þykja áherzlur vera lagðar á
heimssöguna á réttum stöðum í þátt-
um þessum. Ef ekki þá er bara að
senda stjórn New York Times harð-
ort mótmælabréf og kalla þá skíta-
pakk. Þannig virðast rósariddarar
tuttugustu aldarinnar alla vega vera
farnir að berjast hér uppi á norður-
hjara nú í seinni tíð.
-ÁT-
GENGIÐ
Ægir,
rit Fiskifélags íslands cr komiö út, 8. tbl. Meöal
efnis þessa blaðs er útgerö og aflabrögð, fjarðasíld,
hvalveiöar Eyfirðinga, ný fiskiskip, fiskverö og fl.
Ægir kemur út mánaðarlega og er áskriftarverð 150
kr. árgangurinn. Höfn Ingólfsstræti, sími 10500.
Nýtt merki Umsjónarfélags
einhverfra barna
Hannað hefur verið merki fyrir Umsjónarfélag ein-
hverfra barna. Merkið er mjög táknrænt fyrir cin-
angrunarþörf einhverfra barna og sýnir bam sem
heldur fyrir eyru og augu, vill ekki hlusta, sjá eða
taka viðskilaboðum.
Guöjón Ingi Hauksson teiknari hefur hannaö
merkið. Hann hefur gert þetta merki sem framlag til
árs fatlaöra og hefur greinilega lagt alúö viö þessa
vinnu sina.
Það er einkar ánægjulegt að fá þetta merki nú á
sama tíma og meginverkefni Umsjónarfélagsins er
að komast í framkvæmd, en það er meðferðar-
heimili, sem væntanlega tekur til starfa nú á ári
fatlaðra. Heimilið er að Trönuhólum 1 og veröur
þar starfrækt meðferð fyrir átta einhverf (geðveik)
börn eða unglinga.
Unglingameistara-
mótið í skák
að hefjast
Unglingameistaramót íslands i skák hefst næstkom-
andi föstudag og stendur skráning keppenda nú yfir
hjá Skáksambandi íslands daglega og hjá Taflfélagi
Rcykjavikur á kvöldin. Mótið verður haldið i húsi
Taflfélagsins að Grensásvegi og er öllum yngri en 20
ára opin þátttaka.
Tcfldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi, og
fá keppendur eina klukkustund á fyrstu þrjátíu
leikina og svo 20 mínútur til að Ijúka skákinni.
Fyrsta umfcrð verður tefld nk. föstudagskvöld,
önnur og þriðja á laugardaginn, fjórða og fimmta á
sunnudaginn og sjötta og sjöunda á mánudags-
kvöldiö. 1 fyrstu verðlaun verður ferð á gott skák-
mót crlcndis og bókaverðlaun verða fyrir 2.-5. sæti.
Til að flýta fyrir, vildu forráðamenn
Skáksambandsins koma þvi á framfæri, að menn
tilkynntu þátttöku sina tímanlega.
Fyrirlestur um
nýjar aðferðir
við meðferð vaxtar-
truflana barna
Dr. Raymond L. Hintz er staddur hér á landi. Dr.
Hintzt er prófessor við Stanford háskóla í Banda-
ríkjunum og er sérfræðingur i hormóna- og efna-
skiptasjúkdómum barna.
Hann hefur undanfarið unnið að rannsóknum á
vaxtarhormónum og stjórnar nú rannsókn á
áhrifum vaxtarhormóna sem eru framleidd með
svokallaðri erfðatækni. Gen úr mönnum eru flutt.
inn í bakteríur, þannig að þær mynda vaxtarhormón
manns. Rannsókn sú, sem Dr. Hintz stjórnar,
kannar áhrif þannig myndaðra hormóna á vaxtar-
truflanir og efnaskiptasjúkdóma barna.
Dr. Hintz mun halda fyrirlestur í boði
Rannsóknastofu í lifeðlisfræði og Líf-
fræðistofnunar Háskóla íslands. Fyrirlesturinn
verður í Norræna húsinu, fimmtudaginn 17. sept.
kl. 17.30 og nefnist Recombinant DNA and its
application in hormone synthesis, og er öllum
opinn.
Flóamarkaður
er hjá hjálpræðishernum i dag, 16. september, frá
kl. 10—17. Velkomin.
Tangó-tónleikar í
Félagsstofnun stúdenta
í dag, 16. september, verða haldnir tangó-tónleikar
í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Hefjast
tónleikarnir klukkan 21. Flytjendur verða þau
Laufey Sigurðardóttir, sem leikur á fiðlu, Helga
Þórarinsdóttir á lágfiðlu, Edda Erlendsdóttir á
píanó, Richard Korn á kontrabassa og Olivier
Manoury á bandóníum.
í fréttatilkynnineu frá hópnum segir, að tangó sé
ekki aðeins dans h-. Jur einnig eyrnalist, þ.e. tónlist
til að hlusta á. i'angóinn, sem er argentínskur
að uppruna, n:ut hvarvetna mikilia vinsælda, þegar
hann ruddi sér til rúms á danshúsum fjóröa ára-
tugarins.
Þessi tónlist hefur haldiö áfram að þróast í
heimalandi sinu, þótt hinn raunverulegi tangó, sé
næsta óþekktur í Evrópu. Tónleikunum er þvi ætlað
að varpa nýju Ijósi á hinn argentínska tangó og veita
fólki tækifæri á að kynnast nýrri hlið þessarar mis-
skildu tónlistar.
Ennfremur skal þess getið, að föstudags- og
laugardagskvöld, 18. og 19. september, munu svo
fimmmcnningarnir koma fram i Þjóðleikhús-
kjallaranum.
Fyrirsagnar-
ummæli
féllu úr
textanum
í fyrirsögn á baksíðufrétt DB í gær
var vitnað til untmæla Vilmundar
Gylfasonar á fundi á Hótel Borg
kvöldið áður. Ummæli Vilmundar:
,iÞað þýðir ekki að öskra óvirðulega
um atkvæði, nteð þeim er ég þing-
maður og ætla að verða áfram” féllu
hins vegar niður í texta fréttarinnar.
GENGISSKRÁNING NR. 175 Ferðamanna
- 16. SEPTEMBER 1981 KL. 09.15. gjatdeyri.
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandaríkjodollor 7,752 7,774 8.5514
1 Sterlingspund 14,252 14,292 15,721
1 Kanododollor 6,458 6,476 7,123
1 Dönsk króna 1,0599 1,0629 1,1692
1 Norsk króna 1,3134 1,3171 1,4488
1 Sœnsk króna 1,3838 1,3877 1,5285
1 Finnskt mork 1,7238 1,7287 1,9016
1 Franskur franki 1,3874 1,3913 1,5304
1 Belg.franki 0,2032 0,2037 0,2241
1 Svissn. franki 3,8877 3,8987 4,2886
1 Hollenzk florina 3,0073 3,0158 3,3174
1 V.-þýzktmark 3,3285 3,3379 3,6717
1 Itölsk Itre 0,00658 0,00660 0,00726
1 Austurr. Sch. 0,4740 0,4753 0,5228
1 Portug. Escudo 0,1179 0,1182 0,1300
1 Spánskur poseti 0,0816 0,0818 0,900
1 Japensktyen 0,03401 .0,03411 0,03752
1 frsktound 12,016 12,050 13,255
SDR (eérstök tlráttarréttlndl) 01/09 8,9275 8,9527
Simsvari vegna gengisskráningar 22190.
Tiikynnmgar